Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 33 Smábátaeigendur á móti drögum að fiskveiðistefnu . . Morgunblaðið/Sverrir Frá aðalfundi LÍÚ. Frumvarpsdrög að sljórnun fiskveiða: Hámark sett á karfa- afla sóknarmarkstogara RÁÐ er fyrir því gert í drögum að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða að taka upp sérstakt hámark á afla karf a hjá togurum á sóknarmarki. Það verði með líku sniði og hámark á þorskafla sóknarmarkstogaranna. Annað- hvort miðist það við reiknað aflamark viðkomandi skips með tilteknu álagi eða verði meðal- aflamark togara og þá misjafnt fyrir suður- og norðursvæði. Þetta kom fram í ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, á aðalfundi LÍÚ í gær. Hann sagði að með þessu yrði dregið úr sókn í karfastofninn og jafnframt jafnaður sá munur, sem verið hafi milli sóknarmarkstogara á norður- og suðursvæði, enda yrði samanlagt hámark karfa og þorsks í þorsk- ígildum mælt hliðstætt á báðum svæðum. Halldór fjallaði að mestu um frumvarpsdrögin og kom víða við. Hann sagði það ótvírætt að aukin hagræðing hefði náðst við veiðamar og nú væri nauðsynlegt að binda veiðistjómunina til fjögurra ára, svo ekki þyrfti að eyða miklum tíma í mótun hennar með skömmu milli- bili, þó hún hlyti að sjálfsögðu alltaf að vera í endurskoðun. Um útflutning á óunnum físki sagði Halldór meðal annars: „í frumvarpinu er lagt til að afli, sem fluttur er óunninn á erlenda mark- aði, skuli reiknaður með allt að 20% álagi, þegar metið er hversu mikið af aflamarki eða aflahámarki er náð hverju sinni. Þetta álag náði á árinu 1984 aðeins til skipa, sem sigldu með afla sinn og var þá 25%. Árið 1985 var álagið lækkað niður í 10%, en jafnframt látið ná til út- flutnings á öllum ísfiski, jafnt í gámum sem í fiskiskipum og hefur sú skipan gilt siðan. I tillögum frumvarpsins felst því tvöföldun á núverandi kvótaálagi vegna út- flutnings á ísfíski. Þetta er gert í því skyni að draga úr útflutningi óunnins fisks með tilliti til vinnslu afla hér á landi og einnig til að hafa stjóm á framboði ísfisks á erlendum mörkuðum. Með þessu er komið til móts við þau sjónarmið, sem mjög hefur verið haldið á lofti af hálfu fulltrúa fiskvinnslufyrir- tækja og fiskvinnslufólks á síðustu mánuðum." AÐALFIINDUR Landssambands smábátaeigenda mótmælir harð- lega framkomnum tillögum sjávarútvegsráðuneytisins um stjómun fiskveiða. I þeim koma fram fyrirætlanir um kvóta á alla báta milli 6 og 10 lestir að stærð og veiðistöðvunum á minni bátana. í samþykkt fundarins er sagt svo um þátttöku sambands- ins í mótun fiskveiðistefnunnar: „Þátttaka Landssambands smá- bátaeigenda í mótun fiskveiði- stefnunnar er með sama hugarfari og fanga sem dæmdur hefur verið saklaus, en tekur þátt í samningum til að reyna að bæta ástandið innan fangelsis- múranna." Þá segir ennfremur að reynsla undanfarinna ára sýni svo ekki verði um villzt að uppgefnar for- sendur fyrir veiðitakmörkunum, það er vemdun fískistofna, séu rangar, til þess eins fram settar til að sölsa völd undir ákveðna aðila í þjóðfélaginu og stuðla að fram- þróun veiða við ísland, sem falli þeim að skapi. Þá segir ennfremur: „Samkvæmt stjómarskrá íslenzka lýðveldisins þarf æmar ástæður til að hefta athafnafrelsi einstaklinga. Ef slíkt á að gera, þurfa að liggja fyrir óyggjandi vísindaleg rök. Lands- samband smábátaeigenda telur að slík rök séu varla fyrir hendi og hefur farið fram á skýr svör Haf- rannsóknastofnunar við nokkrum spumingum þar að lútandi. Lands- sambandið skorar á alþingismenn að kynna sér vel fískveiðisögu síðustu ára og rök sérfræðinga og leikmanna bæði með og á móti áður en þeir ákveða hvort viðhalda á því skömmtunarkerfi, sem sjávarút- vegsráðherra nú ræður, auka það, minnka eða afnema. Slíkum skömmtunarkerfum fylgir oftast spilling, óréttlæti og stirðbusahátt- ur. Því ættu menn ekki að taka slíkt í mál nema þjóðarheill sé sann- anlega í veði.