Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 35 Kirkjudag- ur Oháða safnaðarins Á sunnudaginn þann 11. okt. kl. 14.00, verður hátíðarguðsþjónusta í kirkju Óháða safnaðarins. Kirkjudagnrinn er árviss hjá Óháða söfnuðinum og er ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í októbermánuði. Guðsþjónustan er þungamiðja hátíðarinnar, en fyrir messu verður hljóðfæraleikur og eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að ræða saman yfir kaffí og góðu meðlæti, sem kvenfélag safnaðarins sér um og selur til styrktar safnaðarstarfínu. Allir fá eitthvað við sitt hæfi. Þegar bömin hafa fengið sínar veit- ingar, verður sérstök samvera með þeim í kirkjunni. Starfsstúlkur kirkjuskólans sjá um að bömunum leiðist ekki: Söngur — leikir — og upplestur verður m.a. á dagskrá. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur. Kirkja Óháða safnaðarins Christian skemmt- ir í Þórscafé SKOSKI söngvarinn og lát- bragðsleikarinn Christian mun skemmta gestum í veitingahús- inu Þórscafé um helgina og næstu helgi. Christian hefur verið með eigin skemmtiþætti í skoska sjónvarpinu og komið fram víða á Bretlandseyj- um, að því er segir í fréttatilkjmn- ingu frá Þórscafé. Hann hefur gefið út fjórtán hljómplötur, og komið nokkrum lögum inn á vinsældar- lista, þar á meðal laginu „We have a dream" sem hann söng með skoska landsliðinu fyrir heims- meistarakeppnina í knattspymu 1982. Skoski söngvarinn og látbragðs- leikarinn Christian. ÁRÉTTING Selfossi, 5. okt. Agæti ritstjóri. Sl. laugardag, 3. október, naut ég við hins ágæta blaðs þins, Morgunblaðsins, sem birti fyrir mig minningargrein um Þóri Þorkelsson frá Selfossi. Eitt er í sambandi við birtingu greinarinnar, sem ég get ekki látið ógert að ,jagast“ út af. Þar var að mínum dómi gerð alvarleg breyting til hins verra á textanum. Eg skrifaði: „. . . þar sem þau bjuggu frá 1916 til 1958 að þau brugðu búi og fluttu að Selfossi." Þessu var breytt: „. . . og fluttu til Selfoss." Ekki var nóg með það að þetta væri tvítekið, heldur var „. . . að Smáratúni 14“ breytt í: „. . . í Smáratúni 14. Með þessum breytingum var unnið alvarlegt skemmdarverk á greininni. Ég hefí átt heima á Selfossi og í grennd alla mína æfi og veit því um málvenjur fólks á þessu svæði. Hér um sveitimar í kring fara menn að Selfossi, en ekki til. Þetta man ég glöggt í a.m.k. 45 ár. Aftur á móti verð ég var við það á allra síðustu ámm að menn em famir að koma til Selfoss. Ekki er þar með sagt að hið fyrra sé rangt, þótt einhveijir spjátmngar vilji breyta. Selfossnafnið er meira en bara hreppurinn og síðar kaupstað- urinn, við skulum ekki gleyma Selfossbæjunum og „Selfossinum" sjálfum þótt ekki sé hann fallhár. Ég skal líka taka dæmi. í fyrra fór Raisa Gorbatsjefa í heimsókn að Búrfelli en ekki til Búrfells. Meira að segja heyrði ég aldrei málóðum fréttamönnum verða hált á þessu. Þekktur er bærinn Birtingaholt. Enginn fer til Birtingaholts, allir að Birtingaholti. Virðingarfyllst, Hergeir Kristgeirsson Freedom Quartett frá Noregi syngur negrasálma í Bústaðakirkju á morgun, laugardag. Norskur kvartett syngnr negrasálma í Bústaðakirkju HAUSTÁTAK ’87 gengst fyrir tónleikum í Bústaðakirkju laug- ardaginn 10. október kl. 17.00. Á tónleikunum syngur kvartett frá Noregi, Freedom Quartett, negrasálma. Hreyfingamar sem standa að Haustátaki ’87 em KFUM og KFTJK, Samband íslenskra kristni- boðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag. KONUR ATH. FÖRÐUNARMEISTARI Á STAÐINN I _ VSv ^ Nú er tækifærið fyrir kunningjakonur og vinahópa að koma sdman og fó förðunar- tfV w ^ meistara á staðinn til að kenna ykkur hina réttu förðun. F )'■ » Sandra Grétarsdóttir Förðunarmeistari uppl e.h. í síma 33 11 2 • | raöauglýsingac — raöauglýsingar — raöauglýsingar j Borgarnes - Egill FUS Fundur á vegum ungra sjálfstæðismanna i Borgarnesi verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, nk. laugardag kl. 17.00. Frummælendur á fundinum verða þeir Gísli Kjartansson, sveitar- stjórnarfulltrúi og Jóhann Kjartansson, varasveitarstjórnarfulltrúi. Málefni fundarins: Bæjarmálin og önnur mál. Kemur Baldrún á óvart? Stjórnin. Sjálfstæðismenn Hafnarfirði Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna i Hafnarfirði boða til fundar með fulltrúa- ráösmönnum og öðrum trúnaðar- mönnum Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði í Sjálfstæðishúsinu, mánudaginn 12. okt. kl. 20.30. Gestir fundaríns veröa Ólafur G. Einarsson, alþingismaöur og Bragi Michaelsson, varaformaður kjördæmisráös. Selfoss - Árnessýsla Sjálfstæðisfélagiö Óðinn og Félag ungra sjálfstæöis- manna halda sam- eiginlegan fund á Tryggvagötu 8, Sel- fossi, fimmtudaginn 8. október kl. 20.30. Frummælendur verða þeir Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Ólafur Björnsson stjórnarmaöur SUS. Málefni fundarins: Landsmálin og önnur mál. Mætum sem flest yngri sem eldri og gerum góöan fund betri. Stjórnimar. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldin í sjálfstæöis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 11. október kl. 10.30. Bæjarfulltrúar sjálfstæöisflokksins mæta á fundinn. Mætum öll. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Aðalfundarboð sjálf- stæðisfélags Kjalnesinga Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga verður haldinn í Fólkvangi mánudaginn 12. október og hefst fundurínn stundvfslega kl. 20.30. Gestir fundarins verða alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. , Kaffiveitingar. 2. Önnur mál. Allir félagar Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga eru hvattir til að mæta. Nýir-félagar velkomnir. Stjómin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.