Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.10.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 53 Minning: Friðrik Jónsson vörubílstjóri Oft hefur maður heyrt að það sé ekki tími sorgar þegar gamall maður fellur frá. En það verður einhvers konar tómarúm í lífi þeirra sem eftir standa og þekktu vel góð- an dreng. Þannig var það a.m.k. hjá okkur þegar Friðrik Jónsson, fyrrverandi vörubflstjóri, lést, þriðjudaginn 29. september, á Hrafnistu í Hafnarfírði. Hann fæddist þann 25. septem- ber árið 1904 í Krossadal í Tálkna- fírði og voru foreldrar hans Friðrika Jónsdóttir og Jón Guðmundsson. Friðrika dó frá mörgum bömum þegar Friðrik var á fermingaraldri, næstelstur bamanna, og systkina- hópurinn sundraðist. Nú er yngsta systirin, Guðleif, ein ofan moldar. Faðir FViðriks kvæntist aftur og átti fjögur böm sem öll em á lífí og búa þrjú þeirra fyrir vestan. Harður hefur sá skóli verið sem Friðrik Jónsson þurfti að sækja á unglingsárum, á Patreksfirði, í Sel- árdal og víðar á Vestflörðum. En maðurinn hefur verið óvenjulega vel gerður til sálar og líkama. Hann stóðst þær prófraunir sem hann þurfti að gangast undir. Störf hans tengdust einkum sjónum enda skild- ist mér að það hefði aldrei beinlínis freistað hans að eltast við skjátur eða fást við önnur landbúnaðar- störf. Hann sat þó yfír ánum a.m.k. einn sumarpart. Suður kom hann og var lengi á togurum. En eftir að hann gekk í hjónaband og stofnaði heimili fór hann að vera meira í landi. Hann freistaðist þó til að fara eina og eina veiðiferð, enda eftirsóttur sjó- maður. Tilviljun réð því að hann fór ekki í örlagaríka ferð snemma á Jjórða áratugnum þegar togarinn fórst með allri áhöfii. Kona Friðriks var Guðfínna Þor- leifsdóttir frá Þverlæk í Holtum og eignuðust þau eina dóttur, Þor- gerði. Þau bjuggu um skeið á Ránargötu 10 í Reykjavík en lengst af á Ásvallagötu 24, á fögru heim- ili og í góðu hjónabandi. Guðfínna lést árið 1975. Þorgerður giftist Steini Þ. Steinssyni, skólabróður sínum úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þau héldu til Kaup- mannahafnar þar sem Steinn nam dýralæknisfræði. Síðan bjuggu þau á Sauðárkróki. Þorgerður lést árið 1983, aðeins fímmtug að aldri, og var hennar sárt saknað. Ég sem þetta rita kynntist Frið- rik ekki fyrr en seint á ævi hans, eftir að dótturdóttir hans varð góðu heilli á vegi mínum. Þá var Guð- fínna dáin en hann bjó enn í kjall- araíbúðinni við Ásvallagötu. Hann var þá nýlega búinn að selja vöru- bflinn sinn, eftir nær fjörutíu ára vörubflaakstur, og farinn að vinna hjá Reykjavíkurborg. Hann kom mér fyrir sjónir sem stór maður og þrekinn með silfurgrátt hár, afar svipmikill og tignarlegur, stórgerð- ur í andliti með beint nef og mikla kjálka. Og ég verð að segja að ég öfundaði hann af hinum karlmann- legu og stóru höndum. Hann minnti mig á vestfírskt landslag, hijóstrugt og bratt. Minnisstæð er mér snyrti- mennska hans sem beindist jafnt að honum sjálfum sem nánasta umhverfí. Hann sá um að halda garðinum í góðu horfí og sópa stétt- ina og tröppumar. Fáar stéttar hafa verið betur sópaðar í Vestur- bænum. Og varla var snjórinn fallinn á jörð þegar Friðrik mun- daði skófluna. Hann átti það líka til að moka snjó frá annarra manna dyrum. Hjálpsemi og hugulsemi var honum eiginleg. Hann vildi heldur gefa en þiggja, og engum vildi hann skulda. Mér hefur verið sagt að fyrsta vörubflnum sem hann keypti hafí hann skilað til umboðsins dag- inn eftir kaupin: Eftir vökunótt komst hann að því að lánin væru glannalega há. Vörubfl keypti hann svo í fyllingu tímans. í návist hans leið fólki vel. Hann var ævinlega glaður og reifur. Orð- heldinn var hann og aldrei vissi ég til að hann hallmælti fólki. Gaman var að heyra hann tala um veðrið og sjóinn og önnur fyrirbæri í hvers- dagsleikanum. Aldrei varð honum orðsvant, og orðaforðinn var annar og safameiri en hjá fræðingum og blaðamönnum. Orð hans báru í sér anda liðins tíma. Það er tómlegt í ranni þegar rödd þessa öðlings er þögnuð. Eg minnist Friðriks Jónssonar með miklu þakklæti og ég veit að slíkt gera fleiri sem samvista nutu við hann. Baldur Hafstað með færanlegum rimhim jjj^ % HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 HÚSASMIÐJAN HP. SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK, SÍMI: 687700 Nýkomið, allskonar fatnaður og skór. Frábært verð. Peysur á börn og fullorðna frá kr. 390,- Skólapeysur frá kr. 490,- Skólabuxur frá kr. 590,- Nærfatnaður, mikið úrval. Nærbuxur kvenna frá kr. 39,- Nærbuxur karla frá kr. 75,- Vatteraðar úlpur á börn og fullorðna. Fullorðinsstærðir frá kr. 1.690, Regngallar barna frá kr. 800,' Regngallar fullorðinna frá kr. 900,' Opið mánud. SIDRMARKAÐUR til fimmtud. kl. 9-18:30 föstudaga kl. 9-20:00 laugardaga kl. 10-16:00 Barnastígvél frá kr. 390,- Barnagallar frá kr. 1.290,- Jogginggallar. Nylonsloppar kvenna, mjög ódýrt. KROI / / Skemmuvegi 4 a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.