Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Aðalheiður Björns dóttir — Minning í dag er til moldar borin Aðal- heiður Bjömsdóttir, Hringbraut 52 hér í borg. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannesdóttir frá Haukagili í Vatnsdal, föðuramma undirritaðs, og Bjöm Þorsteinsson kaupmaður á Hofi í Vatnsdal og síðar bóndi í Miðhópi, Þorkelshóls- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Fárra vikna gamalli var Aðalheiði komið í fóstur hjá hjónunum Jóni Baldvinssyni og Ingibjörgu Krist- mundsdóttur, sem bjuggu á Kötlu- stöðum í Vatnsdal. Aðstæður Hólmfríðar vom ekki með þeim hætti um það leyti, sem hún eignað- ist Aðalheiði, að hún gæti haft hana hjá sér. Hún og afí höfðu skilið fyrir nokkmm ámm og amma sá fýrir sér og Jósefínu dóttur sinni, aðallega með fatasaumi á ýmsum bæjum í Vatnsdal og víðar í Húna- vatnssýslu, en Halldór var í fóstri hjá afa sínum og ömmu á Mið- húsum. Eins og á stóð var það mikið lán fyrir Aðalheiði, að hjónin á Kötlu- stöðum tóku hana í fóstur og ólu hana upp með sínum bömum, en þau vom að sögn nágranna þeirra mikið sómafólk, bamgóð og uppal- endur eins og best gerist. Það var því bjart yfir bemsku Aðalheiðar og æsku. Gamlir Vatnsdælir hafa sagt, að skemmtilegt hafi verið að alast upp í dalnum fagra á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar sveitin var mannmörg og fjöldi ungs fólks að alast upp á bæjunum. Aðalheiður var á Kötlustöðum fram um tvítugt að undanteknum tíma, sem hún var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Liðlega tvítug flutti Að- alheiður til Reykjavíkur og var þá um tíma hjá foreldmm mínum, og varð sú dvöl upphaf að vináttu þeirra, sem entist til æfíloka, en þó að ég hafí verið of ungur til að muna þennan tíma sést þó vel á gömlum ljósmyndum í fjölskyldu- albúminu, að góður vinskapur hefur líka verið með litlum strák og Öllu frænku hans. Nokkm eftir að Aðalheiður kom tjl Reykjavíkur fór hún að vinna í Ölgerðinni og kynntist þar Kristni Lýðssyni frá Hjallanesi í Landsveit. Þau gengu í hjónaband árið 1931. Kristinn starfaði í Ölgerðinni á meðan kraftar entust, lengst af sem verkstjóri. Hann var hinn ágætasti maður, af gamla skólanum eins og sagt er, traustur og duglegur. Hjónaband þeirra var gott og böm þeirra urðu fjögur, en auk þeirrar dvöldu foreldrar Kristins á heimili þeirra síðustu æfiárin. Það var allt- af ánægjulegt að koma við á Hringbraut 52 hjá Kristni og Aðal- heiði, því hjónin vom hress og brosmild og tóku vel á móti gestum sínum, sem vom margir. Vegna langra fjarvista minna úr borginni leið stundum langur tími á milli heimsóknanna, en viðmót þeirra breyttist aldrei og þau tóku mér alltaf eins og þau gerðu þegar ég kom til þeirra í fyrsta skipti þegar þau vom nýgift og bjuggu á Týs- götunni, en þá var ég í fóstri hjá þeim um tíma. Kristinn lést árið 1983 og nokkmm mánuðum áður höfðu þau misst eldri son sinn, Jón. Þetta hlýtur að hafa verið þung- bært fyrir Aðalheiði, þótt hún sýndi það ekki út á við. Kristinn og Aðalheiður bámst ekki á, en þau vom engu að síður merkishjón, sem allir sem til þekktu bám virðingu fyrir. Húsið þeirra við Hringbrautina var ekki stórt, en innan dyra var vítt til veggja og þar var oft margt um manninn, því í návist húsráðenda var ætíð gott að dvelja. Afkomendum Aðalheiðar og tengdabömum votta ég samúð mína. Guð blessi minningu Aðal- heiðar Bjömsdóttur. PáU Halldórsson í dag verður til moldar borin í Fossvogskirkjugarði tengdamóðir mín, Aðalheiður Bjömsdóttir, en hún andaðist á Sólvangi þann 20. september, daginn eftir 83. af- mælisdag sinn. Aðalheiður fæddist 19. septem- ber 1904 að Helgavatni í Vatnsdal. Foreldrar hennar vom Hólmfríður Hannesdóttir og Bjöm Þorsteins- son, sem bæði