Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 13
f-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
13
TÍMASJÁ RÚRÍAR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Kjarvalssal á Kjarvalsstöð-
um sýnir Þuríður Fannberg,
betur þekkt undir listamanns-
heitinu Rúrí, 5 ný verk, er hún
hefur gefíð samheitið „Tími“
fram til 11. október.
Þetta eru engin almenn mynd-
verk, heldur tvö viðamikil
umhverfísverk, „grafískar dóku-
mentasjónir", ljósmyndir og
teikningar og hafa öll verið á
sýningum erlendis áður, í Kaup-
mannahöfn, Malmö og Helsing-
fors, en eru nú í fyrsta skipti
sýnd h*r heima. Jafnframt heftir
hún látið prenta 40 síðna kynn-
ingarrit með myndum í svart-
hvítu og lit, sem eru heimildir
um verk, sem hún hefur verið
að vinna að á undangengnum
árum svo og gjöminga ýmiss
konar.
Rúrí er atorkumikil listakona,
Rúrí
sem leggur jaftivel meiri áherslu
á að sýna og vera virk í listinni
í útlandinu en hér heima, enda
hafa víst fáir íslenzkir myndlist-
armenn sýnt jafn víða á sl.
áratug og hún.
En Rúrí hefur þó komið heil-
mikið við sögu í íslenzkum
núlistum og þá einkum hvað
varðar umhverfísverk og gjöm-
inga, en einnig getur hún bmgðið
fyrir sig traustum sígildum
vinnubrögðum, svo sem sjá má
í verðlaunaverki fyrir flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
En framar öllu öðra er Rúrí
hugmyndafræðilegur listamað-
ur, þar sem hvert verk er sjálf-
stæð hugmynd í efni og útfærslu
og er hér á línu með Joseph
Beuys og raunar mörgum öðram.
Verk Rúríar era framar öðra fjöl-
þjóðleg og þannig gerð undir
sterkum áhrifum frá alþjóðleg-
um straumum síðustu áratuga
og þannig séð koma þau manni
ekki á óvart, nema ef vera skyldi
fyrmefnt verðlaunaverk.
Menntun listakonunnar er
mjög traust, og ég held að eink-
um njóti hún þess ríkulega að
hafa verið tvö ár í málmsteypu-
deild Iðnskóians, sem auðveldar
henni mjög að hagnýta sér lista-
skólanámið og framkvæmd
hinna ýmsu hugmynda sinna.
Þetta kemur vel fram á sýn-
ingunni, t.d. í umhverfísverkinu
„Safn", þar sem hinar dökku
kistur era hin vandaðasta smíð
og skapa dulmögnuð áhrif á hinu
afmarkaða svæði. Gerandinn
hefur staðsett hina margvísleg-
ustu hluti og dót úr nýliðinni tíð
og fortíð í kistumar, og stundum
nær því að framkalla óvænt áhrif
hjá skoðandanum. Allar kistum-
ar era eins, en númer og innihald
mismunandi.
Þessi hluti sýningarinnar
hafði einna öflugust áhrif á mig,
en ég er ekki viss um, að hér
komi fram sterkustu né persónu-
legustu einkenni listamannsins.
Umhverfísverk Rúríar, „Con-
crete“, er t.d. mjög í anda þess,
sem ég hef séð á höggmyndasýn-
ingum ytra, t.d. sumarsýning-
unni í Veksölund fyrir utan
Kaupmannahöfn. Verkið vekur
hjá manni ákveðin viðbrögð,
einkum þegar maður sér það í lit
í ritlingnum. í svart-hvítu ljós-
myndunum verða áhrifín önnur
og öllu rýrari.
Slíkur leikur með tímann og
rýmið getur verið mjög áhuga-
verður, þegar best lætur og
orsakað sterk viðbrögð hjá fólki.
Ég er þó ekki alveg jafn mik-
ið með á nótunum varðandi
umhverfísverkið „Tími“, þar sem
listakonan framkallar ljósmyndir
á stórar glerplötur sem hanga í
lausu lofti og er með dót úr
fortíð á gólfí — en kannski fellur
húsnæðið ekki að hugmyndinni,
t.d. sýnist mér verkið komast
betur til skila í dagsbirtu er skín
inn um glugga á Sveaborg. í
öllu falli hreyfði verkið lítið við
kenndum mínum.
Hvað varðar ljósmyndir af
verkunum „Tími Lystiskáli" og
„Rúst“, þá er ákaflega erfítt að
taka afstöðu til þeirra, því að
helst hefði maður þurft að vera
á staðnum, þar sem verkin vora
sett upp, til að vera fær um það,
meðtaka áhrifín að fullu.
Vinnubrögð Rúríar era þaul-
hugsuð og vísindaleg og hún
hefur fyrir löngu sannað styrk
sinn sem listamaður af alþjóð-
legri gráðu og sýningin staðfestir
það ágætlega, en satt að segja
þá gefur ritlingurinn mun betri
hugmynd hér um.
Oruggar upplýsingar um
KASKÓ-ÁVÖXTUN
Síðasta vaxtatímabil gaf ársávöxtun
sem svarar 22,96%
Ávöxtun fyrir síðasta vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (júlí-sept.) var 5,3%.
Það þýðir miðað við sömu verðlagsþróun fyrir heilt ár 22,96% ársávöxtun.
Ef miðað er við síðustu þrjú vaxtatímabil KASKÓ-reikningsins (janúar-sept.)
þá er ársávöxtun reiknuð á sama hátt 24,38%.
KASKÓ - öryggislykill Sparifj áreigenda.
VKRZUJNRRBRNKINN
-viwucr meb fi&i f
L.