Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987
Minning:
FriðþjófurB. Guð
mundsson, Rifi
Fæddur 27. október 1904
Dáinn 3. september 1987
Mig langar til að minnast Frið-
þjófs bróður míns með nokkrum
orðum. Hans hefur verið minnst
fyrir margvfsleg störf, er horfðu til
heilla fyrir byggðarlag hans og er
það vel. Mig langar því að minnast
hans á öðrum vettvangi.
Ég er yngst 9 systkina og mínar
fyrstu minningar eru samtvinnaðar
þeim. Ég horfði á eftir þeim fara í
burtu, til náms eða starfa.
Friðþjófur var sá, er lengst var
heima, eða í kallfæri, þannig að ég
kynntist honum best af bræðrum
mínum.
Það var alla tíð mjög kært með
honum og pabba og oft hafði ég
gaman af að hlusta á þá ræða lands-
ins gagn og nauðsynjar, en aldrei
heyrði ég þeim verða sundurorða.
Þessi bróðir minn var föður okkar
mikil stoð og stytta, sem tekin var
að lýjast.
Ég er ekki að kasta rýrð á hina
bræður mína, þá Steingrím og Pét-
ur, því mér þótti mjög vænt um þá
og dáði þá alla þijá.
Mér er minnisstætt hve Fiddi, en
svo var Friðþjófur iðulega nefndur,
var léttur í lund, hláturmildur með
stríðnisglampa í augum. Hann hafði
mjög næmt eyra fyrir tónlist, spil-
aði á orgel og hafði góða söngrödd.
Einnig átti þetta við Steingrím
bróður minn, er spilaði á harm-
óníku.
Þann 3. desember árið 1932
kvæntist Friðþjófur eftirlifandi
konu sinni, Halldóru Kristleifsdótt-
ur.
Þau giftu sig í stofunni heima í
Rifí og fannst mér þetta ákaflega
hátíðleg athöfn, sem stendur mér
skýrt fyrir hugskotssjónum.
Þau byijuðu að búa á Sandi.
Vinnan var mikil og erfíð, en þau
voru samhent og dugleg og báru
gæfu til að sjá alltaf björtu hliðam-
ar á hlutunum. Friðþjófur og
Steingrímur gerðu út bát í
Krossavík, það vita allir sem til
þekkja, hversu ákaflega erfitt þetta
var fyrir sjómennina, að sækja sjó-
inn við þessar aðstæður og fyrir
konur þeirra að koma til þeirra mat
út í Krossavík.
Veturinn áður en ég fermdist,
átti ég að fara í Bamaskólann á
Sandi. Ég var svo heppinn að Dóra
og Fiddi voru enn á Sandi og ég
fékk að vera hjá þeim meðan ég
var í skólanum. Þar var gott að
vera, Dóra var létt og glaðlynd og
reyndist mér eins og besta systir.
Mér líkaði mjög vel í skólanum,
reyndar ágætlega, og á ég góðar
minningar frá þeim vetri. Ég fermd-
ist um vorið, Friðþjófur gaf mér
hest í fermingargjöf, það fannst
mér mjög rausnarlegt af honum og
gladdi mig mikið.
Þar eð ég er farin að tala um
skepnur, verð ég að minnast á hana
Búbót, en það var kýr, sem Dóra
og Fiddi höfðu með sér út á Sandi,
en hún undi sér engan veginn þar,
og var alltaf að stijúka inn í Rif
og hafði ýmis brögð í frammi og
kom það sér mjög illa sem von var.
Þó að ég væri ekki alltaf heima,
var mitt eiginlega heimili í Rifí.
Arið 1951 fór ég vestur að vetri
til. Sjálf var ég ekki búin að stofna
mitt eigið heimili og í Rifi, á heim-
ili Dóru og Fidda, eignaðist ég mitt
fyrsta barn.
Það verður aldrei hægt að lýsa
því, hvað þau Fiddi og Dóra gerðu
fyrir mig. Lögðu þau á sig ómælt
erfíði og ábyrgð, mín vegna, með
því hugarfari að þetta væri sjálf-
sagt. Slíkan greiða sem þennan, er
aldrei hægt að endurgjalda.
