Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 -t- MACINTOSH byrj endanámskeið Fjölnotakerfið Works er nú að verða mest notaða forritiðá Macintosh. Á námskeiðinu erfariðvel í þá möguleika sem forritið býður upp á. Dagskrá: ' Grundvallaratriði við notkun Macintosh. ‘ Teikniforritið MAC-PAINT. ‘ Ritvinnsla, æfingar. * Gagnagrunnur, æfingar. * Töflureiknir, æfingar. * Flutningur gagna á milli þátta forritsins. * Umræður og fyrirspurnir. Leiðbelnandl: Guðmundur Kaii Guðmundsson, aölu- maöur hjá Radfóbúdinni. Tími:3.og4.okt.kl.9-16. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Réttarbót eða nýju fötin keisarans? eftirEinar Hjörleifsson Eins og kunnugt er, áttu fulltrú- ar stjómarflokkanna í löngum og ströngum stjómarmyndunarvið- ræðum snemmsumars. Þá var meðal annars ákveðið að hækka lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulíf- eyrisþega til jafns við lágmarkslaun í landinu. Samtök fatlaðra hafa löngum sett þessa kröfu á oddinn, og var þessi ákvörðun því lang- þráður áfangi í réttindabaráttu þeirra, enda rækilega kynnt í blöð- um undir feitletruðum fyrirsögnum. Lágmarkslaun eru nú um 28 þús- und krónur og þurfti að hækka greiðslumar um þrjú þúsund til þess að ná því marki. Þessar tölur líta ágætlega út á pappímum, en skoðum þetta nánar. Fýrst er að athuga skiptingu þeirrar fjárhæðar, sem Trygginga- stofnun rfkisins greiðir lífeyris- þegum. Grunnlífeyririnn er krónur 7.581 eða rúmlega 25% af heildarupphæðinni. Telgutrygg- ingin er hins vegar næstum því helmingi hærri, eða 13.166 krónur. Það sem á vantar (upp að 28 þús- und krónum) fellur undir svokallaða heimilisuppbót. Tekjuviðmiðun Eitt mesta vandamál öryrkja, GEISLAVORN SEM SLÆR TVÆR ELUGUR I' EINL HÖGGI! Auðveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verð. VÖRN SEM HINDRAR SPEGLUN OG GEYSLUN FRÁ TÖLVUSKJÁM Tölvuskjáir gefa frá sér geisla sem þreyta augun og erta húðina. Lausn á þessum vanda er: POWER SCREEN, jarðtengd skjásia sem varnar þvi að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum. Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir að glampi á skjánum er úr sögunni. Petta er eitthvað fyrir þig! Heildsali: Hval Grensásvegi 7. 108 Reykjavík. Box 8294. S: 681665. 686064 Endursöluaðilar: Bókabúð Braga Einar J. Skúlason Griffill Mál & Menning Penninn Skrifstofuvélar Tölvuvörur Örtölvutækni MBVBiHBHHa i»wwi»aiiij»ii »iri Einar Hjörleifsson „Það er ekki endalaust hægt að bæta slitna flik og að því kemur, að finna verður nýja og betri. Tryggingalög- gjöfin er rúmlega fjörutíu ára gömul og timi til þess kominn að yngja hana upp.“ sem hafa löngun eða getu til þess að vinna, hefur löngum verið sú tekjuviðmiðun, sem notuð er í tryggingakerfinu. Ef tekjur ein- staklings nema hærri upphæð en 75 þúsundum króna á ári umfram lífeyrisgreiðslur, fer tekjutrygging- in að skerðast. Ekki bætir úr skák, að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru meðtaldar og fólki því beinlínis refs- að fyrir að hafa greitt samvisku- samlega af vinnulaunum heillar ævi í slíka sjóði. Þeir lífeyrisþegar, sem vinna lengur en fáar klukkustundir á dag, þurfa því oft að horfast í augu við, að það borgar sig varla fyrir þá. Til þess að hvetja fólk til að vinna eftir getu, þyrfti því að hækka grunnlífeyrinn hlutfallslega, en minnka hlut tekjutryggingar í heildargreiðslunni. Veruleikinn er allur annar, því hlutfallslegt bil á milli grunnlífeyris og tekjutryggingar hefur aukist jafnt og þétt síðustu 10 ár. Tekjutryggingin var mikil réttar- bót, þegar hún leit dagsins ljós árið 1971, enda tilgangurinn sá, að bæta úr