Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 37 Ýmsir fundarmenn höfðu orð á því að auðvelt hefði verið fyrir Borgaraflokkinn að taka meira til- lit til kvenna í trúnaðarstörf á fyrsta landsfundi flokksins en raun bar vitni, en á þessum fundi voru hins vegar mest áberandi karlmenn úr Sjálfstæðisflokki og reyndar öðrum flokkum sem lengi hafa reynt að komast í stjómunarað- stöðu en ekki tekist þótt þeir hafí líkast til haft jafn mikla möguleika til þess og hver annar. Meðal manna sem hafa farið halloka í prófkjörum síðari ára má nefna Júlíus Sólnes, Óla Þ. Guð- bjartsson, Þóri Lámsson, Ásgeir Hannes Eiríkson og Guttorm Ein- arsson. Vasaútg-áfa af Sjálf- stæðisflokknum Allt form landsfundar Borgara- flokksins var byggt upp svo til nákvæmlega eins og á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins, fundafyr- irkomulag, málefnanefndir með sömu heiti meira að segja og af- greiðsla öll nema að formaður Sjálfstæðisflokksins verður að vera kosinn í atkvæðagreiðslu og em þá í raun allir landsfundarfulltrúar í kjöri, en formaður Borgaraflokks- ins var kjörinn með lófataki án atkvæðagreiðslu, eða „rússneskri kosningu" eins og hann orðaði það sjálfur. Það var áberandi á lands- fímdi Borgaraflokksins að það er verið að reyna að búa til vasaútg- áfu af Sjálfstæðisflokknum og það kom fram áberandi beiskja hjá mörgum yfír því að standa í þeim sporam að vera í nýjum flokki án þess að hafa í rauninni gilda ástæðu til þess. Menn með langa reynslu í félagsmálastarfí settu svip á fundinn, en einnig menn sem em þekktir fyrir að vera útriesja- menn í félagsstarfi, einfarar sem hvergi hafa fundið sér bólfestu, en leita nú fyrir sér í nýjum flokki. Einn þeirra er Guðjón Hansson gamalkunnur úr starfí Sjálfstæðis- flokksins og oft með róttækar hugmyndir sem fengu alltaf ein- hveijar undirtektir en sjaldan svo að þær næðu fullkomlega í gegn. Við aðaltillögu sína á landsfundi Borgaraflokksins fékk hann stuðn- ingfrá einum manni, sjálfum sér. „Eg- borga með þessum“ Reynd og frískleg kona sem Iengi hefur starfað fyrir Framsókn- arflokkinn var ein af þessum með bjarta svipinn í upphafí fundarins, en það dró stöðugt af henni eftir því sem leið á fundinn, henni var farið að ofbjóða margt og hún kom gjaman og sagði við mig að hún kvaðst hann ætla að taka við emb- ætti varaformanns á næsta lands- fundi, en í samtali við blaðamann eftir ræðuna kvað hann raunvem- lega ástæðu fyrir því að hann dró framboð sitt til baka vera þá að það hefði verið vonlaust að fara í kosningu eftir stuðningsyfirlýs- ingu formanns flokksins við ákveðinn frambjóðanda, Jafnvel þótt Voice of America hefði talað“, sagði Ásgeir Hannes og vitnaði þá til stuðningsyfírlýsingar Helenu Albertsdóttur við hann í viðtali í Tímanum sama dag. Lagt var að Benedikt Bogasyni að draga fram- boð sitt til baka, en það var erfitt fyrir hann vegna sérstakrar smöl- unar hans og liðsmanna hans á fundinn, m. a. með því að fá fólk til að skrá sig í Borgaraflokkinn og sækja landsfundinn eingöngu til að taka þátt í varaformanns- kosningunni. Fleiri en einn og fleiri en tveir komu að máli við undirritaðan á fundinum og kváðu hlutverki sínu í Borgaraflokknum lokið eftir vara- formannskosninguna vegna þess að þeir