Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir ÁRNA JOHNSEN Formannsslagnrinn á landsfundi Alþýðubandalagsins Ólafur Ragnar Grímsson Sigríður Stefánsdóttir I j árnum hvort verður ofan á Það er í rauninni ekki orðin spurning hver verður formaður Al- þýðubandalagsins á landsfundinum sem hefst í dag, heldur hver verður ekki formaður. Harði kjarninn sem þolir ekki Ólaf Ragnar Grímsson sér ekki fyrir endann á örlögum Al- þýðubandalagsins ef Ólafur næði kjöri. Hins vegar er útlit fyrir að hinn formannsfram- bjóðandinn, Sigríður Stefánsdóttir frá Akur- eyri, hafi styrkt stöðu sína á síðustu vikum og þeir Alþýðubandalags- menn sem töldu að Ólafur Ragnar hefði ríflega yfirhöndina eftir óvænta Reykjavíkur- fundinn telja að nú standi íjárnum hvort formannsefnið hafi meira fylgi. Reiknað var með að fulltrúar á lands- fundinum í Reykjavík um næstu helgi yrðu um 300, en nú stefnir allt í að lokatalan verði um 370. Þar með minnkar vægi fulltrúa úr Reykjavík og af Reykja- nesi þar sem Ólafur er talinn hafa yfirhöndina. Leiftursókn Ólafsliðsins fyrir Reykjavíkurfundinn hleypti öllu í bál og brand vegna þess að niður- staðan var mikið áfall fyrir gamla gengið, reyndu flokksmennina sem hafa lagt líf og sál í þjónustu flokks- ins. Að sjá margt ókunnugt fólk á slíkum fundi reyndist gömlu forust- inni þymir í augum. Að loknum Reykjavíkurfundi sigldi Sigríður af stað í fundaherferð til þess að kynna sig flokksmönnum og er það talið hafa styrkt stöðu gamla flokksand- ans, því þótt Ólafur Ragnar hafí tvímælalaust styrkt verulega stöðu sína eftir Reykjavíkurfundinn, Reykjanesfundinn og fleiri fundi þar sem kosnir voru fulltrúar á landsfund, þá er það mat margra að hann hafi ekki styrkt andrúms- loftið sem þarf til þess að treysta baráttuviljann og taka af skarið til þess að sameina óákveðna í að gera afgerandi breytingar. Skipulagstillögur milli skips og bryg’gju Tillögur um nýjar skipulagsregl- ur fyrir flokkinn liggja fyrir, en í öllum hamaganginum að undan- fömu hafa þessar tillögur fallið að nokkm milli skips og bryggju, því málið snýst nú nær eingöngu um það að kjósa formann, út frá mis- jöftium sjónarmiðum, en þó með það fyrst og fremst í huga að kjósa samvirka forustu eins og það heitir á máli Alþýðubandalagsmanna. í þessum tillögum er m.a. gert ráð fyrir, annars vegar, að varaformenn verði tveir, en hins vegar að þeir verði þrír. Helgi varaformauns- efni Sigríðar Liðsmenn beggja formannsefn- anna halda því óhíkað fram að þeir hafi yfirhöndina í slagnum. Einn af forustumönnum flokksins í dag segist meta það svo að Sigríður sé yfir með talsverðum yfirburðum vegna sterkrar stöðu á landsbyggð- inni. Ljóst sé við naflaskoðun á kjörnum fulltrúum að Ólafur sé yfir í Reykjavík og á Reykjanesi, en hins vegar sé Sigríður með meira fylgi meðal unga fólksins í Æsku- lýðsfylkingunni. Á Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suð- urlandi segir sami forustumaður að Sigríður standi sterkari að vígi, en á Vesturlandi virðist jöfn staða. Hins vegar metur þessi forustumað- ur stöðuna svo að munurinn sé ekki meiri en svo að ef 10% fulltrúa eru óákveðnir þá geti það hreyft verulega og ráðið úrslitum. Sigríður hefur nú fengið Helga Seljan fyrr- verandi alþingismann sem vara- formannsefni sér við hlið og er