Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Menningarlíf í Tékkóslóvakíu 20 árum eftir innrásina Ljóðskáld vaktar auða lóð Petr Kabes er eitt af fremstu ljóðskáldum Tékkóslóvakíu nú á dögum; en ljóð hans eru ekki gefin út opinberlega í heimalandi hans, og sjálfur er hann látinn vinna fyr- ir sér sem vaktmaður. Óhijálegu jámhliðinu er lokið upp fyrir mér; þetta afgirta bygg- ingarsvæði í Prag ber vott um vanhirðu, en við hliðið er komið fyrir skilti með áletruninni „Ríkis- eign“. Fyrir innan hliðið bíður Petr Kabes; hann er vaktmaður á þessu byggingarsvæði. Við klöngrumst yfir dunka og annað drasl og kom- um upp að bragganum, þar sem hann býr — kofinn hans er miklu lélegri heldur en venjulegur vinnu- skúr. Á vetuma eru húsakynni ljóðskáldsins Kabes hituð upp með litlum kolaofni, og ofnrörið upp af honum virðist sannarlega ekki beysið. Á þessari lóð var lengi vel ætlunin, að ríkið léti byggja skrif- stofuhúsnæði fyrir rafmagnsveitur ríkisins, en borgaryfírvöldum hefur ekki ennþá tekizt a skera úr um, hvemig húsið eigi að vera. Það er aftur á móti búið að ákveða, að sú bygging sem væntanlega verður reist þama á lóðinni, skuli rifin aftur árið 1992 — því samþykkt hefur verið, að þá eigi að byggja þama eitthvað allt annað. Meðan á þessari óvissu stendur annast Petr Kabes vörzlu þessarar bygg- ingarlóðar ríkisins, sem helzt minnir á sorphaugasvæði. Petr Kabes, mundirðu vilja segja eitthvað frá starfsferli þínum? Það er riú ekki frá svo mörgu að segja. Ég var um skeið ritstjóri bókmenntatímarits á árunum eftir 1960. Ég undirritaði Charta 77, og hef eftir það ekki fengið verk mín gefín út — en vitanlega getur enginn hindrað mig í að semja og skrifa. Núna tek ég þátt í að rit- stýra samízdat-mánaðarriti. Og þú gefur þá líka út Ijóðin þín í samizdat-útgáfu? Já, og þau hafa auk þess verið gefin út erlendis. Þijú ljóðasöfn eftir mig hafa verið gefín út á tékknesku í Vestur-Þýzkalandi, og núna er verið að þýða nokkur af kvæðunum á hollenzku. Á 7. ára- tuginum voru þijár ljóðabækur eftir mig gefnar út hjá opinberu bókaforlagi hér í Tékkóslóvakíu. Raunar var líka búið að prenta þá fjórðu eftir mig, en þá skullu breyt- ingamar á (1968), og öll eintök þeirrar bókar voru eyðilögð, nema örfá eintök, sem mér tókst að bjarga. Eitt af þessum eintökum sendi ég svo til bókaútgáfunnar Dialog í London, en hún er rekin af landflótta Tékkum. Þetta bóka- forlag gefur m.a. út tímaritið Dialog, en það kemur út annan hvem mánuð. Þetta ljóðasafn mitt var svo gefíð út þar í landi og hlaut titilinn „Frestun landsbyggðar“. Hvers konar Ijóð yrkir þú? Það hlýtur að vera afar erfitt að þýða þau á önnur tungumál. Ég gríp ekki einungis til orða og orðasambanda, sem hafa tvíræða merkingu í tékknesku máli, heldur eru margræð. Ég lít svo á, að minn merkasti lærifaðir hafí verið T.S. Eliot. En ég er líka mjög hrifínn af ljóðum Ezra Pounds — mér geðj- ast yfírleitt mjög vel að ákaflega samþjöppuðum ljóðaformum. Eg dáist mikið að ljóðagerð Octavio Paz. Árið 1970 var annars í bígerð að gefa út tékkneska þýðingu á bókmenntaritgerðum Paz, en yfir- völdin sáu til þess, að öll eintök bókarinnar voru eyðilögð. Af hverju er ekki hægt að gefa Ijóðin þín út? Það em ekki pólitísk ljóð. En mörgum rithöfundum var varpað út í yztu myrkur eftir 1968—1969, án þess að ástæðan fyrir því væri óánægja með verk, sem þeir höfðu samið. Ástæðan var afstaða rithöf- undanna. Það em yfír 200 tékkó- slóvenskir rithöfundar, sem núna em í starfsbandi og fá ekki gefín út nein verk eftir sig. — Það er ekki af því að þeir séu að skrifa pólitískar bókmenntir, heldur af því að þeir neita að fallast á og viður- kenna, að innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu 1968 hafí átt rétt á sér. Það er óskaplega hjákátlegt — eftir 1971—1972 fóm landsyfírvöld að taka til hendinni við að láta íjar- lægja allar bækur eftir þessa höfunda úr öllum bókasöfnum landsins, og em þó margir af þess- um höfundum kommúnistar, sem aldrei áður höfðu sýnt af sér neina andstöðu við ríkjandi stjómkerfí og stjómvöld. Það er nú orðinn langur bannlisti — „handlangarar hægri aflanna“ eru þessir rithöf- undar kallaðir. Á þeim lista em einungis rithöfundar, sem ekki em fúsir að afturkalla og lýsa ógilt það, sem þeir sögðu á ámnum 1960 og fram til 1969. Ekki einn einasti af hinum færari, fyrmrn rétttrúuðum kommúnistahöfund- um gat fallizt á hina nýju stefnu Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu eftir sovézku innrásina 1968, það