Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUPAGUR 5. NÓVEMBER 1987 27 Fellahverfi - Sj ónvarpsumræður eftir ÖrlygRichter ogMargrétiK. Sverrisdóttur í umræðum í ríkissjónvarpinu fimmtudaginn 29. október sl., þar sem rætt var um kvikmyndina „Ekki ég, kannski þú“, gerði stjómandi umræðnanna, Ingimar Ingimarsson, sig sekan um furðulega fordóma gagnvart Fellahverfi í Reykjavík. Margsinnis endurtók hann neikvæð- ar yfirlýsingar um nemendur Fella- skóla. Orðrétt sagði hann m.a. ... „Sigrún er kennari við Fellaskóla en nemendur þaðan komust í fréttir á dögunum vegna óspekta og reyndar líkamsmeiðingar ..." og síðar ... „Nú kemur þú úr frægum skóla. Fellaskóli er nú yfirleitt tengdur því að þar séu nemendur erfiðir .. .“ og um hvort vandamálin í myndinni ættu bara við framhaldsskólana ... „Nú hefur maður heyrt hið gagn- stæða, um sérstaklega Fellaskóla núna nýverið ...“. Ekki virtust önn- ur hverfi fá sambærilegar kveðjur og teljum við því ástæðu til að ræða málið örlítið. Óróleikatímabil Þegar ný hverfi byggjast upp virð- ist koma tímabil þar sem vandamál og óróleiki eru áberandi. Allir vinna mikið og enginn virðist hafa tíma og afleiðingin er óróleiki í hverfinu. Dæmi af handahófi um hverfi sem í dag eru orðin í ágætu jafnvægi, þó þau hafi verið óróleg um tíma, eru Vogahverfi, Álftamýrarhverfi, Stekkja- og Bakkahverfi og Fella- og Hólahverfí. Hins vegar virðist upplýsingastreymi til margra Reyk- víkinga um þessar breytingar vera tregt, og slæmt þegar ríkisfjölmiðill stuðlar að því að útbreiða óhróður þótt það sé e.t.v. þægilegt fyrir marga að hafa einhvem blóraböggul til að kenna um allt sem miður fer. Fyrir slíka einstaklinga er óheppilegt að gamli miðbærinn og Hlemniur skuli ekki vera staðsett við hlið Fella- skóla. Krakkarnir sárir Það er skiljanlegt að krakkamir í Fellum, já í Breiðholtinu yfirleitt, séu sárir þegar þeim er lýst sem vandamáli og annars flokks nemend- um. Þetta er þeim mun óskiljanlegra þegar þeir virðast ná góðum árangri á flölmörgum sviðum og oft mun betri árangri en jafnaldrar þeirra annars staðar. Við nefnum hér nokk- ur dæmi til glöggvunar: * Fellaskóli er annar tveggja skóla sem hefur notið sérstakra leigu- kjara hjá veitingahúsinu Þórskaffi þegar skólinn hefur haldið árs- hátíð sína þar undanfarin ár vegna fyrirmyndarframkomu ungling- anna. Einnig hafa árshátíðir í félagsmiðstöðinni Fellahelli vakið athygli fyrir það hve vel og hátíð- lega þær hafa farið fram. * Framkoma nemenda Fellaskóla á skólaskemmtunum hefur verið svo til fyrirmyndar að óþarfi hefur verið að hafa dyravörslu því vandamál í sambandi við t.d. áfengi á skemmtunum hefur ekki verið fyrir hendi í flölmörg ár, hvorki úti né inni. * Nemendur sem flytjast einhverra hluta vegna í aðra skóla sækja fast að koma aftur í gamla skól- ann sinn, þrátt fyrir miklar fjar- lægðir. * Nemendaráð skólans tekur virkan þátt í stjórnun skólans og á m.a. fulltrúa í skólastjóminni. * Skólinn og félagsmiðstöðin hafa haldið stórar hverfishátíðir og sett upp fjölda stórra leikrita og söng- leikja, m.a. efni fyrir sjónvarp. * Krakkar úr Fellahelli og Fella- skóla báru sigur úr býtum í mælskukeppni grunnskóla Reykjavíkur vorið 1986. Starfsmaður íþrótta- og tóm- stundaráðs hefur sagt að það hafi „Yfirlýsing-ar í áður- nefndum umræðuþætti voru neikvæðar og óþarfar og drógu at- hyglina frá annars ágætri kvikmynd. Sú mynd hefði þurft fulla athygli foreldra og unglinga, raunar allra.