Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Sokkabuxurnar sem passa M/Mettt ísleJkV//// AmeriBka ■njNGUHALS 11. SÍMI 82700 Fiskveiðasj óður lánar til 40 skipa 29 þeirra keypt eða smíðuð erlendis FISKVEIÐASJÓÐUR hefur frá upphafi síðasta árs lánað til kaupa eða smíði á 40 skipum. Auk þess hefur mikil endurnýjun átt sér stað í flotanum. Af þess- um skipum voru 9 keypt notuð erlendis, 20 smíðuð erlendis og 11 hér á landi. Lánveitingar hófust í upphafi síðasta árs eftir nokkurt hlé og gilda um þær strangari relgur en áður. Skipting lánveitinganna er sú, að 14 skip eru undir 100 rúmlestum, 10 yfir þeim mörkum, Loðnuskip eru 4 og skuttogarar 3. Samtals voru þessi skip að verðmæti um 4,3 milljarðar króna og lánar Fiskveiða- sjóður 60 til 65% af kaupverði þeirra eftir því hvort þau eru smíðuð eða keypt að utan eða innan lands. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í setningarræðu sinni á aðalfundi LÍÚ, að nauðsynlegt hefði verið að hefja þessa endurnýjun, því mikils vert sé, að hún eigi sér stað í aföngum, en ekki í risastökk- um eins og oft áður hafí gerzt. Kristján sagði, að vanskil útgerð- arinnar við Fiskveiðasjóð væru nú óveruleg. Þann 30. september síðastliðinn hefðu lán sjóðsins til útgerðarinnar numið tæpum 9 millj- örðum króna. Af því hefðu um 100 milljónir verið í vanskilum eða um 1%. Á þessu ári gjaldféllu afborgan- ir og vextir að upphæð 1,7 milljarð- ar króna og væru vanskilin 6% af þeirri upphæð. Síld landað á Húsavík Eigendaskipti á Hr aðf ry stihúsinu Eyrarbakka. NÝSTOFNAÐ hlutafélag, Bakkafiskur hf., hefur fest kaup á Hraðfrystihúsinu á Eyrar- bakka af Suðurvör hf. í Þorláks- höfn, sem rekið hefur Hrað- frystihúsið undanfarin þrjú ár. Hið nýja hlutafélag mun yfírtaka allar eignir Hraðfrystihússins, þar á meðal bátana Stakkavík og Bjamavík. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Hjörleifur Brynjólfsson. Suðurvör mun halda áfram rekstri sínum í sinni upprunalegu mynd, en félagið hefur rekið útgerð og saltfískverkun í Þorlákshöfn. Hraðfrystihúsið hefur verið lang- stærsti atvinnurekandinn á Eyrar- bakka, með 70-100 manns í vinnu. Óskar Húsavík FYRSTA síldin barst til Húsavík- ur á þessu hausti í gær, miðviku- dag en þá kom Sigþór ÞH 100 með um 90 tonn. Það hafði ekki verið áformað að salta síld hér á þessu hausti svo farmurinn fer að mestu í frystingu og eitthvað er flutt til Grenivíkur til frystingar þar. Það sem ekki næst að frysta fer í fóðursfld fyrir búfé. Sigþór ÞH 100 er búinn að afla um 700 tonn á rúmri viku en hann kom frá Þýskalandi um miðjan október eftir miklar breytingar og endurbætur sem allt hefur reynst vei. Fréttaritari LEÐURSÓFASETT — MÝ SEIMPIIMG FJÖLBREYTT ÚRVAL - GOTT VERÐ Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar <15670 — 44544. Matthías Bjarnason: Hef ekkert orð aftur að taka „Ég hef ekkert orð aftur að taka, en gæti bætt miklu fleiri orðmn við. Annars hélt ég að þetta mál væri ekki á starfssviði Hjarta- verndar, en það er gott að fá upplýsingar um hvað verið er að vinna þar,“ sagði Matthías Bjarnason alþingismaður um bréf starfsfólks Hjartavemdar. „Annað hef ég ekki um málið að segja, en mér er alveg sama hvaða fólk þetta er. Það segir mér ekkert fyrir verkum hvað ég má segja og hvað ég má ekki segja. Ég hef til þess frelsi. En ég hélt að þetta fólk ætti að vera í öðrum störfum," sagði Matthías að lokum. Eyjólfur Konráð Jónsson; Ekkert ljótt að tala um mafíu „Menn hafa sagt að ég hafi talað um dýralæknamafiu á Alþingi, en það gerði ég aldrei. Ég talaði aftur á móti um annars konar mafíu,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson þegar hann var inntur álits á bréfi starfsmanna Hjarta- verndar. „Ég get nú lítið sagt um þetta. En mér fannst ég alveg geta talað um mafíu. Mér fannst það ekkert ljótt. Ég sagði ekkert ljótara," sagði Eyjólfur Konráð. Halldór Blöndal: Tók ekki þátt í umræðum á þing*i „ÞAÐ er misskilningur að ég „Hins vergar hef ég talað tæpi- hafi tekið þátt í umræðum um tungulaust utan þings og hefur húsnæðismálin á Alþingi þar sem kjaminn f mínum málflutningi verið ég á sæti f efri deild en frum- sá að ráðherrann hefur farið offari varpið var lagt fram í neðri en ekki hirt um að gera grein fyrir deild,“ sagði Halldór Blöndal al- sínum málum." þingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.