Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Atvinnusaga Bókmenntir Erlendur Jónsson IÐNBYLTING Á ÍSLANDI. 79 bls. Sagnfræðist. H.í. Reykjavík, 1987. Bók þessi inniheldur fimm erindi sem flutt voru á ráðstefnu þar sem ijallað var um sögu íslensks atvinn- ulífs á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. Eða eins og undirtitill vísar til: Umsköpun atvinnulífs um 1880 til 1940. Ennfremur andmæli eða athugasemdir er fram komu á ráð- stefnunni. Fróðleg bók fyrir margra hluta sakir. En ekki kann ég við heiti hennar. Iðnbylting? Er það ekki einum of framandi fyrirsögn á kafla í íslandssögunni? Felst ekki í orðinu eitthvað annað en það sem hér gerð- ist? Má ekki einnegin líta svo á að Englendingar eigi hugtakið öðrum fremur? Minnir það ekki á gufuvélar sem knýja spunavélar, frumstæðar jámbrautir; og stækkandi borgir með eimyiju og kolareyk? Tæpast að minnsta kosti leiðir það hugann að íslenskri trilluútgerð né sjávarþorp- um með fáeinum tugum íbúa þar sem fólkið »lifði á sjó og landi« eins og tíðum var að orðið kveðið. Togaraút- gerðin, sem hófst hér upp úr aldamótum, var svo sem nógu stór í sniðum, að minnsta kosti miðað við hinar margfrægu íslensku aðstæður. En til iðnaðar taldist hún varla sam- kvæmt hérlendri málvenju, hvorki þá né síðar. Enda játa forsvarsmenn bókarinnar að yfirskriftin »geti orkað tvímælis«. En víkjum þá að sjálfum erindun- um. Kenningar um útbreiðslu þróaðs hagkerfís nefnist hið fyrsta, höfund- ur Gísli Gunnarsson. Gísli hefur sent frá sér rit á ensku (væntanlegt á íslensku innan skamms hef ég spurt) þar sem hann setti fram nýstárlegar kenningar um einokunarverslun Dana á íslandi. Hér leitast hann við að »útskýra hvers vegna sum þeirra landa, sem aðallega hafa flutt út hráefni eða smávegis unnið hráefni, hafa þróast og auðgast og teljast nú til ríkustu landa heims, meðan önnur slík lönd hafa ávallt verið vanþróuð og fátæk.« Hér er stórt spurt. Og víst er þetta verðugt rannsóknarefni; auk þess sem það er næsta forvitnilegt fyrir þjóð eins og íslendinga sem fram- leiða matvæli og verða að flytja inn flestallar iðnaðarvörur en telja sig þó jafningja iðnríkja með hliðsjón af lífskjörum og almennum efnahag. Gísli nálgast efnið bæði hagsögulega og menningarsögulega; ber þróunina hér meðal annars saman við það sem gerðist annars staðar á sama tíma, t.d. á Nýfundnalandi þar sem sjávar- útvegurinn var undirstöðuatvinnu- grein eins og hér. En Nýfundnalend- ingar höfðu ekki heppnina með sér eins og íslendingar. Þau urðu örlög Nýfundnalands að það gafst að lok- um upp á sjálfstæðinu, kaus þess í stað, nauðugt viljugt.að sameinast öðru ríki. Gísli útlistar hvemig íslendingar fóru að því að fjármagna sinn sjávar- útveg; hefur þá til hliðsjónar almenn- ar söguskýringar sem og kenningar erlendra fræðimanna á þróun af svip- uðu tagi — að viðbættum þeim alþýðlegu sögustaðreyndum sem heita má að liggi í augum uppi. Er- lendir hagsögufræðingar hafa oft tekið ísland með í dæmið þegar þeir hafa fjallað um þessi mál. Stundum hafa niðurstöður orðið rækilega »fræðilegar« svo ekki sé meira sagt. Kannski var málið ekki svo flókið né örðugt til skilnings þegar öllu var á botninn hvolft því »mjög oft fólst vélvæðingin ekki í öðru en því ð mótor var settur í árabát.«Svo einf- alt var það. Guðmundur Hálfdanarson minnir á í sínu erindi, Aðdragandi iðnbylt- ingar á 19. öld, að »fyrsta merki um upphaf nútíma á íslandi var fólks- straumur úr sveitunum í bæi við sjávarsíðuna.