Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Æfinga- Siggu Guðjohnsen LEIKFIMI -JAZZBALLETT- PÚLTÍMAR Furugrund 3 Kópavogi Hress leikfími og púi 6 vikna vetrarnámskeið hefj- ast 5. okt. - 12. nóv. Skemmtilegt og hnitmiðað þjálf- unarkerfi að hætti Siggu. Dag- og kvöldtímar. Innritun í síma 46055. Sólskin. Komnir aftur Rúmgóðir, vandaðir og fallegir frá JIP Litir: Svart, naturbrúnt og vínrautt. stærðir: 22-40 Verð frá kr. 1.790,- TOPF Domus Medica, s. 18519. Kringlunni, s. 689212. |0 VELTUSUN 21212 —"sBOBare jSv VELTUSUNCH 1 Islenskur landbúnaður — atvinnugrein á tímamótum eftirNíels Arna Lund Síðast liðinn föstudag kynnti Jón Helgason landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um stjóm sauðfjárfram- leiðslunnar á næsta verðlagsári, svo og samkomulag ríkis og bænda um framkvæmd búvörusamningsins. Nýja reglugerðin byggir að veru- legu leyti á samþykktum aðalfundar Stéttarsambands bænda og gerð í nánu samstarfi við stjóm Stéttar- sambandsins, enda mikilvægt að rík samstaða náist um framkvæmd hennar. Full samstaða náðist einnig umframkvæmd búvörusamningsins og bera þessi vinnubrögð vott um mikinn skilning bænda á málefnum landbúnaðarins og lýsir jafnframt vilja þeirra til að vinna sig fram úr þeim erfiðleikum sem þeir eiga' í. Með þessum aðgerðum er gerð enn ein atlagan gegn erfiðleikunum með það að markmiði styrkja stöðu bænda og tryggja afkomu stéttar- innar. Ábyrg'ð stjórnvalda Erfiðleikar í íslenskum land- búnaði eru hvorki neinu einu um að kenna, né heldur nýir af nál- inni. Hins vegar ber meira á þeim nú en oft áður vegna þess að á allra síðustu árum hefur vandinn verið viðurkenndur og honum mætt með róttækum aðgerðum. Það má hins vegar fullyrða að auðveldara hefði verið að vinna bug á vandan- um, og ekki eins sársaukafullt eff yrr hefði verið á hhonum tekið á raunhæfan máta. Þannig má færa gild rök að því að stjómvöld sjálf hafa bæði með aðgerðaleysi og röngum ákvörðun- um komið landbúnaðnum í þá stöðu sem hann er í nú og ber. Þar af leiðandi skylda til að veita honum þá aðstoð sem honum er nauðsynleg. Rétt er í því sambandi að minna á nokkur atriði sem við blöstu fyrir rúmlega 4 árum, þegar ríkisstjóm Stengríms Hermannssonar tók við völdum. Verðlag á útflutnings- mörkuðum fórþá lækkandi og sumir þeirra vom að lokast. Umfram- framleiðsla hlóðst upp og andstaða gegn fjárveitingum úr ríkissjóði fór vaxandi. Þar á ofan hlóðust upp skuldir hjá ijölmörgum bændum sem höfðu farið út í framkvæmdir á jörðum sínum. Þá hafði búmarki verið úthlutað og margir bændur reyndu að auka hlut sinn með meiri framleiðslu. Þannig vom bændur í reynd hvattir af stjórnvöldum til að framleiða verðlausa vöm. Það stefndi því í uppgjöf hjá fjölmörgum bændum og öllum var ljóst að þetta ástand gat ekki varað öllu lengur. Tekið á vandanum Við stjómarskiptin 1983, var um tvennt að velja fyrir stjómvöld; annars vegar að gera ekki neitt og láta það ráðast hveijir fæm á haus- inn og hveijir ekki, — hvar væri framleitt og hvar ekki, — og hins vegar að stjóma samdrættinum og koma lagi á framleiðsluna. Það kom í hlut Framsóknar- flokksins og fara með málefni landbúnaðarins og það hefur hann gert það síðan, undir