neyðarástandi í málefnum lífeyrisþega og tryggja þeim lág- marks lifibrauð. Það er þó óneitan- lega galli á henni, að hún skuli hafa beinlínis vinnuletjandi áhrif, eins og lýst er hér að framan. Hvaða ályktanir má draga af þessu? Annars vegar er samfélagið að fúlsa við vinnuafli mikils fjölda fólks, og ætti slíkt að teljast ábyrgð- arhluti, ekki sist núna á miklum þenslutíma. Hins vegar er ákveðn- um þjóðfélagshópi ýtt út í jaðar samfélagsins, því að sá sem vinnur ekki, nýtur yfírleitt ekki virðingar á við vinnandi fólk. Ótal dæmi má taka um þá lítillækkun sem fylgir því að „hanga iðjulaus", „vera á framfæri hins opinbera" eða til- heyra þeim hópi, „sem ríkið þarf að ala“, (tilvitnun í dægurlaga- texta). Slík sjónarmið sæta ekki furðu í þjóðfélagi, sem leggur slíka ofur- áherslu á vinnu, og við gerum. Aftur á móti er óskemmtilegt að vera í hlutverki þolandans, sem er litirm homauga eða hafður fyrir skotspón. Við skulum spara Og hver skyldi svo ástæðan vera fyrir þessu misræmi milli grunnlíf- eyris og tekjutryggmgar. Það er erfítt að verjast þeirri hugsun, að spamaðarsjónarmið séu að baki. Ymsar greiðslur í tryggingakerfinu eru nefnilega reiknaðar út sem hlut- fall af gmnnlífeyri, svo sem örorku- styrkur, bamalífeyrir og bamaör- orka. Ríkinu er því augljós hagur að þvl að halda lífeyri eins lágum og mögulegt er. Það þurfti að hækka heimilisupp- bótina umtalsvert til þess að 28 þúsund króna markinu yrði náð. Heimilisuppbótin er reyndar ein- ungis greidd þeim lífeyrisþegum, sem búa einir, enda var henni upp- runalega ætlað að gera þeim það kleift. Sú hækkun, sem átt hefur sér stað á tryggingagreiðslunum, þess- ar rúmlega þrjú þúsund krónur, kallast nú „Sérstök heimilisupp- bót“ og hana fá bara þeir, sem eru með tryggingabætur eingöngu og búa einir. Spamaður fyrir ríkið? Óneitanlega. Reyndar hefur trygg- ingaráðherra farið fram á það, að þeim einstaklingum, sem eru undir 28 þúsund króna mörkunum „verði greidd uppbót, sem heimilt er að greiða, ef sýnt þykir, að lífeyrisþegi geti ekki komist af án frekari að- stoðar". Tryggingafrum- skógurinn „Sérstök heimilisuppbót" er að- eins einn af mörgum nýjum sprotum á tryggingakerfinu, kerfi sem er orðinn hreinasti frumskógur eftir ótal viðbætur og lagfæringar. Sífellt hafa bæst við fleiri auka- greiðslur ofaná grunnlifeyrinn og allar eru þær takmörkunum háðar. Það þarf að sækja sérstak- lega um þær, og eru menn misjafn- lega í stakk búnir til þess að bera sig eftir björginni. Sjálfur þekki ég mörg dæmi um fólk, sem uppgötvar af hreinni tilviljun, hvaða rétt það á. Tryggingastofnun ríkisins greiðir að vísu allt að 2 ár aftur í tímann, en það breytir ekki því, að oft spar- ar ríkið sér stórar fjárhæðir með þessu fyrirkomulagi. Það getur hins vegar skipt einstaklinginn töluverðu máli að hafa nokkur þúsund krónur aukalega milli handanna. Þetta eru yfírleitt heimildar- ákvæði. Réttur lífeyrisþegans er því ekki ótviræður og þetta býður heim mismunun. Heildarlöggjöf i stað sérlaga Samtök fatlaðra hafa lengi barist fyrir djúpstæðri endurskoðun á tryggingalöggjöfinni og þeim rödd- um vex ásmegin, sem vilja að sett verði allsheijar félagsmálalöggjöf. Slík löggjöf ætti að koma í stað laga um almannatryggingar, laga um málefni fatlaðra, aldraðra og fleiri sérlaga. Það er ekki endalaust hægt að bæta slitna flík og að því kemur, að finna verður nýja og betri. Tryggingalöggjöfin er rúmlega fjörutíu ára gömul og tfmi til þess kominn að yngja hana upp. Höfundur er aálfræðingur. TJóföar til X 1 fólks í öllum starfsgreinum! +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.