Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 26
---— eftir Sveinbjörn Jónsson „Fyrstu 3 ár kvótakerfisins: Þorskveiðin 39% umfram tillögur fiskifræðinga." Þetta er fyrirsögn sem birtist í DV 7. maí sl. vor og er eftir blaðamann blaðsins, s.dór. í fyrirsögninni sjálfri koma fram upplýsingar sem eru svo merkileg- ar, skoðaðar í ljósi sögu síðustu ára, að þær hefðu átt að nægja til að stjómvöld hefðu látið fara fram gagnrýna endurskoðun á öllu kvótakerfínu, forsendum þess og árangri. Stórmerkilegt er að skoða við- brögð kerfisins við viðkomandi upplýsingum. Tíminn, 8. maí: „Þorskstofninn fullnýttur: Aðhald í þorskveiðum er pólitísk ákvörð- un.“ Fyrirsögn greinar þar sem sjávarútvegsráðherra leggur höf- uðáherslu á að túlka að mörgu leyti jákvæðar upplýsingar um raunverulegt ástand þorskstofns- ins sem fram koma í fyrirsögn fyrri greinarinnar á þann hátt að þar hafi átt sér stað slys, allt sé í stórhættu og að eina lausnin sé að veita honum meira vald til að stjóma. Umrædd DV-grein hefur hreyft við fleiru. I Þjóðviljanum 12. maí birtist að mörgu leyti mjög merk grein, samtal við forstjóra Hafrann- sóknastofnunar þar sem segir meðal annars: „Það er rétt að fjár- skortur háir mjög rannsóknum á vegum Hafrannsóknastofnunar. Það er auðvitað hörmulegt að láta skip stofnunarinnar liggja við bryggju allt að 6 mánuði á ári hverju. Fjárveitingavaldið gerir alltaf ráð fyrir að íjárveitingar til reksturs skipanna nægi til þess að halda þeim úti í 9 mánuði á ári, en það er algjörlega óraun- hæft. Skip okkar em gömul og þarfnast mikils viðhalds þannig að fjárveitingar hrökkva allt of skammt. Fjárveitingar til stofnun- arinnar hafa verið í lágmarki undanfarin ár, þó sérstaklega 2 síðastliðin ár. Þess má geta að framlögin hafa verið þau sömu á föstu verðlagi undanfarin ár á sama tíma og verðmæti sjávar- fangs hefur tvöfaldast og kröfur til stofnunarinnar stóraukist." Stórmerkilegar upplýsingar komnar frá yfírmanni þeirrar stofnunar sem á að leggja til grundvallarforsendur fyrir físk- veiðistjóminni. Tíminn sama dag 12. maí: „Útlitið fyrir næstu vertíð: „Höldum að það verði enn verra,“ segir Jakob Jakobsson hjá Haf- rannsókn; stofnunin flýtir rann- sóknum sínum á þorskstofninum." Skyldi hann fá peninga til þess? Niðurlag sömu greinar haft eftir sjávarútvegsráðherra: „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að draga úr möguleikum á að auka þorskaflann og það verði frekar dregið úr veiðum 1988 en hitt.“ Halldór benti líka á að þorskstofn- inn væri í dag fullnýttur og því nauðsynlegt framtíðarhagsmun- um sjávarútvegsins og þar með þjóðarbúsins að ganga ekki of nærri honum. Hvemig getur ráðherra, sem sveltir stofnun sem á að leggja til grundvallarforsendur, fullyrt að þroskstofninn sé fullnýttur þegar hann virðist vera að styrkjast þrátt fyrir mun meiri veiði en ráðlögð hafði verið? Og getur þessi fjár- svelta stofnun skýrt það út fyrir mér, ráðherranum og þjóðinni, hvað það er að vera fullnýttur fiskistofn? Og það em fleiri sem þurfa að þyrla upp ryki til að breiða yfír kjama málsins. Tíminn, 15. maí: „Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ: Fiskurinn er ekki í felum, hann er ekki til.