Morgunblaðið - 09.10.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 09.10.1987, Síða 7
___________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Háskóli íslands: 7 Ritgerð Ólafs fjallar einkum um list Einars á tímabilinu frá aldamót- um og fram til 1920. Fjallað er m.a. um formræna þróun og inntak verka Einars í hugmyndalegu og stílfræðilegu samhengi. Þá tekur höfundur til meðferðar notkun Ein- ars á myndtáknum og samverkan tákna og formgerðar og hvemig Einar sótti í kenningar guðspekinn- ar í senn myndefni og stuðning fyrir táknræna og allegóríska fram- setningu. Fallið frá iiuiheimtii söluskatts Fjármáiaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá innheimtu söluskatts vegna sölu á stöðluð- um hugbúnaði á timabilinu 24. nóvember 1983 til 1. september i ár. í fréttatílkynningu frá ráðuneyt- inu segir um þessa ákvörðun að viðkomandi aðilar hafi verið i góðri trú og reglur um skattskyldu tölva og tölvuþjónustu hafi ekki verið nægilegar skýrar. Það er áréttað að umrædd fyrirtæki lögðu ekki neinn söluskatt á hugbúnað á um- ræddu tímabili og því sé ekki um það að ræða að þau hafi hagnast um það sem nam söluskattinum. Þá sé á það að líta að oft á tíðum sé erfítt að draga mörkin á milli þess sem kallast staðlaður hug- búnaður og þess sem telst sér- hannaður hugbúnaður, en slíkur hugbúnaður hafi verið undanþeginn söluskatti. Loks er þess getið í fréttatilkynn- ingunni að nú hafi verið settar nýjar reglur um skattskyldu tölva, tölvu- búnaðar og tölvuþjónustu er varðar söluskatt og sérstakan söluskatt. Samkvæmt þessum reglum ber framvegis að greiða 10% söluskatt af tölvuþjónustu, en tölvuþjónusta telst meðal annars vera vinna forrit- ara og kerfisfræðinga við hönnun, viðhald og aðvinnslu á hugbúnaði svo og sala forrita ásamt uppsetn- ingu þeirra. Fyrsta nýnemahátíðin Dr. Ólafur Kvaran NÝNEMAJKÁTÍÐ Háskóla ís- lands verður haldin í Háskólabiói í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hátið af þessu tagi er haldin til að bjóða nýja nemendur form- lega velkomna, en einnig er ætlunin að veita þeim ýmsar upp- lýsingar um námið og starfsemi háskólans. Hátíðin verður sett klukkan 14, en að því loknu mun háskólakórinn Varði doktorsritgerð um Einar Jónsson ÓLAFUR Kvaran listfræðingur varði doktorsritgerð við Háskól- ann í Lundi 26. sept. sl. um list Einars Jónssonar myndhöggv- ara. Ritgerðin, sem komið hefur út í bokaformi, heitir á sænsku „Einar Jónssons skulptur, form- utveckling och betydelsevárld“. Andmælandi var dr. Áke Fant dósent við Háskólann í Stokk- hólmi, en i dómnefnd áttu sæti prófessor Bernt Olsson, Ingrid Sjöström dósent og Bo Ossian Lindberg dósent. Dr. Sven Sandström prófessor við Háskól- ann í Lundi stjórnaði doktors- vörninni. Ólafur Kvaran lauk fil.kand.- prófi í listasögu frá Háskólanum í Lundi árið 1974. Hann starfaði sem safnvörður við Listasafn íslands 1975-80. Frá 1980 hefur Ólafur verið forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar og jafnframt sl. þrjú ár listráðunautur Norræna hússins. syngja stúdentasöngva. Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, og Ómar Geirsson, formaður stúdenta- ráðs munu flytja ávörp, og síðan verða nýnemum kynnt ýmis atriði er varða námið í háskólanum, svo sem námsráðgjöf og námstækni, bókasafnsþjónusta og námslán. Boðið verður upp á veitingar og tvær kvikmyndir sýndar, „tJr sögu Háskólans", sem gerð var í tilefni af afmæli skólans á síðasta ári, og „Radio Days“, nýjasta mynd Woody Allen. Að sögn Sigmundar Guðbjamar- sonar háskólarektors er megin- markmið hátíðarinnar að efla kynni meðal nýstúdenta, um leið og at- hygli þeirra er vakin á þeirri þjónustu sem háskólinn býður upp á. Á undanfömum árum hefur stúd- entaráð staðið fyrir nýnemakynn- ingu, en nú standa Háskólinn og stúdentaráð sameiginlega að veg- legri hátíð í fýrsta sinn. „Við viljum reyna að aðstoða nýstúdenta í því erfíða námi sem þeir eru að hefja, en fyrst og fremst er þetta hátíð í léttum dúr til að bjóða þá velkomna í skólann." sagði Sigmundur. Ómar Geirsson, formaður stúd- entaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið það ekki síður tilgang hátíðarinnar að gefa nemendum frá hinum ýmsu deildum tækifæri á að hittast„ en að kynna þeim námið og starfsemi skólans. „Félagslíf í Háskólanum hefur verið í nokkurri lægð á undanfömum árum, þó að sumar deildir hafi haldið uppi nokk- uð öflugu starfi. Nú er að koma inn í skólann ungt fólk sem hefur starf- að í félagslífí í framhaldsskólunum, og ef það verður áfram virkt í fé- lagsstarfí þá er von til þess að það breytisttil batnaðar." sagði Ómar. Umferðardagur í Þingholtum í dag í DAG verður haldinn sérstakur umferðardagur í Þingholtunum, en fyrir honum standa íbúasam- tök Þingholta í samvinnu við Austurbæjarskóla og bamaheim- ilin þar i hverfinu. Tilgangurinn með þessu er að vekja athygli á þvi hvernig umferðarmálum er háttað í hverfinu og benda á leið- ir til úrbóta. í dag, umferðardaginn, munu nemendur í Austurbæjarskóla safn- ast við helstu gatnamót á útjöðrum svæðisins kl. 15.00 og ganga svo í lögreglufylgd upp á Skólavörðuholt, þar sem flutt verður stutt ávarp og skemmtiatriði að því loknu. Þá munu böm úr dagheimilum hverfis- ins einnig ganga upp á holtið og taka þátt umferðardeginum. Að sögn aðstandenda íbúasam- taka Þingholta er gert ráð fyrir því að fundurinn á Skólavörðuholti hefjist kl. 15.30 og vonast þeir til þess að íbúar hverfísins, og þá sérs- taklega foreldrar, sjái sér fært að koma á Skólavörðuholt og taka þátt í deginum. ** ■«-- *■ -■ •■ -'r**1 ■ ■ - .«*■" MKT V. ■.... Þetta er einstakt tækifæri ^ fyriralla þá, sem dreymt ■ =* hefur um að eignast 'fallegan pels, til aðlátá ■ nú drauminn rætast. Við bjóðum þessa glæsilegu pelsa í öllum stærðum fyr- . ir konur á öllum aldri - en ítakmörkuðu magni! Einnig bjóðum við að sjálf- sögðu mikið úrval annarra pelsa í öllum stærðum fyr- irallarkonuráöllumaldri! .. IMUTRIAPELS ;'V. Dökkbrúnn. Glæsilegur pels, ; sterkur, góðuroghlýr. - ;-Verðkr. 95.000,v Útborgun kr. 35.000,-^ Eftirstöðvar á 10 mánuðum. ‘n* ;•» 'v ... -*m PELSDSTN Kirkjuhvoli sími 20160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.