Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 „OHIAÍA/ Hársnyrting fyrir dömur og herra Hvað eftir Valdimar Gunnarsson Á undanfomum vikum hefur mörgum orðið tíðrætt um einnota- umbúðir. Einkum hefur verið rætt um umbúðir undir kolsýrudrykki og aðra drykki. Rætt hefur verið um að setja reglur um notkun vissra efna í einnotaumbúðir og jafnvel banna sum þeirra. Umbúðir eru áberandi og verða meira og meira áberandi í daglegu lífí okkar. Nú eru allar vörur sem við kaupum innpakkaðar nema bensín. Þegar neytandinn hefur ákveðið vömkaup sín og afhending hefur farið fram, hefur handsal farið fram frá framleiðanda til neytanda með veslun sem millilið. Með eignarrétti sínum tekur neytandinn á sig þær kvaðir sem hin innpakkaða vara krefst. Neyt- andinn getur ekki litið á umbúðimar sem einangrað fyrirbæri (verð- Látið ELSPED annast vöruflutninga ykkar um Hamborg! ELSPED annast ftutningsmiðlun fyrir vörur frá Vest- ur-Þýskalandi, Austur-Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Ítalíu, Ungverjalandi og Tékkósióvakíu. • Viö höfum margra ára reynslu í þjónustu við íslensk fyrirtæki. • Viö erum sjáifstæöir og störfum ávallt meö hagsmuni viöskiptavina okkar efst í huga. • Viö erum fullkomlega tölvuvæddir og tengdir viö hafnarskrifstofur og skipa- félög og tryggjum þannig hraða og örugga þjónustu bæöi hvaö varðar frá- gang skjala og flutninginn sjálfan. • Við erum með útibú í Bremen og umboösmenn í Belgíu, Hollandi, á Stóra- Bretlandi og italíu. Höfum lengi unnið fyrir mörg rótgröin íslensk fyrirtæki. Reynið þjónustu okkar! ELSPED Speditions-Gesellschaft m.b.H. Adenauerallee 3-6 D-2000 Hamburg 1 Sími: (040) 2878-6 Telex: 2162108 Telefax: (040) 2878-222/266 er í ruslapokanum? mæti), þær em ávallt hluti af einni heild, vömnni. Á síðustu 10—20 ámm hefur þróunin orðið sú að notkun á ein- notaumbúðum hefur aukist. Kemur þar til breyting á umbúðaefnum eins og plasti og samsetningu nokk- urra plasttegunda, samsetning plasts/pappírs/áls og léttari málma en áður. Eins hefur endurskipulagn- ing innan matvömverslunarinnar, sem gat af sér sjálfsafgreiðslukerf- ið, hjálpað til við að lækka neyt- endakostnað og einnig aukið notkun á einnotaumbúðum. Nota-kasta-hugarfarið er viðhorf sem fólk meðtekur ekki og neytand- inn setur í samhengi msl vítt og breitt í náttúmnni og mikla sóun á náttúruverðmætum. Þó að umbúða- msl sé þó nokkur hluti þess sorps sem kastað er út í náttúmna, er það að magni til aðeins hluti þess sorps sem hafnar í náttúmnni. Mestur hluti umbúðamsls er tekinn saman á skipulegan hátt af sam- félaginu, hreinsunardeildum sveit- arfélaga, og urðað eða brennt. í framhaldi af þeirri þróun sem orðið hefur á verslun frá minni og fleiri verslunum í stærri og færri verslanir hefur staða neytandans breyst. Neytandinn kaupir mun meira í einu en áður, hann gerir einnig kröfur til meira vömúrvals, og fjarlægð frá framleiðanda til neytanda hefur aukist. Þetta gerir auknar kröfur til umbúða, bæði hvað varðar hreinlæti og geymslu- þol vömnnar. Neytandinn á ekki svo auðvelt með að skilja þátt um- búðanna í vömdreifíngunni, þátt þeirra í betri gæðum vömnnar og lægra vömverði. Það verður að sjá umbúðimar í samhengi við aðra liði er áhrif hafa á umbúðavalið — framleiðandi — flutningsaðili — vömumsetning — neytandi — en ekki aðeins tengja þær mslatunn- unni. Umbúðimar eiga að vera verðmætaskapandi en ekki verð- mætaeyðandi. Helsta hlutverk umbúða er að: — vetja vömna í flutningi og á lag- er — ákvarða hæfílegt magn í inn- kaupum fyrir heildsala, smásala, neytanda, ásamt því að létta undir í meðferð vömnnar frá framleiðanda til neytanda — draga athygli að vömnni, selja hana, gera grein fyrir notagildi hennar, gera hana aðgengilega fyrir neytanda Jafnframt því að meta kostnað verður vömframleiðandi einnig að taka tillit til: — áhrifa neytanda á umhverfíð, framleiðslu- og dreifíngaráhrifa — verðmætanotkun, hættu á óþrifnaði og hvemig má eyða umbúðum. Ef litið er í mslapokann áður en honum er fleygt í mslatunnuna fær maður á tilfínninguna að um helm- ingur sorpsins sé umbúðir. Mér er ekki kunnugt um að neinar tölur „Með eignarrétti sínum tekur neytandinn á sig þær kvaðir sem hin inn- pakkaða vara krefst. Neytandinn getur ekki litið á umbúðirnar sem einangrað fyrirbæri (verðmæti), þær eru ávallt hluti af einni heild, vörunni.