vom húnvetnskrar ættar. Nokkurra vikna gamalli var henni komið í fóstur til sæmdar- hjónanna Ingibjargar Kristmunds- dóttur og Jóns Baldvinssonar að Kötlustöðum í Vatnsdal. Hjá þeim hjónum átti Aðalheiður sin bemsku- og unglingsár og reyndust þau henni sem bestu foreldrar. Uppeld- issystur sínar, þær Halldóm, Rósu, Guðrúnu og Jenný, leit hún ávallt á sem raunvemlegar systur og yar mikill kærleikur með þeim og böm- um þeirra. Alla ævi bar hún mikla tryggð til átthaganna og var í nánu sam- bandi við tvær uppeldissystra sinna sem þar bjuggu. Jenný bjó á Eyj- ólfsstöðum með manni sínum, Bjama Jónassyni, og er ein á lífi af þeim systmm og Rósa bjó á Marðamúpi en hennar maður var Guðjón Hallgrímsson. Báðir þessir menn vom landsþekktir bænda- höfðingjar og bjuggu stórbúi í Vatnsdalnum. Foreldrar Aðalheiðar hófu aldrei sambúð, en giftust síðar hvort í sínu lagi. Tvö hálfsystkini á hún á lífí, Margréti Bjömsdóttur húsfreyju að Köldukinn og Bjöm Bjömsson fv. bónda í Miðhópi. Látin em Jósefína Pálsdóttir póstmeistarafrú á Akur- eyri og Halldór Pálsson verkfræð- ingur. Aðalheiður hélt sambandi við þau og foreldra sína eins og kostur var, einkum Halldór, en hann var búsettur í Reykjavík og er látinn fyrir allmörgum áram. Á unglingsámm sínum vann Aðalheiður hefðbundin sveitastörf í heimasveit sinni, var í kaupavinnu og við heimilisstörf á ýmsum bæj- um, en 17 ára gömul fór hún í Húsmæðraskólann á Blönduósi og var þar í eitt ár. Liðlega tvítug flutt- ist hún til Reykjavíkur og fljótlega eftir komuna þangað hóf hún störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni. Þar urðu þáttaskil í lífí Aðalheiðar þegar hún kynntist Kristni Lýðssyni, sem síðar átti eft- ir að verða eiginmaður hennar, en þau gengu í hjónaband 10. október 1931. Kristinn var sonur Sigríðar Sig- urðardóttur og Lýðs Árnasonar- bónda á Hjallanesi í Landsveit. Á hjónaband þeirra Aðalheiðar og Kristins féll aldrei skuggi, gagn- kvæm virðing og kærleikur ríkti ávallt á milli þeirra og þau vom samtaka í hjálpsemi við aðra. Það kom meðal annars fram í því að þau tóku aldraða foreldra Kristins inn á heimili sitt þar sem þau nutu umhyggju og ástúðar síðustu æviár sín. Gestkvæmt var á heimili þeirra og oft margt um manninn enda vina- og ættingjahópurinn stór. Mest allan sinn búskap bjuggu þau á Hringbraut 52 í Reykjavík, þar sem þau eignuðust eigin íbúð í nýbyggðum svokölluðum verka- mannabústöðum árið 1937. Áður höfðu þau búið í leiguhúsnæði. Húsakynnin vom ekki stór miðað við það sem nú gerist, en þótti gott á þeim ámm og alltaf var til rúm fyrir gest sem að garði bar. Aðalheiður og Kristinn eignuðust flögur böm. Elst er Unnur, gift Valgeiri J. Emilssyni prentara, Jón Ingi matsveinn, d. 28. júní 1981, hann var kvæntur Ástu Eyþórs- dóttur, Sigurður Lýður rafvirki, kvæntur Soffíu Thoroddsen, og yngst er Ásdís, en hennar maður er Magnús Kjæmested stýrimaður. Kristinn starfaði alla tíð í Ölgerð- inni eða þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests sem hann átti vi_ð að stríða síðustu ár ævi sinnar. í veikindum hans sýndi Aðalheiður það sem fyrr hve sterk og umhyggjusöm kona hún var. Kristinn lést þann 19. desember 1981, en aðeins hálfu ári áður höfðu þau misst eldri son sinn, Jón Inga. Aðalheiður bar harm sinn í hljóði, en harmur hennar var samt mikill. Fyrstu árin eftir lát Kristins bjó hún áfram á Hringbrautinni og naut góðrar umhyggju bama sinna. Þá kom að því að hún gat ekki leng- ur hugsað um sig sjálf og þarfnaðist það mikillar umhyggju, að hún þarfnaðist sjúkrahúsvistar, fyrst á Landspítalanum, en fluttist þaðan á Sólvang í Hafnarfirði. Þar fékk hún góða aðhlynningu og börn hennar heimsóttu hana nær dag- lega. Hugur Aðalheiðar var samt alltaf heima