« Sú þróun gerðist ósjálfrátt; og raunar í andstöðu við ráðandi öfl; þar með talda þingmenn flesta sem voru að meirihluta bænd- ur (eða embættismenn búsettir í sveitum). En þeir létu oft í ljós áhyggjur vegna þessarar öfugþróun- ar sem þeim þótti vera. Höfundar þessarar bókar velta fyrir sér hvort heldur þeim hafi gengið til: Áhyggjur vegna þess að bændur mundi brátt skorta vinnuafl ef lausafólk héldi áfram að flykkjast að sjávarsíðunni; ellegar uggur vegna þeirra félags- legu og menningarlegu, og kánnski ekki hvað síst þjóðemislegu áhættu sem þéttbýlismyndun kynni að hafa í för með sér. Vafalaust hafa þeir vísu landsfeður borið allt þetta fyrir bijósti. Minna má á að margur hélt því fram í ræðu og riti allt fram undir síðari heimsstyijöld að sjálft eðli íslendinga stæði til að búa í dreif- býli. Þéttbýli yrði hér aldrei annað en óskapnaður. Hygg ég að Gunnar Karlsson hitti naglann á höfuðið þar sem hann segir að »sérhver fyrir- huguð breyting hefur því litið út fyrir þeim eins og meinsemd í gamla sam- félaginu.« Menn vissu hvað þeir höfðu en ekki hvað þeir mundu hreppa. Það er mergurinn málsins. Vélvæðing í íslenskum atvinnu- vegum í upphafí 20. aldar nefnist næsta ritgerð, höfundur Jón Þ. Þór. Hann hefur áður skrifað margt og mikið um sama efni og er manna kunnugastur íslenskri útgerðarsögu á umræddu tímabili. Jón Þ. Þór upp- lýsir meðal annars að »fyrstu reglu- bundnu siglingar íslenskra gufuskipa milli hafna hérlendis hófust árið 1891.« Ekki hefur það verið talið til merkisártala hingað til, en athygli vert er það eigi að síður! Án greið- ari samgangna hefðu breytingar orðið hér mun hægari; kyrrstaðan langærri. Hugsanlega hefði þá ýmis- legt farið öðru vísi en fór. Og svo sem í framhaldi af atvinnu- sögunni ritar Magnús S. Magnússon um stéttagerð nýs tíma. »Viðfangs- efni þessa erindis er að bregða upp mynd af stéttasamfélaginu íslenska á mótunarskeiði þess úr stéttskiptu bændasamfélagi til samfélagsgerðar, Bréf frá einmana Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gyrðir Elíasson: HAUGROF. Mál og menning 1987. Haugrof er safn ljóða eftir Gyrði Elíasson, í bókinni eru á einum stað þijár bækur í endurskoðaðri útgáfu: Svarthvít axlabönd (1983), Bakvið maríuglerið (1985) og Blindfugl/ Svartflug (1986). Aðrar ljóðabækur Gyrðis eru Tvíbreitt (svig)rúm (1984) og Einskonar höfuðlausn (1985). Gyrðir Elíasson er fæddur 1961. Ljóð hans hafa vakið athygli og afköst hans eru mikil. Umhverfí ljóða Gyrðis eru borg og þorp. Hann dregur stundum upp nákvæmar umhverflsmyndir og þau ljóð sem gerast innan dyra eiga sínar sviðsmyndir. Þótt samfélagið sé ekki útilokað frá ljóðheimi Gyrð- is beinir hann oftast sjónum inn á við. Hann lýsir draumum sínum og ímjmdunum og angistin er oft kveilq'a ljóðanna. í ljóðum Gyrðis er veruleiknn framandlegur og hið ókomna ógnvænlegt. Óróleiki myndanna er stundum slíkur að það er líkt og vitfírring sé að taka við. Að þessu leyti minnir Gyrðir á sænska skáldið Lars Norén. Bækur Gyrðis mynda flestar ákveðna heild sem bendir til þess að þær séu skrifaðar á skömmum tíma, jafnvel í einni lotu sköpunar. Þess vegna fer ekki vel að slíta ljóð Gyrðis úr samhengi, það eru í raun- inni ekki svo mörg ljóð eftir hann sem þola vel að standa ein sér. Hér skal þó gerð tilraun. Ljóðið er úr Bakvið maríuglerið og nefnist Samt mun ég vaka: í öðru rúmi spinnur annar heili ver- aldir bakvið örþunnan beinvegg leðurklædda skum lönd lokuð fyrir utanaðkomandi ferðamanni innan landamæranna röklaus samtöl fólks sem er einsog séð í mistri samhengi orðanna lýtur annarskonar lögmálum (skuggi gengur eftir boga- dreginni sandströnd í fjólubláu tunglskini