Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.10.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 29 B-álma Borgarspítalans eftir Gunnar Sigurðsson í „Gróandi þjóðlífí“, sérriti sem kom út í vor, er birt framtíðarspá nefndar á vegum þáverandi forsæt- isráðherra um ýmis þjóðmál til aldamóta, m.a. heilbrigðismál. í þessu merka riti er mikinn fróðleik að fínna og nefndin hefur augsýni- lega unnið sitt verk vel. Nefndin áætlar þar m.a. kostnað vegna fjár- festinga í heilbrigðiskerfínu, þar með talið sjúkrahúsbyggingar. Þar er ekki vikið einu orði að því að áætla þurfí peninga til að ljúka byggingu B-álmu Borgarspítalans. Nefndin virðist því halda, eins og reyndar flestir gera, að þessi bygg- ing, sem staðið hefur máluð og að mestu frágengin að utan árum sam- an, sé fullkláruð fyrir löngu og lái nefndinni hver sem vill. En fyrst nefnd á vegum forsætisráðherra veit ekki betur finnst mér full ástæða til að riija upp nokkur at- riði varðandi byggingarsögu B-álmunnar og vekja athygli á því að B-álman er í dag ekki nema hálfköruð. Akvörðun um byggingu B-álmu Borgarspítalans, sem ætluð er til þjónustu fyrir aldraða, var tekin í Borgarstjóm Reykjavíkukr 1973. Framkvæmdir við grunn og botn- plötu hófust í nóvember 1977 en uppsteyping B-álmunnar hófst síðla árs 1980. Fyrsta hæðin (6. hæð) var tekin í notkun sem sjúkradeild fyrir aldraða í júní 1983 og önnur sams konar deild (5. hæð) var síðan tekin í notkun í september 1984. Hluti 1. hæðar var síðan tekinn í notkun fyrir sjúkraþjálfun í mars 1986 og jafnframt hefur hluti af „Enginn ætti að fara í grafgötur um að þörfin fyrir sjúkraþjónustu við aldraða fer sívax- andi og ef ekki verður fyrir henni séð skapast hér ófremdarástand á næstu árum.“ kjallara verið tekinn í notkun fyrir geymslur og fleira. Gert er ráð fyr- ir að ljúka við húsnæði fyrir iðrju- þjálfun o.fl. á 1. hæð snemma á næsta ári. Hinar hæðimar (3., 4. og 7. hæð) standa eftir sem ber steinsteypa, jafnframt vantar lyftur í húsið, eftir er að ganga frá þaki og hluta 1. hæðar og kjallara. Til þessa hefur verið varið um 375 milljónum króna á núvirði til byggingar B-álmunnar og áætlað er að það þurfí um 270 milljónir króna til að ljúka við það sem eftir er. í apríl 1984 voru gerðir formleg- ir samningar á milli Reykjavíkur- borgar og þáverandi fjármálaráð- herra um að ljúka skyldi byggingu B-álmunnar á næstu þremur árum og samkvæmt þeim samningi hefði byggingu B-álmunnar átt að ljúka á þessu ári, en þar vantar mikið á eins og áður hefur komið fram. Fjármögnun til byggingar B-álm- unnar hefur komið frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra og beinum framlögum á fjárlögum Alþingis (samtals um 283 milljónir króna á núvirði) og frá Reykjavíkurborg (um 92 milljónir króna á núvirði). A þessu ári eru veittar um 19 millj- ónir króna til byggingar B-álmunn- ar, 9 milljónir króna frá Framkvæmdasjóði aldraðra, 9 millj- ónir króna beint frá ríkissjóði og rúm 1 milljón króna kemur frá Reykjavíkurborg á þessu ári. Sú röksemd heyrðist þegar Reykjavík- urborg seldi ríkinu Hafnarbúðir fyrir 2 árum að andvirði þeirrar sölu, þá um 55 milljónir króna, yrði nýtt í B-álmu Borgarspítalans og myndu hraða uppbyggingu hennar. Reyndin hefur orðið önnur. Með sama framhaldi á framkvæmda- hraða og í ár verður B-álmu Borgarspítalans ekki lokið fyrr en um næstu aldamót. Stjóm sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar hefur nýverið lagt til við heilbrigðisyfírvöld að byggingu B- álmunnar verði lokið á næstu 3 árum. Ég leyfi mér að vona að stjómvöld sjái sér fært að koma þessari hógværu áætlun í fram- kvæmd og ljúki byggingu B-álm- unnar áður en hún fer að liggja undir skemmdum. Enginn ætti að fara í grafgötur um að þörfín fyrir sjúkraþjónustu við aldraða fer sívaxandi og ef ekki verður fyrir henni séð skapast hér ófremdar- ástand á næstu ámm. Borgarstjóm Reykjavíkur sá þetta reyndar fyrir þegar hún tók ákvörðun um bygg- ingu B-álmunnar árið 1973 en framkvæmdimar hafa því miður- látið á sér standa. Höfundur er yfirlæknir Lyflækn- ingadei'.dar Borgarspítalans. ■■■■■■ '<•.1 . *L '.1 ■' ■1. . 1 •*< Cf t11*1' t/ i ' • » i » • . • i h I ð j ’fí ‘' a ui k d ■ b-u 'n á' ö i. . Með nýjum árgerðum eykst úrvalið aí hinum glæsilegu Chevrolet Monza bílum, og margar skemmtilegar endurbætur og nýjungar koma tram. MONZA S/R Nýr rennilegur og kraftmiki11 ______5-gíra sportbí®.,f» :\y. ... V mmmmSm Hagstæðustu bílakaupin 1988eru í Chevrolet Monza , Verðfrá 492.000. FYRSTU SENÐfNGAR' VÆNTANLEGAR FLJÓTLEGA ,É^J. -i-l;'j- BSLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 51MI 687300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.