Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 5

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 5
h MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 5 Maður slasaðist er rúta fauk út af Midhúsum, Reykhólasveit. SUÐVESTAN hvassviðri gerði hér um slóðir á þriðjudag og um kl. 6 kom Kristján Kristjánsson umdæmisfræðingur hjá Vega- gerð rikisins á Isafirði að rútu sem fokið hafði út af veginum í botni Gufufjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Ein- ari Hafliðasyni bónda í Fremri-, Gufudal var rútan frá Tálknafirði. Bílstjórinn var einn í rútunni. Vegna gijóts og sandfoks var maðurinn fluttur heim að Neðri-Gufudal. Læknirinn frá Búðardal var á heilsugæslustöðinni á Reykhólum og fór hann ásamt hjúkrunarfræð- ingi á staðinn. Bflstjórinn hafði meitt sig í baki og kom sjúkrabfll frá Búðardal og var ákveðið að fljrtja manninn á sjúkrahúsið á Akranesi vegna þess að vegurinn til Pateksfjarðar er holóttur og ekki góður fyrir sjúklinga. Hinsvegar er vegurinn á vissum svæðum nær ófær vegna aurbleytu í Reykhóla- sveit. Líðan bflstjórans er góð eftir at- vikum. Hér var á ferðinni flugvall- arrútan sem flytur fólk á Patreksfjarðarflugvöll. Rútan er mikið skemmd, ef ekki ónýt. — Sveinn Sláturhúsið á Patreksfirði: Slátrun á fé Arnfirðinga lýkur í dag SLÁTRUN á fé Amfirðinga í Sláturhúsinu á Patreksfirði Iýk- ur í dag. Slátrun hefur gengið vel að sögn Ara ívarssonar, sláturhússtjóra á Patreksfirði. Alls hefur verið slátrað um 3.000 fjár frá Amfirðingum. Morgunblaðið/Emilía Forsetar ræðast við Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti Lazar Mojsov, forseta Júgóslavíu, í bústað forseta íslands við Laufásveg í gærmorgun, ásamt Steingrimi Hermannssyni, utanríkisráðherra. Forseti Júgóslavíu var hér í einkaheimsókn og hélt af landi brott ásamt föruneyti sínu um miðjan dag i gær. Kópavogur: Brot og skurðir í árekstri HARÐUR árekstur varð í Kópa- vogfi i gærmorgun. Tvær bifreið- ar skullu saman á mótum Kársnesbrautar og Nýbýlavegar og varð að flytja ökumann og farþega annarrar á slysadeild. Meiðsli þeirra eru þó ekki mikil, handleggsbrot og skurðir. Áreksturinn varð um kl. 10.40. Bifreið var ekið austur Kársnes- braut og beygt til vinstri inn á tengiveg að Kringlumýrarbraut. Annarri bifreið var ekið vestur Nýbýlaveg og skall hún í hlið hinn- ar, sem var sveigt þvert á veg hennar. Ökumaður og farþegi bif- reiðarinnar, sem var sveigt inn á tengiveginn, vom fluttir á slysa- deild. Okumaðurinn reyndist vera handleggsbrotinn, en farþeginn, ung stúlka, var skorinn í andliti. Bifreiðin er óökufær og hin skemmdist einnig, en minna. pOTTUfí Spáðu í liðin og spilaðu með, nú er til mikils að vinna. í síðustu viku kom enginn seðill fram með tólf réttum. Því margborgar sig að fylgjast með stöðu og styrkleika liðanna einmittnúna. ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur 7 Sími 84590 Mundu að hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.