Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Embætti framkvæmdastjóra NATO: Y-Þjóðverjar sak- aðir um yfirgang Norðmenn fylkja liði um Káre Willoch Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. NORSKA dagblaðið Afteaposten sagði í frétt í gær að stjómvöld í Vestur-Þýskalandi hefðu hótað smærri aðildarrflgum Atlants- hafsbandalagsins ef nahagslegum refsiaðgerðum styddu þau ekki Manfred Wöraer, varaarmála- ráðherra Vestur-Þýskalands, til embættis framkvæmdastjóra bandalagsins. Norðmenn telja að vestur-þýska ríkisstjórnin hafi gripið til óheiðarlegra aðferða til að tryggja kjör Wömers en auk hans hefur Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs, gefið kost á sér til starfans. FVéttir herma að stærstu aðild- arrfki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hafi heitið Wömer stuðningi sínum. íslendingar og Danir hafa á hinn bóginn lýst yfir stuðningi við fram- boð Willochs. Fullyrt hefur verið að Willoch eigi enga möguleika á að hreppa starfið og hefur því verið spáð að hann muni draga framboð sitt til baka. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, sagði í viðtali við Aftenposten í gær að framboð Willochs yrði ekki dregið til baka. Norska utanríkisráðuneytið telur að fréttir af leynilegum stuðningi við Wömer séu uppspuni og hafi Vest- ur-Þjóðveijar komið þessum orðrómi af stað til að treysta stöðu Wömers. Per Paust, talsmaður norska utanrík- isráðuneytisins, sagði í viðtali við Æeutens-fréttastofuna að Norðmenn gætu ekki fellt sig við opinbera kosn- ingabaráttu Vestur-Þjóðveija. Vaninn er sá að aðildarrfkin nái sam- komulagi um hver skuli vera næsti framkvæmdastjóri NATO og telja Norðmenn að opinberar deilur um eftirmann Carringtons lávarðar, sem nú gegnir embættinu, verði banda- laginu til tjóns. Hafa öll helstu dagblöð Noregs lýst^fír reiði sinni í garð Vestur-Þjóðveija og sakað þá um yfirgang. Embættismenn í Bonn í Vestur- Þýskalandi kváðust í viðtali við Reuters-fréttastofuna telja óviðeig- andi að Norðmenn skyldu ekki hafa tjáð hinum ríkjum bandalagsins að Willoch hygðist bjóða sig fram. Framboð hans var gert opinbert 14. ágúst og tólf dögum síðar skýrði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, frá því að Wömer yrði í framboði. Við sama tækifæri skýrði Kohl frá því að vestur-þýska ríkis- stjómin væri reiðubúin til að fjar- lægja kjamorkueldflaugar af gerðinni Pershing 1A semdu stór- veldin um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga. Bavadra, fyrram forsætisráðherra Fyi-eyja. Reuter Fiji: Miklar deilur um stjómarskrá Lautoka, Fyi, Reuter. EKKI náðist samkomulag um sfjóraarskrártillögur Sitiveni Ra- Ársþing breska íhaldsflokksins: Bæðu Margaretar Thateher beð- ið með inikilli eftirvæntingu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. gera þeim kleift að endurbæta það og laga. ÁRSÞING íhaldsflokksins hefst í Blackpool í dag. Það er síðasta ársþing stjórnmálaflokks á þessu hausti, áður en þing verður sett. Þing íhaldsflokksins eru yfirleitt til muna friðsamlegri en þing annarra flokka hér í landi og lítið um gagnrýni á forystuna. Ræðu Margaretar Thatcher er beðið með nokkurri eftirvæntingu og sömuleiðis ræðu John Moore, heilbrir.