Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 36

Morgunblaðið - 06.10.1987, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Stefanía Amþórsdóttir- Valgerður Magnúsdóttir, BREKKUGÖTU I, AKUREYRI. SÍMI 96-2757 7. S Þijár bílveltur — og rúta brann ÞRJÁR bílveltur urðu í nágrenni Akureyrar um helgina. Engin meiðsl urðu á fólki. Fyrst valt fólksbíll við Dalvikurafleggjar- ann á föstudagskvöld laust fyrir kl. 22.00. Rétt eftir miðnætti sama kvöld valt annar fólksbOl við bæinn Steðja skammt sunnan við Laugaland og sá þriðji, sem var jeppi, valt á Öxnadalsheið- inni um kl. 22.00 á laugardags- kvöld. Grunur leikur á að ökumaður hafí verið ölvaður undir stýri jeppabifreiðarinnar. Jeppinn er talinn ónýtur. Rúta af gerðinni Seddan í eigu Sérleyfisbifreiða Akureyrar brann á Svalbarðsströnd rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld. Ökumaður, sem var einn í rútunni, slapp ómeiddur, en rútan er mikið skemmd. Slökkvi- lið Akureyrar kom á staðinn, en þá hafði eldurinn þegar skemmt mikið. Auk þess var handslökkvi- tæki í rútunni. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru sextán ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur aðfaranótt laugardags. Þá voru tvær rúður brotnar um helg- ina, önnur í Landsbanka íslands og hin í útihurð á íbúðarhúsi við Skipa- götu. Frá fundi Jafnréttisnefndar Akureyrar Konur vilja konu sem kvenlækni: l Stofnað verði hlutafélag um einkasjúkrahús verði málið svæft R4ÐCJÖF OC FADNINCAR Ráðningaþjónusta NÁMS- 0G STARFSRÁÐGJÖF Verkmenntaskólinn: Útskrifaði sjö sjúkraliða Verkmenntaskólinn á Akur- eyri útskrifaði sjö sjúkraliða síðastliðinn laugardag, eftir fimm bóklegar annir og 34 vikur í starfi á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Sjúkraliðamir em: Brynja Sig- urðardóttir, Eydís Hrönn Vilhjálms- dóttir, Eygerður Björg Þorvalds- dóttir, Fjóla Hersteinsdóttir, Halldóra Bjamey Skúladóttir, Harpa Hlín Jónsdóttir og Signý Hreiðarsdóttir. Skólinn útskrifar sjúkraliða ávallt fyrstu vikuna í október og era sjúkraliðar einu nemendur skól- ans sem útskrifast á haustin eftir að hafa uppfyllt starfsnám sitt. teljum við lausnina felast í því að auglýst verði eftir konu í stöðu kvensjúkdómalæknis við heilsu- gæslustöðina og að tryggt verði að hún fái hlutastöðu við FSA,“ sagði Aðalheiður. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur sent frá sér tilmæli tii ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins nýlega um að unnið verði í anda jafnréttislag- anna. í 9. grein þeirra segir að atvinnurekendur skuli vinna mark- visst að því að jafna stöðu kynjanna innan fýrirtækis síns eða stofriunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karla- störf." Uppskeruhátíð Knattspymuráðs Akureyrar: Morgunblaðið/GSV Erlingur Davíðsson, formaður Félags aldraðra, tekur fyrstu skóflustunguna að íbúðunum við Vfðilund. Stefán Jónsson, stend- ur hjá. Þijátíu íbúð- ir fullbúnar eftir eitt og hálft ár FYRSTA skóflustungan af íbúð- um fyrir aldraða við Viðilund var tekin sl. laugardag. Það var Erl- ingur Davfðsson, formaður Félags aldraðra, sem tók fyrstu skófl- ustunguna, en félagið var jafn- framt fimm ára á laugardaginn og var af þvi tilefni haldið upp á það í Húsi aldraðra á Akureyri eftir athöfnina við Vlðilund. Stefán Jónsson, formaður bygg- ingamefndar, sagði að búist væri við að íbúðir í fyrsta áfanga yrðu fullbún- ar í marsmánuði árið 1989. Fyrsti áfangi tekur til 30 íbúða í fimm hæða húsi. MIKILL hiti er nú í konum á Akureyri vegna ráðningu kvensjúk- dómafræðings við fjórðungssjúkrahúsið þar í bæ, en fyrir skömmu var þriðja kvensjúkdómafræðingnum bætt við sjúkrahúsið. Um stöð- una sóttu fjórir karlmenn og ein kona og var karlmaður ráðinn. Konur á Akureyri vildu hinsvegar fá kvenumsækjandann í starfið. Jafnréttisnefnd Akureyrar stóð fyrir fjölmennum fundi sl. miðviku- dagskvöld þar sem skorað var á heilbrigðisyfirvöld að ráða konu í starf sérfræðings i kvensjúkdómum við Heilsugæslustöðina á Akur- eyri og tryggja henni jafnframt aðstöðu við fjórðungssjúkrahúsið. Gengið verður með áskorunina í hús á Akureyri næstu daga til að safna undirskriftum. Réttlætismál kvenna Aðalheiður Alfreðsdóttir formað- ur jafnréttisnefndar sagði í samtali við Morgunblaðið að konur úr öllum stéttum og atvinnugreinum hefðu komið á fundinn. „Mikill þungi hvfldi á öllum þessum konum og em þær allar samstíga í því að vilja ná fram slíku réttlætismáli.