það í heild talið styrkja hana að hafa þannig að bakhjarli einn reyndasta og vinsælasta þingmann Alþýðu- bandalagsins. Á hinn bóginn sætir það gagnrýni að með því móti yrðu báðir formennimir landsbyggðar- menn og einnig hafa framsæknir Alþýðubandalagsmenn sagt að það sé út í hött að kjósa til varafor- manns mann sem hefur hætt þingmennsku og þannig dregið sig í hlé. Einn viðmælandi fyrir þessa fréttaskýringu varði þessa uppstill- ingu með því að segja að Helgi væri eins konar þjóðareign og auk þess væri hann fluttur suður á malbikið. Helgi er talinn styrkja Sigríði verulega, ekki hvað síst hjá eldra liðinu í Reykjavík. Ekki hundrað í hættunni .. Einn af talsmönnum Alþýðu- bandalagsins úr verkalýðshreyfing- unni sagðist eiga erfítt með að meta stöðuna í dag, en þó sýndist honum að styttra væri á milli Sigríðar og Ólafs Ragnars en marg- ur hygði, sérstaklega með tilliti til þess að eftir Reykjavíkurfundinn hafí staða Ólafs Ragnars verið mun betri. Hins vegar hefði verið unnið af miklum fídonskrafti til stuðnings Sigríði og harkan í þeim efnum væri mun meiri þegar á reyndi hjá gamla kjamanum í kringum Svav- ar, Hjörleif og aðra gamalreynda flokksgæðinga. Þessi verkalýðsleið- togi taldi Ólaf með meirihluta, en bilið hefði styst. Þessi maður taldi mjög óvarlegt að setja tvo lands- byggðarfulltrúa í formannssætin, því það hljómaði sem ávísun á að sækja fylgi til dreifbýlisins en ekki þéttbýlisins þar sem markaðurinn væri þó mestur. Þessi talsmaður taldi ekki hundrað í hættunni þótt Ólafur Ragnar yrði kjörinn formað- ur Alþýðubandalagsins, einn eða tveir forustumenn myndu fara í fýlu, sérstaklega forseti ASÍ og eitt- hvað yrði um skæruhemað af hálfu gömlu flokksgæðinganna, en það væri hins vegar jafn ljóst að Ólafur fengi ekki langan tíma til að sýna hvað hann getur. Ef nýr formaður flokks sem hefur farið svo langt niður sem raun ber vitni, hefur ekki náð árangri á einu til einu og hálfu ári er hann búinn. Það eina sem gildir eftir svona slag sem nú á sér stað er árangur og það getur orðið þrautinni þyngra að ná honum upp að mati sama viðmælanda. Hvorki fugl né fiskur í sósíalismanum Alþýðubandalagið hefur löngum verið flokkur með sitt á hreinu, en jafnt og þétt hefur hann farið úr böndunum á undanfömum árum. Að mati eins viðmælanda úr verka- lýðsforustunni er flokkurinn hvorki fugl né fískur lengur í nafni sósíalískrar hreyfíngar, að mati annars viðmælanda væri flokkurinn allur úr böndum vegna þess að sér- hagsmunahópamir hefðu fengið að leika lausum hala og keyra yfír allt sem héti flokksleg niðurstaða og hópamir hefðu einangrað sig í hé- gómanum hvort sem þeir hétu menntamannahópur, lýðræðiskyn- slóð, hemámsandstæðingar eða rauðsokkur sem hefðu farið verst með þáð afl sem einn flokkur bygg- ist á, samstöðu. Fast sótt á bæði borð Einn af hörðustu stuðnings- mönnum Ólafs Ragnars telur að myndin hafi eitthvað skekkst Ólafí Ragnari í óhag eftir að ljóst varð að fulltrúamir á landsfundinum yrðu allt að 370 í stað 300'eins og ráð var fyrir gert. Þessi viðmælandi sagðist ekkert þora að segja hvað gerðist ef Sigríður ynni slaginn, einn og einn hótaði því að ganga út og því væri ekki að leyna að margir í jöðum kjósenda flokksins teldu að Ólafur Ragnar væri síðasta von