Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Bætum kjör fisk- vinnslufólks Anna hringdi: „í umræðum um kaup og kjör undanfarið hefur komið fram að það fólk sem vinnur við undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar, fiskvinnsluna, hefur einhver lök- ustu kjör sem þekkjast. Þetta er ekki efnilegt fyrir þjóðarbúið því það er einmitt fiskvinnslufólkið ásamt sjómönnunum sem skapar þjóðarauðinn. Það yrði áreiðan- lega til aukinnar hagsældar ef kjör fiskvinnslufólks yrðu bætt. Sjálf vann ég við fískvinnslu á yngri árum og veit því af eigin raun að fiskvinnlustörf eru erfið. Það ætti að borga betur fyrir þessa vinnu, þá þyrfti ekki að flytja inn útlent verkafólk til þess- ara starfa." Of mikill hraði í umferðinni í Reykjavík Kona á Norðurlandi hringdi: „Ég var í Reykjvík fyrir skömmu og það gekk alveg yfir mig hversu hraðinn í umferðinni er gífurlegur þar. Það er hræði- legt til þess að vita hvemig ástandið er orðið í umferðinni þar og engin furða þó slys séu tíð. Það er ekki nema lítill hluti öku- manna sem ræður við þennan gífurlega hraða en allir verða að fylgja þessum ógnar hraða sem út í umferðina fara. Þetta getur ekki gengið eins og umferðar- þunginn hefur aukist mikið, það hljóta allir að sjá. Ökumenn verða að gefa sér meiri tíma til að kom- ast leiðar sinnar og allir verða að draga úr hraðanum. Það er eina ráðið til að fækka slysunum." Lyklakippa Lyklakippa með sex lyklum gleymdist á Thorváldsen basar fyrir nokkru og getur eigandinn sótt hana þangað. Peysa Gul adidaspeysa tapaðist í KR- heimilinu á laugardag. Síminn hjá eigandanum er 76720. HÁVAÐAMENGUN Til Velvakanda. Það er ekki óalgengt að popp- hljómsveitir, búnar öflugum mögnurum, komi sér fyrir á Lækj- artorgi og hafí þar uppi slíkan ógnar hávaða, að ólíft verður á meðan í nokkrum hluta miðborgarinnar. Þannig verður t.d. vinnustaður minn, Safnahúsið við Hverfisgötu, jafnan illilega fyrir barðinu á svona tónleikahaldi. Þetta gerðist nú síðast þann 1. október sl. Þá skaut reyndar nokkuð skökku við að því leyti, að fólk það sem stóð f þetta skipti fyrir að menga umhverfíð með ærandi hávaða, flutti milli ösk- urþátta sinna þarfar hugvekjur gegn megnun af völdum kjamorku, ýmiss konar iðnaðar o.s.frv. Þetta ágæta fólk virtist hins vegar ekki gera sér grein fyrir því, að tónlist sem mögnuð er upp úr öllu valdi með þar til gerðum tækjum, er hvorki meira né minna en ein teg- und stórskaðlegrar mengunar. Hér er reyndar aðeins um að ræða eitt dæmi af mörgum um þá herfilegu misnotkun ýmiss konar tónlistar, sem nú tröllríður þjóð- félagi okkar. Á fjölmörgum vinnu- stöðum láta menn útvarpstæki o.fl. glymskratta kyija tfmunum saman í kappi við vinnuvélagný, hamars- högg, glamur í bárujáirii o.s.frv., ýmsum samverkamönnum og jafn- vel íbúum heilla hverfa til hrelling- ar. Alkunna er að nokkrar verzlanir í miðborg Reykjavíkur láta sér ekki nægja síbyljutónlist innanhúss, en dæla henni auk þess yfir vegfarend- ur og aðra nágranna með gjallar- homum. Og kannski viðgengst slíkt siðleysi víðar. Oftar en ekki er hald- ið uppi gjallandi tónlist á veitinga- stöðum og f áætlunarbílum og strætisvögnum. í fjölbýlishúsum hrella íbúar löngum hver annan