“ séu til hér á landi um hversu mikið umbúðamsl sé í hlutfalli við allt rusl sem til fellur. í Noregi lítur mslapoki heimilis- ins þannig út: Þungi% Rúmmál% Pappír, pappi 34,1 56,0 Plastefni 5,7 18,5 Gler 5,5 1,4 Málmar 3,6 2,6 Tré- og tauefni 3,3 3,0 Matarafgangar 47,8 18,5 100,0 100,0 Uppbygging umbúðaiðnaðarins er mjög mismunandi og notar hann margar mismunandi gerðir hráefna. Meðal þeirra nauðsynlegustu em gler, plast, tré, pappír og málmar. Þessum efnum er svo hægt að skipta í „ekki endumýjast"- og „endumýjast“-hráefni. Meðal þeirra einnotaumbúða sem hafa verið til umræðu að undanf- ömu em pappafemur undir ýmsa fljótandi vöm. Aðalhráefnið í þessar femur er tré sem pappinn er unninn úr. Tré er efni sem vex og er sjálf- endumýjuð hrávara. Nálægt 40% af heildarpappírsframleiðslu heims- ins fer í einhverskonar umbúðir, sem þýðir um 60 milljónir tonna á ári. Ymsar aðferðir em notaðar til að framleiða betri, þægilegri, með- færilegri og ódýrari umbúðir. Pappafemur sem getið var um að framan em lagðar plastefni að utan og innan. Stundum er álþynna inn- an í þeim. Öll þessi efni eiga þátt í því að varan komist heil og ógöl- luð í hendur neytandans. Plastefni er unnið úr gasi og jarð- olíu, verðmætum sem ekki end- umýjast. Um 2% af allri framleiðslu heimsins á gasi og jarðolíu fer til ýmiskonar plastiðnaðar, þar af fara um 25% til umbúðaframleiðslu. Sum plastefni í umbúðir er hægt að endurvinna í annað en umbúðir, önnur er hægt að brenna og fá þannig orku. Helstu málmar til umbúðafram- leiðslu em blikk og ál. Framleiðslan á blikki í umbúðir er um 6% af stál- framleiðslu heimsins. Önnur gerð þeirra einnotaumbúða sem tíðrætt hefur verið um að undanfömu em áldósir. Hráefni í álumbúðir fínnst víða í jarðskorpunni. Málmar em meðal þeirra efna sem ekki end- umýjast, stöðugt er unnið að því að gera málmumbúðir efnisminni og ódýrari í framleiðslu. Hráefni í glemmbúðir saman- stendur af sandi, kalksteini, soda og brotnu gleri. Þetta hráefni þrýt- ur ekki næstu þúsund árin. Glerum- búðir em þungar og því dýrar í flutningi bæði til neytanda og frá neytanda til vömframleiðanda á ný. Glerverksmiðjur vinna nú að því að útbúa léttari og þynnri einnotaum- búðir sem eftir notkun væri fleygt eða brotnar niður og endumnnar. Endurvinnsla er hugtak sem talin er vera lausn á félagslegum vanda er tengist msli og verðmætum. Hún felur í sér að msl sé fært út í fram- leiðslulífíð á nýjan leik sem hrávara. Endumotkun er annað hugtak sem þekkt er hér nú í dag, t.d. á glerflöskum. Tilraunir hafa verið gerðar í ýmsum löndum með mismunandi stjómkerfí til að hafa eftirlit með umbúðamsli, t.d. með banni á notk- un ákveðinna umbúða, umhverfís- gjaldi, frjálsri endurvinnslu, án greiðslu og með greiðslu til neyt- anda. Einnig samkomulagi milli stjómvalda og viðkomandi iðnaðar um takmörkun á framleiðslu og markaðsfærslu fyrir vissar gerðir umbúða. Öll þessi kerfi þurfa sterka stjómun og em dýr í framkvæmd þar sem þau eiga að ná góðum árangri. Svíar hafa verið með sitt „Returpack“-kerfi í gangi í nokkur ár, það kostaði 170 milljónir skr. f uppsetningu og gert fyrir endur- vinnslu á áldósum. Hvað er annað til ráða til að auka verðmæti umbúða og umbúð- arusls en endumotkun og endur- vinnsla? — Orkunýting úr iðnaðar- og heim- ilismsli til fjarhita fer vaxandi erlendis. Talið er að um 5 kg af heimilisrusli samsvari 1 kg af olíu í orku. — Hægt er að forðast að varan sé „ofpökkuð", þ.e.a.s. nota ódýrari efni þar sem hægt er að koma því við án þess að það komi nið- ur á gæðum vöronnar. — Staðla umbúðir betur á palla og í hillur vérslana, nota léttari og ódýrari burðarþola undir vöm- einingar. Um 10% af olíunotkun landsins fer í vöradreifíngu. Spumingin er einnig: „Hvað get- ur einstaklingurinn gert til að halda umhverfí sínu hreinu? í Finnlandi og Noregi er unnið fyrirbyggjandi starf í grunnskólum landanna með kennslu um „umbúðir í samfélag- inu“, nokkuð sem eykur skilning ungra og verðandi neytenda á þætti umbúða í umhverfinu. Það em verð- mæti í rosli! Höfundur er lærður umbúðafræð- ingur ogrekur eigið ráðgjafarfyr- irtækiá Akureyri. STOR RYMINGARSALA Ath.: 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum nýjum vörum meðan á rýmingarsölunni stendur, \c7\ Gunnar Ásgeírsson hf. aut 16® s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.