Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Persaflói:
Ráðist á grískt
olíuflutningaskip
Bahrain, Reuter.
ÞYRLUR, ætlaðar til tundurduflaslæðingar, fóru í gær fyrir finunt-
án Bandarískum herskipum, sem sigldu inn á Persaflóa skömmu
eftir að iranskir byltingarverðir réðust á grískt flutningaskip.
A sama tíma sagði Ali Hashemi
Rafsanjani, forseti íranska þings-
ins, að ráðamenn í Washington
hefðu nú teflt á tæpasta vað og
væri hætt við að brytust út átök
milli írana og Bandaríkjamanna.
Talsmaður bandaríska vamar-
málaráðuneytisins sagði í Dubai í
gær að skipini, sem sigldu um
Hormuz-sund, ættu að vemda tvö
flutningaskip í eigu bandarískra
aðilja.
Byssubátur skaut á gríska olíu-
flutningaskipið Koriana undan
ströndum Dubai. Talið er að íran-
skir byltingarverðir hafí verið um
borð og varpað handsprengjum og
skotið af vélbyssum á skipið. Haft
var eftir skipstjóra gríska skipsins
að ekki hefði unnist alvarlegt tjón.
Haft var eftir sérfræðingum um
olíuiðnað í Bahrain að olíufram-
leiðsla í ríkjum við Persaflóa hefði
minnkað um átta prósent í septem-
ber. Sögðu þeir að þessi samdráttur
stafaði ekki af árásum á olíuskip á
flóanum. Að þerira sögn hefur vera
herskipa frá Bandaríkjunum og
öðram löndum dregið úr vangavelt-
um um olíuskort og komið í veg
fyrir að olíuverð hækkaði.
Reuter
Sitiveni Rabuka ofursti, leiðtogi uppreisnarinnar á Fiji-eyjum, gaf sér tima til að fagna fimm ára af-
mæli yngsta sonar sins í gær. Á myndinni sést hvar Rabuka fylgist með Sitiveni yngra blása á kertin
Sovétríkin:
Uppskera
skemmdist
Moskvu, Reuter.
FLEIRI þúsimd tonn af korni
eru ónýt í Sovétríkjunum eft-
ir að hafa legið á ökrunum i
rigningu dögum saman.
Búið var að skera komið þeg-
ar miklar rigningar hófust. Ekki
var hægt að koma kominu í hús
vegna þess að þreskistöðvar
urðu yfírfullar eftir að hafist var
handa um að gera stórátak til
að bjarga uppskeranni. Höfðu
borgarbúar verið kallaðir til
hjálpar við uppskerana.
Komið hefur nú legið úti á
aðra viku og er ekki lengur not-
hæft nema ef vera skyldi sem
dýrafóður. Talið er að allt að
20% af uppskera sumra héraða
sé ónýt.
Uppreisnin á Fiji:
á afmæliskökunni.
Rabuka slær áætlun-
um um lýðveldi á frest
Suva, Reuter.
SITTVENI Rabuka ofursti, leið-
togi uppreisnarmanna á Fijl-
eyjum, ákvað í gær að fresta
áætlunum um að koma á fót lýð-
veldi á Fiji eftir viðræður við
leiðtoga borgaralegra afla.
Rabuka kvaðst í viðtali við Reut-
er-fréttastofuna hafa ákveðið að slá
áætlunum um að afnema stjómar-
skrána á frest eftir viðræður við
Timoci Bavardra, forsætisráðherr-
ann, sem steypt var af stóli, sir
Penaia Ganilau og sir Kamisese
Mara, fyrrum forsætisráðherra.
„Allt verður að bíða," sagði Rab-
uka í fullum herklæðum á heimili
sínu. „Ef til vill verðum við ekki
að hafa forseta."
Rabuka bar fyrr í gær fregnir
um að gerð hefði verið tilraun til
að bylta honum og óánægja væri í
Yfirráðum Kínveija yfir Tíbet mótmælt:
Frásagnir kínverskra
fjölmiðla koma á óvart
Peking, Reuter.