“ verið áberandi hvað nemendaráðin í Breiðholtsskólunum hafi skilað vel og skipulega unnum gögnum á fé- lagsmálanámskeiði nú í haust. Óþarfi er kannski að nefna í leiðinni að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti vann spumingakeppni framhalds- skólanna í vor. Sá skóli tekur fyrst og fremst við nemendum úr Breið- holti. Eins og fram kom í áðurnefnd- um þætti kannaðist kennari sá sem boðið hafði verið til umræðnanna ekki við þessa erfiðu nemendur né óróleika hverfisins. Það virtist þó ekki minnka fordóma spyrilsins. Er furða þó krakkamir séu sárir? Er órólegra í Breiðholtinu? í Breiðholtshverfum býr um helm- ingur bama á skólaskyldualdri í Reykjavík. Það er því ekki óeðlilegt að áætla að þar ætti að vera helm- ingur allra unglingavandamála höfuðborgarinnar þó við teljum það vera vel undir því marki. Fréttaflutn- ingur fjölmiðla hefur skánað á undanfömum ámm en ennþá gerast samt neikvæðir atburðir annað- hvort í Breiðholti eða einhverstaðar í Reykjavík. Þetta gefur utanbæjar- fólki og þeim sem búa í eldri hlutum borgarinnar þá tilfínningu að Breið- holt sé óttalegt vandræðahverfi. Eftir slíkan fréttaflutning er góður jarðvegur fyrir yfírlýsingar um erf- iða nemendur í Breiðholti. Neikvæðar fréttir virðast einnig þykja fréttnæmari en jákvæðar. Þannig var frétt um ofbeldi unglinga á forsíðu og baksíðu en ánægjuleg frétt um að ástandið væri ekki svo slæmt og að spumingakeppni félag- smiðstöðva yrði haldið áfram, á innsíðu þessa annars ágæta blaðs. í frétt blaðsins dags. 23. október komu fram ummæli Guðmundar Hermannssonar yfírlögregluþjóns sem rétt er að vekja athygli á, um afskipti lögreglunnar af unglingum í Breiðholti vegna óláta. Þar stóð m.a. orðrétt: ... „Þetta er liðin tíð, unglingar þar láta ekki verr en jafnaldrar þeirra annars staðar í borginni“ ... í Breiðholti em sem sagt ekki verri unglingar en annars staðar í Reykjavík. Samstarf Fellahellis og Fellaskóla Fellaskóli og Fellahellir em tvær sjálfstæðar stofnanir sem em til húsnæðis í sömu byggingu. Sam- starf milli þessara stofnana hefur verið mikið og fer sífellt vaxandi. í þættinum hefði mátt skilja það svo að þessar stófnanir vildu sem minnst af hvor annarri vita. Svo er ekki. Fellahellir sér m.a. um að gefa nem- endum eldri deilda skólans tækifæri til að kaupa sér næringu í nestistím- um og afgreiðir mjólk og fleiri drykki til yngri deilda skólans. Upplýsinga- streymi.er mikið milli stofnananna og samvinna um úrlausn Qölda mála. Fellahellir hefur aukið tómstunda- framboð sitt til yngri nemenda og samræmt það skólastarfinu og sam- an reka þessar stofnanir æfingaher- bergi fyrir hljómsveitir nemenda svo eitthvað sé nefnt. Nýjasta samvinnu- verkefnið sem verið er að vinna að er gæsla yngstu nemenda skólans fyrir og eftir skólatíma. Þessir aðilar reyna sameiginlega að vinna sem best að málefnum nemenda. Að álykta rangt Í gömlu dæmi um rangar ályktan- ir segir: „Enginn köttur hefur níu rófur. Einn köttur hefur einni rófu meira en enginn köttur. — Þá hefur hann tíu rófur." Það er svo að þótt einhver ein- staklingur gerist brotlegur þá er hæpið að dæma alla heildina eftir þvi. Hér eru nefnd dæmi um ályktan- ir sem eru rangar: * Ólæti eru í miðbænum. Miðbærinn er á skólasvæði Hagaskóla. Þess vegna eru nemendur Hagaskóla slæmir. — Rangt. * íslenskur eiturlyfjaneytandi er til vandræða í Kaupmannahöfn. Þess vegna eru íslendingar vandræða- fólk. — Rangt. * Nemandi úr Seljaskóla verður fyr- ir árás nokkurra unglinga, sumir þeirra eru úr Fellaskóla. Þess vegna eru unglingar úr Fellaskóla og Fellahelli slæmir. — Rangt. Fyrst á að kynna sér málin, síðan að draga ályktanir og gæta þess að þær séu örugglega réttar. Svo mun ekki hafa verið gert í þetta skipti. Að lokum Mál þetta hefur leitt athyglina að þeirri tilhneigingu margra að líta á Breiðholtið með „suður-afrískum“ augum. Það er engum til sóma.-Það er rétt að í Breiðholtinu eru svæði þar sem meðaltekjur eru lágar, en það er nú einu sinni svo að mann- gildi á ekkert skylt við tekjur. Yfirlýsingar í áðumefndum um- ræðuþætti voru neikvæðar og óþarfar og drógu athyglina frá ann- ars ágætri kvikmynd. Sú mynd hefði þurft fulla athygli foreldra og ungl- inga, raunar allra. Eðlilegt væri að sjónvarpið harmaði þessar yfirlýs- ingar í garð Fellaskóla svo áhorfend- ur fjölmiðilsins fengju leiðréttingu sömu boðleið. Örlygur Richter er skálastjári Fellaskála, en Margrét K. Sverris- dóttir forstöðumaður Fellahellis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.