Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 + Hver á að greiða „sér stakan söluskatt?“ Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra eftirÞröst Haraldsson Kæri Jón. Á föstudaginn fékk ég bréf frá einum undirmanna þinna, skatt- stjóranum í Reykjavík, þar sem ihann rukkar mig um einhveija „til- k)mningu um atvinnurekstur", sem ég átti að vera búinn að skila fyrir 20. ágúst sl. Ég kannaðist ekki við þessa borgaralegu skyldu sem emb- ættismaðurinn hermdi upp á mig en hann rökstuddi mál sitt með til- vitnun (11. grein bráðabirgðalaga sem þú og félagar þínar settuð í sumar eftir að þið komust til valda. í þessari tilvitnuðu lagagrein er talin upp ýmis starfsemi sem hér eftir skal „greiða sérstakan sölu- skatt". Síðan bætir embættismað- urinn því við að þessi skattskylda hafi tekið gildi á afmælisdaginn minn síðasta, 1. september. Svo kemur þessi klausa sem ég hef ver- ' io að velta vöngum yfir síðan mér barst bréfið: „Samkvæmt skattframtali 1987 voruð þér með tekjur af atvinnurekstri, sem er skatt- skyldur samkvæmt framan- greindum lögum.“ Þarna kom hið opinbera mér gersamlega í opna skjöldu. Ég hafði vissulega heyrt af setningu téðra laga og velt þeim talsvert fyrir mér og rætt þau við kunningja og sam- starfsmenn. En ég hafði ekki komið aúga á það að ég félli undir þessa lagagrein eða með hvaða hætti það gæti gerst. Það er hvergi minnst á útgáfuþjónustu í henni. Og þótt skömm sé frá því að segja er ég engu nær, þrátt fyrir bréfið frá undirmanni þínum. Milliliðunum fækkað En af hveiju er maðurinn að skrifa mér? spyrðu nú eflaust. Jú, það er oft sagt að eftir höfðinu dansi limimir og af því mér finnst skemmtilegra að horfast í augu við viðmælendur mína en að starblína á lúkur þeiira eða tær þá sný ég mér til þín. í þeirri von að þú getir leyst úr einhvetjum þeirra spum- inga sem vöknuðu með mér við lestur bréfsins. Því eins og ég sagði 'aðan er ég engu nær um það hvort og þá hvaða hluti starfsemi minnar heyrir undir ákvæði 11. greinarinn- ar margumræddu. Til að setja þig inn í málið er best að byija á að skýra stuttlega frá því hvað ég hef að lifibrauði þessi misserin. í fyrra gafst ég upp á innan- hússeijunum á Þjóðviljanum og ákvað að reyna fyrir mér upp á eigin spýtur í atvinnulífinu að fækka milliliðunum milli mín og kapítalsins. Við slógum okkur sam- an þrír félagamir og störtuðum því sem stundum er nefnt sjálfstæður atvinnurekstur. Fengum okkur af- drep og tölvur og buðum þjónustu okkar hvetjum þeim sem þarf að- stoð við einhvers konar útgáfu og skyldan rekstur. Fyrirtækið okkar heitir Ráðgjafar- og útgáfuþjónust- an og fram til þessa er óhætt að segja að síðari liðurinn hefur verið ráðandi í starfseminni, þótt vita- skuld hafi ég gaukað hollráðum að fólki þegar eftir hefur verið leitað og ég aflögufær. Oftar en ekki án endurgjalds. Enda bölvaður klaufi að verðleggja mig. Verkefnin sem ég hef tekið að mér sem verktaki eru margvísleg. Ég hef fengist við öll stig útgáfu blaða og tímarita, allt frá skriftum, samvinnu við aðra höfunda og ljós- myndara, útlitsteikningu og próf- arkalestri yfir í samskipti og samningagerð við prentsmiðju og dreifingaraðila. Stundum allt þetta en oftar einhvem hluta ferlisins. Ég hef samið texta í auglýsingar, SIEMENS IslBt ma ðtésen Uúð^'°neW'°^8e'c' SMUH & NORLAND Nóatúni 4 S. 28300 teiknað eina og eina, skrifað