Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Filippseyjar; Kommúnistar hafa í hótunum Maníla, Reuter. Uppreisnarmenn kommúnista á Filippseyjum hafa hótað að vinna skenundarverk á eigum bandarískra aðila þar í landi og á mannvirkjum stjómarhersins. „Það eru erfiðir tímar framund- an hjá bandarískum kaupsýslu- mönnum," sagði ónafngreindur talsmaður skæruliða kommún- ista í viðtali við blaðið Financial Post. Hótanir kommúnista sigla í kjöl- far morða á þremur bandarískum herflugmönnum fyrir utan Clark- herstöðina norður af Maníla. Talsmaður stöðvarinnar, sem er bandarísk, sagði að allar lífláts- hótanir væru teknar alvarlega af hálfu bandaríska hersins á Filipps- eyjum. Er herinn tilbúinn til að flytja ijölskyldur hermanna á brott ef pauðsyn krefur. í gær voru handteknir 17 menn, sem grunaðir eru um að hafa átt aðild að morðunum á bandarísku hermönnunum þremur. Voru þeir handteknir í Angeles City, sem er skammt frá Clark-herstöðinni. Við húsleit hjá þeim fundust byssur og handsprengjur. Mennimir voru handteknir að ábendingu sjónvar- votta að morðunum. Eru þeir grunaðir um að vera félagar í skæruliðasveitum kommúnista. Fulltrúi skæruliða neitaði að staðfesta að í bígerð væri að ráða sjö Bandaríkjamenn af dögum í hefndarskyni fyrir að bandaríski herinn hefði nýlega afhent stjómar- hemum á Filippseyjum 10 bryn- vagna. Stjómarherinn hefur átt í bardögum við uppreisnarmenn kommúnista í 18 ár. „Bandaríkja- menn verða þó látnir gjalda þess ef þeir blanda sér í innanríkismál á Filippseyjum," sagði hann. Fulltrúi kommúnista sagði að meðal banda- rískra skotmarka á Filippseyjum væm hermenn, útsendarar CLA, bandarísku lejmiþjónustunnar, og bandarískir forstjórar fjölþjóðafyr- irtækja, sem arðrændu innlenda verkamenn. Kennsl borín á félaga í skæru- liðasamtökum kommúnista á Filippseyjum. Húfuklæddi mað- urínn er útsendarí stjórnarinnar, sem gekk i raðir skæruliða undir fölsku yf irskyni, og við hlið hans er lögregluþjónn. Reuter V estur-Þýskaland: Mótmælendur myrða tvo lögregluþjóna og særa sex Frankfurt, Reuter. VÍÐTÆK rannsókn er í gangi af hálfu vestur-þýsku lögregl- unnar til þess að upplýsa morðið á tveimur lögregluþjónum í Frankfurt á mánudagskvöld. Helmut Kohl, kanzlarí, hvatti í gær til þjóðarátaks gegn grímmdarverkum, sem hann sagði að fengið hefðu á sig nýja mynd með morðinu á lögreglu- þjónunum. Lögregluþjónarnir voru drepnir þar sem þeir héldu uppi lögum og reglu við mótmælaaðgerðir gegn flugbrautarlengingu. I átökunum særðust einnig sex lögregluþjónar. Lögreglan hefur þegar haft hend- ur í hári manns, sem hafði 9 Brezkar konur vilja frekar borða úti en rækta kynlífið London, Reuter. BREZKAR konur vilja fremur veija kvöldinu á veitingahúsi en vera heima og rækta kynlífið, samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í blaðinu Today á þriðju- dag. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var meðal kvenna um allt Bretland, vilja rúmlega 60% brezkra kvenna fremur fara út að borða með vinkonum sínum en eiga ástarkvöld með eiginmanninum. Hækkar hlutfallið eftir aldri. Að sögn Today taka brezkar konur yfirleitt rómantík fram yfir kynlíf. Þannig vildu 75% þeirra frékar að eiginmaðurinn færði þeim rósir, smellti þær kossi eða, í mesta lagi, vefði þær örmum. Aðeins 9% kvenna settu kynmök á oddinn. Konum í aldurshópnum 16-30 ára, sem aldrei hafa haft samfarir, fer fjölgandi, að sögn blaðsins. I könnun, sem gerð var árið 1985, sögðust 15% 16-30 ára kvenna aldrei hafa átt kynmök en nú er hlutfall þeirra komið í 22%. Þá leiddi könnunin í ljós að fimmta hver kona er ekki með hugann við rekkjunaut sinn meðan á samförum stendur, heldur við annan mann eða eitthvað allt ann- að. Þriðja hver kona sagðist einhveiju sinni hafa iðkað sjálfs- fróun. Um 75% kvennanna sögðust ekki líta á sig sem kvenréttinda- konur en flestallar álitu jafnrétti kynjanna eðlilegt. millimetra skammbyssu undir höndum, en henni var stolið af lögregluþjóni við mótmælaaðgerð- ir gegn kjamorkuvopnum í fyrra. Lögregluþjónamir vom skotnir með byssu þeirrar gerðar. Morð þessi em hin fyrstu sinnar tegundar í Vestur-Þýskalandi og hafa verið harðlega fordæmd, meðal annars af öllum stjóm- málaflokkum. Kristilegir demó- kratar, flokkur Helmuts Kohl, kanzlara, hafa á ný krafist lög- gjafar, sem banni kröfugöngufólki að bera grímur fyrir andliti. Lögregluþjónamir vom myrtir á mánudagskvöld þegar um 150 manns fóm í blysför til þess að mótmæla lengingu flugbrautar- innar í Frankfurt, þrátt fyrir að brautin hafí verið í notkun síðan 1984. Lögregla skipaði göngu- mönnum að fara hver til sins heima, en þeir svömðu með því að skjóta flugeldum og henda eld- sprengjum að henni. Þegar lögreglan hóf að nota öflugar vatnsbyssur á göngumenn kváðu skyndilega við skothvellir og tveir lögregluþjónar féllu sam- stundis. Að sögn blaðamanns, sem var viðstaddur atburðinn, vom lögregluþjónamir blindaðir af reyk þegar þeir vom skotnir. Sex lögregluþjónar særðust í átökunum, þar af tveir af völdum skotárásarinnar. Vestur-þýsk yfírvöld hafa heitið 100.000 marka (2,2 milljónir íslenskra króna) verðlaunum hveijum þeim, sem gefíð getur upplýsingar, sem Ieiða til sakfell- ingar morðingjans eða morðingj- anna. Christian Lochte, yfírmaður gagnnjósnadeildarinnar í Ham- borg, sagðist þeirrar skoðunar í gær að banamenn lögregluþjón- anna tilheyrðu félagsskap, sem tengdust hryðjuverkasamtökum. Taldi hann að þoir hefðu látið til skarar skríða meðan á mótmæla- aðgerðum gegn flugbrautarleng- ingu stóð til að villa á sér heimildir. ERLENT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.