Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 25

Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 25
25 þykkja eða styðja það, sem hinar stóru vilja. Ég á bágt með að sam- þykkja það. Grundvallaráhugamál allra þjóða í heiminum í dag, smárra sem stórra, ætti að vera, að sameinast um eitt áhugamál, en það er, að lifa í friði og njóta velmegunar. Innanlands á fólk rétt á, að búa við stjómarfar, sem byggist á vali meirihlutans. Alþjóðlega eigum við rétt á, að búa við umhverfi, þar sem einstaklingurinn á heimtingu á að lifa frjálst og án þess að stöðugt vaki yfir mönnum hætta á, að utan- aðkomandi ríki þrengi að frelsi þeirra. Smáþjóðimar hafa vissulega sameiginlegt hagsmunamál, að vemda friðinn. Trúið mér er ég segi, að stórþjóðunum er einnig umhugað um að tryggja ftiðinn. Hugtakið „smáþjóð", hélt forset- inn áfram," er teygjanlegt og tekur til ólíkraj)átta og mismunandi að- stæðna. Eg er því ekki sannfærður um, að réttmætt sé að tala frekar um einstök atriði í þessu sam- bandi, svo raunvemlega sé hægt, að tala um „sameiginleg hagsmuna- mál“ smáþjóða." NATO tryggir öryggi Norðurlanda Svenska Dagbladet: „Telur for- setinn, að kjamavopnalaust svæði MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og George Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna. í Norður-Evrópu myndi auka eða minnka öiyggi Norðurlanda?" Forsetinn svarar. „Ég trúi því ekki, að kjamavopnalaust svæði í Norður-Evrópu myndi auka öryggi Norðurlandanna. Ömggasta leiðin til að tryggja öryggi Norðurlanda og allrar Evrópu, er að Atlantshafs- bandalagið haldi áfram að vera það öflugt, að það haldi vamarmætti sínum gagnvart hugsanlegri árás ríkja Varsjárbandalagsins. NATO er vamarbandalag frjálsra og sjálf- stæðra þjóða. Aðildarríkin öll leggja fram sinn skerf til bandalagsins eftir efnum og ástæðum. Alþjóða- samþykkt, sem virtist kljúfa NATO í tvær fylkingar myndi veikja bandalagið, raska jafnvægi og hafa skaðleg áhrif á vamarmátt banda- lagsins." Sænskt blað tileinkað íslandi SÆNSKT tímarit, sem gefið er út i samvinnu þriggja sænskra verkalýðsfélaga, sem i eru starfsmenn i skógar-, pappírs- og trjávöruiðnaði tileinkar ís- landi ágústhefti sitt. í blaðinu er viða komið við i islensku þjóð- félagi, fjallað um náttúru ís- lands, sögu og fornbókmenntir íslendinga. Meðal efnis í blaðinu em viðtöl við Ásmund Stefánsson forseta Al- þýðusambands íslands, Orra Hrafnkelsson framkvæmdastjóra Trésmiðju Fljótsdalshéraðs á Egils- stöðum, Eyjólf Axelsson fram- kvæmdastjóra Axis, og fleiri. Einnig er rætt við Jón Loftsson, skógarvörð, og flallað um Hallorms- staðarskóg. Þá er í blaðinu grein um utanríkisstefnu íslendinga, önn- ur um Listasafn ASÍ, og kynning á Eddu Snorra Sturlusonar. Auk flölda mynda em svo stuttar grein- ar um ýmislegt sem blaðinu þykir athyglisvert á íslandi. Listræn hönnun í samspili Umvafin einhverju fallegu Það er ekkert eins notalegt og falleg værðarvoð. Hlýleg og falleg gjöf sem er ómissandi í sófanum eða ferðalaginu. Við höfum úrval af fallegum Álafoss ullarfatnaði sem er gaman að klæðast eða gefa. Taktu upp þráðinn! Nú eru prjónavörur hátískuvara. Það þarf ekki endilega að gefa tilbúna flík. Það má alveg eins gefa fallegt garn eða lopa og uppskrift. Eða setjast niður og prjóna sjálf. J*1 Arzberg hágæðapostulín Hér er á ferðinni nytjalist sem gleður augað eftir fræga þýska hönnuði eins og Werner Búnch og H. Th. Baumann. Borðhaldið verður ánægjulegt með þessu fallega þýska postulíni og það er gaman að safna því. Við pökkum - tryggjum og sendum um heim allan. /Mossbúöin Vesturgata 2. Reykjavík, sími 13404 Wv )sett, góðar versmnir og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. Hótelið er staðsett í Latínuhverfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.