Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 25 verð sem nauðsynlegt er. Þrátt fyr- ir að kannanir og þær tilraunir sem gerðar hafa verið í þá átt gefi til stórar vonir, má aldrei gefast upp við þá vinnu og hver veit nema þar kunni að leynast og opnast markað- ir fyrir heilbrigðar landbúnaðaraf- urðir sem þær íslensku svo sannarlega eru. Hins vegar er allt of mikil einföld- un á staðreyndum að halda því fram að óþarfi sé að draga framleiðsluna saman og að það sé bara aumingja- háttur einn og viljaleysi ráðamanna að ekki skuli takast að selja land- búnaðarafurðir á erlendum mörkuð- um. Því miður heyrast fullyrðingar af þessu tagi ennþá. Þá er einnig eðlilegt að horft sé til aukinnar neyslu innanlands á kindakjöti og mjólkurafurðum. Lið- ur í því er að auka fjölbreytni framleiðslunnar og gera hana sem aðgengilegasta fyrir neytendur. A allra síðustu árum og kannski öllu fremur síðustu mánuðum hafa stór skref verið stigin í þessa átt sem vert er að fagna. Búvörusamningnrinn er dýrmætur Þegar litið er á þessa er ljóst að sá búvörusamningur sem Jón Helgason, landbúnaðarráðherra beitti ssér fyrir og tryggir bændum árlega fullvirði fyrir 11.000 tonn af kindakjöti og 102—104 milljón lítra af mjólk á næstu 5 árum er gífurlegur ávinningur fyrir bænda- stéttina og trúlega „það dýrmæt- asta sem bændur eiga nú“ svo vitnað sé til orða Jóhannesar Kristj- ánssonar, formanns Landssam- bands sauðfjárbænda á aðalfundi félgsins í haust. Með þessu undir- strikaði hann að sá tími sem bændum er gefinn með búvöru- samningnum til að aðlaga fram- leiðsluna að innanlandsmarkaðnum er dýrmætur og nauðsynlegt að hann sé nýttur vel. Óvíst er að eft- Níels Árni Lund Enn heyrast raddir sem undrast að bændur faí ekki að framleiða samkvæmt búmarki sínu, sem að öllu jöfnu er mun stærra en full- virðisréttur þeirra. Því er til að svara að auðvit- að væri óskandi að fullt verð fengist fyrir alla þá framleiðslu en hins vegar er því ekki að heilsa í dag, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. ir að hann rennur út mæti land- búnaðurinn sama skilningi ráðamanna og þegar búvörusamn- ingurinn var gerður. Reynslan sýnir að ekki er sama hverjir eru þar í forsvari. Þrjú atriði í því samkomulagi sem gert hef- ur verið milli ríkis og bænda um framkvæmd búvörusamningsins næsta verðlagsár er rétt að undir- strika þrjú atriði atriði, sem fela í sér verulega stefnumörkun: Svæðaskipting Þar er fyrst til að nefna að viður- kennd er í reynd svæðaskipting í íslenskum landbúnaði. í fjöldamörg ár hefur slík svæðaskipting verið rædd án þess að hafa verið fram- kvæmd. Óll rök hníga að því að hún eigi fullan rétt á sér en hingað til hefur skort pólitískt hugrekki til að hrinda henni í framkvæmd. Við skiptingu landsins í framleiðslu- svseði er tekið tillit til fjölda áhrifa- mikilla þátta s.s. nálægðar við markaði og vinnslustöðvar, land- nýtingar og landvemdar, byggða- þróunar og atvinnuhátta einstaka héraða svo eitthvað sé nefnt. Þetta er viðkvæm ákvörðun og ljóst að hana verður ekki hægt að framkvæma með reglustrikuað- ferðum, en hún er engu að síður rétt og mun í framtíðinni treysta íslenskan landbúnað og stuðla að byggðajafnvægi. í þessu sambandi er þó rétt að benda á samþykkt Stéttarsambands bænda, frá því í haust, um stefnumörkun í land- búnaði en þar segir: „Stéttarsam- band bænda styður heils hugar hverskonar viðleytni stjómvalda til varðveislu byggðar en bendir á að vegna þröngrar stöðu sauðfjárrækt- ar getur hún ekki tekið á sig byrðar í því sambandi, enda hlýtur það að vera hlutverk samfélagsins