Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Fjárlögin og efnahagslífið eftir Ólaf Isleifsson Þungamiðjan í umræðu um fjár- lagafrumvarp fyrir árið 1988 er vitaskuld sú, að það gerir ráð fyrir hallalausum rekstri í ríkisbúskapn- um á árinu 1988. Eins og jafnan verður að gera þann almenna fyrir- vara, að niðurstöður raskist hvorki í meðförum Alþingis né í fram- kvæmd á næsta ári. Áður var ráð fyrir þvi gert, að ríkishallanum yrði eytt á þremur árum og að halli næsta árs myndi svara til hálfs hundraðshluta af landsfram- leiðslu. Engum vafa er undirorpið, að með því að strika út fjárlagahall- ann hafa verið sköpuð skilyrði fyrir betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Minni lánsfjárþörf ríkissjóðs dregur úr spennu á innlendum lánsfjár- markaði. Ríkissjóður mun engin ný erlend lán taka á næsta ári. Jafnvægi í ríkisbúskap Rétt er að minnast þess, að hall- inn, er nú verður afmáður, skapað- ist öðrum þræði er ákveðið var, að ríkissjóður tæki á sig nokkra fóm til að greiða fyrir kjarasamningum í febrúar 1986. Sá hængur var á þessari ráðstöfun, að halli á ríkis- sjóði er til þess fallinn að auka eftirspum og magna verðbólgu. Heppilegast er því, að samningsað- ilar á vinnumarkaði leysi verkefni sitt af hendi án þess að stofnað sé til misvægis annars staðar í þjóðar- búskapnum. Svo virðist sem þessi sjónarmið eigi sér mikið fylgi innan samtaka vinnumarkaðarins, enda hafa þau þráfaldiega bent á hvílík verðbólguhætta fylgir hallarekstri ríkissjóðs. Viðhorf til fjárlaga sem hag- stjómartækis hafa breyst frá því áhrifa Keynes lávarðar gætti meira í hagfræðiheiminum en nú er. Ég hygg að þeirri skoðun hafi vaxið ásmegin, að farsælast sé að ríkis- sjóður sé rekinn án halla yfirleitt. A tímum mikillar eftirspumar í hagkerfínu er afar óheppilegt að ríkissjóður magni á spennu með hailarekstri. Skuldir ríkissjóðs, inn- lendar og erlendar, hafa náð því marki, að vaxtagreiðslur nema umtalsverðum hluta ríkisútgjalda á ári hveiju. Þessar skuldir hafa þó ekki allar skapast af ríkishalla, heldur vega þungt fjárfestingar- mistök ýmiss konar sem ríkissjóður hefur tekið að sér. Frekari halla- rekstur ríkissjóðs væri til þess fallin að auka enn á skuldir ríkisins og þyngja vaxtabyrðina, sem skatt- greiðendur bera. Enda þótt nauðsyn hafí rekið til þess, að hallanum á ríkissjóði væri eytt á einu ári í stað þriggja eins og ríkisstjómin áformaði t fyrstu, gekk auðvitað ekki þrautalaust að ná hallanum niður. Það kom ber- lega í ljós hvílíkum erfíðleikum er bundið að draga úr útgjöldum, þeg- ar skammur tími er til stefnu. Hver vegna? Svarið er auðvitað margþætt, en ég nefni tvennt sérs- taklega. Annars vegar sækja ráðherrar svokallaðra útgjalda- ráðuneyta fast á um fé til ótal- margra verkefna á sínu sviði. Oft á tíðum er hér um hin mestu þjóð- þrifamál að ræða, sem þeim er annt um og telja skyldu sína að veija. Á hinn bóginn virðist mér sem framkvæmdir á vegum ríkis- sjóðs hafí á liðnum ámm verið skomar niður nánast sem verða má. Eigi að ná verulegum árangri við lækkun ríkisútgjalda, er