Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar:
Röntgentæknar ganga
ekki út eins og til stóð
SAMKOMULAG hefur náðst í
deilu röntgentækna og stjórn
Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar
og munu röntgentæknarnir sex
því ekki ganga út í dag eins og
tíl stóð. Röntgentæknamir sögðu
störfum sinum Iausum fyrir sex
mánuðum síðan.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
stofnaðar verði við sjúkrahúsið tvær
stöður deildarröntgentækna þannig
að þeir röntgentæknar sem eru á
bakvakt fái greidd laun deildarrönt-
gentæknis sem er ein aðalkrafa
þeirra. Hansína Sigurgeirsdóttir,
trúnaðarmaður röngtentækna,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að með þetta samkomulag í
höndunum væri hægt að senda
kjaranefnd samninginn til endur-
skoðunar, en heimild er fyrir því
ef nýjung kemur fram í gildandi
samningi. Röntgentæknar höfðu
lagt fram tilboð á fundi fyrr í vik-
unni með viðsemjendum sínum sem
höfnuðu tilboðinu á þeim forsendum
að ekki væri hægt að opna samn-
inga.
Morgunblaðið/GSV
Röntgentæknar að störfum á Fjórðungssjúkrahúsinu í gær.
Morgunblaðið/GSV
Hafþór Einarsson, 8 ára skákmaður frá Akureyri.
„Hélt ég myndi stein-
liggja fyrir Jóhanni“
„ÉG LÆRÐI mannganginn 4
ára og byijaði að tefla þegar
ég var 5 ára,“ sagði Hafþór
Einarsson, 8 ára Akureyringur,
sem afrekaði það um síðustu
helgi að gera jafntefli við stór-
meistarann Jóhann Hjartarson
i fjöltefli.
Hafþór sagði að öll fjölskyldan
tefldi stundum í frístundunum.
Hann sagði að pabbi sinn, Einar
Ólafur Jónsson, hefði kennt hon-
um mannganginn og tefldi líka
oft við hann þegar hann hefði
tíma. Einnig væri Gestur, bróðir
hans, sem er tveimur árum eldri,
duglegur að tefla og mamma
hans, Guðrún Gestsdóttir, gripi
stundum í tafl. „Við skiptumst
bróðurlega á að vinna og stundum
lýkur skákunum auðvitað með
jafntefli. Ég hélt að ég myndi
steinliggja fyrir Jóhanni og átti
enga von um jafntefli. Reyndar
ætlaði ég ekkert að taka þátt í
fjölteflinu. Þannig var að ég var
staddur hjá vini mínum sem ætl-
aði að tefla og hann dró mig með
sér.“
Hafþór sagðist alltaf taka þátt
í skákmótunum sem haldin væru
í skólanum, Lundaskóla, og hefði
hann alltaf fengið verðlaun. Hann
sagði að skólaskákmót væru hald-
in tvisvar á ári, en lítill áhugi
fyrir skákinni ríkti í bekknum.
„Jú, ég held örugglega áfram í
skákinni. Maður verður að reyna
það sem maður getur. Mér finnst
gaman að þessu og því ekki að
halda þá áfram," sagði Hafþór.
Hann sagðist bara tefla — væri
ekkert farinn að spá í skák-
bókmenntir ennþá, en stundaði
þó nokkuð fótbolta í staðinn.
Akureyri
óskar eftir fólki á öllum aldri til að
bera út Morgunblaðið strax og það
‘ kemuríbæinn.
„Hressandi morgunganga"
Hafiðsamband!
Hafnarstræti 85, Akureyri,
/ sími 23905.
.*ií6§3 ;ji9 'tieq -pxT; w&ihnA ,'QnoTtetTnA &i i
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.:
„Skipverjar á Björgúlfi
voru ekki í verkfalli“
— segir Valdimar Bragason framkvæmdastj óri
VALDIMAR Bragason, fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags
DaJvfkinga hf., sagði í viðtali við
blaðamann að ranghermt hafi ver-
ið i fjölmiðlum að skipveijar á
togaranum Björgúlfi EA 312, sem
Útgerðarfélag Dalvfkinga á, hafi
verið í verkfalli undanfarna daga
vegna fiskverðs.
„Við seljum frystihúsinu hér á
Dalvík mest allan þann físk sem tog-
aramir okkar, Björgúlfur og Björg-
vin, veiða. Frystihúsið sagði upp
samningum við okkur um verð fyrir
fiskinn en Björgúlfur fór út klukkan
tíu í miðvikudagsmorgun því samn-
ingar höfðu tekist með okkur og
frystihúsinu um nýtt fískverð.
Vetrarstarf
KFUM að
hefjast
VETRARSTARF KFUM og
KFUK er að hefjast um þessar
mundir á Akureyri. Starfið fer
að mestu fram í tveimur deild-
um, yngri deild fyrir 7-12 ára
börn og unglingadeild fyrir 12
ára og eldri.
Auk þess eru fundir í aðaldeild
þegar henta þykir. Fundir í yngri
deild verða á þremur stöðum í
bænum, í Lundarskóla, Kristni-
boðshúsinu Zíon og félagsheimili
KFUM og K, Sunnuhlíð. Þessir
fundir hófust laugardaginn 26.
september, en þeir eru fyrir drengi
nema í Lundarskóla. Þar verða
fundir á_ sama sama tíma fyrir
stúlkur. í Kristniboðshúsinu Zíon
verða yngri deildar fundir fyrir
stúlkur á miðvikudögum kl. 17.30.
Sameiginlegir fundir pilta og
stúlkna, 12 ára og eldri, verða á
þriðjudagskvöldum kl. 20.00 í
Sunnuhlíð.