með háttstilltu útvarpi, sjónvarpi og alls konar hljómflutningstækj- um. Á góðviðrisdögum á sumrin hefur fólks glymskrattana með sér út í húsagarða og almenningsgarða skafandi innan eyru nágranna sinna. Og hver kannast ekki við menn, sem láta útvarpstæki bíia sinna ganga á fullu, svo að heyrist um alla götuna og jafnvel lengra, er þeir dytta að farkostunum utan við hús sín? Sjúkrahúsin fara ekki heldur var- hluta af hávaðaplágunni. Nýlega þurfti ég að dveljast nokkra daga í sjúkrahúsi. Þar var öll aðhlynning ágæt og ákvæðum gegn reykingum í sjúkrastofiium og aðliggjandi göngum og setustofum virtist vera vel framfylgt. Hins vegar undraðist ég, að útvarp og sjónvarp í setu- stofu við enda gangsins voru löngum stillt svo hátt, að glymjand- inn barst unnvörpum inn í sjúkra- stofumar. Og ekki nóg með það. Tveir ungir menn sem unnu á dag- inn við að gera hreinar stofur (sem tæmdar voru á meðan), höfðu með sér sitt útvarpstækið hvor, er þeir létu garga meðan þeir unnu verk sín. Að vísu var hlutaðeigandi stofa oftast höfð lokuð á meðan, en ekki fór þó hjá þvf að talsvert af þessum hávaða bærist fram á gang og inn í næstu stofur. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóm varðandi þann skefjalausa hávaða, sem ýmsir hugsunarlausir, kærulausir, óprúttnir og hávaða- sjúkir aðilar demba hvarvetna yfir samborgara sína. Gegn þessu sið- leysi þarf auðvitað að setja skil- merkileg lög og reglugerðir eins og gegn annarri mengun umhverfisins. En meira þarf vitanlega til. Það er t.d. lágmarkskrafa að hávaða- framleiðendur eins og útvarps- og sjóuvarpsstöðvar minni fólk reglulega á að stilla ekki tæki sin svo hátt, að nágrannar verði fyrir ónæði. Ennfremur þyrfti al- menningur að vera vökulli en raun er á, bæði gagnvart þessum og alls konar öðrum ósóma og yfírgangi, sem menn láta alltof oft bjóða sér umyrðalaust. Hér vantar semsé sterkt almenningsálit. Að lokum vil ég þakka Steingrími Gauti Kristjánssyni fyrir hina ýtar- legu grein Háreysti og hávaða- sýki, sem birtist í Morgunblaðinu 24. f.m. og Sigurði Þór Guðjónssyni og Vigdísi Jónsdóttur fyrir greinar í Morgunblaðinu þann 1. og 3. þ.m. um þá hávaðaplágu, sem farþegar í strætisvögnum Reykjavíkur og áætlunarbifreiðum verða jafnan að búa við. Sigfús Haukur Andrésson Sjómenn Kynnið ykkur staðsetn- ingu handslökkvitækja um borð í skipi ykkar. Kynnið ykkur notkun þeirra. Kynnið ykkur ástand þeirra. Munið: Hafíð ávallt greiðan aðgang að handslökkvitækjum, það er aldrei að vita hvenær grípa þarf til þeirra. ALrr ÁHREINU MEÐ &TDK Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága! AS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál SíM?tSM@)UIF tMs(ril©©®OT a <B® VESTURGOTU Ib SIMAR 14680 P1480 MUM-BÚTS Verð 595 kr. Stærðir: 23-35 Póstsendum samdægurs. Litur: Gult og rautt 5% staðgrolðsluafsláttur. 1§ Kringlunni, sími 689212 TOPg 5^5-----SKORTHN VELTUSUNDI 1 21212 möguleiki fyrir alla. MAXI plastskúffur og festiplötur. Margar stærðir og margir litir. Hentar verslunum, lagerum. verkstæðum og heimilum fyrir smáa hluti og stóra. 4- LANDSSMIÐJAN HF. Sölvhólsgötu 13 — Reykjavík — Sími 91 — 20680 Verslun: Ármúla 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.