því ekki öðru til að dreifa en rekstrar- kostnaði, sem að stærstum hluta er laun eða tengdur almennri kjara- þróun. Umtalsverð lækkun útgjalda krefst því gagngerra kefísbreyt- inga, sem í aðalatriðum fælust í minni þjónustu eða flutningi verk- efna frá ríkinu. í íjárlagafrumvarpi er boðuð sú stefna að flytja ýms verkefni frá ríki til sveitarfélaga og tilgreind einstök málefni í því sambandi. Dregið er úr sjálfvirkni ríkisút- gjalda. Ennfremur hyggst ríkis- stjómin halda áfram að selja ríkisfyrirtæki. Allt stefnir þetta í rétta átt. Á tekjuhlið frumvarpsins em stigin ný skref á þeirri braut, er áður hafði verið mörkuð, að reisa við tekjuöflunarkerfí ríkisins. Tekjuskattur einstaklinga verður staðgreiddur frá næstu áramótum og virðisaukaskattur tekinn upp ári síðar. Gera má því skóna, að upp- stokkun skattakerfísins verði lokið með sæmilegum hætti fyrir lok kjörtímabilsins. Samhengið Jöfíiuð í ríkisbúskapnum ber að skoða í samhengi við ráðstafanir þær í peninga- og lánsfjármálum, sem ríkisstjómin hefur kynnt. Markmiðið með ráðstöfunum þess- um er að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla og treysta gengi krónunnar. Aðgerðunum er m.a. ætlað að draga úr þjóðarútgjöldum þannig, að þau standist betur á við þjóðartekjur. Halli á utanríkisvið- skiptum gæti orðið innan skaplegra marka þrátt fyrir horfur um aðeins óvemlega aukningu þjóðartekna á næsta ári. Innlendur sparnaður Eftir að verðtrygging kom til sögunnar og innlánsstofnunum var veitt frelsi til að ákveða vexti, hef- ur innlendur spamaður talsvert rétt úr kútnum. Hins vegar virðist verðskyni almennings enn nokkuð áfátt hvað vexti áhrærir. Lánsfé er mjög dýrt hér á laijdi um þessar mundir, og þeir kostir, sem sparifj- áreigendur eiga nú, fela í sér sannkölluð vildarkjör. Samt sem áður virðist almenningur ekki átta sig fyllilega á þessum staðreyndum eða því, hvað jafnvel smávægileg vaxtabreyting getur breytt miklu um greiðslubyrði af láni. Við þær aðstæður, sem nú ríkja, ættu allir að leggjast á eitt, stjómvöld, bank- ar, verðbréfafyrirtæki og aðrir slíkir aðilar að upplýsa almenning enn betur um kostnað við lántökur og hvað spamaður getur gefíð mik- ið í aðra hönd. Gengisbundnum innlánsreikn- ingum, gengistryggðum spariskír- teinum ríkissjóðs og heimild til kaupa á erlendum verðbréfum er m.a. ætlað að gegna tvíþættu hlut- verki. Annars vegar að gefa yfírlýs- ingunni um stöðugt gengi krónunnar aukið inntak, enda sýnir reynslan glögglega, að yfírlýsingar einar duga skammt í þessu efni. Á hinn bóginn era opnaðir öryggis- ventlar til að létta af þiýstingi á tímum óvissu í gengismálum. Löng reynsla er fyrir því hér á landi að óvissa af þessu tagi hefur einkum fundið sér farveg í kaupum á inn- fluttum vamingi, einkanlega bif- reiðum og heimilistækjum hvers konar. Slík kaup hafa vitaskuld verið eðlileg viðbrögð af hálfu al- mennings til að tryggja sig gagnvart gengisbreytingum. En afleiðingamar hafa engu að síður verið óheppilegar, kaupæði og inn- flutningsholskefla. Nú þarf þessi saga ekki að endurtaka sig. Nú má