ðis- og tryggingaráð- herra Skoðanakönnun í The Sunduy Times sýnir, að íhalds- flokkurinn nýtur stuðnings rétt tæplega helmings Igósenda um þessar mundir. Eins og gefur að skilja munu full- trúar á ársþinginu hylla leiðtoga sinn eftir þriðja sigurinn í röð yfir Verka- mannaflokknum. Margaret Thatcher nýtur óskoraðs trausts flokks síns. Þótt hugmyndir hennar og fylgis- manna hennar þyki stundum nokkuð róttækar, hefur það sýnt sig, að þær skila árangri. Frá kosningasigrinum í sumar hefur forsætisráðherrann hafíð und- irbúning að þeim breytingum, sem lofað var í kosningastefnuskrá flokksins, en hún var sú róttækasta í manna minnum. Thatcher er stað- ráðin i að láta það ekki henda sig, eins og á sfðasta kjörtímabili, að koma ekki neinu í framkvæmd fyrr en liðið er á kjörtfmabilið. Thatcher hét því á kosninganótt- ina að gera átak í fátækrahverfum stórborganna. Áætlunin í því efni er í þremur liðum. í fyrsta lagi á að koma upp tækniskólum í þessum hverfum og gefa bömum þar kost á góðri menntun. Fyrsti skólinn af þessu tæi hefur göngu sina næsta haust. Einnig á að gefa skólum kost á hverfa úr umsjá bæjarstóma og verða sjálfstæðar stofnanir með eig- in stjóm sem þiggi fé beint frá menntamálaráðuneyti. í öðru lagi á að breyta tekjustofnum sveitarfé- laga. Til þeirra rennur nú eignar- skattur sem einstaklingar og fyrirtæki greiða. í staðinn á að koma skattur á fyrirtæki og einstaklinga, sá sami um allt land. í þriðja lagi á að hvelja leigjendur enn frekar en orðið er til að eignast húsnæði og Öll þessi stefnumál hafa víðtæk- ari áhrif en einvörðungu í stórborg- unum. En sérstök áhersla er lögð á að koma þeim í framkvæmd þar. Öll eru þau umdeild. Einkavæðingin heldur sínu striki og verið er að skipuleggja sölu á vatnsveitum og rafveitum sem koma mun til framkvæmda á næsta ári. Nú stendur yfir sala á BP. John Moore, heilbrigðis- og tiyggingaráð- herra, hefur hafið umræðu um tilgang velferðar, og hann mun flytja ítarlega ræðu um heilbrigðisþjón- ustuna á þinginu á fimmtudag. Thatcher flytur aðalræðu þingsins á föstudag. Fjármál ríkisins hafa sjaldan verið í betra horfi en nú, verðbólga innan við 4% og búist við, að halli á við- skiptum við útlönd verði í samræmi við spár. Atvinnuleysi fer hraðm- innkandi og framleiðsla eykst. Thatcher leggur áherslu á að tryggja öryggishagsmuni Breta og mun kaupa Trident-kjamorkukafbátana af Bandaríkjamönnum, hvemig sem samningar um afvopnun verða á milli stórveldanna. í skoðanakönnun, sem birtist í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag, nýtur íhaldsfiokkurinn fylgis 49% kjósenda, Verkamanna- fiokkurinn 36% og Bandalagið 12%. Fylgi Bandalagsins hefur aldrei ver- ið minna, frá því að það var stofnað. Fylgi íhaldsfiokksins er mjög mis- skipt á milli landshluta. í suðurhluta Englands nýtur flokkurinn fylgis 61% kjósenda, Verkamannaflokkur- inn 23% og Bandalagið 15%. En í Norður-Englandi og Skotlandi fær Verkamannaflokkurinn stuðning 52% kjósenda, íhaldsflokkurinn 35% og Bandalagið 9%. Þessar tölur eru íhaldsflokknum nokkurt áhyggju- efni, vegna þess að þær gefa til kynna meiri mun á norður- og suður- hluta ríkisins en í síðustu kosning- um. buka á Fý'i-eyjum i gær. Er gert ráð fyrir að landstjórinn, Ratu Sir Penaia Ganilau, sem ekki var látinn víkja úr embætti er Rabuka tók stjórn eyjanna í sínar hendur í síðustu viku, muni reyna að leysa deilur um stjómarskrá landains ( dag. Stjómarskrárfundinn í gær sátu auk landstjórans Ganilaus, Rabuka, fyrrum forsætisráðherra, Bavadra, og leiðtogi stjómmálaflokks inn- fæddra Fiji-búa, Kamisese Mara. Að fundi loknum fékkst Rabuka ekki til að tjá sig um hveijar afleið- ingar af andstöðunni yrðu, en fyrir fundinn sagði hann að þetta væri síðasta tækifæri til þess að koma í veg fyrir að Fiji-eyjar yrðu lýðveldi. Vitað er að Mara samþykkti tillög- ur Rabuka, en Bavadra sagðist ekki geta samþykkt að innfæddir Fiji- búar, sem em ögn fleiri en indíánar, hefðu pólitísk yfirráð á eyjunum, eins