Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 7

Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 7 Prestarnir og krístinfræðikennslan: Alþingi eitt getur breytt reglum um starfsheiti kennara - segir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra segir að Alþingi eitt geti breytt reglum um starfsheiti kennara en sam- kvæmt þeim er til dæmis prestum sem kenna kristin- fræði í grunnskólum, og læknum sem kenna heilsu- fræði, skipað i hóp leiðbein- enda en ekki kennara. Prestar hafa gagnrýnt að háskóla- menntaðir guðfræðingar skuli ekki hafa full réttindi til kennslu í kristinfræði í grunn- skólum og í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi sagð- ist Olafur Skúlason vígslubisk- up vona að menntamálaráð- herra endurskoði þessar reglur. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði að lög um lögvemdun starfsheitis og réttinda grunnskólakennara og skólastjóra hefðu verið sett á Al- þingi árið 1986. Lögin hefði verið umdeild en sett eftir mikla baráttu kennara. Samkvæmt þesum lögum mætti enginn nota starfsheitið grunnskólakennari eða framhalds- skólakennari nema hann hafí leyfí til þess, og skilyrði fyrir slíku leyfí væri kennarapróf. Síðan mætti engan ráða sem kennara nema hann mætti nota þetta starfsheiti. Þó væri undanþáguákvæði í lögun- um, að ef enginn sækti í kennara- starf gæti skólastjóri sótt um heimild til að lausráða starfsmenn til kennslustarfa í allt að eitt ár í senn og þetta starfsfólk hefði nú fengið starfsheitið leiðbeinandi. „I þessum hópi er margt fólk sem hefur kennt árum saman þótt það hafí ekki haft full kennslurétt- indi, þar á meðal eru prestar sem hafa kennt kristinfræði," sagði Birgir ísleifur. „Þessi lög hafa verið að komast í framkvæmd á þessu ári og valdið sárindum enda um viðkvæmt mál að ræða hjá fólki sem hefur kennt lengi jafnvel þótt það hafí ekki haft til þess full réttindi. Lögin eru hinsvegar alveg ljós í þessu efni og ráðherra hefur samkvæmt þeim ekkert vald til að veita prestum kennararétt- indi. Þessi dæmi komu einmitt til sérstakrar umræðu á Alþingi en þrátt fyrir það voru lögin sam- þykkt eins og þau eru. Það er því Alþingi eitt sem getur breytt nú- gildandi reglum," sagði Birgir lsleifur Gunnarsson. Bústaðakirkja Kirkjuþíng sett í dag KIRKJUÞING þjóðkirkjunnar verður sett á þriðjudag, 6. októ- ber, kl. 14, með guðsþjónustu í Bústaðakirkju en þar verða fundir þess haldnir. Þingið sitja 22 fulltrúar, leik- menn og prestar. Eru þeir kosnir úr kjördæmum landsins auk full- trúa guðfræðideildar og presta í sérþjónustu. Kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans á setu á Kirkju- þingi. I frétt frá Biskupsstofu segir að meðal helstu mála sem koma fyrir Kirkjuþing að þessu sinni megi nefna frumvarp sem ráð- herraskipuð nefnd hefíir undirbúið um sóknargjöld og kirkjugarða- gjöld, vegna hins nýja stað- greiðslukerfís skatta, sem væntanlega gengur í gildi um ára- mótin. Einnig er frumvarp um Sið- fræðistofnun þjóðkirkjunnar og Háskóla íslands, en ýmsar deildir hans hafa óskað eftir aðild þar. Þeirri stofnun er ætlað að fjalla um hin margþættu siðferðislegu vandamál sem skapast í tækniv- æddu þjóðfélagi. Við guðsþjónustuna þjóna kirkjuþingsmennirnir sr. Siguijón Einarsson og sr. Ámi Sigurðsson fyrir altari og sr. Jón Bjarman predikar. Kirkjumálaráðherra, Jón Sigurðsson, flytur ávarp og biskup setur þingið. Hann flytur síðan skýrslu kirkjuráðs fyrir síðasta starfsár og reikningar kristnisjóðs eru lagðir fram. Kirkjuþing mun standa í 11 daga. Fundir eru yfírleitt eftir hádegi og öllum opnir. NÚ GETA ALUR FARIÐÍ KJÓL OG HVTTT -herra- GARÐURINN KRINGLUNNI S 68 9234-AÐALSTRÆTI9 S12234 ifcitttaivaíijáiáítíi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.