Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLABIS, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 15 Listaverk eftir Helgu Láru afhjúp- að í Grimsby LISTAVERK eftir Helgu Láru Haraldsdóttur var afhjúpað við hátíðlega athöfn hjá Icelandic Freezing Plants Ltd í Grimsby í lok september mánaðar. Annað verk eftir hana var sett þar upp fyrir tveimur árum. Fyrra verkið sýnir fiskveiðar, en það síðara fiskverkun fyrr á öldinni. Bæði verkin eru steinsteypuafsteypur úr leir. í lok septembermánaðar var tek- in í notkun ný frystigeymsla hjá fyrirtækinu að viðstöddum Ólafí Egilssyni, sendiherra íslands í Bret- landi og borgaryfirvöldum Grimsby auk fleiri gesta. Við það tækifæri var listaverk Helgu Láru afhjúpaö. Ólafur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér fyndist við hæfí að skreyta bygg- ingar fyrirtækisins með listaverk- um, sem sýndu athafíiir úr sjávarútvegi. A sama hátt væri það við hæfi að ungir íslenzkir lista- menn nytu góðs af því. „Þetta er eiginlega framlag okkar til listar á íslandi," sagði ölafur Guðmunds- son. Helga Lára Haraldsdóttir er fædd 1957 og hóf listferil sinn, sem listmálari, en fljótlega hneigðist hún til höggmyndalistar. 1982 hélt hún til London til frekara náms og vinn- ur aðallega í brons, aðra mála, stein, keramik og fíbergler. „Ég leitast við að gera höggmyndina varanlegri hluta umhverfísins en nú er,“ segir Helga Lára. „Ég reyni að koma höggmyndinni sem minnis- merki aftur í tízku. Ég er mjög áfram um að höggmyndin verði aftur stór þáttur í umhverfinu og tengist meira byggingarlist í stað þess að hún hefíir verið flutt inn á listasöfn og falin þar.“ Helga Lára helgar list sína iðn- aði og samfélaginu. 1986 var verk eftir hana valið til að prýða inngang nýs sjúkrahúss í London. Norræn kvik- myndahátíð næsta sumar Fyrirhugað er, að halda norræna kvikmyndahátíð í Kaupmanna- höfn sumarið 1988. Á hátíðinni verða sýndar norrænar kvik- myndir er frumsýndar hafa verið á undanfömum árum. Kvik- myndaleikstjórar, rithöfundar og leikarar frá Norðurlöndum hafa verið fengnir í stuðnings- nefnd hátíðarinnar, en fulltrúar íslands í henni era þeir Hrafn Gunnlaugsson og Halldór Lax- ness. Morgunblaðið ræddi við Hrafn Gunnlaugsson, sem sagði að grun- dvöllur fyrir norrænni kvikmynda- hátíð væri greinilega fyrir hendi samanber nöfn þeirra manna er sitja í stuðningsnefndinni. Það eru kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergmann, Anker Jorgensen fyrrv. forsætisráðherra Dana, leikarinn Max von Sydow og fleiri. Helga Lára Haraldsdóttir við verk sitt rGEGN SIAÐGREIÐSUJi EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.710,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. sími Hlutabréfamarkaðurinn hf. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. Heitavatnið greiðir þú Hitaveitunni sjálfri ftá og með 5, okt. Mánudaginn 5. október tekur Hitaveita Reykjavíkur við innheimtu og gerð hitavatnsreikninga af Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem annast hefur hvort tveggja fram að þessu. Þér, ágæti viðskiptavinur, er vinsamlega bent á að ekki er unnt að greiða orkureikninga Hitaveitunnar hjá Rafmagnsveitunni eftir 2. október. Þeir óskast greiddir í bönkum, sparisjóðum, pósthúsum eða á skrifstofu Hitaveitunnar, Grensásvegi 1 (opið mánudaga - föstudaga frá 8.20 - 16.15). Þessi breyting felur jafnframt í sér að nú þarf að tilkynna Hitaveitunni um aðsetursskipti. Allar nánari upplýsingar veitir Hitaveita Reykjavíkur í síma 82400 Ætlunin er að sýna mest af norr- ænum leiknum kvikmyndum á hátíðinni, sem frumsýndar hafa verið á allra síðustu árum. Einnig verða sýndar stuttar norrænar kvik- myndir og heimildarmyndir, auk úrvals af norrænum bamamyndum, sem ætlunin er að kynna. HITAVEITA REYKJAVÍKUR Grensásvegi 1, Sími 82400 RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUDURLANDS8RAUT 34 SÍM1686222 ■isa.nms«lnite ttáij ousij tssása aosarssamiO oaishno<l .tcú ARGUS/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.