“ Tillögur Landssambandsins um veiðstjómun fyrir smábáta eru á þá leið, að handfæra- og línuveiðar bátanna skuli undanþegnar veiðitakmörkunum. Þeir, sem stundi netaveiðar, geti valið milli aflamarks og sóknarmarks. Annars vegar miðist afli við veiðireynslu og hins vegar verði leyfílegt að veiða í ákveðinn dagafjölda með 80 lesta þorskaflahámarki. Bátar undir 10 brúttólestum að stærð falli und- ir sömu endumýjunarreglur og önnur skip. Miklar birgðir af grásleppu- hrognum Smábátaeigendur leggja. til lágmarksveiði MIKLAR birgðir af grásleppu- hrognum eru nú fyrirliggjandi frá síðustu vertíð. Fyrirsjáanlegt er að íslenzkar verksmiðjur inn- an Sölustofnunar lagmetis þurfi engin hrogn að kaupa á næstu vertíð, enda eiga þær á lager 8.000 til 10.000 tunnur. Talsverð- ar birgðir eru einnig í Kanada og Noregi. Kanadamenn eiga óseldar 800 tunnur í Danmörku og bjóða þær á verði sem er undir markaðsverði síðustu vertíðar. Þá munu þeir eiga nokkur þúsund tunnur í Kanada, en ókleift hefur reynzt að fá stað- fest hve mikið það er. í Noregi eru einnig talsverðar óseldar brigðir. Stjóm Landssambands smábáta- eigenda hefur miklar áhyggjur af þessari stöðu og í fréttatilkynningu frá henni em smábátaeigendur var- aðir við og bent á að hefja alls ekki veiðar á næstu vertfð án þess að eiga trygga sölu á þeim hrogn- um, sem þeir munu afla. Óvarlegt er talið að afla meira 8.000 til 10.000 tunna á næstu vertíð, sem er í algjöru lágmarki, eigi viðun- andi verð að fást. Meiri veiði bjóði heim hættunni á verðfalli og sölu- erfiðleikum. Lýsum undrun á orðbragði sem við- gengst á Alþingi - segir í bréfi starfsmanna Hjarta- verndar til forseta sameinaðs þings SAUTJÁN starfsmenn Hjarta- verndar hafa ritað Þorvaldi Garðari Kristjánssyni forseta sameinaðs Alþingis bréf þar sem þeir lýsa undrun sinni á orð- bragði sem viðgengst á Alþingi og að því er þeir best vita sé látið óátalið af forseta, eins og segir í bréfinu. í bréfínu er sérstaklega vakin athygli á ummælum Páls Péturs- sonar og Halldórs Blöndal um félagsmálaráðherra í umræðum um húsnæðismálafrumvarp ríkisstjóm- arinnar og ummælum Matthíasar Bjamasonar og Eyjólfs K. Jónsson- ar í umræðum um frumvarp um sláturleyfí til Sláturfélags Amfirð- inga á Bíldudal. Bréfínu lýkur með einlægum óskum um að kjömir fulltrúar þjóðarinnar gæti virðingar Alþingis. Undir það rita 17 starfs- menn Hjartavemdar. Hafa verður í huga frelsi þingmanna til að tjá sig „ÞAÐ er gott til þess að vita að almenningur er vandur að virð- ingu Alþingis svo sem vænta mátti,“ sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis um erindi starfsfólks Hjartaverndar. „Það eru alþing- ismenn líka og forseti sem aðrir. í hita umræðunnar skera al- þingismenn ekki alltaf við nögl sér ummæli þau sem þeim liggja á hjarta. Þar kemur hver til dyranna eins og hann er klæddur. Hefur hver þingmaður rétt til þess hvaða persónulegt álit sem forseti kann annars að hafa á framgöngu þing- mannsins. Hins vegar hvílir sérstök skylda á forseta í þessu efni. Og vandi fylgir vegsemd hverri. Það orkar þannig oft tvímælis hvenær forseti á að vita fyrir ummæli eða orð- bragð. í óvissu hefí ég látið þá reglu ráða að vangera fremur en ofgera í þessu efni. Annars vegar verður að hafa í huga óheft frelsi þing- manna til að tjá sig og lýsa skoðunum sínum. Hins vegar er að gæta virðingar þingsins og tillits og velsæmis gagnvart aðilum utan þings. I bréfi starfsfólks Hjartavemdar er lýst undrun á orðbragði tiltekinna þingmanna í umræðum um hús- næðisfrumvarp ríkisstjómarinnar og Bíldudalsfmmvarpið svonefnda. Umræður um bæði þessi fmmvörp fóm fram í neðri deiid Alþingis. Ekki eiga allir tilgreindir þingmenn sæti í þeirri deild. Aðgáð skyldi höfð þá dómur er felldur. Umræða utan dagskrár fór fram í sameinuðu þingi um sláturleyfi á Bfldudal und- ir mínu forsæti þar sem gætt var þeirra sjónarmiða sem ég hefí nú lýst. Ég efast ekki um að forseti neðri deildar hefur vakað yfír virðingu og velsæmi í hinum tilteknu umræð- um í sinni deild. Má starfsfólk Hjartavemdar treysta því að forsetar Alþingis muni jafnan leitast við að svo megi verða í hvívetna." Páll Pétursson: Læt mér þetta í léttu rúmi liggja „Ég kalla það bæði fagurt og drengilegt hjá starfsfólki Hjarta- verndar ef það vill liðsinna félagsmálaráðherra og ég tel að það sé ekki nema gott eitt um það að segja að fólkið finni hjá sér hvöt til þess,“ sagði Páll Pét- ursson alþingismaður um bréf starfsfólks Hjartavemdar til for- seta sameinaðs þings. „Ég læt mér þetta í léttu rúmi liggja því alltaf eru einhveijir óánægðir með það sem maður ger- ir eða óánægðir með það sem maður gerir ekki. Það fylgir því að vera í pólitík. Ég tek það ekkert nærri mér þó eitthvað sé verið að hnýta í mig. Ég hef ekkert sagt um félagsmála- ráðherra sem ég þarf að fyrirverða mig fyrir eða biðjast afsökunar á. hvorki forseta þingsins hvað þá V - lagsmálaráðherra. Ræða mín var mjög vinsamleg í garð ráðherrans þó ráðherra hafi ekki verið sáttur við allt sem ég sagði. Það hefði verið eðlilegt að fólkið læsi þessar ræðu áður en það fór að tjá sig og kynna sér um hvað þar var ályktað," sagði Páll Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.