MUNKAR frá Tíbet mótmæltu á
sunnudag yfirráðum Kínveija
yfir landi þeirra, að því er frétta-
stofan Nýja Kína skýrði frá á
þriðjudag. Munkamir hrópuðu
slagorð og slösuðu lögregluþjón,
sem reyndi að hefta mótmæli
þeirra.
Að sögn fréttastofunnar vora
munkamir 21 að tölu en fímm
menn til viðbótar tóku þátt í mót-
mælunum. Haft var eftir erlendum
ferðamanni, sem var sjónarvottur
að mótmælunum, að nokkur hundr-
uð manns hefðu tekið þátt í þeim.
Hrópuðu munkamir „Tíbet krefst
sjálfstæðis" og höfðu í frammi önn-
ur „ögrandi ummæli" að sögn
fréttastofunnar en það er næsta
fátítt að kínverskir fjölmiðlar skýri
frá andófí í Tíbet. Nokkrir vora
handteknir og herma óstaðfestar
fréttir að þrír erlendir ferðamenn
hafí verið í hópi þeirra.
Haft var eftir háttsettum tíbetsk-
um embættismanni að taka þyrfti
á þessu atferði munkanna af fíillrí
hörku. „Um var að ræða fámennan
hóp öfgamanna, sem nýtur ekki
stuðnings almennings, og mun
þurfa að bera ábyrgð á gerðum
sínum frammi fyrir dómstólum,"
sagði embættismaðurinn.
Haft var eftir sjónarvottinum að
fjöldi erlendra ferðamanna hefði
fylgst með mótmælunum í Tíbet.
Tíu til tuttugu lögregluþjónar hefðu
komið á vettvang til að stöðva
mótmælin, en ekki mátt við margn-
um. Skömmu síðar hefði þeim borist
liðsauki, en þá hefðu mótmælend-
umir verið horfnir á braut. Lög-
regluþjónamir hefðu horfíð í
humátt á eftir þeim.
Vestrænir stjómarerindrekar
sögðu að það kæmi jafn mikið á
óvart að kínversk yfírvöld skyldu
viðurkenna að mótmælin hefðu átt
sér stað og að þeir lýstu yfír van-
þóknun sinni á því að Dalai Lama,
andlegur leiðtogi Tíbetbúa, fékk að
afhenda bandarískum þingmönnum
friðaráætlun í síðustu viku. „Ef til
vill töldu þeir að fréttin myndi leka
út hvort sein væri," bætti einn við.
Þann 24. síðasta mánaðar vora
tveir Tíbetbúar teknir af lífí í Lhasa.
Yfírvöld sögðu mennina vera
glæpamenn en að sögn tíbetskra
flóttamanna á Indlandi vora menn-
imir pólitfskir fangar sem baríst
höfðu fyrir sjálfstæði Tíbet. Kínver-
skar hersveitir réðust inn í Tíbet
árið 1950 og ári síðar var landið
innlimað. Dalai Lama, andlegur
leiðtogi Tíbetbúa, flúði land árið
1959 eftir að Kínveijar höfðu barið
niður uppreisn landsmanna.
röðum hersins til baka. Sagði í yfír-
lýsingu Rabukas að rógtungum yrði
harðlega refsað.
Rabuka sagði að aðgerðir til þess
að tryggja rétt innfæddra Fijibúa,
sem var markmið byltingarinnar í
síðustu viku, yrðu að bíða þar til
hann ræddi frekar við Bavadra,
Ganilau og Mara á mánuag. Kvaðst
hann ætla að standa fast á því að
innfæddir, sem era örlítið færri en
aðfluttir Indverjar, fái yfírráð yfír
Fiji í viðræðunum á mánudag. Þrír
háttsettir herforingjar myndu taka
þátt í þeim og fulltrúar borgara-
legra afla. Kvað hann herinn myndu
láta að stjóm a.m.k. þar til þeim
væri lokið.