“ Á fundinum var rætt um hvað bæri að taka til bragðs ef málið yrði svæft og kom þá sú hugmynd fram að konur stofnuðu eigið hlutafélag til að koma á fót einkasjúkrahúsi. Ef ekkert gerðist í málinu næstu vikur yrði boðað til annars fundar eftir áramót þar sem frekari ákvarðanir yrðu teknar. Aðeins karlar ráða Aðalheiður sagði að umsóknir væru fyrst lagðar fyrir stöðunefnd landlæknisembættisins. Því næst fæm þær fyrir stöðunefnd lækna- ráðs. Almennur læknaráðsfundur FSA mat síðan umsóknimar og að iokum fóru þær fyrir stjóm FSA sem endanlega réði í stöðuna. „Það sem vakti furðu okkar var að allar þessar nefndir em skipaðar karl- mönnum eingöngu. Þar af leiðir að karlar meta umsóknir frá upphafi til enda. Karlar hafa sett reglumar um það hvemig matið skuli fara fram og karlar einir dæma um það hvað er hæfni. Um hvað snýst málið? Það er verið að ráða sérfræð- ing til starfa sem eingöngu mun annast konur. Sjónarmið kvenna koma hvergi fram. Kona og móðir sem jafnframt er sérfræðingur á sviði kvensjúkdóma og fæðinga hefur þekkingu og reynslu sem enginn karl getur öðlast hversu mikið sem hann les af góðum bók- um og hversu margar konur sem hann skoðar," sagði Aðalheiður. Aðgangur að FS A í júní sl. auglýsti heilbrigðisráðu- neytið lausa stöðu kvensjúkdóma- fræðings til að starfa við mæðraeftirlit Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri. Engin umsókn barst. Um er að ræða 60% stöðu og leggja konumar til að í þá stöðu verði ráðin kona sem jafnhliða geti rekið stofu. Sá hængur er þó á að starfinu fylgir enginn aðgangur að FSA til að gera þær aðgerðir sem viðkomandi læknir telur nauðsyn- legar. „Það er því ljóst að við þessar aðstæður er staðan á heilsugæslu- stöðinni ekki fysilegur kostur fyrir nokkum kvensjúkdómafræðing. Því Draumurinn er atvinnu- mennska í fótbolta — segir Tryggvi Freyr Valdimarsson 8 ára markakóngurKRA ÁRLEG uppskeruhátíð Knatt- spymuráðs Akureyrar var hald- inn hátíðleg sl. laugardag í Dynheimum og var Halldór Áskelsson, landsliðsmaður úr Þór, kosinn knattspyrnumaður Akur- eyrar 1987 við það tækifæri, en hann hlaut þann sama titil árið 1985. Halldór er nú staddur í Port- úgal með Ólympíulandsliðinu í fótbolta og tekur við viðurkenn- ingu sinni nk. iaugardag í lokahóf i knattspymudeildar Þórs sem haldið verður í Dynheimum. í öðru sæti hafnaði Erlingur Kristj- ánsson, vamarmaður úr röðum KA-manna, og í því þriðja hafnaði Júlíus Tryggvason, vamarmaður úr Þór. Haukur Bragason, markvörður KA, hlaut §órða sætið og Þorvaldur Örlygsson, miðheiji úr KA, það fimmta. Tryggvi Freyr Valdimarsson, 8 ára knattspymumaður úr Þór, hlaut titil- inn markakóngur KRA. Hann lék þijá leiki með sjötta flokki og skor- aði sex mörk. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég yrði kosinn. Ég var eiginlega dreginn í Dynheima á laugardaginn og svo gott sem fraus þegar ég var kosinn. Að minnsta kosti kom ég ekki upp orði nema: „Ha, ég?““ Tryggvi sagðist að sjálf- sögðu stefna á toppinn og væri draumurinn að komast í atvinnu- mennskuna úti í hinum stóra heimi. Hann sagðist halda mest upp á Ar- nór Guðjohnsen af atvinnumönnunum Morgunblaðið/GSV Tryggvi Freyr Valdimarsson 8 ára er markakóngur KRA i ár. okkar og mest upp á Þórsarann Hall- dór Áskelsson hér innanlands. Tryggvi sagðist vera í Glerárskóla og væru auðvitað flestir Þórsarar þar. Hann sagðist alltaf hafa haft áhuga á fótbolta, enda væri öll fjöl- skyldan á kafi í boltanum. Frændi sinn Júlíus Tryggvason spilaði til dæmis með meistaraflokki Þórs. „Viss samkeppni er á milli KA og Þórs hér á Akureyri, en samt er allt I góðu. Mér finnst vinur minn Jói bestur í liðinu okkar, en hann spiiar á miðjunni og ég vona að hann verði kosinn næst,“ sagði Tiyggvi Freyr að lokum. Sporthúsbikarinn góðkunni féll Þór í skaut að þessu sinni. Sá bikar er veittur því félagi sem vinnur flesta leiki í mótum KRA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.