kynn- ingarefni fyrir fyrirtæki, gert eina litla markaðskönnun, annast tölvu- skráningu fyrir fyrirtækjaskrá og m.a.s., skrifað bréf fyrir mann til forvera þíns í embætti. Já, og ekki má gleyma þýðingunum. Er blaðamennskan skattskyld? Þetta er nú í grófum dráttum það sem ég hef verið að dunda mér við undanfama fjórtán mánuði og kannski hefur eitthvað gleymst en það er þá ekki merkilegt. Og þá er komið að þeirri spumingu sem hefur hringsnúist í kollinum á mér síðan á föstudaginn: Hvað af öllu þessu skyldi nú falla undir marg- umrædda lagagrein? Þegar ég renndi yfir upptalning- una (11. greininni var það einkum þrennt sem mér fannst hugsanlegt að skattstjórinn vildi heimfæra upp á mig og mína starfsemi: „tölvu- vinnsla", „hvers kyns ráðgjöf" og „gerð, miðlun og ráðgjöf varðandi auglýsingar". En þessi niðurstaða vakti fleiri spumingar en hún svar- aði. Tökum fyrst tölvuvinnsluna. Ber að skilja að svo að ég þurfi að greiða skatt af þeim texta sem ég skrifa á tölvu en ekki þeim sem verður til við ritvélina? Tölvuvinnsla er víðtækt hugtak og felur í sér, að frátalinni forritun o.þ.h., hvers kyns meðhöndlun upplýsinga í tölvu. Blaðamenn hafa þann starfa að afla upplýsinga og setja þær fram í rituðu máli eða töluðu. Fell- ur sá starfi undir bráðabirgðalögin þín ef hann er unninn á tölvu? Eg á bágt með að trúa að ætlun þín sé að bregða fæti fyrir eðlilega tækniþróun blaðamannastéttarinn- ar með þessum hætti. Þá er það ráðgjöfín. Hvað vilt þú setja undir þann barðastóra hatt? Er það ráðgjöf að semja texta í kynningarskyni eða annast um útlit blaða? Vissulega má líta svo á að útlitsteikning sé í raun ekki annað en ráðgjöf til umbrotsmanna um það hvemig skipa beri efni á síður. En erþað ekki frekar langsótt skýr- ing? Ég lít fyrst og fremst á mig sem fagmann, verktaka sem tekur að sér tiltekin stöif, í mínu tilviki útgáfuþjónustu. Loks em það auglýsingamar. Ég hef ekki tekið að mér miðlun aug- lýsinga eða ráðgjöf um þær. Hins vegar hef ég dálítið komið nálægt gerð þeirra, þ.e. samið texta í nokkrar og teiknað örfáar í þau blöð sem ég hef séð um útlitið á að öðru leyti. Ef við gefum okkur að útlitsteikning sé ekki skattskyld, Þröstur Haraldsson „Þú sérð af þessu spurningaflóði að margt er óljóst um framkvæmd bráða- birgðalaganna sem þið settuð í hasti í vor. Það hvarflar að manni að þessi lagasetning haf i ekki verið nægilega vel ígrunduð og undirbú- in.“ — hún er hvergi nefnd (11. grein- inni — á ég þá að reikna skatt af þeim tíma sem það tekur mig að teikna auglýsinguna en ekki meðan ég er að koma fyrir viðtalinu á síðunni á móti? Hvenær á að innheimta? Söluskattur hefur þann eigin- leika að hann er ávallt lagður á síðasta stig í ferli vöra eða þjón- ustu. Ef ég sem texta í auglýsingu fyrir auglýsingastofu sem síðan selur hana — og þar með mína vinnu — þeim sem pantaði hana, á þá ekki að leggja skattinn á þegar auglýsingin er seld? Á ég líka að leggja skatt á hana? Gangur auglýsingar sem gerð er á stofu er oftast á þá leið að fyrir- tæki sem hyggst auglýsa semur við stofuna. Stofan annast gerð auglýs- ingarinnar, ýmist með eigin starfs- krafti eða með aðstoð verktaka utan úr bæ. Þegar auglýsingin er tilbúin selur stofan fyrirtækinu hana. Þá á eftir að ákveða birtingu auglýs- ingarinnar. Blöð og tímarit hafa oftast einhveija á sínum snæram, fasta starfsmenn eða verktaka, ,sem