flokksins. Kristín Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins kvaðst ekki eiga von á því að fylgismenn Ólafs Ragnars legðu kapp á að ráða vara- formanninum ef Sigríður ynni, vegna þess að fylgismenn Sigríðar virtust alls ekki vilja vera í sam- virkri forustu með Ólaf Ragnar sem formann. Hún kvað mikinn hita í mannskapnum og ljóst að Sigríðar- liðið ynni mun fastar fyrir fundinn og sækti stíft að fólki, en það væri jafn ljóst að Ólafsliðið sæti ekki með hendur í skauti. Kristín kvað hörkuna á hitt borðið, að koma ekki til móts við Ólafsliðið, ótrúlega mikla og viðbrögðin eftir Reykjavík- urfundinn hefðu verið allt annað en að bjóða upp á sættir. Þó væri það klárt að það hefði ekki verið Reykjavíkurfundurinn sem hleypti skriðunni af stað heldur Akureyrar- fundurinn þar sem allir hefðu verið útilokaður nema stuðningsmenn Sigríðar. Kristín sagði að margt væri kynlegt í þessari umræðu fyr- ir landsfundinn og til dæmis hefði það heyrst á einum fundi úti á landi að fyrir þá sem ekki þekktu Sigríði Stefánsdóttur væru fyrst og fremst þrjár ástæður til að kjósa hana: Hún héti ekki Ólafur Ragnár Grímsson, hún væri kona og hún byggi úti á landi. Einn Alþýðubandalagsmaður úr hinum gamla kjarna kommanna sagði að á slíkum umbrotatímum sem nú ættu sér stað væri best að segja sem minnst, sérstaklega fyrir þá sem þyrftu ekki að tala, en það var auðheyrt að hann hafði miklar áhyggjur af gangi mála í Alþýðu- bandalaginu. Það er mikil harka í talnaleiknum um fylgi við frambjóðenduma. Gamla gengið er ekki í neinum vafa um að þeir reyndu í flokknum þekki betur hjartalag þorra þeirra sem kjörnir hafa verið heldur en þeir óreyndari og samkvæmt þess- ari mannlegu tölvuútskrift segja stuðningsmenn Sigríðar að þeir séu ofan á. Bends þeir á sem dæmi um villandi baráttuaðferðir Ólafsmanna að í gærkvöldi hafí fylkingar þrátt- að um stuðning við formannsefnin í Reykjaneskjördæmi. Þar hafí Ólafsmaður haldið því fram að Ólaf- ur væri 50 atkvæði í plús á Reykjanesi, en alls geta fulltrúar þaðan verið 59 með Æskulýðsfylk- ingunni. Segja þeir ljóst að Sigríður hafí stuðning yfír 20 fulltrúa af Reykjanesi og því sé stuðningur við Ólaf öðru hvoru megin við 15 í plús en ekki 50 í plús. Þá segjast þeir hafa svo nákvæma skoðun á lands- byggðinni að þar 'sé Sigríður með 60 fulltrúa umfram Ólaf Ragnar. Liðsmenn beggja formannsefn- anna hafa beitt maður á mann aðferðinni, en þó hefur það skorið sig úr í baráttuaðferðum Ólafsliðs- ins að það er látið leka út að þessi og hinn forustumaður úr gamla genginu styðji Ólaf Ragnar. Hafa menn orðið að bera af sér „sakir" eins og til dæmis Steingrímur Sig- fússon þegar það fór að spyrjast út að hann styddi Ólaf Ragnar. Steingrímur harðneitaði því að hann væri á þann hátt spyrtur aftan í Ólaf Ragnar og að með þessu væru Ólafsmenn að láta liggja að því að það væri eitthvert hik á Steingrími i stuðningi við Sigríði. Það hefur jafnvel verið látið leka út að Lúðvík Jósefsson styddi Ólaf Ragnar og Lúðvík hefur þurft að fara í kjölfar- ið á slíkum sögusögnum á Austur- landi til þess að bera til baka að hann hafí mælt slíkt. Þetta minnir á það þegar Ólafur Ragnar fór í framboð fyrir fijálslynda og vinstri árið 1974 á Austurlandi og fór á miili bæja og lýsti því yfír að Ey-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.