Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 29

Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 29 Evrópska geimvísindastofnunin: Hafist handa við smiði geimfeiju á næsta ári? Toulouse, Reuter. EVRÓPSKA geimvísindastofn- unin (ESA) mim veija tveimur milljörðum franskra franka, eða jafnvirði 13 milljarða íslenzkra króna, til rannsókna og hönnun- ar geimfeijunnar Hermes á næsta ári. Það er þó háð þvi að ráðherrar, sem fjalla um geim- rannsóknir í ríkjunum 13, sem aðild eiga að ESA, leggi blessun sina yfir geimfeiju-áætlunina á fundi í Hollandi 9. nóvember næstkomandi. Jean-Jacques Capart, yfírmaður Hermes-áætlunarinnar hjá ESA, sagði á fímmtudag að fundurinn 9. nóvember væri tímamótafundur fyrir starfsemi ESA. Þar mundi ráðast hvort Evrópuríkin sendu mannað geimfar innan áratugs. Auk ferjunnar yrði þar ákveðið hvort af smíði nýrrar Ariane- geimflaugar, Ariane-V, sem yrði meðal annars notuð til að skjóta Hermes á braut um jörðu. Enn- fremur yrði ákveðið á fundinum hvort ráðist yrði í smíði mannaðr- ar geimstöðvar, Kólumbus, sem áætlað er að reisa út í geimnum í samstarfí við Bandarílqamenn og Japani. Áætlaður kostnaður vegna þessara þriggja verkefna er 15 milljarðar Bandarílq'adala, eða 600 milljarðar íslenzkra króna. Frakk- ar og Vestur-Þjóðveijar hafa ákaft hvatt til þess að ráðist verði strax í smíði Hermes, nýju geimflaugar- innar og geimstöðvarinnar. Nokkur Evrópuríki, þar á meðal Bretland, segjast hins vegar ekki treysta sér til þátttöku í þeim öll- um. Nú er ráð fyrir gert að geim- feijunni Hermes verði skotið á loft árið 1997 en nánarí ákvörðun bíður fundarins 9. nóvember. Feij- an yrði fyrst og fremst brúkuð til að þjóna Kólumbus-geimstöðinni, en hún verður smíðuð þannig að hún geti tengst fyrirhugaðri geim- stöð Bandarikjamanna og sovézku geimstöðinni Mir, sem nú þegar hefur verið komið fyrir á braut um jörðu. Auk Frakka, Vestur- Þjóðveija og Breta eiga Austurrík- ismenn, Belgar, Danir, írar, ítalir, Hollendingar, Norðmenn, Spán- veijar, Svíar og Svisslendingar aðild að ESA. Reuter Sovéskur herforingi sýnir erlendum sérfræðingum sovésk efnavopn í stjórnstöðinni í Shikhany. Sovétmeim sýna stjóm- stöð fyrir efnahemað Moskvu, Shikhany, Sovétríkjunum, Reuter. SÉRFRÆÐINGAR og sendi- menn frá 45 ríkjum þ.á m. Bandaríkjunum skoðuðu um helgina sovéska sfjórnstöð fyr- ir hernað með efnavopnum í Shikhany á Volgubökkum um 900 kílómetra suðaustur af Moskvu. Mikil leynd hefur hvílt yfir stjórnstöð þessari en að sögn sovéskra embættismanna var ákveðið að sýna hana er- lendum sérfræðingum til að greiða fyrir afvopnunarvið- ræðum sem fram fara í Genf í Sviss. Heimsókn sérfræðinganna stóð yfír í tvo daga og fengu þeir að skoða skotpalla fyrir eldflaugar og sprengjur sem geta borið eitur- efni. Max Friedersdorf, sem situr afvopnunarráðstefnu 40 þjóða í Genf fyrir hönd Bandaríkjastjóm- ar, kvaðst telja að í Shikany hefði mátt líta allar tegundir efíiavopna í eigu Sovétmanna. „Heimsóknin er mikilvæg þar sem hún miðar að því að skapa aukið traust milli vesturs og austurs, en á hinn bóg- inn vitum við ekki hversu miklar birgðir Sovétmenn eiga af efna- vopnum," sagði Friedersdorf. „Við ákváðum að sýna þennan útbúnað til að skapa rétt andrúms- loft í Genf og liðka fyrir samkomu- lagi um bann við framleiðslu efnavopna," sagði Vladimir Pik- alov, herforingi og yfírmaður efnavopnaherafla Sovétmanna. Vestrænir sendimenn tjáðu Pik- alov að Sovétmenn yrðu að skýra frá efnavopnabirgðum sínum áður en gengið yrði til samninga um bann við framleiðslu þeirra. Mik- hail S. Gorbachev