Þetta sama vor var byijað á hafn-
argerðinni í Rifí. Byijunarörðug-
leikamir voru gífurlegir, en Fiddi
tók þátt í tilurð þessa mannvirkis
af lífí og sál og það gladdi mig
mjög, þar eð ég vissi að þetta var
hugsjón hans, sú að sjá byggðinni
borgið um ókomna framtíð, með
tilkomu hafnar.
Fjögur bama minna hafa verið í
Rifi lengri og skemmri tíma og er
ég þakklát þeim hjónum í Rifí, að
heimili þeirra hefír alltaf staðið
okkur opið, fullt af ástúð og hlýju
og alltaf stutt í brosið, sem var
þessum hjónum svo eiginlegt.
Mér fínnst, að þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika og mikla vinnu, hafí þau
Friðþjófur og Halldóra verið mjög
farsæl.
Þau áttu miklu bamaláni að
fagna, ekki einvörðungu með eigin
böm, heldur einnig með þá drengi
er þau tóku í fóstur og ólu upp.
Nú eiga þau stóran hóp bama-
bama, fríðan og mannvænlegan,
og ég óska þeim gæfu og gengis í
framtíðinni.
Þó kapítula bróður míns sé lokið,
heidur lífið áfram og minningamar
lifa.
Ég og Ijölskylda mín þökkum
honum allt sem hann gerði fyrir
okkur og ætíð með ljúfu geði.
Halldóra hefír misst mest, en hún
stóð sig eins og hetja í erfíðum
veikindum eiginmanns síns.
Við þökkum henni og biðjum Guð
um að gefa henni bjart og fagurt
ævikvöld.
Ásta Lára Guðmundsdóttir
Friðþjófur var fæddur á Selhól í
Keflavík við Heilissand. Foreldrar
hans voru Jófriður Jónsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson, útvegs-
bóndi á Rifí á Snæfellsnesi. Fyrstu
ár Friðþjófs voru á Selhól, þar sem
foreldrar hans reistu sér hús og
hófu sinn búskap.
Frá Selhól er tilkomumikið út-
sýni, á aðra hönd er hafíð sem
Friðþjófur stundaði í svo mörg ár,
en á hina gnæfír Snæfellsjökull sem
segja má að hafí aldrei farið úr
augsýn á hans löngu ævi. Þegar
Friðþjófur var ungur drengur voru
hans fyrstu skref útá Bæjarklett-
ana, en þeir liggja fyrir neðan Selhól
og fara verður um þegar leiðin ligg-
ur að sjónum í Keflavíkinni. Þaðan
gáði hann að báti föður sfns þegar
hann var á sjó. Þegar hann kom
að landi var lent í Vörinni. Fyrstu
minningar Friðþjófs snerust um
fískveiðar, fyrst í leik og síðan í
starfí.
Maðurinn mótast oft af umhverfi
sínu og þeim aðstæðum sem hann
elst upp við. Friðþjófur var ekki
t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA ANTONSDÓTTIR, Bræðraborgarstig 53, lést í Landspítalanum aðfaranótt 30. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. t INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, pfanókennari, andaðist 2. október á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Vandamenn.
Valur Guðmundsson, Stefanfa Rósa Sigurjónsdóttir, Helmir Ingimarsson, Sigrún Valsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, Björk Valsdóttir, Magnús Leópoldsson, Ema Valsdóttir, Sveinn Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar, ÓLAFUR BJARNASON frá Þorkelsgeröi f Selvogi, er látinn.
1
t Systkinin.
Móðursystir mín.
frá Æðey, andaðist laugardaginn 3. október á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Helena G. Zoéga. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, BORGHILDUR VILMUNDARDÓTTIR, Grýtubakka 26, sem andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 29. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. október kl. 10.30.
t Systir okkar, ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR SLOVACEK, Los Angeles, andaöist 29. fyrra mánaðar. Kjartan Guðjónsson, Benóný Guðjónsson. Ingi S. Bjarnason, Björg Ingadóttir, Jón Steindór Ingason, Anna Þ. Eirfksdóttir, Birna G. Ingadóttir, Rúnar S. Svavarsson, Ingi Gunnar Ingason, Kristjana Kristjánsdóttir, Ragna St. Ingadóttir, Gunnhildur Anna Ingadóttir, Bjarni V. Ingason, Jóhanna S. Ingadóttir, Siguröur Karlsson, Ráðhildur S. Ingadóttir, Tumi Magnússon og barnabörn.
