Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 53 Orwell sem stríðs- fréttaritari Erlendar bækur Siglaugur Brynjólfsson George Orwell: The War Com- mentaries. Edited by W.J. West: Penguin Books 1987. George Orwell vann við breska útvarpið frá því í ágúst 1941 til nóvember 1943. Hann flutti sjálfur þætti um styijöldina og skrifaði einnig vikulega þætti um gang styijaldarinnar, sem voru að mestu leyti fluttir af öðrum. Útgefandinn W.J. West var svo heppinn að finna þessa þætti og pistla í rauninni fyr- ir hreina tilviljun 1984, á ári Orwells. Útgefandinn segir í inn- gangi að þessu riti frá þeim pólitíska ramma, sem krafist var af ritskoðuninni á þessum árum og sem Orwell varð að hlíta. Áróður breyttist mjög við tilkomu útvarps- ins snemma á þessari öld og á stríðstímum var áróður um útvarp hið þarfasta þing. Það var auðvelt að breiða út falskar fréttir og end- urtaka þær nógu oft og með til- heyrandi fjölbreytileika, svo að hlustendur urðu að trúa þeim sem sannleika. Þessi iðja var stunduð af báðum stríðsaðilum í spænsku borgarastyijöldinni og af áróðurs- meisturum Þriðja ríkisins. Orwell hafði eigin reynslu fyrir valdi áróð- ursins í. spænsku borgarastyijöld- inni og ekki sem besta. Þegar fyrri heimsstyijöldin braust út höfðu for- ustumenn Þriðja ríkisins mun meiri reynslu í fjölda-áróðri heldur en Bretar. Þjóðveijar voru ósparir á að útvarpa kenningum sínum og áróðri til Qarlægra þjóða og unnu með því m.a. að grafa undan bresk- um áhrifum m.a. á Indlandi. Andbreskur áróður Þjóðveija til Indlands um stöðvar sem voru starfræktar í þeim tilgangi einum, höfðu mikil áhrif þar í landi. Fjöldi Indveija barðist með breskum heij- um og sjálfstæðisbaráttu Indveija kom sér um þetta leyti enganveginn vel fyrir Breta. Eina svarið var að koma upp andáróðri gegn þýsku áróðurs- maskínunni. Til þess þurfti menn sem voru öllum hnútum kunnugir á Indlandi og sem gátu andmælt lygaáróðri Þjóðveija eins fljótt og gjörlegt var. Meðal þeirra sem val- inn var til þessa starfs var George Orwell, sem þó var þekktur að því George Orwell að styðja sjálfstæðiskröfur Indveija frá fornu fari. Að Orwell skyldi gefa sig til þessa starfs kom til af því, að hann sá meiri hættu ógna Indlandi, sem var alræðisvald Hitl- ers-Þýskalands. Orwell taldi það lakarí kost en vald Breta yfir Ind- landi um nokkur ár. Það sama gilti um stuðning Orwells við stríðs- rekstur Breta, þótt hann væri andsnúinn ríkjandi þjóðfélagsbygg- ingu, taldi hann að allir þyrftu að sameinast um að beija niður alræð- ishyggju nasismans. Orwell kynntist áróðurstækninni og þeirri fijálslegu meðferð sann- leikans, sem allur áróður byggist á með þessum störfum sínum. Þessir þættir eru nú minjar um áróð- ursstríð fýrir löngu, en þeir höfðu mögnuð áhrif á sínum tíma og tæknin jók skilning Orwells sjálfs á áróðurs-hættunni. Með því að falsa atburðarásina og falsa alla sögu nútíðar og fortíðar var gjör- legt að móta meðvitundina að ósk falsaranna og ná þannig áhrifum og völdum. Þræðir liggja frá þessu starfi Orwells til sögufalsaranna í „1984". Hugmyndafræðingar nú á dög- um iðka þetta fölsunarstarf á ólíklegasta vettvangi og þar sem menn varir síst, ekki grófar sögu- falsanir heldur einnig stendur nú áróðurshríðin á undirstöðu mennskra samskipta og skilnings, málið sjálft. Þessir þættir Orwells bera með sér snilld höfundarins eins og annað það sem hann hefur fest á blað. Úr mynd Francis Coppola, „Steingarðar", sem Stjömubíó hefur hafið sýningar á. Stjörnubíó: Sýnir mynd Francis Coppola, „Steingarðar“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á nýjasta verki Francis Coppola, „Steingörðum“, með leikurunum James Caan, Ary'- elicu Huston, James Earl Jones, D.B. Sweeney og Dean Stock- well I aðalhlutverkum. Myndin er byggð á skáldsögu Nicholas Proffitt. wSteingarðar“ er mynd um áhrif Vfetnamstríðsini á ættingja óg ást- vini heima fyrir. Það er Jackie Willow sem er ungur hugsjónamað- ur sem álítur að hermaður eigi aðeins að vera á einum stað á stríðstfmum, þ.e.a.s. á vígvellinum. Hann heldur til Vfetnam, ungur, hraustur og nýkvæntur. Heima bfða eiginkonan, ástvinir og ættingjar sem hittast reglulega og lesa bréfin frá Jackie, segir m.a. í frétt. frá : kvfkmyndahú9inu. ■ IFRABÆRU URVALI Módelsmíði erheillandi tómstundagaman, sem stunduð er af fólki á öllum aldri. Vönduðu plastmódelin frá REVELL fást nú í geysilegu úrvali: Flugvélar, bilar, mótorhjól, bátar, geimför, lestirog hús í öllum mögulegum gerðum og stærðum. Póstsendum um land allt "-Z^fJJ/PPfíHÚ avegi 164 simi HDWi 21901,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.