og hún gerði sér ekki alltaf fyllilega grein fyrir því að hún væri annars staðar en þar. Heimilið og fjölskyldan hafði alla tíð verið hennar vettvangur. Allt var í röð og reglu hvernig sem á stóð, hreinlæti og snyrtimennska ávallt í fyrirrúmi, bæði innanhúss og utan. Heimilið bar vott um smekkvísi þeirra hjóna, en þau vom bæði laus við glysgimi, en mátu því meira það hreina og einfalda. Hógværð, hlýja og hlédrægni ein- kenndi Aðalheiði í daglegu starfi. Hún var vel gefín kona og fylgdist vel með og lét skoðanir sínar í ljósi á ákveðinn hátt, án þess þó að særa aðra. Henni var mjög um- hugað um böm sín, tengdaböm og bamaböm, enda sýndu þau þakk- læti sitt í verki með allri þeirri umhyggju sem þau gátu veitt henni. Stuttu fyrir andlátið var hún með okkur fjölskyldu sinni á heimili sínu á Hringbrautinni og þar áttum við góðan dag saman eins og svo oft áður og daginn áður en hún lést, á 83. afmælisdeginum, vom bömin hjá henni í síðasta sinn. Ég vil að lokum færa Aðalheiði innilegar þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir samvemárin og alla þá góðvild sem hún hefur sýnt mér, allt frá því ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna og fram á síðustu stund. Blessuð sé minning hennar. Valgeir J. Emilsson t Tengdafaðir minnn og afi okkar, FRIÐRIK JÓNSSON, fyrrv. vörubilstjóri, Ásvallagötu 24, Reykjavfk, lést þriðjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 2. október kl. 15.00. Steinn Steinsson, Þorsteinn Steinsson, Finna Birna Steinsson, Friörik Steinsson, Þorkell Steinsson. t MARGRÉT LOUISE THORS, Seljavegi 19, andaöist 29. september. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRA PETRÍNA JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja Reynisvatni, Mávahlíð 3, verður jarðsungin að Lágafelli, föstudaginn 2. október kl. 14.00. Geirlaug Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Eyjólfur Kristinsson, Guðrfður Ólafsdóttir, T ryggvi Valdimarsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Þorgeir Þorkelsson, Kristinn Ólafsson, Fanný Guðmannsdóttir, ömmu- og langömmubörn. t Hjartkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, LÁRA ANTONSDÓTTIR, Bræðraborgarstfg 53, lést í Landspítalanum aöfaranótt 30. september. Valur Guðmundsson, Stefanfa Rósa Sigurjónsdóttir, Heimir Ingimarsson, Sigrún Valsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, Björk Valsdóttir, Magnús Leópoldsson, Erna Valsdóttir, Sveinn Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Borðeyri, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Sigrfður Ingólfsdóttir, Sigurjón Ingólfsson, Dagmar Ingólfsdóttir, Kristjana Ingólfsdóttir, Inga Ingólfsdóttir, Rögnvaldur Helgason, Sigfríður Jónsdóttir, Pótur Björnsson, Grfmur Benediktsson, Þorsteinn Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR Ú. SIGURJÓNSSON, sem andaðist 26. september, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju föstudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á vist- heimiliö Skálatún. Fyrir hönd aettingja, Sigurjón Úlfarsson og systkini. t Eiginkona mín, GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarheiði 13, Hveragerði, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. september, verður jarðsungin laugardaginn 3. október kl. 14.00 frá Landakirkju, Vestmannaeyj- um. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna, Björgvin Pólsson. t Faðir okkar og tengdafaöir, GUNNAR BJARNASON, fyrrum skólastjóri Vólskólans, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Líknarsjóö Oddfellowa (sími 42915) eða Minningarsjóð Borgarspítalans (sími 696600). Anna Bjarnason, Jón Páll Bjarnason, Atli Steinarsson, Roberta Ostroff-Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.