t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÁSBJÖRN GUÐJÓNSSON, Kleppsvegi 36, Reykjavfk, lést á Hrafnistu sunnudaginn 4. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, föður og bróður, AXELS HARALDAR ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsliös deildar 11-A Landspítal- ans fyrir frábæra umönnum. Fyrir hönd barna, systkina, móður- systur og annarra vandamanna, Hlfn Nielsen, Ólafur M. Ólafsson.
nema '10 ára þegar hann byijaði
að róa með föður sfnum. í þá daga
voru það ekki stór skip sem róið
var á til físlqjar. Bátur föður hans
var opinn árábátur. Þetta líf reynd-
ist honum sem unglingi oft erfítt,
að horfa uppá himinháar öldumar
þegar þær komu æðandi að bátskel-
inni, þá var ekki annað en að duga
eða drepast í orðsins fyllstu merk-
ingu. En kjarkurinn var fyrir hendi
og alltaf náði Friðþjófur landi. Ekki
var kvartað þegar komið var að
landi eftir erfíða sjóferð, aðspurður
var mikið að hann sagði: „Já, við
fengum nú hálf slæmt." En oft blés
byrlega og báturinn brunaði áfram
gegnum öldudalina, inn að lendingu
þar sem fjöllin spegluðust í hafflet-
inum.
Þegar hann var 10 ára gamall
fluttu foreldrar hans inn í Rif og
þar átti hann eftir að búa alla sína
tíð. Rif var þá að mestu óbyggt og
verkefnin óþijótandi.
Friðþjófur var næst elstur 9
systkina, og þar sem hann var elst-
ur bræðranna lenti það mest á
honum að hjálpa föður sfnum að
byggja allt upp á Rifí og rækta
jörðina. Stundum gafst hlé frá strit-
inu. Þannig háttaði til að þegar
Friðþjófur var að alast upp var
búið á öllum bæjum í hreppnum
utan Ennis. Vom margir jafnaldrar
hans á hinum bæjunum og var allt-
af mikil vinátta þar á milli sem
hélst alla tíð. Oft kom þetta fólk
saman sér til skemmtunar og þurfti
Friðþjófur aldrei vín né tóbak til
að geta tekið þátt í gleðskapnum.
Hann var þeim skapsmunum gædd-
ur að vera ætíð léttur og kátur.
Hann var lfka fjarska söngelskur
og tók lagið í góðra vina hópi.
En nú em þessir jafnaldrar hans
og vinafólk löngu horfíð og
sveitabæimir í hreppnum komnir í
eyði.
Á Rifí var hins vegar búið áfram
og þar bjó Friðþjófur svo lengi sem
aldur og heilsa leyfðu.
Árið 1932 kvæntist hann Hall-
dóm Kristleifsdóttur, ættaðri frá
Hrísum í Fróðárhreppi. Stóðu þau
ætíð saman í blíðu og stríðu og
vom samhent við búskapinn. Þegar
þau hófu sinn búskap þurfti Frið-
þjófur að vera allt í senn bóndi,
útgerðarmaður og skipstjóri. Öll
vinna var erfíðari þá en nú er því
flest var unnið í höndunum. Frið-
þjófur var ekki sú manngerð sem
hlffði sér og margur er sá steinninn
sem hann varð að bera úr Rifstún-
inu.
Blað var brotið í lífí þeirra hjóna
þegar þau tóku þá ákvörðun að
selja bújörð sína svo þar yrði byggð
höfn fyrir hreppinn. Halldóra og
Friðþjófur sáu miklar breytingar
eiga sér stað á Rifi, er lítil bújörð
breyttist í heilt þorp með ámnum
og tilkomu landshafnarinnar. Frið-
þjófur og Halldóra áttu langa ævi
saman og hefur hér aðeins verið
stiklað á stóm, en af miklu er að
taka.
Nú em allir bræðumir í Rifí, eins
ög þeir vom oft nefndir, Friðþjófur,
Pétur og Steingrímur, horfíiir til
feðra sinna. Afkomendumir halda
starfínu áfram.
María Guðmundsdóttir
Btómastofa
fíiðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
til kl. 22,- éínnig um helgar.
Skreytingar við Öll tilefni.