Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
33
Filippseyjar:
Orðrómur er
um nýja bylt-
ing-artilraun
Maníla, Reuter.
HERMENN á skriðdrekum tóku
sér stöðu við helztu götur í
Maníla, höfuðborg Filippseyja,
og á akvegum inn í borgina í gær
vegna orðróms um fyrirhugaða
byltingartilraun.
Útvarpsstöð í einkaeign skýrði
frá því að hópur manna úr her
landsins væri að undirbúa stjómar-
byltingu í leynilegri herstöð skammt
frá Maníla. Hefðu þeir fyllt sjö her-
flutningabíla og þrjár brynvarðar
bifreiðar.
Háttsettir yfirmenn í her landsins
sögðu fréttir útvarpsstöðvarinnar
úr lausu lofti gripnar. Vísuðu þeir
á bug að bylting gegn stjóm Coraz-
on Aquino væri yfirvofandi. Yfir-
maður hersins í Maníla, Alexander
Aguirre hershöfðingi, staðfesti hins
vegar að 31 hermaður hefði verið
handtekinn og afvopnaður í út-
hverfi höfuðborgarinnar árla í gær.
Hefðu þeir verið þar á ferð í heim-
ildarleysi á tveimur jeppabifreiðum.
Lautinant í hemum skýrði síðar frá
því að hermennimir hefðu verið frá
héraðinu Quezon í suðausturhluta
landsins og verið að koma til borg-
arinnar til að klaga yfirmann sinn.
Vegna orðróms um að ný bylting-
artilraun væri yfirvofandi var mikil
spenna í Maníla í gær. Það varð
ekki til að bæta ástandið þegar
vömbifreið ók á rafmagnsstaur ut-
an við hlið Aguinaldo-herstöðvar-
innar, eina helztu herstöðina í
Maníla. Við það fór rafmagn af nær
allri stöðinni. Til harðra bardaga
kom í stöðinni í byltingartilrauninni
28. ágúst sl. Hermenn undir forystu
Færeyjar:
Nýtt mál-
gagn Ola
Breckmann?
Fœreyjum, frá Snorra Halldórssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins í Fœreyjum.
LENGI hefur verið um það rætt
í Færeyjum að valdabarátta eigi
sér stað í stærsta flokki landsins,
Fólkaflokknum. Einkum er
minnst á slíka baráttu í tengslum
við málgagn flokksins, Dagblað-
ið, en því ritstýrir fulltrúi
Færeyinga á Þjóðþinginu í Kaup-
mannahöfn, Óli Breckmann.
Samkvæmt nýjustu fregnum
undirbýr ÓIi nú útgáfu eigin
málgagns.
í Sosialurin, málgagni jafnaðar-
manna, er greint frá því að Óli og
samstarfsmenn hans hafi í hyggju
að reisa hús undir nýja blaðið og
séu búnir að kaupa sér lóð undir
það úti á Argir í nágrenni Þórs-
hafnar. Skýringin á þessum
áformum kann að vera sú að mörg-
um finnst ritstjóri Dagblaðsins hafa
gengið of langt í umfjöllun ýmissa
mála. En Óli lætur ekki kúga sig
til hlýðni og vill því stofna eigið
blað, segir sagan.
Borgarstjóri Þórshafnar, Poul
Michelsen, sem einnig er í Fólka-
flokknum, hefur nú látið stöðva
allar byggingaframkvæmdir á
svæðinu þar sem lóð Óla er. Finnst
ýmsum þetta kynleg ráðstöfun því
undanfarin ár hafa hús risið allt í
kringum lóðina. Víst er að enginn
heimamanna í Argir efast um að
borgarstjórinn vilji hindra Óla í því
að reisa sór blaðhús og keppa við
mágágh ÍIöKÍ&ífcSÍ 1« tóe síq :;
Gregorio Honasan ofursta rejmdu
þá að bylta stjóm Aquino. Réðust
þeir á forsetahöllina, útvarps- og
sjónvarpsstöðvar. Höfðu þeir Agu-
inaldo-herstöðina á sínu valdi í 17
klukkustundir. Oscar Florendo,
talsmaður hersins, sagði á þriðja
þúsund hermanna og 167 foringja
hafa tekið þátt í byltingartilraun-
inni. Flestir þeirra væru nú í
varðhaldi í herfangelsum. Aðeins
26 foringjar leiki ennþá lausum
hala, þeirra á meðal Honasan.
Reuter
Hermaður stendur vörð um borð í skriðdreka við götu, sem liggur inn til Maníla, höfuðborg Filipps-
eyja. Mikil spenna ríkti i borginni vegna orðróms um að ný byltingartilraun væri yfirvofandi.
Hmt-
tilbúð
Kosta Boda
20%
staðgreiðsluafsláttur
af öllum vörum
íverslunum okkar
dagana 1. til 8. október.
KDSTA BODA
Bankastræti 10,
sími: 13122
BODA
Kringlunni
sími: 689122