“ Merkilega skýr fullyrðing skoðuð nú á haustdögum í ljósi þess að þorskveiðin stefnir í 380—400 þúsund tonn og stofninn er farinn að hægja vöxt hvað varðar þyngd- araukningu einstaklinga. Og meira þarf til. Morgunblaðið, 16. maí: „Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra: Við veiðum of mikið af þorski“ (hún skal vera flöt). Seinna í sömu grein: „Bæði LÍU og SÍF hafa lýst áhyggjum M fm Urvalevropskra töframanna: Hugsanaiesari - sjónhverfingamenn trúðar- fimleikastúlka - vasaþjófur og I margt,margt * fleira. Sýningar í H ASKOL ABIOI á hverju kvöldi kl. 23.00 til sunnudags. MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 fyrir að Hafrannsóknastofnunin hafi aðlagað sig að veiddum afla milli ára hefur á fjórum ámm ver- ið farið 350.000 tonnum fram úr ráðlagri veiði, eða um 35%. Það tók sem sagt söguna ekki meira en fjögur ár að sanna að stjómarskrá lýðveldisins hafi verið fótum troðin á röngum forsendum. En þetta má nú samt ekki verða uppvíst því að í veði em pólitískur ferill stjómmálamanna og starfs- heiður stofnana og ráðuneyta. Og hvað er þá til ráða? Þegar kaþ- ólska kirkjan var upp á sitt besta á miðöldum þótti það ekki gust- ukamál að bannfæra menn sem ekki vom á réttu línunni. Menn vom jafnvel kallaðir trúvillingar og sumir hvetjir brenndir á báli ef þeir beygðu sig ekki alfarið undir vald páfa. Við þekkjum eflaust flest söguna um Galilei sem varð að éta það ofan í sig að jörð- in væri hnöttur og snerist í kringum sólina og viðurkenna sér þvert um hug að hún væri flöt og miðdepill alheimsins. Oprúttnir kerfískarlar kaþólskunnar víluðu jafnvel ekki fyrir sér að láta brenna fólk fyrir galdra og villitrú til að sölsa undir sig eignir þess og hlunnindi. Við Vestfirðingar þekkjum þessa sögu vel, því að af 25 sem brenndir vom á báli á íslandi þegar plottið var í algleym- ingi vom 17 af Vestfjörðum. Þrátt fyrir að búferlaflutningar hafi raskað byggð á íslandi allóþyrmi- lega á undanfömum áratugum virðist eitt ekki hafa breyst. Þrá- kelknin og þvermóðskan við að beygja sig undir „kaþólskuna" býr en á svipuðu svæði. En það er farið að kosta. Hlutdeild Vestfirðinga í þorsk- afla íslendinga fór á síðasta ári niður í 11,2% af heildarþoskafla þjóðarinnar. Og það er yfírlýst stefna sjávarútvegsráðherra að hefta sókn þeirra í karfa sem þeir hafa veitt til að bæta sér upp höft- in í þorskveiðunum. Sjávarútvegs- ráðherra beitir valdi sínu ekki til að vemda þorskstofnana — heldur til að ráða hveijir fái að veiða og hvar er veitt. Var það þetta vald sem hann bað um? Er það þetta vald sem hann er að biðja um að fá end- umýjað í dag? Og það em fleiri spumingar sem vakna. Hvar em sérfræðingamir sem við heyrðum í fyrir 2—3 ámm og vom á önd- verðum meiði við Hafrannsókna- stofnun. Vora þeir bannfærðir eða brenndir? Staðreyndimar í dag benda til þess að þeir hafi staðið í spomm Galileis. Hvers vegna er valdhafí sem hefur farið 350.000 fram úr sínum eigin kvóta að hundelta pólitíska andstæðiga og þá sem voga sér að vefengja réttmæti hans. það era jafnvel notaðar sömu aðferð- imar og í kaþólskunni forðum, að er látið leka út að þessi og hinn sé fjölkunnugur og geti búið til físk úr engu. Og eins og áður velja flestir þann kostinn að kaupa sér grið, borga og þegja. En nú er nóg komið, plottið verður að hætta. Það varðar nefnilega ekki þjóðar- heill að Kristján Ragnarsson geti mannað flota sinn með trillukörl- um