Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 32

Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Sprengingin á Grundartanga: Millj ónatj ón en vinnsla # stöðvast ekki „Stöðnun og íbúafækkun“ sjávarplássa að sem af er þessum áratug hefur landsbyggðin átt í vök að veijast gagnvart höfuðborg- arsvæðinu. Árin 1983, 1984 og 1985 „tapaði" landsbyggðin að meðaltali um eitt þúsund manns (nettó) á ári til höfuðborgar- svæðisins í búferlaflutningum. Byggðaþróun af þessu tagi er ekki séríslenzkt fyrirbæri og helzt í hendur við breytingar í atvinnu- og þjóðlífí. Landbúnaður og sjávarútveg- ur vega þyngra í atvinnu og afkomu stijálbýlisfólks en íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins. Veiðitakmarkanir í sjávarútvegi, sem byggðar eru á fískifræðileg- um staðreyndum, og framleiðslu- takmarkanir í landbúnaði, vegna smæðar hins innlenda markaðar, bitna því ver á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. En fleira kemur til. Fólk á fleiri at- vinnukosta völ í þéttbýli en stijálbýli. Sama máli gegnir um möguleika til menntunar og til að veijr. fjölgandi tómstundum á mismi nandi vegu. Þótt flest hafí breytzt í at- vinnu- og þjóðlífí okkar síðustu áratugi stendur eitt óhaggað. Við sækjum enn stærstan hluta þjóðartekna og lífskjara til sjáv- arútvegsins, veiða og vinnslu. Sjávarvörur afla þriggja af hveij- um fjórum krónum útflutnings- tekna okkar. Það er því ekki vandamál sjávarplássanna einna heldur þj«3ðarinnar allrar, ef „fólksflótti" úr stijálbýli sverfur að útgerðar- og fískvinnslubæj- um. Byggðastofnun hefur, að beiðni ríkisstjómarinnar, unnið heimildarit um „stöðu og hlut- verk sjávarútvegs á hinum ýmsu útgerðarstöðum á þann hátt að þær auðveldi umfjöllun um mál- efni þessara staða í ljósi heildar- hagsmuna". Ritið ijallar m.a. um stjóm fískveiða og sjávarútveg og byggðaþróun, auk þess sem það geymir staðbundnar upplýs- ingar um 55 útgerðar- og físk- vinnslupláss. í þeim kafla, sem fjallar sérstaklega um byggða- þrón, er að fínna þessi athyglis- verðu orð: „í umíjöllun um einstaka út- gerðarstaði hér á eftir kemur í ljós að tilhneiging til stöðnunar og jafnvel íbúafækkunar er mest á stöðum með hátt hlutfall starfa í sjávarútvegi. A sama hátt sést að íbúafjöldi staða með stór þjón- ustusvæði en lágt hlutfall starfa í sjávarútvegi fer vaxandi, jafn- vel þótt hlutur sjávarútvegs fari minnkandi." Rétt er að hvarvetna í veröld- inni íjölgar störfum í þjónustu- greinum en fækkar í frumfram- leiðslu og úrvinnslu. Menntun, þekking og tækni, sem samtím- inn býr yfír, skilar vaxandi framleiðslu með fækkandi starfs- fólki. Þetta hefur gerzt í sjávar- útvegi og landbúnaði hér sem annarstaðar. Það er hinsvegar æskilegt að stýra þessari „þró- un“ í þann farveg, að mikilvægir framleiðsluþættir fari ekki úr böndum. Ef fólksstreymi frá stijálbýli til þéttbýlis veldur því, að vinnuafl skortir í undirstöðu- atvinnugrein þjóðarbúsins í sjávarplássum landsins, er tíma- bært að huga að úrbótum. Sjávarplássin fímmtíu og fímm, sem heimildarit Byggða- stofnunar fjallar um, eru eins og landföst móðurskip í grennd helztu fískimiða landsins og gera nýtingu fískistofnanna hag- kvæmari en ella. Þau gegna þvf mikilvægu hlutverki í þjóðarbú- skapnum. Mörg þessara