Sovétleiðtogi tilkynnti í apríl á þessu ári að af- ráðið hefði verið að hætta fram- leiðslu efnavopna. Bandaríkja- stjóm segir Sovétmenn hafa komið sér upp gífurlegum birgðum efna- vopna á undafömum tveimur áratugum og hafa embættismenn fullyrt að 200.000 til 500.000 tonn eiturefna séu geymd í sovéskum vopnabúmm. A blaðamannafundi sem haldinn var í gær vísaði Pik- alov fullyrðingum þessum á bug og sagði Sovétmenn ráða yfír svip- uðum eiturefnabirgðum og Bandaríkin. Bandaríkjamenn kveðast hafa hætt framleiðslu eiturefna árið 1969 en ákveðið hefur verið að hefla framleiðslu nýrra efnavopna í desember. Vopn þessi verða þeirrar náttúm að tveimur efnabl- öndum verður komið fyrir í sprengjum og myndast eiturefni við sammna þeirra. Sovéskir emb- ættismenn sögðu á blaðamanna- fundinum í gær að ráðagerðir Bandaríkjastjómar gætu gert að engu viðleitni þjóða til að koma á banni við framleiðslu efnavopna. Leikritahöfundurinn Jean Anouilh látinn Lausanne, Reuter. FRANSKA leikritaskáldið Jean Anouilh lést af hjartaslagi á laugardag eftir tveggja daga legu á sjúkrahúsi í Lausanne í Sviss, að því er fjölskylda hans greindi frá á sunnudag. Anou- ilh var 77 ára gamall og hafði þjáðst af veikindum um nokk- urt skeið. Anouilh var þekktur fyrir leik- rit sín Evrikíke og Antígóna þar sem hann túlkaði grískar goð- sagnir að nýju. Hann flutti til Lausanne árið 1947. Leikrit Anouilhs þar sem blandað er sam- an draumi og vemleika urðu vinsæl um heim allan. Samtöl hans þóttu meistaralega skrifuð og undanfarin ár hafa leikrit hans oftar verið sýnd á sviði I Frakkl- andi en verk annarra höfunda. Meistaraverk sitt Antigónu skrifaði hann árið 1944 og var það sýnt þegar heimsstyijöldin síðari var í algleymingi og sprengjur féllu hvínandi til jarðar meðan leikaramir fluttu textann á sviðinu. Leikritið var talið hafa blásið kjarki í frönsku andspymu- hreyfínguna, sem barðist gegn yfirráðum nasista. Á síðustu ævi- ámm sínum var hann aftur á móti sakaður um bölsýni og að vera hægri sinnaður stjómleys- ingi. Hann varð fyrir áfalli þegar Frakkar fengu frelsi árið 1944 og allt um kring sá hann rag- mennsku, hefndarþorsta og hatur. „Ég var algerlega andvígur Char- les de Gaulle vegna atburðanna, sem ég varð vitni að eftir stríðuð. Þess vegna snerist ég gegn hon- um árið 1945 og settist að í Sviss árið 1947,“ sagði leikritaskáldið einhveiju sinni. Jean-Marie Lucien Pierre Anouilh fæddist i Bordeaux og var faðir han skraddari. Hann var talinn vanviti þar til læknar ko- must að því að tregðu hans mátti rekja til nærsýni. Hann skrifaði sitt fyrsta leikrit 19 ára, en vel- gengni hans hófst árið 1932 og ákvað hann þá að snúa sér alfar- ið að leikritun. Skrifaði Anouilh alls um 40 leikrit. Eitt frægasta verk hans nefnist Becket og fjallar það um enska erkibiskupinn Thomas Becket, sem var myrtur árið 1170 fyrir beijast gegn því að Hinrik kon- ungur II. sölsaði kirkjuna undir krúnuna. Anouilh skrifaði Becket árið 1959. „Ég er umkringdur spillingu, Reuter Franska leikritaskáldið Jean Anouilh lést á sjúkrahúsi í Lausanne í Sviss á laugardag. heimurinn er spilltur og það er hveijum manni auðsýnilegt," sagði Anouilh. Hann viðurkenndi að dapurleikinn vekti með sér hlátur: „Leikrit mín em ævintýri í samanburði við raunvemlei- kann.“ Með fyrri konu sinni átti Anou- ilh eina dóttur, Monelle, og lék hún aðalhlutverkið í Ántigónu þegar leikritið var frumsýnt. Hann eignaðist einn son og tvær dætur með seinni konu sinni, Nic- ole, sem hann giftist árið 1957. þ»jóNUsTA pEyNS^ peKKlNG n FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.