svo flausturslega klipptu útúr mun eldra ljóði ortu á ókunnu tungumáli) til þessara landa er vega- bréfsáritun óhugsandi en þrátt fyrir skum- ina sem snýr að ytra hvolfínu em heimamir fyrir innan án marka þarsem kallað er í gjallarhomið nemið staðar hér endar vitundarlífsrúmið sá sem hættir sér yfir strikið verður umsvifalaust skotinn Martraðarkenndar sýnir eru víða í ljóðum Gyrðis Elíassonar. Það á hann sammerkt með súrrealískum skáldum sinnar kynslóðar. Þessi skáld eru aftur á móti meira fyrir að bregða á leik, gáski einkennir þau oft. Gyrðir er á kafí í eigin vitundarlífí og þar er veðurútlit fremur þungbúið. Martraðir hars eru með einhveijum hætti áþreifan- legar. Að þessu leyti stendur hann vissulega ekki einn f hópi ungra skálda, fleiri rýna í eigin barm. í ljóðum Gyrðis er alltaf eins og eitthvað mikilvægt sé um það bil að fara að gerast. Honum tekst vel Gyrðir Elíasson að skapa dramatísk átök, spennu. Líkt og hjá Hannesi Sigfússyni er áberandi hreyfing í ljóðum hans, allra veðra von. Þrátt fyrir lausa- málslegar setningar búa ljóð hans yfir ákveðinni hrynjandi og það er einn galdur þeirra. Mest er um vert að hinar órólegu hugmyndir sem sækja á skáldið öðlast oftar en ekki vængi í ljóðunum. Ljóð Gyrðis eru öguð innan sinna marka, en hann leyfír sér visst orð- flæði og kemur þannig því sem er ungæðislegt til skila. I skelfingunni miðri hefur hann kjark til að orða hug sinn og gefa þannig öðrum hlutdeild í því sem er í senn einka- legt og skírskotar til allra. Þessi „bréf einmanans" komast því á áifangastað. Gisli Gunnarsson sem byggist á kapítalískum fram- leiðsluháttum,« segir Magnús í upphafi. — Er þetta ekki fullmikil skrifborðshagfræði? Minnumst þess að íslendingar voru á tímabili því, sem hér um ræðir, fátæk þjóð, rétt svo að þorri fólks hafði í sig og á, skrimti. Nokkrir töldust bjargálna. Fáeinir lítillega aflögufærir. Raun- verulegir auðmenn voru hér engir. Hér kom sá sem gerði alla jafna, sagði bóndi einn á Rangárvöllum og átti við sandbylinn mikla 1882. Al- þýða manna stóð berskjölduð andspænis áföllum. Til að umtals- verður kapítalismi kæmist hér á legg vantaði því sjálfa undirstöðuna: kapítalið, höfuðstólinn, fjármagnjð; afl þeirra hluta sem gera skyldi. ís- lenskir síldarspekúlantar, sem gengu með úttroðið veski annan daginn en áttu vart málungi matar hinn daginn svo frægt dæmi sé tekið, líktust ekki iðnjöfrum Evrópu á sama tíma, síður en svo. Einar Benediktsson dreymdi um að gera ísland að alvöru iðnríki. Það tókst ekki, meðal annars af or- sökum sem sagnfræðingar hafa útskýrt á undanfömum árum, t.d. í ársritinu Sögu. Síðast er svo hér erindi Þorsteins Helgasonar, Skilyrði hraðþróunar á íslandi og í þróunarlöndum samtím- ans. Þorsteinn bregður á leik og drepur á »skilgreiningavandamál«. Og ekki að ástæðulausu því sú er einmitt árátta margra nútíma fræði- manna að dunda sí og æ við að skilgreina hugtök; eyða bæði tíma og þreki í að gera hið einfalda flókið og þegar verst gegnir: óskiljanlegt! Og komast þá oft ekki lengra en að skilgreina; nema staðar við hugtökin sem eiga þó einungis að vera rammi eða umbúnaður, kann þá svo að fara að heilu ritsmíðamar verði lítið meira en leikur með orð og hugtök sem enginn botnar í. Höfundar þessarar bókar em ekki með öllu lausir við skilgreiningaáráttuna þótt þeir séu síður en svo verstir, hreint ekki. Þosteinn ræðir sérstaklega um skiptinguna: þróunarlönd — iðnríki; og sýnir fram á að sumt, sem menn hafi hingað til tekið fyrir gott og gilt í umræðum þar að lútandi, fái illa staðist. Vandi þróunarlandanna nú stafar fyrst og fremst af því, eins og Þorsteinn orðar það, að »skulda- byrðin er geysileg og innlend fram- leiðsla stendur ekki undir henni.