Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 50

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Jómfrúræða Valgerðar Sverrisdóttur: Malefní umhverfisvemdar ekki fagnrfræðilegt hjal Hér fer á eftir jómfrúræða Val- gerðar Sverrisdóttur (F.-Ne.) sem flutt var á Alþingi 29. októ- ber sl.: Hæstvirtur forseti. Hér er lögð fram af þingmönnum - fimm flokka þingsályktunartillaga um einnota umbúðir. Málefni umhverfísvemdar eru illu heilli vandamál, sem flestar þjóðir eiga við að stríða og telja höfuðnauðsyn að leysa. Þau eru ekki fagurfræðilegt hjal um óþarfa heldur nauðsynjamál sem sérhverri menntaðri þjóð ber skylda til að taka á. Við segjum gjaman á hátíðar- stundum að við viljum að komandi kynslóðir erfí landið í ekki síðra ástandi, og helst betra, en þær kynslóðir sem það byggja nú. Til þess að svo geti orðið duga ekki orðin tóm, heldur þarf að eiga sér __ stað hugarfarsbreyting hjá hinum almenna borgara, skilvirkara eftirlit af hálfu sveitarstjóma og síðast en ekki síst löggjöf frá hinu háa Al- þingi þar sem hana skortir. Notkun einnota umbúða er á margan hátt þægileg og um margt jákvæð í nútíma þjóðfélagi, en vandamálin em a.m.k. tvíþætt. í fyrsta lagi þau náttúruspjöll sem af þeim hljótast úti í náttúr- unni og hvar sem er þar sem þeim er hent og í öðru lagi erfíðleikamir við að koma sumum af þessum vamingi endanlega fyrir kattamef. Hér er ekki um neitt nýtt mál að ræða, en það hefur aldrei verið brýnna en nú, þar sem notkun ein- nota umbúða hefur farið stórlega vaxandi með tilkomu pökkunarvéla fyrir öl og gosdrykki í áldósir hér á landi. I greinargerð Hollustu- vemdar ríkisins, Náttúmvemdar- ráðs og Landvemdar kemur fram að ekki sé ólíklegt að árleg sala á gosdrykkjum verði um 30 milljónir áldósa, sem svarar til hátt í 400 tonna af áli. Það er því ljóst að einn ófögnuð- ur hefur bæst við önnur spillingaröfl í islensku umhverfí. Við búum í fallegu landi stórbrot- innar náttúmfegurðar. íslendingar ferðast í vaxandi mæli innanlands hvort sem er í byggð eða óbyggð- um. Því miður hefur íslenskum uppalendum og skólakerfí ekki tek- ist að innræta þá sjálfsögðu skoðun í huga sérhvers einstaklings að fara um landið af skilningi og virðingu. Hver hefur ekki gengið fram á umbúðir, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast, á fögmm sumar- degi í borg eða bæ, sveit eða óbyggð, og verið eins og stunginn í augun? A leið minni frá bílaplani Al- Valgerður Sverrisdóttir þingis yfir á skrifstofu, sem er urr 50 m leið, sá ég einn morguninr 25 tómar áldósir með því að horfa sæmilega í kringum mig. í 13. gr. laga um náttúmvemd nr. 47 frá 1971 stendur með leyfi forseta. „Á víðavangi er bannað að fleygja frá sér eða skilja eftir msl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera msi eða sorp í sjó, í fjörur eða á sjávarbakka, í ár eða á ár- bakka, í læki eða í lækjarbakka. Skylt skal að ganga frá áningarstað og tjaldstæði, er menn hafa tekið sér úti í náttúmnni, þannig að ekk- ert sé eftir skilið sem lýti umhverfíð. Bannað er að safna msli í hauga á almannafæri við alfaraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorphaug- um, að hvorki ijúki úr þeim né fljóti. Hreinsa má msl á kostnað þess, sem sannur er að broti á þessu fyrir- mæli.“ (Tilvitnun lýkur.) Þetta em góð lög en því miður vantar nokkuð á að eftir þeim sé farið. Með lejrfí forseta langar mig að vitna aftur í lög um náttúmvemd frá 1971 en þar segir í 15. gr.: „Hafí byggingar, skip í fjöm, bifreiðar eða áhöld eða mannvirki, þar á meðal girðingar, verið skilin eftir í hirðuleysi og grotni þar nið- ur, svo að telja verði til lýta eða spjalla í náttúm, er eiganda skylt að fjarlægja það. Fari jörð í eyði er landeiganda skylt að ganga svo frá jarðhúsum, girðingum, bmnn- um og öðmm mannvirkjum að ekki valdi hættu fyrir fólk og skepnur né valdi náttúmspjöllum eða sé til lýta. Sveitarstjóm skal annast fram- kvæmdir þær, sem nauðsynlegar em samkvæmt fyrirmælum þess- um, á kostnað þess, er skylt var að annast þær, en hefur látið það ógert." (Tilvitnun lýkur.) Það er mikil ábyrgð því samfara að eiga land, hvort heldur það er lóð í þéttbýli eða jörð í sveit. Sú siðferðislega skylda hlýtur að hvfla á eigandanum, að hann gangi þannig um landið og haldi við mannvirkjum, að ekki verði til ama fyrir þá sem um landið fara. Á síðustu ámm hefur orðið vem- leg framför víða til sveita í umgengni á bóndabýlum. Á það bæði við um ytra útlit útihúsa og frágang á hvers konar brotajámi. En því miður má enn sjá bflhræ og úreltar landbúnaðarvélar á áber- andi stöðum, jafnvel uppi á hæstu hæðum. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að það er gífurlega mikil vinna sem felst í því að snyrta og prýða og halda í horfínu á einu bóndabýli. Það er ekki ólíklegt að þar sé um a.m.k. hálft starf að ræða yfír sumarmánuðina ef að standa á myndarlega að verki. Á nýafstöðnu Náttúruvemdar- þingi vom vandamál vegna sorp- eyðingar og förgunar á brotajámi og öðmm málmum nokkuð til um- ræðu. Þar koma fram í máli manna, að endurvinnsla væri æskilegasta leiðin og raunar sú eina sem auð- velt væri að sætta sig við frá sjónarhóli umhverfísvemdar. Sú leið sem farin hefur verið í nokkmm mæli, það er að urða þetta msl, hefur ýmsa vankanta. T.d. hefur tilhneigingin verið sú, að grafa ekki nægilega djúpt, og hafa þá herlegheitin minnt á sig áður en mörg ár hafa liðið. Hæstvirtur forseti. Ég vil að lokum endurtaka það sem ég sagði í upphafí. Málefni umhverfísvemdar em ekki fagur- fræðilegt hjal um óþarfa heldur nauðsynjamál í sérhveiju hugsandi þjóðfélagi. radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Týr FUS í Kópavogi Viðverutími stjórnar. Stjóm Týs heldur stjórnarfundi á sunndögum kl. 21.00 í Hamra- borg 1, 3. hæð. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. HFIMDALI.UK Byrjenda- námskeið Byrjendanámskeið Heimdallar hefst fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20.00 I kjallara Valhallar. Árni Sigfússon formaöur S.U.S. og Ólafur Stephensen formaður Heimdallar mæta í létt spjall og kynna störf og stefnu félagsins. Nýlr félagar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta. Skólanefndin. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldinn í Sjálfstæö- ishúsinu við Heiðar- gerði, sunnudaginn 8. nóvember kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin, Akranesi. Grafarvogshverfi Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forðmaður skipulagsnefndar, ræðir um skipulags- málin. 3. Önnur mál. Stjórnin. Árbær - Ártúnsholt - Selás Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 5. nóv- ember kl. 20.30 í félagsheimilinu, Hraunbæ 102b. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Gestir fundarins verða alþingis- mennimir Geir H. Haarde og Jón Magnússon. 3. Önnur mál. Stjórnin. Hafnfirðingar Eiga frjálshyggjan og Sjálfstæðisflokkurinn samleið? Félag urígra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði heldur hádegisfund laugardaginn 7. nóv- ember kl. 12.15 í Sjálfstæöishúsinu viö Strandgötu. Gestur fundarins verður Hann- es H. Gissurarson, stjórnmálafræöingur. Mun hann svara spurningunni „Eiga frjáls- hyggjan og Sjálfstæðisflokkurinn samleið?" Allir velkomnir. Stefnir. Hafnfirðingar Félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði býður ykkur að taka þátt í verkefnastarfi félagsins í vetur. Starfið hefst kl. 11.00 laugardaginn 7. nóvember í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu með því að skipaö verður í verkefnahópa. Starfað verður í eftirtöldum verkefnahópum: Atvinnumál. Sveitastjórnarmál. islenskur fjármálamarkaður. Utanríkismál. Húsnæðis- og dagvistunarmál. Samgöngu- og umhverfismál. Námslánakerfið. Neytendamál Allir velkomnir. Stefnir. 51 Utanríkismála- námskeið Utanríkismálanámskeið Heimdallar hefst föstudaginn 6. nóvember kl. 20.00 í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Davíð Stefáns- son formaöur utanríkismálanefndar S.U.S. greinir frá störfum og stefnu ungra sjálf- stæöismanna í utanríkismálum og Hreinn Loftsson formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins ræðir um stöðuna i afvopnunarmálum. Keflavíkurferð Námskeiðinu lýkur svo laugardaginn 7. nóvember með skoðunarferð í Varnarstöð- ina í Keflavík þar sem aöstaöa og búnaður varnarliðsins verður skoðaður. Stór- skemmtileg og fræðandi ferð. Mæting kl. 11.00 i Valhöll. Rútugjald veröur 350.- kr. og er eina greiðslan fyrir þetta námskeið. Gullið tækifæri fyrir ungt áhugafólk um stjórnmál og utanríkismál. Skólanefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.