Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 41 Meðal muna á sýningunni eru þessar skrautlegu verur. Sýning í Bóka- safni Kópavogs SIGRÍÐUR Kristmundsdóttir hefur opnað sölusýningu á verk- um sínum í Listakrubbu Bóka- safns Kópavogs. Á sýningunni eru alls kyns verur gerðar úr basti og klæddar skraut- legum fatnaði. í fréttatilkynningu segir að hlutimir henti vel til hvers- kyns tækifæris- og jólagjafa. Sýningin stendur út nóvember- mánuð og er opin á sama tíma og safnið, mánudaga til föstudaga kl. 9-21 og, laugardaga kl. 11-17. Þrídrangur: Námskeið í aðferð- um fornra huglækna Tryggvi Gunnar Hansen Fræðsiumiðstöðin Þridrangur gengst fyrir námskeiði í aðferð- um fornra huglækna helgina 7. til 8. nóvember. Námskeiðið verður kynnt í kvöld kl. 20.30 í Þridrangi, Tryggvagötu 18. Á námskeiðinu verður fjallað um fomar aðferðir seiðmanna, seið- kvenna og völva. Auk þess verður rætt um notkun hrings og rúna til spásagnar og til persónulegrar leið- sagnar. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Aðferðir seiðmennskunnar em iðu- lega tengdar dansi og einföldum söng. Rúnatromma eða önnur ein- föld kliðmjúk hljóð eru notuð til að svæfa rökhugann og vekja mynd- ræna innsæishugsun, þ.e. sýnir og tengjast líkamanum eða innlöndum hugans.“ Leiðbeinandi er Tryggvi Gunnar Hansen. Hann hefur unnið að end- urvakningu á fomri arfleifð á ýmsum sviðum, s.s. byggingar- og kveðskaparlist og dansi. Námskeiðið fer fram í Ásmund- arsal við Freyjugötu. Upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram í húsnæði Þrídrangs. Reykjavík: Tvenn umferðarljós tekin í notkun TVENN NÝ umferðarljós verða tekin í notkun í Reykjavík á laug- ardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Önnur ljósin eru á mótum Bitru- háls/Bæjarháls og Hraunbæjar, en hin ljósin em á mótum Höfða- bakka og Stekkjarbakka. í fréttatilkynningu frá gatna- málastjóra segir, að á sama tíma verði umferðarljós á mótum Höfðabakka og Bæjarháls aftur tekin í notkun og athygli vegfar- enda vakin á því, að á sama tíma verður gatan Strengur tengd beint við síðastnefndu gatnamót- in. Þannig að úr verða kross- gatnamót ístað T-gatnamóta áður. Þeir sem aka vestur Bæjar- háls og ætla suður Höfðabakka verða þá að víkja fyrir umferð sem kemur frá Streng og ætlar suður Höfðabakka eða austur Bæjar- háls. Til að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu í nokkra daga áður en þau verða endanlega tekin í notkun. Ýta baðkari úr Borgarnesi ÞANN 23. desember næstkomandi munu 115 islenskir skátar halda til Ástralíu. Þar munu þeir taka þátt i Jamboree, alheimsmóti skáta, ásamt u.þ.b. 18.000 öðrum skátum úr öllum heiminum. Eins og við er að búast er þessi ferð nokkuð dýr og ætla 60 þeirra að reyna að afla sér fjár til að standa straum af kostnaði með því að ýta baðkari á undan sér frá Borgamesi til Reykjavikur dagana 6. og 7. nóv- ember. Tekið verður á móti áheitum í Skátahúsinu, Snorrabraut 60, og í síma allan sólarhringinn. Karpov með mun betri stöðu Skák Bragi Kristjánsson Níunda skák Kasparovs og Karpovs um heimsmeistaratitilinn var tefld í Sevilla á Spáni í gær. Kasparov hafði svart og beitti enn einu sinni Grunfelds-vöm, þótt hann hingað til hafí farið halloka fyrir Karpov í þeirri byijun. Framan af fylgdu þeir fímmtu og sjöundu skák einvígisins, en í 14. leik brá Kasparov út af og í þeim fímmt- ánda reyndi hann nýjan leik. Karpov gaf peðið til baka, sem hann hafði yfír, og fékk þægilegra tafl. Kóngs- staða Kasparovs opnaðist, en hann varðist fímlega. Karpov átti alltaf hættuleg færi gegn illa stöddum kóngi Kasparovs og þegar sá síðar- nefndi lék biðleik, vofðu ýmsar hótanir yfír honum. Hann þarf að stöðva sterkt frípeð Karpovs og að auki er kóngur hans enn illa sett- ur. Stórmeistarar í Sevilla telja Kasparov eiga erfiða nótt fyrir höndum, og óvíst að honum takist að finna vöm. Biðskákin verður tefld áfram í dag og munu meistaramir þá tefla í sex klukkutíma, ef þess þarf til að ljúka skákinni. Sveiflumar í þessu einvígi eru miklar. Kasparov