tryggja sinn hag með því að spara í stað þess að eyða. þessar ráðstafanir hefðu mátt koma til skjalanna fyrir löngu. Með því að strika út ríkishallann og beita fjölþættum aðgerðum á sviði peninga- og lánsfjármála hafa verið tekin af tvímæli um efnahags- stefnuna á næstu mánuðum og misseram. Hvemig þjóðinni vegnar í efnahagslegu tilliti ræðst þó vita- skuld ekki af stefnu stjómvalda einni, þó hún út af fyrir sig horfí til farsældar fyrir þjóðarbúið. Fleira kemur til, og er þá einkum að nefna ytri skilyrði, sem við fáum engu um breytt, og ákvarðanir, sem teknar verða á vettvangi fyrirtækja og heimila og ekki síst á hinum almenna vinnumarkaði. Stöðugleiki í stað undanhalds Undanhaldsstefnan í gengismál- um, sem fólst í daglegu gengissigi krónunnar, beið skipbrot vorið 1983, þegar verðbólga mældist í þriggja stafa tölu. Fastgengisstefn- an, sem dugað hefur vel til að kveða niður verðbólgu, var bein forsenda og undirstaða kjarasamninga á síðasta ári. Víðtæk samstaða tókst um þessa stefnu, sem ásamt að- haldi í ríkisfjármálum og peninga- málum er forsenda þess að veijast verðbólgu. Ég hygg, að enn ríki breið samstaða um fastgengis- stefnuna, þó einstaka raddir hafí heyrst um, að hverfa beri frá henni. Hagstæð ytri skilyrði og hækkandi verð á erlendum markaði hafa leitt til þess, að það er e.t.v. ekki fyrr en um þessar mundir, að fyrirtæki fínna veralega til þess aðhalds, sem stöðugt gengi setur rekstrarkostn- aði. Kjarasamningar sem ekki tækju mið af afkomu atvinnulífs og ytri skilyrðum þjóðarbúsins myndu leiða af sér rekstrarstöðvun þeirra fyrirtækja, sem lakast standa, einkum á landsbyggðinni, og jafn- vel atvinnubrest að einhveiju marki. En mögnun verðbólgu yrði þjóðarbúinu áfall og kæmi harðast niður á þeim er síst skyldi. Frjálsræðisstefna Boðaðar hafa verið ráðstafanir, sem geta haft veigamiklar afleið- ingar fyrir atvinnulífið: Annars vegar að gera arð af hlutum og hlutabréfum jafnsettan öðram eignatekjum í skattalegu tilliti. Hins vegar að opna íjármagni nýj- ar leiðir að og frá landinu. Um það er engum blöðum að fletta, að íslensk fyrirtæki era skuldsett um of. Með því að greiða fyrir því, að hlutabréfamarkaður komist sæmilega á legg munu fyrir- tækjum sköpuð skilyrði til að breyta fjárhagslegri uppbyggingu sinni og styrkja með auknu eigin fé. Styrkari fjárhagsstaða atvinnu- fyrirtækja gefur færi á að bæta rekstur, auka arðsemi atvinnufjár- festingar og hækka laun. Því er brýnt, að fyrirtækjum verði gert kleift að sækja eigið fé til inn- lendra jafnt sem erlendra aðila. Vandfundið mun virkara aðhald en það, sem eigendur hlutafjár setja stjóm og rekstri fyrirtækja. At- vinnulíf sem byggði í auknum mæli á eigin fé í stað lánsfjár, Ólafur ísleifsson „Frekari hallarekstur ríkissjóðs væri til þess failin að auka enn á skuldir ríkisins og þyngja vaxtabyrðina, sem skattgreiðendur bera.