Bretar, Bandaríkjamenn, Nýsjá-
lendingar og Ástralir fordæmdu
Rabuka þegar hann steypti stjóm
indverska meirihlutans undir for-
ystu Bavadra 14. maí og einnig
þegar hann tók völdin af landstjóra
Bretadrottningar, Ganilau, á föstu-
dag.
Rabuka hefur lýst yfir því að
hann ætli að stjóma Fiji til bráða-
birgða, afnema stjómarskrána frá
árinu 1970 og binda þar með enda
á 113 ára samband við bresku krún-
Sandoz-efnafyrirtækið:
Umhverfisspjöll í
Frakklandi bætt
Basel, Sviss, Reuter.
SVISSNESKA efnafyrirtækið Sandoz hefur fallist á að greiða
rúmlega 280 miiyónir ísi. kr. í skaðabætur til Frakklands vegna
eiturefna sem komust út í Rínarfljót í nóvember á síðasta ári.
Fyrirtækið hefur enn ekki náð samkomulagi við yfirvöld í Hol-
landi og Vestur-Þýskalandi en búist er við að skaðabótakröfur
þessara rikja verði mun hærri.
Þetta er fyrsta krafan sem sam-
komulag næst um til að bæta
umhverfisspjöll sem urðu er kvikn-
aði í vöraskemmu í eigu fyrirtækis-
ins nærri Basel í Sviss. Við branann
rannu eiturefni í tonnatali út í
Rinarfljót.
Skaðabætumar hafa þegar verið
ýmissa félagasamtaka og einstakl-
inga. Rúmum 100 milljónum ísl.
kr. verður varið til könnunar á
lífríki Rínar og rannsókna á því
hvemig bæta megi umhverfísspjöll-
in. Þúsundir fiska drápust er
efnaslysið varð og loka þurfti vatn-
sveitum. Eiturský steig á loft yfír
greiddar að hluta til og skiptast Basel og leituðu flölmargir íbúa til
þær milli stjómvalda í Frakklandi, lækna sökum öndunarerfiðleika.
una.
Uppreisnin á Fiji hefur haft áhrif
um allt Kyrrahaf. Vestrænir stjóm-
arerindrekar í Suva, höfuðborg Fiji,
segja að alger sigur Rabukas muni
hafa hafa í för með sér stjómar-
skrá, þar sem menn verði dregnir
í dilka eftir upprana, og veiktan
efnahag ef vel færi. Aftur á móti
gæti einnig farið svo að borgara-
styijöld bijótist út og fjöldi eyja-
skeggja flytjist á brott.
Bandaríkin:
Shultz
ætlar til
Mið-Aust-
urlanda
Sameinuðu þjóðunum, Tel Aviv, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
ákveðið að fara tU Mið-Austur-
landa fyrsta sinni síðan árið
1985. Talið er að ráðherrann
ætli að halda í þetta ferðalag til
að bæta almenningsálit í garð
Bandaríkjamanna, en Banda-
rikjamenn hafa heldur fallið i
áliti þar um slóðir eftir að upp
komst um vopnasöluna til írans.
Shultz verður fjóra daga í Mið-
Austurlöndum og er búist við að
hann heimsæki ísrael, Jórdaníu og
Egyptaland.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sagði að heimsókn
Shultz í næsta mánuði myndi ör-
ugglega ekki leiða til þess að
ísraelar samþykktu að taka þátt í
friðarráðstefnu um Mið-Austur-
lönd. Shimon Peres utanríkisráð-
herra hefur verið mjög áfram um
að fríðarviðræður hefjist við Jórd-
aníu fyrir milligöngu Sameinuðu
þjóðanna, en flokkur Shamirs,
Likud-bandalagið, hefur staðið í
vegi fyrir því. Sagði Shamir að hlut-
verk Bandaríkjamanna í Mið-Aust-
urlöndum væri að stilla til friðar
milli írana og íraka, en ekki að
skipta sér af málefnum ísraela.