hefðu eingöngu komið til að kjósa vin sinn Benedikt Boga- son. Skrípaleikur um valddreifingn? Þegar Ásgeir Hannes hafði dregið framboð sitt til baka og hvatt fundarmenn til að kjósa Jú- líus Sólnes mótmæltu nokkrir fundarmenn slíkum vinnubrögðum og Ragnheiður Ólafsdóttir spurði í ræðustól hvaða skrípaleik menn væm að framkvæma þama, þetta væri í allt aðra átt en valddreifing- arhugmyndin sem allt starf flokks- ins ætti að byggjast á. Fleiri fundarmenn tóku undir þessi orð, m. a. Regína Thorarensen frá Sel- fossi sem Albert kallaði á svið til að heiðra, en í ávarpi Regínu kvaðst hún vilja valddreifíngu eins og bæði Ásgeir Hannes og Bene- dikt hefðu boðað, en kjaminn í ræðu Regínu byggðist á því að ausa óhróðri um Þorstein Pálsson. Júlíus fékk síðan 227 atkvæði í varaformannskjörinu, en Benedikt 100. Það segir sína sögu um reiði- leysið á fundinum og slaka stemmningu undir lokin að klapp fyrir embættismönnum flokksins þegar tilkynnt var um úrslit var mjög dræmt og stór hluti fundar- manna klappaði til dæmis ekki fyrir formanni flokksins. í kosningum um ritara flokksins var Ólafur Granz kjörinn með 185 atkvæðum, en honum var stillt upp af hálfu Óla Þ. Guðbjartssonar og Benedikts Bogasonar, Amdís Tóm- asdóttir fékk 93 atkvæði og séra Gunnar Bjömsson 16 atkvæði. ius 331 í varaformannskjöri. Þrátt fyrir staðreyndir málsins, sem enginn gat mótmælt með rök- um, leyfði Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins sér í fréttaviðtali í sjónvarpi að loknum landsfundinum að segja að 400-450 manns hefðu verið á fund- unum að meðaltali. Svo mikið kappsmál var mönnum það að láta líta út sem fundurinn væri mun fjölsóttari en raun bar vitni. Þrátt fyrir stuðning „Voice of America“ Til þess að fá rétt til setu á landsfundi Borgaraflokksins á föstudag og laugardag þurftu menn að láta skrá sig sem flokks- bundna á landsfund. Samkvæmt upplýsingum blaðafulltrúans var 581 skráður til þess að sitja fund- inn og taka þátt í kosningum um embættismenn. Menn gátu látið skrá sig fyrir kl. 13 á föstudag og þurftu ekki áður að hafa verið fé- lagar í Borgaraflokknum. Lands- fundurinn var þannig í raun opinn öllum. Ljóst var fyrir fundinn að Al- bert Guðmundsson yrði kjörinn varaformaður, en þrír gáfu kost á sér í varaformennsku, Júlíus Sól- nes, Benedikt Bogason og Ásgeir Hannes Eiríksson. Þeir Benedikt og Ásgeir Hannes smöluðu talsvert á fundinn og Benedikt hafði myn- dað blokk með Óla Þ. Guðbjarts- syni af Suðurlandi. Júlíus lagði minna upp úr kosningabaráttu enda hafði hann fengið stuðnings- yfírlýsingu Alberts Guðmundsson- ar. Kom hún mörgum á óvart, því það þótti ekki í takt við valddreif- ingarhugmynd flokksins að formaður myndi ákveða varaform- ann, en menn reyndu að gera gott úr því samstöðunnar vegna. Rýtt áður en kom að kosningu sté Ás- geir Hannes í stólinn og lýsti því yfír að hann drægi framboð sitt til baka, bað Guð að gefa fundar- mönnum æðraleysi og kjósa Júlíus Sólnes sem varaformann. Sjálfur Albert Guðmundsson að loknu formannskjöri í Borgaraflokknum. Ásgeir Hannes dregur fram- boð sitt til baka. ÍKUR UM myndi vilja borga með þessum ræðumanni út úr flokknum. Eftir því sem leið á fundinn varð orð- takið hjá henni einfaídlega: „Ég borga með þessum.