“ væri betur búið undir að mæta þeim sveiflum, sem einkenna íslenskt efnahagslíf, enda greiðist arður eftir afkomum en vexti af lánsfé verður að greiða hvemig sem árar. Heimild til kaupa á erlendum verðbréfum felur í sér yfirlýsingu um, að til langs tíma tengjast vext- ir hér á landi vöxtum í umheimin- um. I þessari yfírlýsingu felst í senn hvatning og krafa um, að arðsemi atvinnulífsins sé ekki lak- ari hér á landi en annars staðar. Hvemig má það öðravísi vera, ef lífskjör á íslandi eiga að standast samjöfnuð við það sem best gerist? Frjálslegt umhverfi Þessar ráðstafanir ganga í fijáls- ræðisátt og veita atvinnulífínu nýtt örvandi aðhald. Við eigum ekki betri kost en að smíða atvinnu- og efnahagslífí sem ftjálslegast um- hverfí og treysta á þann hátt íjárhagslega undirstöðu lífskjara og menningar. Mestu skiptir að hopa ekki á hæli, þó á móti blási um stundarsakir og kenna fijáls- ræðinu um það, sem miður fer. Þá færi forgörðum sá ávinningur, sem fijálsleg skipan efnahagslífsins gefur fyrirheit um. Höfundur er efnahagsráðunautur ríkisstjómarinnar. Greinin erað stofni til erindi, sem höfundur flutti á ráðstefnu Féiags við- skiptafræðinga og hagfræðinga um fjárlögin og efnahagslífið, en birtisthér nokkuð stytt. /IMIS VORUR FVRIR VANDIATA 2entiS - örugg gæði - 5 MISMUNANDI GERÐIR • Súkkulaöisósa • Bláberjasósa • Hindberjasósa • Jarðaberjasósa • Kirsuberjasósa Snæfellsnes: Nýtt íþróttahús við Laugargerðisskóla Borg, Miklaholtshreppi. í LOK októbermánaðar var íþróttahús Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi tekið í notkun. Hús- ið er alls 617 fm með íþróttasal að stærðinni 20x12,50 m. Fyrir- hugað er að bað- og búnings- herbergi þjóni bæði íþróttasal og sundlaug, sem væntanlega verð- ur byggð við húsið í náinni framtíð. Guðmundur Þór arki- tekt hefur teiknað húsið, en hann teiknaði skólahúsið í Laugar- gerði, sem tekið var í notkun 1965. Mánudaginn 26. júlí 1982 hófust ffamkvæmdir við íþróttahúsið, en þær hafa verið í gangi síðan, þó með allmiklum hléum, vegna Qár- skorts. Aðildarhreppar skólans, sem era Breiðuvíkurhreppur, Eyja- hreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Miklaholtshreppur, Skógarstranda- hreppur og Staðarsveit hafa lagt Qármagn til jafns við fjárveitingar Alþingis og hafa oddvitar ofan- Nyja íprottahúsið við Laugargerðissköla á Snæfellsnesi. Langþráður skóla rættist eftir 22 ára bið eftir íþróttahúsi. greindra hreppa sýnt sérstakan áhuga og velvilja í garð húsbygg- ingarinnar. Þó húsið sé ekki að fullu frágeng- ið þá er íþróttasalurinn, anddyri, annað búnings- og baðherbergið, áhaldageymsla og hluti snyrtiað- stöðu frágengið, svo rétt þykir nú að taka þessa aðstöðu til notkunar. Engu að síður er ákveðið að halda framkvæmdum áfram, eftir því sem peningar leyfa, svo húsið verði full- búið til vígslu i byijun næsta skólaárs. Langþráður draumur nemenda Laugargerðisskóla rættist eftir 22 ára bið eftir íþróttahúsi. Byggingamefnd hússins hafa skipað: Erlendur Halldórsson bóndi, Dal, Guðbjartur Alexandersson, reikningshaldari skólans, Mikla- holti, Haukur Sveinbjömsson, formaður skólanefndar Laugar- gerðisskóla, og Höskuldur Goði Karlsson, skólastjóri Laugargerðis- skóla. - PáU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.