forystu Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra. Hann gerði sér ljóst að framundan vom miklir erfiðleikar og margar óvinsælar aðgerðir. Hann vissi einn- ig að á málefnum landbúnaðarins varð að taka ef forða ætti bænda- stéttinni frá hmni og koma lagi á framleiðsluna. Frá fyrstu tíð hefur hann í sinni stefnumótun byggt á samþykktum bændanna sjálfra enda gerði hann sér grein fyrir því að það væri for- senda árangurs. Þær hafa miðað að því að draga úr framleiðslu hefð- bundinna landbúnaðarafurða, en jafnframt að byggja upp nýjar bú- greinar og aðra atvinnuvegi til sveita. Árásir á landbúnaðarráðherra, og landbúnaðarstefnuna hafa á þessum tíma oft verið háværar og þarf engann að undra. Það er eðli- legur hlutur að bændur, sem á undanfömum ámm og áratugum hafa nánast verið hvattir, bæði beint og óbeint af stjómvöldum og öðmm áhrifaaðilum til þess að framleiða sem mest eigi erfitt með að sætta sig við vemlega skerðingu á framleiðslu sinni, ekki síst þegar aðstaða þeirra, jarðir, hús ogtæki gefa möguleika á mun meiri fram- leiðslu. Staðreyndin er nefnilega sú að framleiðslugetan er mun meiri en markaðurinn segir til um. Hins vegar er það markaðurinn sem fyrst og fremst segir til um hversu mikið magn er hægt að greiða verð fyrir og þar stendur hnífurinn í kúnni. Búmarkið — f ölsk stærð Sú stjómunaraðgerð sem hvað mest hefur verið gagnrýnd og mið- ar að samdrætti í framleiðslunni, er útdeiling fullvirðisréttar á ein- staka framleiðendur. Hér skal ekki reynt að halda því fram að útdeiling fullvirðisréttarins hafi gengið galla- laus fyrir sig, frekar en önnur mannanna verk, en bent á að fjöl- margir einstaklingar hafa fengið leiðréttingar á sínum hlut og að fullvirðisréttur á einstök býli hefur alls ekki verið ákveðinn um alla framtíð. Enn heyrast raddir ssem undrast að bændur faí ekki að framleiða samkvæmt búmarki sínu, sem að öllu jöfnu er mun stærra en fullvirð- isréttur þeirra. Því er til að svara að auðvitað væri óskandi að fullt verð fengist fyrir alla þá fram- leiðslu en hins vegar er því ekki að heilsa { dag, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Búmarkið er í reynd fölsk stærð ef litið er á hana ssem framleiðslurétt, sem sést e.t.v. best á því að ef allir fram- leiddu upp að búmarki næmi framleiðslan í kindakjöti um 18.400 tonnum og framleiðslan í mjólk um 143 milljónum lítra. Til saman- burðar var neyslan á kindakjöti síðasta verðlagsár um 8.800 tonn og um 101,6 milljón lítrar í mjólk. Umframframleiðslan væri þá meiri en innaniandsneyslan og í reynd ekkert við hana að gera nema koma henni fyrir. Undir slíkum kringumstæðum er eðlilegt að bændur geri þá kröfu að allt sem mögulegt er sé gert til koma framleiðslunni á erlendan markað og fá þar fyrir hana það Verið vel klædd í vetur Iðunarpeysur fyrir dömur, herra, ogböm. Dömublússur frá Oscar of Sweden Dömubuxur, pils og buxnapils frá Gardeur >■ PRJÓNAST0FAN Uduntv Greiðslukortaþjónusta Gsdavara - tískuvara HF VERSLUN VIÐ NESVEG Innflytjendur! Sparið tímann Tollskýrslugerð og tengd þjónusta. Ljósritun. Afgreiðsla samdægurs. SKJALAVERK SF., Reykjavíkuruegi 60, sími 652221. HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR TDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.