Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 05.11.1987, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Minning: Olöf Lydia Bridde Fædd 29. janúar 1934 Dáin 23. október 1987 Sál mín, hrind þú harmi og kvíða, hvers kyns neyð sem fyrir er, heyr þú raust þíns Herra blíða, hana segja láttu þér Það, sem horfir þyngst til móðs, þér skal verða mest til góðs. Huggarinn á himni bætir hvað, sem mæðir þig og grætir. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Nú um þetta leyti er hinir fögru litir haustsins eru að hverfa, kveður þetta líf elskuleg frænka mín, Ólöf Lydia Bridde, eða Stella einsog hún var ávallt kölluð. Eins og árstíðim- ar með hlýju og kulda, er lífsgangur mannanna margvíslegur. Kynni okkar af samferðarfólkinu eru jafn- an breytileg, og á stundum, er eins og örlög ráði. Á lífsleiðinni bindast vináttu- bönd, ýmis kynni hverfa sem sjónhending, en önnur lýsa inn í lífíð sem gull. Þegar "ináttan er sterk, og þeg- *- ar dimmir yfír, þá er vináttan þjarg sem ekkert fær haggað „Sem ljós í myrkrinu". Þannig mun minning mín um góða frænku áfrallt lifa. í lífssögu Stellu varðveitist saga um góða konu sem átti því láni að fagna að lifa tii að gefa frá sér væntumþykju og styrk þegar á reyndi. Þeim sem átt hafa það dýrmæta skap að varðveita kærleiksperluna í stórsjóum lífsins hér á jörð, mun .: hlotnast æðra hlutskipti í heimi handan þessa lífs. Eiginmanni, fjölskyldu og elsku ömmu Dísu votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Einar H. Bridde í dag, fímmtudaginn 5. nóvem- ber, fer fram frá Fossvogskirkju útför Ólafar Lydiu Bridde. Foreldrar hennar eru sæmdar- hjónin Þórdís Guðnadóttir Bridde og Alexander Bridde, bakarameist- ari, hann lést fyrir allmörgum árum. Stella, eins og hún var. köll- uð, var yngst þriggja systkina, Hermann elstur, svo Guðni, er lést í október 1985. Það er sárt að kveðja æskuvin- konu er tengist lífí manns alveg frá fyrstu minningum og áfram í hálfa öld. Minningar og brot minninga líða í gegnum hugann, allar tengd- ar Stellu og fjölskyldunni á Bárugötu 8. Það var gaman á góðum stund- um að draga fram í dagsljósið öll bamabrekin og hlæja að öllu sam- an, það er erfítt til þess að hugsa að maður eigi ekki eftir að heyra oftar smitandi, dillandi hlátur hennar. Leiðir skildu að miklu leyti um tíma eftir að ég flutti, en þó héldum við alltaf sambandi. Snemma á táningsárunum fór- um við svo saman ásamt annarri Bárugötu-stelpu á skóla í Hilleröd og tveim árum seinna á húsmæðra- skóla í Holte. Frá þessum árum áttum við líka gott safn minninga um glaða daga, þær minningar voru líka dregnar fram á góðum stundum. Þegar hún var orðin stór og myndarleg og gestrisin húsmóð- t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINSÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Kjós í Árneshreppí, andaöist á dvalarheimilinu Hrafnistu 3. nóvember sl. Sigurbjörg Alexandersdóttir, Eyjólfur Valgeirsson, Kristín Guðmunsdóttir, Skúli Alexandersson, Hrefna Magnúsdóttir, Alda Alexandersdóttir, Stefán Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir mín, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Sauðhúsvelli, V-Eyjafjöllum, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 3. