Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 51

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 51 Ný útgáfa af Pollýönnu POLLÝANNA eftir bandaríska rithöfundinn Eleanor H. Porter er komin út að nýju í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Það er bókaforlag Máls og menningar sem gefur bókina út. í fréttatil- kynningu útgefanda segir: „Pollýanna var ekki gömul þegar hún lærði dálítinn leik sem oft kom í góðar þarfír. Hann fólst í því að reyna ævinlega að sjá bjartar hliðar á hveiju máli. Þegar hún hafði misst báða foreldra sína var hún send til frænku sinnar í fóstur. Ungfrú Pollý hafði aldrei haft neitt af börnum að segja og langaði ekkert til að breyta því. Og hvernig á maður að bregðast við krakka sem ævinlega sér eitthvað gott við allt sem fyrir kemur, jafnvel fótbrot?" Pollýanna var fyrst gefín út í Bandaríkjunum árið 1913 en hefur síðan verið þýdd á ótal tungumál, sett á svið og kvikmynduð. Íslenska þýðingin var gerð árið 1945, og kem- ur nú út í þriðja sinn í nýjum flokki bama- og unglingabóka frá Máli og menningu, bæði innbundin og í kilju. Bókin er 219 bls. að stærð, prentuð hjá Narhaven bogtryggeri a/s í Dan- mörku. Kápumynd gerði Brian Pilkington. Divine Divine skemmtir aftur í Evrópu SÖNGVARINN og leikarinn Divine skemmtir í veitingahúsinu Evrópu í kvöld, 5. nóvember. Einnig föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld næstkom- andi. Divine kom til landsins fyrir rúmu ári og skemmti þá í Evrópu. í fréttatilkynningu segir að frá því Divine var hér síðast hafi forráða- menn Evrópu fengið fjölmargar áskoranir um að fá hann aftur til landsins. Fyrst og fremst þess vegna var ráðist í að reyna að ná samningum við kappann á nýjan leik, en hann komst ekki fyrr til landsins vegna anna. Divine heitir reyndar Glen Milsted og er um 150 kflóa karlmað- ur sem kemur fram í kvengervi. Glen byijaði að gera kvikmyndir árið 1962 ásamt vini sínum John Waters og hefur leikið í kvikmynd- um síðan. Nýjasta hlutverkið var í kvikmyndinni „Trouble in Mind“ þar sem hann lék sitt fyrsta karl- hlutverk á móti Kris Kristoferson. Myndin var frumsýnd í Banda- ríkjunum á síðasta ári. Eins og áður segir skemmtir Divine næstu fjögur kvöld og hefj- ast skemmtanimar um miðnætti. Fyrirferöarlíti11 lampi LUMINESTRA* — LUMINESTRA® lampinn frá OSRAM er aðeins 21 mm á breidd. — Birtan er hin hlýja birta glóperunnar. — Hægt er að tengja tiu lampa i röð. — Tilvalinn i skápa, innréttingar, og þar sem rými er lltiö. — Litur: hvítur. H OSRAM Ijóslif and i orkusparnaóur Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgðir. JÚHANN OLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 HUTSCHENREUTHER GERMANY „Portoflno44 Nýtt matar- og kaffistell frá Hutschenreuther, framleitt úr postulíni af bestu gerð M:: SILFURBUÐIN KRINGLUNNI—REYKJAVÍK SÍMI 689066

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.