alls“. „Hobbybændur“ í öðm lagi er nú framleiðendum sem engan eða óvemlegan fullvirð- isrétt hafa, gefinn kostur á að leggja inn á afurðastöðvar allt sitt sauðfé og fá greitt fyrir það að fullu, gegn því að þeir hætti alfarið sauðfjárframleiðslu. Með 'þessu er gengið til móts við ítrekaðar óskir bænda um að draga vemlega úr framleiðslu sauðfjára- furða hjá „hobbýbændum". Hér er einnig komið til móts við þessa framleiðendur og þar sem þeim er í síðasta sinn gefmn kostur á að fá fullt verð fyrir afurðir sínar. Tilboð til eldri bænda í þriðja lagi er bændum sem em 67 ára eða eldri gefinn kostur á að selja eða leigja sinn fullvirðis- rétt. Sé um leigu að ræða er hún til fjögurra ára og greitt er 1.100 kr. fyrir ærgildi á ári. Auk þess heldur jörðin sínum framleiðslurétti sem er ákaflega mikilsvert atriði í augum margra bænda. Sala full- virðisréttar miðast aftur á móti við að greitt sé á tveimur ámm 5.000 kr. fyrir ærgildið. Ekki er keyptur eða leigður minni réttur en svarar til V3 af heildarrétti hvers og eins. Þessi sömu kjör em boðin sauð- fjárbændum á mjólkurframleiðslu- svæðum með það að markmiði að þar dragi úr framleiðslu sauðfjára- furða. Vitað er að margir eldri bændur vilja gjaman hætta búskap af margvíslegum orsökum. Þeir hafa hins vegar veigrað sér við slíkri ákvörðun m.a. vegna þess tekjutaps sem það hefur boðað ásamt fjárfest- ingum sem þeir hafa ekki talið sig ráða við. Líklega hefur þó mestu ráðið að margir bændur lifa í von- inni um að einhver taki við af þeim á jörðunum og þvi hafa þeir ekki að einhver taki viðaf þeim á jörðun- um og því hafa þeir ekki viljað farga góðum bústofni og því síður skprða framleiðslurétt jarðarinnar. Afleið- ingin hefur orðið sú að margir þeirra framleiða meira en þeir gjaman vilja og komast af með. Með þeirri ákvörðun að leigja af þeim framleiðsluréttinn er í reynd venð að gefa þeim kost á að draga úr, eða leggja niður framleiðslu án tekjuskerðingar og án þess að skerða rétt jarðarinnar til fram- leiðslu síðar meir ef þannig þróast mál að einhver vilji heíja þar bú- skap að nýju. Ey ðibýlastefna? Einhveijum kann að finnast þetta eyðibýlastefna og vissulega boðar hún að einhver býli leggi niður sauð- ijárframleiðslu. Hins vegar gefur hún einnig möguleika á að auka hlut yngri bænda á sauðfjárræktar- svæðum sem lítinn framleilðslurétt hafa og sýnt er að muni hverfa frá búskap — og e.t.v. skilja jörðina eftir í eyði — ef ekkert verður að gert. Að auka hlut þeirra væri í samræmi við þá stefnu að beina sauðfjárræktinni á ákveðin svæði landsins sem fáa eða enga aðra kosti hafa í atvinnumálum. Spurningin er kannski ekki hvort einhver býli fari í eyði á næstu árum, heldur miklu fremur hvaða býli og jafnvel hvaða byggðir? Er ekki eins gott að viðurkenna þá óþægilegu staðreynd strax og leita leiða til að gera hana eins bærilega og unnt er í stað þess að neita sann- leikanum og láta skeika að sköpuðu með framtíð bænda og heilla byggða. Ef til vill hefur slíkt ábyrgðarleysi gengið allt of lengi. Að síðustu skal enn og aftur minnt á að um þessar aðgerðir svo og aðrar sem kveðið er á um í reglu- gerð um stjóm sauðfjárframleiðsl- unnar og samkomulagi bænda og ríkisins um framkvæmd búvöru- samningsins var full eining milli stjómar Stéttasambands bænda og ríkisvaldsins. Þetta er sú leið sem þessir aðilar hafa valið þá bestu til að feta áfram til hagsbóta fyrir bændur og aðra landsmenn. Höfundur er starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins. Notaðu næst línudansinn verður leikur einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.