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Sigmar Sigurðsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓRUNN S. JÓNSDÓTTIR, Hagamel 27, sem lést laugardaginn 24. október, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 6. nóv. kl. 13.30. Gunnar Ægir Sverrisson, Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Victor Gunnarsson, Ólafur Björn Gunnarsson, Úlfur Karlsson, Óla Kjartansdóttir, Selma Rut Gunnarsdóttir, Ingunn Helga Gunnarsdóttir, Arnar Steinn Ólafsson. t Litli sonur okkar, GUNNAR GÍSLASON, sem lést þriöjudaginn 27. október verður jarðsunginn frá Mikla- bæjarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Gísli Sigurður Gíslason, Karólína Gunnarsdóttir. ir og þóttist hafa lært öll herleg- heitin á Holti fórum við afsíðis og hlógum okkur máttlausar, því þó við lærðum margt nýtilegt á skól- anum þá lærðum við sko ekki að baka slíkar glæsitertur sem hún bauð upp á. Endalaust mætti tína fram gullkom minninga en við geymum þær þar til við hittumst á ný. Stella giftist eftirlifandi eigin- manni 9. desember 1957 og eiga þau fjögur mannvænleg böm, Þórdísi, Ólaf Alexander, Andrés Ellert og Gyðu. Það var notalegt að heimsækja Stellu og Óla, þar mætti maður alltaf hlýju og gestrisni í ríkum mæli. Stella hafði einstakt lundar- far, var alltaf hress og kát, og lét ekki bugast þó síðustu árin hafí verið í meira lagi erfíð. Við þökkum Stellu samfylgdina með orðum skáldsins: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Óli minn, böm, tengdaböm og bamabarn og Þórdís á Bámgöt- unni, við sendum okkar hjartans samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur og varðveiti. Góa og fjölskylda. „Eitt sinn verða allir menn að deyja", eins og marg oft hefur ver- ið sagt, en þegar að tímamótum kemur, getur verið erfítt að sætta sig við orðinn hlut. Þegar mér bámst þær fréttir að Stella æskuvinkona mín væri látin, þyrmdi yfír mig minningar liðinna ára. Við vomm alltaf saman, alla okkar æsku. Við vomm ekki háar í loftinu, þegar við vomm orðnar heimilisvinir á heimiluin hvor ann- arrar á Bámgötunni. Eg minnist þess hve gaman var að koma heim á Bámgötu 8, þar sem þtjár kyn- slóðir bjuggu saman í sátt og samlyndi eins og þá var títt. Stella var yngsta bam foreldra sinna og eina dóttirin, og ég man þegar eldri bræður Stellu vom unglingar, og síðar ungir menn en við enn smá stelpur, þá fylgdumst við með úr fyarlægð, eins og flugur á vegg, því þetta var fyrirmynd okkar á því spennandi lífí sem í vændum var, fíillorðinsáranna. Fullorðinsár okkar byijuðu líka spennandi því við fómm ungar með Gullfossi til Danmerkur á vit ævin- týra og náms á Gryntvig höjskole. Þar lifðum við ógleymanlegar stundir og átti Kaupmannahöfn alltaf sérstakan sess í hugum okk- ar vinkvennanna um ókomna tíð, alltaf þegar við komum saman á fullorðinsámm var hægt að rify'a upp gamlar minningar. Árin liðu og Stella kynntist eftir- Iifandi eiginmanni sínum, Ólafí Ólafssyni, og eignuðust þau fy'ögur böm. Eg man sumrin þegar við vomm ungar mæður með bama- hópana okkar í sumarbústað for- eldra Stellu á Þingvöllum, hvað okkur fannst við vera orðnar full- orðnar þegar við horfðum á ungana ærslast um móana og vatnsbakk- ann. Ég mun ætíð minnast Stellu og vil ég þakka henni fyrir samvemna með þessum fáu línum. Ég votta þér samúð mína, Þórdís mín, Óla, bami, tengdabami og bamabami. Hanna t Móðir okkar, ÁGÚSTA FORBERG, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Magnús Ólafsson, Örn Forberg, Ásbjörg Forberg, Jenný Forberg. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HALLVARÐSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Gerd Hallvarðsson, Birgir Sigurjónsson, Ragnhildur Eggertsdóttir, Hallvarður Sigurjónsson, Kristin Lára Scheving, Helga Maria Sigurjónsdóttir, Hreiðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, CLARA GUÐRÚN ISEBARN, Gnoðarvogi 40 Reykjavfk, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag fimmtudag, 5. nóvem- ber kl. 13.30. Elín Halldórsdóttir, Skafti Björnsson, Margrót Halldórsdóttir, Pótur V. Maack, Björn H. Halldórsson, Ólöf B. Ásgeirsdóttir og barnabörn. Og samt var stöðugt yfir okkur kvartað, og eflaust hefur námið gengið tregt. Við lögðum aðaláherslu á hjartað, því okkur þótti hitt of veraldlegt T.G. Þetta erindi úr „Austurstræti" Tómasar Guðmundssonar er skrif- að af Ólöfu L. Bridde árið 1951 í minningabók sem ég geymi frá árum okkar saman í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Við vomm þá ungar stúlkur og allt var svo skemmtilegt við lífíð og tilveruna. Við gengum út í vor- ið fullar af lífsorku eins og vera ber og „lögðum aðaláherslu á hjart- að“ og ekki síst hún Stella, vinkon- an sem er nú kvödd. Hún fékk allt það besta vega- nesti frá æskuheimili sínu, sem hægt er að fá, einkadóttir ásamt tveim bræðrum sem nutu góðra foreldra, móðursystkina og móður- ömmu, allt þetta ágætisfólk bjó við mikinn myndarskap á Bárugötu 8 hér í bæ. Ung giftist Stella miklum ágæt- ismanni, Ólafí Ólafssyni, þau bjuggu sér og bömunum sínum fallegt heimili þar sem alltaf var jafn gott að koma og greinilega „lögð aðaláhersla á hjartað". Oft bauð hún okkur skólasystr- unum til fagnaðar og var alltaf glatt á hjalla, hlýja og einstök gestrisni í fyrirrúmi. Stella var miklum mannkostum gædd, ljúf og einstaklega trygg- lynd. Það er erfítt að átta sig á því að hún sé nú horfín okkur um stund, eftir standa aðeins góðar minningar. Hún veiktist alvarlega fyrir hálfu ári og vonir um bata brugðust. Áföllin í fjölskyldunni eru orðin mörg. Á stuttum tíma hefur mikið verið lagt á aldraða móður- ina. Sagt er að gull skírist í eldi og þrek manna komi best í ljós er mest á reynir. Guð gefí frú Þórdísi styrk í sorginni. Síðasta samverustund okkar nokkurra vinkvenna var á fögru nýliðnu síðsumarkvöldi, við vissum að Stella var alvarlega veik, en hún var með okkur og við áttum saman stund sem nú er dýrmæt minning, þökk sé húsráðendum sem opnuðu heimili sitt fyrir okkur, heimili sem á góðan hátt tengist æskuminning- unum. Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að þakka allar góðar sam- verustundimar sem við áttum saman. Ég votta Ólafi, bömum þeirra og öðmm ættingjum mína dýpstu samúð. Hrafnhildur Jónasdóttir Síminn hringir á sunnudags- kvöldi, 25. október, það er systir mín, Borghildur, heima á íslandi sem vill láta mig vita að vinkona mín Ólöf Lydía Bridde sé látin og aðeins 52 ára gömul. Maður sest niður og er hljóður og trúir þessu varla en reynir samt að rita nokkur fátækleg orð um minningu hennar. Mig langar að þakka Stellu fyrir að hafa verið trygg, skemmtileg og svo mikið indæl vinkona síðan við fyrst kynntumst í Landakots- skólanum fyrir meira en 40 árum. Eftir tólf ára bekkinn þar fómm við svo í Miðbæjarbamaskólann og þá var nú háttum þannig komið fyrir að ég gekk á hveijum morgni niður á Bámgötu til að sækja Stellu, svo gengum við saman niður á Tjöm og í skólann. Daglega þeg- ar ég var svona snemma komin á Bámgötuna, var Þórdís móðir Stellu alltaf komin á fætur og bauð þá upp á heitt súkkulaði og fínasta góðgæti úr bakaríi mannsins síns, Alexanders Bridde, sem þá löngu áður var farinn til vinnu. Þessar hlýju og góðu kræsingar þáði ég svo í fjögur ár eða þar til Stella og ég útskrifuðumst úr Kvennaskólanum árið 1952. Þó að mörg þúsund mílur hafi verið á milli okkar í mörg ár, frétti ég alltaf frá henni og hennar fjöl- skyldu ogþá sérstaklega um jólin. Frá árinu 1970 til þessa dags hef ég komið heim á hveiju ári og aldrei mátti Stella heyra annað en að ég kæmi í mat til sín og alltaf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.