“ Þó fór ekkert á milli mála að margir fundarmanna hafa áhuga og mikinn vilja til þess að láta til sín taka í góðum málum, en far- vegurinn virðist mjög óljós, spilin virðast stokkast illa saman. Það er eins og flokkurinn sem slíkur hafí ekki jörð til að stíga á. Fjórir fundarmanna sögðu blákalt eftir fundinn að þeir væm á útleið úr Borgaraflokknum, tveir þeirra orð- uðu það á þann veg að þeir hefðu verið að beijast við það að telja sjálfum sér trú um að þeir hefðu gert rétt með því að taka þátt í stofnun Borgaraflokksins, en þeir gætu það ekki lengur. Annar þess- ara tveggja sagðist sannfærður um að annar hver Borgaraflokksmað- ur væri á útleið úr flokknum. Menn reyndu að stappa stálinu hver í annan á fundinum, segja að þetta væri góður fundur og góð skoðana- skipti, en skoðanaskiptin vom mjög takmörkuð, því mest var um ræður úr ýmsum áttum án þess að umræða færi fram um málin. Eyðir fóstureyðingfar- málið flokknum? Það brakaði í þegar fóstureyð- ingarmálin komu til umræðu. Félagið Lífsvon er einn af hópum úr ýmsum áttum sem Borgara- flokkurinn reyndi að ná til með loforði um að séráhugasviðin yrðu í fararbroddi Borgaraflokksins. En þegar sjónarmiðin fara að rekast á er það þeim mun erfiðara sem sérhagsmunahóparnir svpkölluðu em fleiri. 11 manna nefnd sem fjallaði um álit um trygginga- og heilbrigðismál skilaði áliti þar sem sagði m.a.: „Borgaraflokkurinn beiti sér fyrir því að sett verði löggjöf sem virðir friðhelgi mannlegs lífs og tryggir rétt þess frá getnaði, nema að líf móður sé í hættu.“ Þessi afgerandi tillaga um af- stöðu gegn fóstureyðingum var kolfelld með breytingatillögu sem segir í raun ekki neitt og er svo- hljóðandi: „Borgaraflokkurinn stuðli að því að takmarkanir við fóstureyðingum verði hertar sem auðið er og almenn fræðsla um friðhelgi mannlegfs lífs efld. Tryggt sé að þeir einstaklingar sem til getnaðar hafa stofnað séu upplýst- ir um allar hliðar málsins áður en til ákvörðunar kemur." Snarpar umræður urðu um fóst- ureyðingarmálið, en tillagan sem tók af skarið var felld með miklum meirihluta atkvæða. Lífsvonar- hópurinn tapaði og Hulda Jens- dóttir, einn af talsmönnum hópsins, sagði að þar með væri einn aðalmáttarstólpinn hjá Borg- araflokknum hmninn og gmnd- völlur í raun brostinn hjá mörgum fyrir því að vera áfram í Borgara- flokknum. Margir þingmenn greiddu atkvæði gegn fóstureyð- ingartillögunni, aðrir sögðu að ekki væri mark takandi á þessari sam- þykkt landsfundarins, þeirri einu sem í raun var kosið um því hún var stefnumarkandi. Hreggviður Jónsson alþingis- maður sagði í samtali við blaða- mann að loknum fundi að það skipti engu máli hvað landsfundur- inn hefði samþykkt í þessu efni, það væri ekki marktækt, og málið yrði engu að síður flutt á Alþingi. En til hvers er þá verið að kalla fólk á landsfund sem æðsta vald flokksins, ef það er ekkert að marka meirihlutann ef niðurstaðan er ekki að skapi þingmanna. í stjómmálaályktun Borgaraflokks- ins segir: „Virðing Borgaraflokksins fyrir lífí varð landskunn á fyrstu dögum hans." Er þar vitnað til afstöðu gegn fóstureyðingum, en nú hefur landsfundur Borgaraflokksins tek- ið af skarið og fellt slíkan málflutn- ing. - á.j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.