« Þó höfundar þessara ritgerða geri ekki allir jafnljósa grein fyrir máli sínu tel ég erindin sem heild samstæð g áhugaverð. Ekki er mér grunlaust að núverandi góðæri hafi haft áhrif á umræðuna. Man ég ekki rétt að einhvers staðar sé talað um íslenska undriðl í hvetju skyldi það hafa ver- ið fólgið?. Samanburður við önnur lönd er oft fróðlegur. En sjaldan einhlítur. Minnum á að iðnríki og mörg þróun- arlönd hafa löngum eytt, og eyða enn, of fjár til herkostnaðar, Islend- ingar engu; heldur jafnvel þvert á móti. Hveryrði útkoman ef þeim liðn- um væri bætt við á útgjaldalistanum? Fræðikenningar, sem miðaðar eru við ástand og aðstæður í öðrum lönd- um, eiga ekki alltaf við hér, það er segin saga. Talið um sérstöðu ís- lands er því ekki alveg út í hött þegar öllu er á botninn hvolft. Smaragðsfestin Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Craig Thomas: Emerald Decision Útg.Fontana/Collins 1987 Þessi bók er einn af fjölmörgum reyfurum frá síðustu árum, þar sem reynt er að sameina stríðshazar seinni heimsstyijaldarinnar og hryðjuverk og/eða njósnastarfssemi nútímans. Frásögn þessara bóka gerist yfirleitt á tveimur sviðum, annars vegar í heimsstyijöldinni og hins vegar nú á dögum. Ótrúlega oft gengur fléttan út á það, að sögu- hetjan er ýmist að leita að, eða rekst óvart á upplýsingar um föður sinn og einhveijar leynilegar að- gerðir, sem hann var viðriðinn í stríðinu. Þær aðgerðir reynast síðan hafa meira en bara persónulegt eða sagnfræðilegt gildi og áður er varir er allt komið í háaloft milli þeirra, sem hafa hag af því að upplýsa málið og hinna, sem vilja láta kyrrt liggja. Bók Craig Thomas er ein þessara bóka. Söguhetjan Thomas McBride er bandarískur sagnfræðiprófessor og metsöluhöfundur, sem er á hött- unum eftir upplýsingum um „smaragðsfestina," leynilega áætl- un Þjóðveija úr heimsstyijöldinni sfðari. Framan af veit hann lítið annað um áætlunina en að hún snerti innrás í eitthvert land. McBride rekur sig alls staðar á veggi skriffinnskunnar, en með stakri þolinmæði fer hann smátt og smátt að átta sig á meginatriðum málsins. Hann nýtur líka dyggrar aðstoð- ar austur-þýzks prófessors í sögu, sem vill skipta ágóðanum, ef McBride tekst að setja saman met- sölubók um efnið. Eða er það annars hið eina sem vakir fyrir Austur- Þjóðveijanum? Það kemur í ljós, að hann er í tengslum við hryðjuverka- menn IRA sem er mikið í mun að koma í veg fyrir samkomulag Kápumynd brezku ríkisstjómarinnar og þeirrar írsku um málefni Norður-írlands og McBride og rannsóknir hans á fortíðinni blandast með einhveijum hætti inn í þær tilraunir. Jafnframt er svo sögð sagan af sjálfri „smaragðsfestinni" sem er í raun áætlun þýzka herráðsins um innrás í írland og vili svo til, að faðir Thomasar - sem sonurinn veit eiginlega ekkert um - er einmitt einn helzti njósnari Breta og hefur aðsetur á írlandi. Jafnframt blandast inn í frásögn- ina skipalest á leið frá Bandaríkjun- um til Englands og er innanborðs sérlegur sendiboði Roosevelts Bandaríkjaforseta. Örlög hans eru ástæða þess, að ýmsir vilja enn ekkert af „smaragðsfestinni" vita og allt í einu fara líkin að hrannast upp, McBride yngra til hinnar mestu undmnar. Þessi bók er að ýmsu leyti snotur- lega gerð og heldur athygli sæmi- lega. Helzti galli hennar er býsna losaraleg persónusköpun. Einkum fær maður lítinn botn í persónur þeirra McBridefeðga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.