Eins og jafnan áður er reynt að
hafa efni fundanna sem áhuga-
verðast og blandað er saman
gamni og alvöru. Fagnaðarerindið
um Jesúm Krist verður hinsvegar
grundvöllur félagsstarfs KFUM og
K eins og áður, segir í frétt frá
félögunum. Auk þess munu KFUM
og K ásamt kristniboðsfélögum
karla og kvenna standa að sam-
komum í Sunnuhlíð á siyinudags-
kvöldum kl. 20.30.
Valdimar sagði ennfremur að
frystihúsið hefði greitt sama verð
fyrir fískinn og fékkst fyrir hann á
Fiskmarkaðinum í Hafnarfírði. Sam-
kvæmt nýja samningnum greiddi
frystihúsið útgerðarfélaginu hins
vegar það verð fyrir þorsk sem hefði
fengist að meðaltali fyrir hann á
Fiskmarkaðinum í Hafnarfírði frá
15. júní, þegar byijað var að selja
físk á Fiskmarkaðinum, til 4. septem-
ber, þegar fískverðssamningur
frystihússins og útgerðarfélagsins
rann út.
Samkvæmt nýja samningnum
greiðir frystihúsið útgerðarfélaginu
32,56 krónur fyrir kflóið af 1,9 kílóa
þorski en það verð breytist um 85
aura fyrir hver 100 grömm í þyngd-
armismun.
Fyrir aðrar físktegundir greiðir
frystihúsið hins vegar fast verð sem
miðað er við það verð sem fæst fyr-
ir þær tegundir á útgerðarstöðunum
næst Dalvík. Frystihúsið greiðir 37
krónur fyrir kflóið af tveggja kflóa
ýsu, 14,10 krónur fyrir 500 til 1000
gramma karfa en 17,80 krónur fyrir
kflóið af karfa sem er yfir eitt kfló
að þyngd, 14,80 krónur fyrir kílóið
NÍU póstmenn á Akureyri hafa
sagt upp störfum vegna óánægju
með launakjör og munu uppsagn-
irnar taka giidi í byijun desem-
ber ef samkomulag næst ekki á
milli aðila. Þetta eru allir þeir
starfsmenn Pósts og sima á Ak-
ureyri, sem farið hafa í Póstskól-
ann, og eru þeir með frá 5 til
16 ára starfsaldur að undanskild-
um stöðvarstjóranum og fulltrúa
hans. Þetta er þriðjungur þeirra
sem starfa við póstþjónustu á
Akureyri.
Jón Ingi Cesarsson, trúnaðar-
maður póstmanna á Akureyri, sagði
í samtali við Morgunblaðið að upp-
sagnimar hefðu ekki verið skipu-
lagðar sem hópuppsagnir á þar til
gerðum eyðublöðum þó svo að allir
níu hefðu sagt upp sama daginn,
þann 3. september sl, ^Við.æjtlum
okkur að fara út á hmrt álménna
af ufsa sem er undir 70 sentimetmm
að lengd en 20 krónur fyrir kflóið
af ufsa sem er yfír 70 sentimetrar
að lengd. Fyrir kflóið af slægðri grá-
lúðu með haus greiðir fiystihúsið
tuttugu og fimm krónur og tíu aura,
þijátíu krónur fyrir kílóið af hálfs
til þriggja kflóa lúðu, 64 krónur fyr-
ir kflóið af þriggja til tíu kflóa lúðu
og 84 krónur fyrir kflóið af lúðu sem
er yfír tíu kfló að þyngd.
Kaupfélag Eyfírðinga á frysti-
húsið á Dalvík en tæpan helming í
Útgerðarfélagi Dalvíkinga. Kristján
Ólafsson á Dalvík, sem er fulltrúi
kaupfélagsstjóra á sjávarútvegssviði,
sagði í viðtali við blaðamann að fís-
kverðssamningar útgerðarfélagsins
og frystihússins hefðu ekki borið
neinn keim af þeim deilum um físk-
verð sem uppi hafí verið á Austfjörð-
um að undanfömu. Framboð á þorski
á Fiskmarkaðinum í Hafnarfírði hafí
einfaldlega verið það lítið að undan-
fömu að verð það sem fengist fyrir
þorskinn þar nú væri ekki raunhæft
viðmiðunarverð í nýjum fískverðs-
samningi frystihússins og útgerðar-
félagsins, enda gilti sá samningur
einungis til 1. október næstkomandi.
vinnumarkað ef ekkert verður að
gert og emm við reyndar að fara
að leita fyrir okkur. Það er ekki
hægt að starfa hjá Pósti og síma
af hugsjón einni saman enda höfum
við fyrir fjölskyldum að sjá. Ríkið
verður að taka þátt í launaskriðinu
ef það ætlar að halda starfsfólkinu
og til þess er óhjákvæmilegt að
hækka laun um 10-20.000 krónur.
Byijunarlaun ófaglærðra póst-
manna eru rúmlega 31.000 krónur
og eftir þriggja ára nám í Póstskól-
anum getur starfsmaður komist
hæst í 41.000 krónur eftir 18 ár í
starfi og er þá ekki talin með 7,23%
leiðrétting sem bætist nú við.“
Jón Ingi sagði að allt of lítill
munur væri orðinn á ófaglærðum
og faglærðum. Munurinn hefði ver-
ið fjórir launaflokkar fyrir um
tveimur árum, en væri nú orðinn
einn launaflokkur.
Níu póstmenn segja upp:
Ríkið verður að taka
þátt í launaskriðinu
- segir trúnaðarmaður póstmanna