safna auglýsingum gegn þóknun. Yfírleitt er sá háttur hafð- ur á að safnarinn fær ákveðna prósentu af auglýsingaverðinu (þ.e. greiðslu fyrir birtingu), afganginn fær viðkomandi blað. Hvar í þessu ferli á að greiða söluskatt? Mér sýnist eðlilegast að það sé gert þegar stofan selur fyrirtækinu til- búna auglýsingu. Einnig mætti hugsa sér að blöðin leggi skatt ofan á reikninginn fyrir birtinguna til auglýsandans. Af sumum blöðum og tímaritum er ekki greiddur söluskattur. For- verar þínar hafa veitt þeim undan- þágur á þeirri forsendu að þau hafí menningarlegu eða félagslegu hlut- verki að gegna. Þannig greiðir Samúel söluskatt en ekki Þjóðlíf. Ég veit að þú ert mikið á móti þessu undanþágufargani, en þær era enn við lýði, hvort sem þér líkar betur eða verr. Þýða nýju lögin þfn að mér beri að reikna söluskatt ofan á þá vinnu sem ég tek að mér fyr- ir undanþágublöð en ekki hin? Eiga undanþágublöð að innheimta sölu- skatt af auglýsingatekjum en ekki öðram tekjum sínum? Er þetta einf öldun Þú sérð af þessu spumingaflóði að margt er óljóst um framkvæmd bráðabirgðalaganna sem þið settuð í hasti í vor. Það hvarflar að manni að þessi lagasetning hafi ekki verið nægilega vel ígranduð og undirbú- in. Og það er ekki nógu gott því til þess að lög nái tilgangi sínum þurfa þau að vera skýr og ótvíræð. Að öðram kosti bjóða þau heim margvíslegum túlkunum og jafnvel því að fólk fari að nefna starfsemi sína einhveijum nöfnum sem ekki falla undir lögin. Það kallar svo á stóreflt eftirlit, kostnað og skrif- fínnsku sem sómir sér betur á austlægari breiddargráðum en hér í vestrinu miðju. Og ef ég á að segja eins og er þá sýnast mér nýju lögin þín heldur lélegt framlag til þeirrar einföldun- ar á skattakerfínu sem þú boðaðir af hvað mestum ákafa í kosninga- baráttunni i vor. Nú ætla ég að kveðja þig í þeirri von að þú svarir mér sem fyrst svo skattstjórinn í Reykjavík þurfi ekki að bíða mjög lengi eftir skýrslunni frá mér. Éins og er treysti ég mér alls ekki til að semja hana. Htifundur er blaðamaður. Húsdýrin okkar aftur fáanleg BÓKAÚTGÁFAN Bjallan hefur gefið út í þríðja sinn bókina Húsdýrin okkar eftir Stefán Að- alsteinsson og Kristján Inga Einarsson. Bók þessi hefur verið ófáanleg um tíma. Húsdýrin okkar hlaut viðurkenn- ingu Námsgagnastofnunar árið 1985. Einnig er hún á úrvalslista IBBY, alþjóðlegra samtaka sem vinna að eflingu góðra bóka fyrir börn og unglinga. í bókinni era 70 litmyndir og fróðleikur um húsdýrin. • • GOMLU DANSARNIR sem þig hefur alltaf langað til að læra. Nú er tækifærið. Vinsælu opnu tímarnir verða næstu 5 mánudaga kl. 21-23. 5. október: Rælar, polki, stjörnupolki. 12. október: Skottís, Óli skans, kátir dagar. 19. október: Vínarkruss, skoski dansinn, Tennesseepolki. 26. október: Mars, vals, marzurka. 2. nóvember: Tirolavals og hopsa, svensk maskerade, hambo. BARNADANSAR ÞJÓÐDANSAR Á mánudögum frá kl. 17-18.30. ÖIl börn velkomin. im 'q' Hafíð þið áhuga á að læra íslenska og erlenda þjóðdansa? Verið þá með á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Gömlu dansarnir fyrir byrjendur. 10 tíma námskeið á mánudögum kl. 20-21. Hægari yfírferð en í opnu tímunum. Nánari upplýsingar f símum 687464 og 681616. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Sundiaugavegi 34 (Farfuglaheimillð) 4~;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.