verður að segjast þeim til hróss. Hvemig tilfinning er það að yrkja fyrir fremur fámennan hóp samizdat-lesenda? Ég sé nú eiginlega ekki neinn vemlegan mun á því. Ef við fömm að bera okkur saman við þjóðlönd eins og England og Frakkland, þá komu ljóðabækur út í stómm upp- lögum hérlendis. Ljóðabækur eftir Jaroslav Seifert vom prentaðar í hundruðum þúsunda eintaka, og Petr Kabes jafnvel hin minna þekktu ljóðskáld komust upp í að minnsta kosti 2.000 eintök. Ljóðlistarklúbbur gat oft á tíðum staðið að útgáfu þetta 10.000 og upp í 13.000 eintaka af hverri ljóðabók. En þetta táknar þó svo sem ekki, að það hafí verið svona margir, sem raunvemlega lásu ljóðasöfnin. Jafnvel á þeim tímum, þegar allar kringumstæður vom mun eðlilegri heldur en reynd- in er núna, hafa það vart verið meira en í kringum 500 lesendur, sem venjulega lásu ljóðasöfn af raunvemlegum áhuga. Og samiz- rfaí-eintökin berast mörgum í hendur, þannig að heildarfjöldi les- enda verður næstum því hinn sami og áður. Einasti vemlegi munurinn á þessari útgáfustarfsemi em greiðslumar. Fyrir ljóðasöfn, sem gefín em út hjá opinbemm bó- kaútgáfum em venjulega greiddar þetta fímm og upp í fjórtán tékk- neskar krónur fyrir hvert erindi. Það hefur þá verið gerlegt að vinna fyrir sér sem ljóðskáld, án þess að þurfa að vakta lóðir íríkis- eign? Ég hef nú ekki verið hér alltaf. Áður en ég undirritaði Charta 77, var ég veðurfræðingur; ég starfaði sem slíkur uppi á fjallstindi í Norð- ur-Bæheimi og sendi þaðan út veðurfregnir. En þegar ég undirrit- aði Charta 77, komust stjómvöld að þeirri niðurstöðu, að veðurfregn- ir, sem teknar væm saman af þvílíku varmenni og mér, væm með öllu óþolandi ögmn. Það er að minnsta kosti hægt að orða þetta þannig. Sannleikur- inn er sá, að stjómvöld skikka þá, sem em berir að stjómarandstöðu, til að gegna verst launuðu störfun- um og þeim auðvirðilegustu, sem fyrirfinnast í þjóðfélaginu. Það er sem sagt ekki nóg með að við skul- um ekki fá að gegna þeim störfum, sem við höfum starfsmenntun og kunnáttu í — okkur er gert ókleift að vinna nokkur eðlileg og vel borg- uð störf yfirleitt. Það er enginn skortur hérlendis á fyrrverandi prófessomm, læknum og þess hátt- ar mönnum, sem vinna nú á dögum sem gluggaþvottamenn og götu- sóparar víðsvegar um land. Okkur hefur áskotnazt sérlega hámenntuð verkalýðsstétt. K.OJ. OKEYPIS Ókeypis upplýsingar um vöm og þjónustu. Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88 og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu Iínunnar færð þú vinalega þjónustu og greið svör við spum- ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt - ekki satt! .ÉG ER ÁKVEÐIN I ÞVl AÐ NOTA TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NAM- SKEIO TIL AD AUOVELOA MÉR VAUÐ HRINGOI ÉG I GULU LlNUNA OG ÞAR FÉKK ÉG ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM ÉG ÞURFTI. OG NÚ ER MlNUM TOMSTUNDUM RAÐSTAFAÐ - ÞEIR VITA BOKSTAFLEGAALLTMENNIRNIR- Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál sem tímafrekt virðist að leysa, en Gula línan greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa vara- eða aukahluti í bílinn eða leigja smóking. Úr slíkum vandamálum leysir starfsfólk Gulu línunnar. Athugaðu það, þú hringir og færð upplýs- ingarnar strax - og það ókeypis. .ÉG HEF FAU STARFSFOLKI A AÐ SKIPA 0G HEF ÞVl HRINGT I GULU LlNUNA ÞEGAR VFIR FLVTUR A SKRIFSTOFUNNI. ÞEIR HAFA A SKRA LAUSAFÓLK (.FREE LANCE’) TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA ÞETTA HEFUR LEYST MINN VANDA OG SPARAÐ MÉR STORFÉ - POTTÞÉTT ÞJONUSTA" - 62 33 88 Fræðimanna- styrkir Attantshafs- bandalagsins ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ mun að venju veita nokkra fræði- mannastyrki til rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins á há- skólaárinu 1988-1989. Styrkimir nema nú 185 þúsund krónum (180 þúsund belgískum frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum á tímabilinu maí 1988 til ársloka 1989. Ber styrk- þegum að skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku til alþjóðadeildar utanríkisráðuneyt- isins fyrir árslok 1989. Þar fást umsóknareyðublöð en umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. desember næstkomandi. Vestur- bæjarlaug opnuð á ný SUNDLAUG Vesturbæjar var opnuð aftur í gær en hún var lokuð mánudag og þriðjudag vegna viðgerða. Loka varð lauginni þar sem gera þurfti við tréverk á böðum og lag- færa Ioftræstikerfi. * aííJf'* M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.