Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
29
B-álma Borgarspítalans
eftir Gunnar
Sigurðsson
í „Gróandi þjóðlífí“, sérriti sem
kom út í vor, er birt framtíðarspá
nefndar á vegum þáverandi forsæt-
isráðherra um ýmis þjóðmál til
aldamóta, m.a. heilbrigðismál. í
þessu merka riti er mikinn fróðleik
að fínna og nefndin hefur augsýni-
lega unnið sitt verk vel. Nefndin
áætlar þar m.a. kostnað vegna fjár-
festinga í heilbrigðiskerfínu, þar
með talið sjúkrahúsbyggingar. Þar
er ekki vikið einu orði að því að
áætla þurfí peninga til að ljúka
byggingu B-álmu Borgarspítalans.
Nefndin virðist því halda, eins og
reyndar flestir gera, að þessi bygg-
ing, sem staðið hefur máluð og að
mestu frágengin að utan árum sam-
an, sé fullkláruð fyrir löngu og lái
nefndinni hver sem vill. En fyrst
nefnd á vegum forsætisráðherra
veit ekki betur finnst mér full
ástæða til að riija upp nokkur at-
riði varðandi byggingarsögu
B-álmunnar og vekja athygli á því
að B-álman er í dag ekki nema
hálfköruð.
Akvörðun um byggingu B-álmu
Borgarspítalans, sem ætluð er til
þjónustu fyrir aldraða, var tekin í
Borgarstjóm Reykjavíkukr 1973.
Framkvæmdir við grunn og botn-
plötu hófust í nóvember 1977 en
uppsteyping B-álmunnar hófst síðla
árs 1980. Fyrsta hæðin (6. hæð)
var tekin í notkun sem sjúkradeild
fyrir aldraða í júní 1983 og önnur
sams konar deild (5. hæð) var síðan
tekin í notkun í september 1984.
Hluti 1. hæðar var síðan tekinn í
notkun fyrir sjúkraþjálfun í mars
1986 og jafnframt hefur hluti af
„Enginn ætti að fara í
grafgötur um að þörfin
fyrir sjúkraþjónustu
við aldraða fer sívax-
andi og ef ekki verður
fyrir henni séð skapast
hér ófremdarástand á
næstu árum.“
kjallara verið tekinn í notkun fyrir
geymslur og fleira. Gert er ráð fyr-
ir að ljúka við húsnæði fyrir iðrju-
þjálfun o.fl. á 1. hæð snemma á
næsta ári. Hinar hæðimar (3., 4.
og 7. hæð) standa eftir sem ber
steinsteypa, jafnframt vantar lyftur
í húsið, eftir er að ganga frá þaki
og hluta 1. hæðar og kjallara.
Til þessa hefur verið varið um
375 milljónum króna á núvirði til
byggingar B-álmunnar og áætlað
er að það þurfí um 270 milljónir
króna til að ljúka við það sem eftir
er. í apríl 1984 voru gerðir formleg-
ir samningar á milli Reykjavíkur-
borgar og þáverandi fjármálaráð-
herra um að ljúka skyldi byggingu
B-álmunnar á næstu þremur árum
og samkvæmt þeim samningi hefði
byggingu B-álmunnar átt að ljúka
á þessu ári, en þar vantar mikið á
eins og áður hefur komið fram.
Fjármögnun til byggingar B-álm-
unnar hefur komið frá Fram-
kvæmdasjóði aldraðra og beinum
framlögum á fjárlögum Alþingis
(samtals um 283 milljónir króna á
núvirði) og frá Reykjavíkurborg
(um 92 milljónir króna á núvirði).
A þessu ári eru veittar um 19 millj-
ónir króna til byggingar B-álmunn-
ar, 9 milljónir króna frá
Framkvæmdasjóði aldraðra, 9 millj-
ónir króna beint frá ríkissjóði og
rúm 1 milljón króna kemur frá
Reykjavíkurborg á þessu ári. Sú
röksemd heyrðist þegar Reykjavík-
urborg seldi ríkinu Hafnarbúðir
fyrir 2 árum að andvirði þeirrar
sölu, þá um 55 milljónir króna, yrði
nýtt í B-álmu Borgarspítalans og
myndu hraða uppbyggingu hennar.
Reyndin hefur orðið önnur. Með
sama framhaldi á framkvæmda-
hraða og í ár verður B-álmu
Borgarspítalans ekki lokið fyrr en
um næstu aldamót.
Stjóm sjúkrastofnana Reykjavík-
urborgar hefur nýverið lagt til við
heilbrigðisyfírvöld að byggingu B-
álmunnar verði lokið á næstu 3
árum. Ég leyfi mér að vona að
stjómvöld sjái sér fært að koma
þessari hógværu áætlun í fram-
kvæmd og ljúki byggingu B-álm-
unnar áður en hún fer að liggja
undir skemmdum. Enginn ætti að
fara í grafgötur um að þörfín fyrir
sjúkraþjónustu við aldraða fer
sívaxandi og ef ekki verður fyrir
henni séð skapast hér ófremdar-
ástand á næstu ámm. Borgarstjóm
Reykjavíkur sá þetta reyndar fyrir
þegar hún tók ákvörðun um bygg-
ingu B-álmunnar árið 1973 en
framkvæmdimar hafa því miður-
látið á sér standa.
Höfundur er yfirlæknir Lyflækn-
ingadei'.dar Borgarspítalans.
■■■■■■
'<•.1 . *L '.1 ■' ■1. . 1 •*< Cf t11*1' t/ i ' • » i » • . • i
h I ð j ’fí ‘' a ui k d ■ b-u 'n á' ö i.
.
Með nýjum árgerðum eykst
úrvalið aí hinum glæsilegu
Chevrolet Monza bílum,
og margar skemmtilegar
endurbætur
og nýjungar koma tram.
MONZA S/R
Nýr rennilegur og kraftmiki11
______5-gíra sportbí®.,f»
:\y. ...
V mmmmSm
Hagstæðustu bílakaupin 1988eru í Chevrolet Monza
, Verðfrá 492.000.
FYRSTU SENÐfNGAR' VÆNTANLEGAR FLJÓTLEGA
,É^J. -i-l;'j-
BSLVANGURsf
HOFÐABAKKA 9 51MI 687300