Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
Deilt um nafnskírteiui
og meðlög í Ástralíu
Trén teygja sig mót sólu.
eftír Matthildi
Bjömsdóttur
Það er eitt að ferðast um sem
farþegi og skoða land, en annað
að búa í því. Greinar þær sem
undirrituð skrifaði undir yfirskrift-
inni: „Þannig sá ég Ástralíu",
byggðust fyrst og fremst á þeirri
upplifun sem felst í að njóta. Eng-
inn tími vannst til að kynnast
hjartslætti þjóðarinnar og hvers-
dagslegri lífsbaráttu.
Þar sem högum mínum er nú
svo háttað að ég er sest að hér í
Ástralíu langar mig að reyna að
bæta þar um og skrifa um hvers-
dagslega hluti sem kunna að vera
nýstárlegir í augum íslendings.
Deilt um nafnskírteini
Þegar sól var aftur tekin að
lækka á lofti á íslandi og farfugl-
amir að undirbúa sig undir langt
flug til suðrænna landa, flaug ég
með þeim til að setjast að á slóðum
þeirra. Ég lenti í Adelaide í myrkri
rétt fyrir dagrenningu þann sjötta
september. Veðrið var eins og á
íslenskum haustdegi, skýjað og
rigning. Vorið rétt komið og kirsu-
berjatrén að springa út með sín
litlu fallegu bleiku blóm. Þau
standa þó ekki lengi því þau falla
af og dökkrauð laufblöð sem
minna á haustlit tijáa á íslandi
koma í staðinn. Mörg tré og blóm
eru þegar í fullum skrúða en önn-
ur standa nakin og bíða betri tíma.
Appelsínur og sítrónur skreyta tré
í görðum og kalla fram aukið
munnvatnsrennsli íslendings.
Þó ég hafí verið hér áður fínnst
mér jafn mikið til koma að sjá
allan þennan gróður. Að horfa
yfír Adelaide af hæðunum í kring
er eins og að horfa yfír skóg.
Að setja sig inn í hluti og hring-
rás lífsins í borg þar sem milljón
manns búa tekur tíma. Margt er
líkt eins og til dæmis sjónvarp og
tónlist í útvarpinu, en svo er ann-
að með öðru móti en við íslending-
ar höfum vanist. En það verður
fróðlegt að fylgjast með og læra
á þjóðfélagið.
Eins og hjá öllum þjóðum eru
oftast einhver hitamál efst á baugi
og þarf ekki mikið að leggja við
hlustir til að heyra að eitthvað slíkt
sé um að vera.
Eitt þeirra mála hér er deila um
kort sem kallað er ID-kort, eða
nafnskírteini með viðaukum. Hug-
myndin um þau fékk góðan
hljómgrunn þegar hún var kynnt
árið 1985. En eftir að kerfið, sem
hugmyndimar áttu að byggjast á
fóru að koma í Ijós, hófust mót-
mæli og bréfaskrif sem stigmögn-
uðust þar til gert var út af við
málið nú í september. Þetta kort
átti sér enga hliðstæðu í heiminum
nema þá ef vera skyldi í kommún-
istaríkjunum.
Samkvæmt hugmyndum
Hawks, forsætisráðherra, átti
þetta kort að vera einskonar
trygging gegn skattsvikum ásamt
því að setja alla þjóðina í eitt opin-
bert kerfí.
Útgáfa þess átti að kosta 759
milljónir ástralskra dollara en jafn-
framt átti hún að hafa í för með
sér innheimtu á 5.400 milljón doll-
urum næstu tíu árin með auknu
skattaeftirliti.
í síðustu kosningabaráttu þagði
Hawk þó þunnu hljóði um þetta
kort þar sem hann óttaðist að tapa
út á það, og hann vissi einnig að
tveir þriðju þingmanna voru á
móti því. Til að koma því í gegn
þrátt fyrir allt hugðist hann kalla
saman þing.
í þessu kerfí áttu að koma sam-
an þær upplýsingar sem einstakl-
ingurinn gæfí, síðan átti að tengja
þær við aðrar skrár yfírvalda, svo
sem heilsufarsskrá og sakaskrá.
Þung viðurlög og háar sektir áttu
að vera frá öllum undanbrögðum
frá notkun kortsins.
En kortið var kveðið niður og
í blaðinu þann daginn var stór
fyrirsögn: „Kortið er dautt, stein-
dautt, og ætti að fá hraða útför."
Frá þjóðinni leið
feginsandvarp
Annað umræðuefni hefur hljóm-
að einkennilega. Um það hvort
taka eigi meðlag af feðrum í gegn
um kerfíð eða ekki. Fyrir íslending
var skrýtið að heyra rök Ástrala
gegn því. Þar kemur til allt annað
viðhorf til vinnu og margra ann-
arra hluta.
Meðal raka sem feður létu uppi
voru það, að þeir hefðu ekki efni
á að greiða meðlag. En í sumum
tilfellum var sannleikurinn víst sá
að þeir aðeins minnkuðu við sig
vinnu til að geta sýnt fram á það
að þeir heðfu ekki efni á að borga,
unnu jafnvel aðeins hálfan dag.
Þessar umræður sofnuðu víst út
af í bili.
Hvað skyldi svo vera í sjónvarpi
og kvikmyndahúsum? Það eru
nákvæmlega sömu framhalds-
þættir og kvikmyndir og á íslandi.
Þannig skiptir ekki miklu mali
hvar maður er staddur á jarðar-
kringlunni. Þökk sé alheimsíjöl-
miðluninni.
Texti og myndir:
Matthildur Björnsdóttir.
Ef þú þarft að senda afrit af bréfum, skýrslum, myndum
eða boð milli landa eða landshluta eru NEFAX
myndsenditækin besta lausnin. Pað sem áður tók nokkra
daga tekur nú aðeins nokkrar sekúndur.
NEFAX myndsenditækin frá PÓSTI OG SÍMA spara
þér og fyrirtæki þínu tíma og fyrirhöfn.
► NEFAX 10 er einfalt tæki sem kemst fyrir í skjala-
töskunni. Hentar vel einstaklingum og smáum fyrirtækjum.
Getur sent skjöl upp í stærð B4 og hefur stillingu fyrir smátt letur.
kr 158.515,-
► NEFAX14 gefur fleiri möguleika en Nefax 10.
Hefurm.a. fullkominn valbúnað fyrir símanúmer, 20 forrit-
anleg beinvalsnúmer, 100 númera skammval og sjálfvirkt endurval.
Mjög einfalt í notkun, gefur fullkomin myndgæði. Prentar ein-
kennisorð, tíma og símanúmer sendanda á móttekin skjöl.
Hentar þeim, sem gera miklar kröfur. ^ <| gg 800
► NEFAX 18 er hágæðatæki sem getur m.a. greint
16 mismunandi blæbrigði lita, hefur'60 númera minni,
sjálfvirkt endurval auk fjölda annarra eiginleika. Getur sent og
móttekið skjöl upp í sfærð A3. Hentar vel stórum fyrirtækjum,
verkfræðistofum og teiknistofum. ^ 264 600 -
PÓSTUR OG SIMI
NEFAX — góð lauSn ef tíminn er dýrmætur.
Nánari upplýsingar í söludeildum Pósts og
síma og á póst- og símstöðvum um land allt.
Höfundur er búsettur (Adelaide
(Ástralíu.