leggur allt í söl- umar fyrir vinning í hverri skák, og Karpov er hvergi hræddur. Spá margra um erfítt einvígi fyrir Kasp- arov virðist ætla að rætast. Hann er greinilega ekki vel undirbúinn, enda notaði hann síðustu mánuðina fyrir einvígið til að skrifa tvær bækur, í stað þess að rannsaka skákbyijanir. Hann er í miklum vandræðum með byijanir, bæði þegar hann hefur hvítt og svart. Áskorandinn, Anatoly Karpov, Gary Kasparov hefur greinilega jafnað sig eftir ófarimar í áttundu skákinni, og gæti náð forystunni í einvíginu með sigri í biðskákinni í dag. 9. skákin: Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Grttnfelds-vöm I. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5. Kasparov heldur áfram að tefla Grúnfelds-vöm, þótt hann hafí enn ekki unnið skák af Karpov í þeirri byijun. 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 7. Rf3 var í tísku um tíma ekki síst fyrir tilstilli Kasparovs. 7. - c5, 8. Re2 - Rc6, 9. Be3 - 0-0, 10. ð-0 - Bg4 Þannig tefldi Kasparov einnig í 5. og 7. skákinni, en fram að þessu hefur fyrst verið leikið 10. — cxd4. II. cxd4 og þá loks 11. — Bg4. I framangreindum einvígisskákum lék Kasparov ekki — cxd4, en í þessari skák gerir hann það. Anatoly Karpov 11. f3 - Ra5, 12. Bxf7+ Fyrir þetta einvígi var nær alltaf leikið hér 12. Bd3, en fómin á f7 er þekkt eftir að svartur hefur skipt á peðum á d4. Það breytir engu, hvenær svartur skýtur inn peða- kaupunum á d4, eins og Kasparov gerir í 14. leik í þessari skák. Karpov heldur sig við drápið á f7 öllum á óvart, því þessi leið hef- ur ekki verið talin gefa hvítum minnstu vonir um betra tafl. Karpov hefur þó fengið IV2 vinning í tveim skákum í afbrigðinu og heldur því sínu striki. 12. - Hxf7, 13. fxg4 - Hxfl+, 14. Kxfl — cxd4 í 5. og 7. skákinni lék Kasparov hér 14. — Dd6, og framhaldið varð 15. e5!? - Dd5, 16. Bf2. í 5. skák- inni lék Kasparov 16. — Hf8 og náði mun betra tafli, en í þeirri sjö- undu lenti hann í miklum erfíðleik- um eftir 16. — Hd8. Kasparov er ekki ánægður með gang mála í margnefndum skákum og reynir því nýja hugmynd í þessari skák. 15. cxd4 - Db6!? Nýr leikur í þessari stöðu. Skák- fræðin mælir með 15. — Dd7, 16. h3 - De6, 17. Dd3 - Dc4, 18. Dxc4 — Rxc4, 19. Bg5 — e6, 20. Hdl — b5 og staðan er nokkuð jöfn. 16. Kgl - De6, 17. Dd3 Karpov gefur peðið til baka og kemur hróknum á al strax í spilið. Hann hefði getað fengið upp venju- lega stöðu eftir 17. h3 — De6, 18. Dd3 — Dc4 með þeim mun þó, að hann hefur leikið kóngi sínum á gl. 17. - Dxg4, 18. Hfl - Hc8, 19. h3 - Dd7, 20. d5 - Rc4, 21. Bd4 - e5 Kasparov gefur andstæðingnum kost á að opna stöðuna, þótt svarta kóngsstaðan verði veik á eftir. Hvítur má ekki taka peðið á a7: 22. Bxa7 - b6, 23. Hcl - Dxa7, 24. Hxc4 — b5+ og svartur vinnur. 22. dxe6 e.p. — Dxe6, 23. Bxg7 - Kxg7, 24. Rf4 - Dd6 Ekki 24. — De5, 25. Dd7+ ásamt 26. Dxc8 og vinnur. 25. Dc3+ - Kh6 Kasparov verður að leika kóngi sínum fram á borðið, því hvorki gengur 25. — De5, 26. Re6+ — Kg8, 27. Dxc4 né 25. - Kg8, 26. Rd5 og hvítur hefur vinningsstöðu í báðum tilvikum. 26. Rd5 - De5, 27. Dd3 Til greina kom að leika 27. Db4, því svartur má varla drepa á e4: 27. — Dxe4, 28. Rf6 með margvís- legum hótunum. 27. - Kg7, 28. Rf6 - Dd6, 29. Dc3 - De5, 30. Dd3 - Dd6, 31. Dc3 - De5, 32. Db3 - Hc7. Ekki 32. - Rd2, 33. Dxb7+ - Hc7, 34. Dxc7+ - Dxc7, 35. Re8+ og hvítur vinnur. Til greina kom að leika 32. b5. 33. Dd3 - Hf7 Svarti hrókurinn valdar ekki lengur e8, þannig að svartur getur ekki leikið drottningu eða riddara til d6. 34. Dxc4 - Hxf6, 35. Hdl - b5 Kasparov teflir virkt að vanda. Hann hefur ekki áhuga á 35. — Hf7, 36. Hd5 og síðan ýtir hvítur e-peðinu áfram við tækifæri. 36. Hd7+ - Kh6, 37. De2 - Dc5+, 38. Kh2 - De5+, 39. g3 - Dc3, 40. Kg2 - Dc4, 41. De3+ Eftir 41. Dxc4 — bxc4, 42. Hxa7 - Hc6, 43. Hb7 - c3, 44. Hbl - Ha6 vinnur svartur peðið til baka með betra tafli. 411. - g5, 42. Hd2 - Dfl+, 43. Kh2 og í þessari stöðu lék Kasp- arov biðleik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.