og tillögur Rabuka gera ráð fyrir. Ganilau sagði, í ávarpi sem hann flutti eftir fundinn, að það væri óaf- sakanlegt ef hann sæti og horfði á stjómmálaástandið versna svo að Fiji-búar yrðu fyrir alvarlegum óþægindum. „Ég mun nú bregðast við samkvæmt eigin réttlætis- kennd," sagði Ganilau, en ekki er vitað hvað hann hyggst fyrir. Verslun og viðskipti: Sögulegt samkomulag Banda- ríkjamanna og Kanadamanna Washmgton, Reuter. BANDARÍKJAMENN og Kanadamenn lýstu yfir því á laugardag að þeir hefðu gert með sér samning um fríverslun og ákveðið að fella niður öll við- skiptahöft milli ríkjanna. Samningur þessi er árangur sextán mánaða viðræðna ríkjanna. Pat Camey, viðskiptaráðherra Kanada, sagði við blaðamenn á laugardag að um sögulegt sam- komulag væri að ræða. „Hann kemur sér vel fyrir alla Kanada- menn, hvar sem þeir eru f Kanada," sagði Camey. James Baker, Qármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að rfkin hefðu gert með sér umfangsmikið fríverslunarsamkomulag. Ráðherr- amir sátu á samningafundi f þrettán klukkustundir áður en sam- komulagið var í höfn. í samkomu- laginu kveður á um að allir tollar og aðflutningsgjöld verði aflögð innan tfu ára og komið verði á fót nefnd skipuð fulltrúum beggja að- ila til að fjalla um viðskiptadeilur. „Þetta er sögulegt samkomulag og mun styrkja efnahag rfkjanna tveggja og þegar fram Ifða stundir mun það veita þúsundum manna atvinnu," sagði Ronald Reagan Bandarfkjaforseti á sunnudag. Hann sagði að þetta samkomulag myndi verða öðrum ríkjum, sem væru að reyna að bæta viðskipti sín, fyrirmynd, sem og þeim ríkjum, er standa að viðræðum undir merkjum hins almenna samkomu- lags um tolla og viðskipti (GATT) um aukið fijálsræði í viðskiptum. „Auk þess að eiga sameiginleg lengstu óvörðu landamæri f heimi getum við státað af stærsta fríverslunarsvæði í heimi,“ sagði í yfírlýsingu Bandaríkjaforseta. Engin tvö ríki heims eiga með sér jafii mikii viðskipti og Kanada- menn og Bandaríkjamenn og námu viðskipti þeirra um 135 milljörðum Bandaríkjadollara (um 6.200 millj- örðum Ísí.kr.) á síðasta ári. Aftur á móti hafa ríkin löngum átt í við- skipteijum, sem leiddu til þess að Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, lagði til árið 1985 að gengið yrði til samninga um fríverslun. Bandaríkjaþing hafði veitt samningsaðiljum úrslitafrest til miðnættis á laugardag til að ganga frá samkomuiagi. Vildu þingmenn hafa 90 daga til að staðfesta sam- komulag áður en hlé verður gert á þingstörfum f janúar. Samkomu- lagið tókst rétt áður en fresturinn rann út. Sérfræðingar segja að sam- komulagið gæti leitt til þess að stöðva sókn þeirra, sem aðhyllast vemdarhyggju í Bandarfkjunum, og jafnframt greitt götu fyrir fijálsum viðskiptum um heim allan. Hafði einn sérfræðingur á orði að samkomulagið væri eini ljósi punkturinn í ferli stjómar Reagans í viðskiptamálum. Bandarískir embættismenn sögðu að markmið Bandaríkja- manna hefðu flest náðst með samkomulaginu. Þar mætti nefna að markaðir yrðu opnaðir fyrir tollalausum viðskiptum og Banda- rflq'amenn myndu eiga auðveldara meíð að festa fé f kanadískum fyrir- tækjum, allt frá bönkum til útgáfu- fyrirtækja. Bandaríkjaþing á enn eftir að samþykkja samkomulagið og segja sérfræðingar að stjómin í Was- hington hafi ekki haft nægjanlegt samráð við þingmenn á Capitol- hæð til að tryggja samþykki. Aftur á móti gæti Reagan reynt að sann- færa fjármálaheiminn um þann hag, sem fyrirtæki gætu haft af fríverslunarsamkomulaginu, þann- ig að þingið yrði beitt auknum þrýstingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.