sjávar- plássa eru jafnframt þjónustu- miðstöðvar fyrir blómleg landbúnaðarhéruð, enda eru sveitir og þéttbýli víða á lands- byggðinni atvinnu- og efnahags-, leg heild. Það er því mjög mikilvægt að þau haldi velli, þrátt fyrir þá „byggðaþróun" tækniþjóðfélaga, sem að framan var vikið að. Skýrsla Byggðastofnunar leggur ekki mat á þá aflastjómun (kvótakerfí), sem beitt er, né áhrif hennar á einstaka útgerðar- staði. Það kann engu að síður að vera tímabært, að vinna fag- lega úttekt á staðbundnum áhrifum kvótakerfísins. Hinsveg- ar segir í kaflanum um sjávarút- veg og byggðaþróun, „að eins og skipulagi kerfísins er háttað séu ýmsir möguleikar til aðlög- unar en mismundandi er að hve miklu leyti þessir möguleikar eru notaðir". Þar segir og að „mikil- vægt sé að stjómvöld séu vakandi yfír kvótakerfínu og séu tilbúin til að gera nauðsynlegar breytingar á því“, ef þurfa þykir. Allir eru sammála um það meginmarkmið að taka það afla- magn úr stofnum nytjafíska, sem fískifræðilegar niðurstöður standa til, og vinna í sem verð- hæsta útflutningsvöru. Hinsveg- ar em skiptar skoðanir um kvótakerfíð sjálft. Það er og nauðsynlegt að það sæti viðvar- andi endurskoðun í ljósi tiltækrar reynslu. Mesta mildi að ekki urðu slys á mönnum Akranes Morgunblaöiö/Rax Þanníg var umhorfs í norður- enda ofnskálans eftir sprenging- una Úr ofnskálanum á mánudag Málmurinn kemur úr svokallaðri hringekju og fer í kælikerið. Kerið sem notað var hafði verið geymt utandyra og þar hefur sennilega safnast vatn í það sem menn tóku ekki eftir þegar það var tekið í notkun að nýju. Svo virðist sem vatnið í kælikerinu hafi orsakað mikla gufusprengingu og einnig mikið eldhaf sem þó tókst fljótlega að ráða slökkva. Tjónið að völdum sprengingamar er mjög mikið og aðkoma ekki glæsileg. Ekki verður nein fram- leiðslustöðvun í verksmiðjunni af þessum sökum. Helstu skemmdir eru á útveggjum og þaki og eru plötur og jámbitar illa famir eða ónýtir. Til marks um hve krafturinn hefur verið mikill í sprengingunni em hurðir og lúgur sem þeyttust langar leiðir og verða vart nothæfar að nýju. Aðspurður um áætlað tjón svaraði Guðlaugur því að það lægi ekki fyrir að svo stöddu en það væri tölvert og skipti sjálfsagt nokkrum milljónum króna þegar upp væri staðið. Guðlaugur sagði það vera mikið lán að ekki urðu slys á mönnum því tveir menn vom að störfum við þann stað sem sprengingin varð. Tíu aðrir starfsmenn vom á vakt í ofnskálanum en þeir vom staddir í matsal. Það má telja mikla heppni, því vfst er að hefðu þeir verið við störf í skálanum hefði illa geta far- ið. Við hefjumst strax handa við að gera við þær skemmdir sem orð- ið hafa og koma öllu í samt lag sagði Guðlaugur að lokum. —JG Litlu mátti muna að stórslys yrði í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga á laugardags- kvöidið þegar mikil gufuspreng- ing varð í ofnskála er verið var að losa heitan málm í kæliker. Við sprenginguna urðu talsverð- ar skemmdir á húsakynnum verksmiðjunnar en slys urðu ekki á mönnum og má það teljast mesta mildi. Að sögn Guðlaugs Hjörleifssonar verkfræðings og deildarstjóra varð sprengingin um klukkan 19.00 á laugardagskvöldið þegar verið var að losa heitan málm í kæliker.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.