sem ekki fá að róa. Það varðar heldur ekki þjóðarheill að útrýma smáeiningum í sjávarútvegi til að skapa svigrúm fyrir verksmiðju- skip. Þvert á móti. Þegar aðrar þjóðir, bæði austan tjalds og vest- an, hafa lært af reynslunni og skipta upp samyrkjubúum og jörð- um stórbænda svo einstaklings- framtakið fái notið sín í sinni einföldustu og bestu mynd og hámarks afrakstur fáist, þá mega íslendingar ekki láta teyma sig blindir í miðaldir kaþólskunnar í sjávarútvegi sínum, það er stærð- ardýrkun og miðstýringu sem ekkert leiðir af sér nema spillingu, óréttlæti og stirðbusahátt. Það er kominn tími til að einhveijir spymi við fótum svo um muni. Höfundur er trillukarl og formað- ur verkalýðs- og sjómannafélags- ins Súganda. sínum vegna þessa (smáfiska- drápsins) og skorað á Hafrann- sóknastofnun að hafa áhrif á sjávarútvegsráðuneytið til úr- bóta.“ Á þessi íjársvelta stofnun að vinna úr áskomnum hagsmuna- aðila í staðinn fyrir að afla sér vísindalegra gagna og byggja til- lögur sínar á þeim? Seinna í sömu grein: „Ég vil einnig taka það fram, að þessi ár, sem ég hef ver- ið hér í sjávarútvegsráðuneytinu, höfum við farið í einu og öllu eft- ir tillögum, sem hafa komið frá Hafrannsóknastofnun um skyndi- lokanir og viðmiðunarmörk." Hvemig dettur ráðherranum í hug að fara í einu og öllu eftir tillögur stofnunar sem hefur verið svelt svo mikið að hún hefur mjög takmörkuð vísindaleg gögn til þess að byggja tillögur sínar á? Við lestur þessarar blaðasyrpu frá maí í vor rann upp fyrir mér ljós. Kvótakerfið svokallaða er ekki tæki til þess að stjóma veið- um eins og það átti að vera í upphafí. Það er orðið að trúar- brögðum sem meiri hluti þjóðar- innar virðist trúa á og það bregst við öllum utanaðkomandi hættum, svo sem nýjum upplýsingum, sem slíkt. Og greinarhöfiindur verður að viðurkenna að hann varð að yfírvinna nokkum persónulegan ótta til þess að þora að fjalla um kvótakerfið á þann hátt sem hann gerir í þessari grein, en það verður að hafa það því það er mikið í húfí. í stjómarskrá íslenska lýðveld- isins segir að ekki sé heimilt að hefta athafnafrelsi manna, nema þjóðarheiii sé í veði. Þar segir líka að ekki megi gera upptækar eigur fólks eða hlunnindi án þess að fullar bætur komi í staðinn. Þegar Alþingi íslendinga afhenti sjávar- útvegsráðherra vald til að stjóma fiskveiðum við strendur íslands meira og minna að vild urðu að vera fyrir hendi þær forsendur að þjóðarheill væri í veði. Sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunar vom leiddir fram sem vitni um að hættuástand væri yfir- vofandi og Alþingi fómaði dýrmætu atriði úr stjómarskrá íslenska lýðveldisins á altari sjáv- arútvegsráðherra. Það hefur nú komið í ljós að forsendur vora vægast sagt mjög hæpnar. Árið 1984 til 1987 lagði Hafrannsókna- stofnun til að alls yrðu veidd 1.000.000 tonn af þorski. Veiddur afli sama tímabil verður mjög ná- lægt 1.350.000 tonnum. Þrátt KVÓTATRÚIN Tilbúningnr forsenda og ýmis önnur vinnubrögð sláandi lík o g voru hjá kaþólsku kirkjunni á miðöldum Sveinbjöm Jónsson „Hvernig dettur ráð- herranum í hug að fara í einu og öilu eftir til- lögum stofnunar sem hefur verið svelt svo mikið að hún hefur mjög takmörkuð vísindaleg gögn til þess að byggja tiliögur sínar á?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.