Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 63

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 63 lofaði hún að gefa manni bara ein- faldan mat og hafa ekkert fyrir honum. Þegar maður var svo kom- in á hennar stórkostlega og fallega heimili, þá blasti við skrautlega dekkað borð með stífuðum dúk og servéttum og hún kom svo með 4ra rétta mat. Oft kallaði hún líka í bekkjarsystur okkar úr Kvennó og við skemmtum okkur konunglega. Það var alltaf svo yndislegt að koma á heimili Stellu og Óla. Þegar ég var heima í ágústmán- uði vissi ég að Stella hafði verið svolítið lasin svo að í þetta sinn bauð ég henni í mat til systur minnar ásamt örðum bekkjasystr- um úr Kvennó. Mér fannst Stella líta vel út og þetta var hið ánægjulegasta kvöld og var mikið hlegið og rifjuð upp gömul prakkarastrik sem vð höfð- um framið á skólaárunum. Þama sátum við fjórar og vorum að skipuleggja ferð þeirra þriggja næsta vor hingað til Bandaríkjanna og að heimsælqa mig. Ekki gat mig þá grunað að þetta yrði seinasti fundur okkar Stellu. Eg kem til með að sakna hennar sárlega. Þegar ég nú kveð þessa góðu og tryg&u vinkonu bið ég Guð að blessa og styrkja Þórdísi móður hennar Ola eiginmann hennar og böm þeirra ásamt öðrum ástvinum og ættingjum. Hjördís Þór McCrary, Indianapolis, Indiana. Síðastliðið sumar veiktist Stella, eins og hún var kölluð af vinum og ættingjum, af þeim skæða sjúk- dómi, sem dró hana til dauða á svo stuttum tíma, langt um aldur fram. Mig langar til með fáum orðum, að þakka svilkonu minni þá góðu viðkynningu og samvinnu, sem við höfum átt saman í þau 30 ár, sem leiðir okkar hafa legið saman. Stella var gædd alveg einstaklega léttri lund og viljastyrk þegar á móti blés, hún hló og gerði lítið úr hlutum, sem öðrum hefðu vaxið í augum. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Ólafí Ólafssyni, verslunarmanni, 8. desember 1957 og eignuðust þau 4 mannvænleg böm, sem öll eru á lífi. Ég bið góðan Guð að gefa aldraðri móður styrk í sorg hennar, sem nú sér á eftir einkadóttur, sem var henni allt. Ég og fjöiskylda mín sendum eiginmanni Stellu, bömum, tengda- tómum, bamabami og ættingjum okkar dýpstu samúð. Megi minn- ingin um hina hugprúðu konu gefa ykkur styrk í sorginni. Margrét Leósdóttir í dag verður jarðsett kær vin- kona mín, Stella Bridde. Ólöf Lydia Bridde hét hún fullu nafni, fædd 29. janúar 1935. Dóttir sæmdar- hjónanna Þórdísar Bridde og Alexanders Bridde bakarameist- ara. Hún var yngst þriggja systkina. Elstur var Hermann bakarameist- ari, næstur Guðni heitinn rafvirkja- meistari og yngst Ólöf Lydia, eftirlæti fjölskyldunnar. Fædd og uppalin á Bárugötu 8 í faðmi stórr- ar fjölskyldu, en Elín móðursystir hennar og Andrés móðurbróðir bjuggu á efri hæð hússins. Stór ijölskylda sem var mjög samhent og lét vel að búa í sama húsi. Stella gekk í Landakotsskóla, síðan í Miðbæjarskólann og ioks fór hún í Kvennaskólann, en þar hóf- ust okkar kynni. Stella var mjög félagslynd og hreinskiptin. Eignað- ist hún marga vini í gegnum árin. Saumaklúbb stofnuðum við 10 skólasystur í Kvennó, sem haldið hefur hópinn af og til í gegnum árin, þrátt fyrir að vinkonumar hafí flutt út og suður, þá voru tengslin alltaf til staðar og komið saman þegar færi gafst. Þegar skólanum lauk fór Stella að vinna í bakaríi föður síns, Bridde bakarí á Hverfísgötunni, sem var eitt besta bakarí á þessum árum. Þótti faðir hennar, sem var þýskur að ætt, mjög fær bakari og fór hróður hans víða. Árið 1957 urðu þáttaskil í lífí Stellu, en þá giftist hún Ólafí Ólafs- syni. Var ánægjulegt að fylgjast með innilegu hjónabandi þeirra. Þau eignuðust 4 böm sem öll eru nú uppkomin. Elstur er Ólafur Alexander fæddur 9.2. 1958, Þórdís fædd 6.9. 1959, Andrés fæddur 4.10. 1963 og Gyða yngst fædd 26.2. 1966. Eru börnin öll hin myndarlegustu og foreldrum til sóma. Eitt ömmubarn var fætt, Díana Ósk, sem var augasteinn ömmu sinnar. Stella bjó manni sínum og böm- um yndislegt heimili, sem bar vott smekkvísi húsráðanda. Var hún sannkölluð húsmóðir heimavinn- andi og velvakandi yfir velferð fjölskyldunnar, húsmóðir sem margir sakna í dag, þar sem rækt- un fjölskyldunnar var tekin fram yfír jafnréttið. Þegar bömin uxu úr grasi, fannst henni hún þurfa að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Vann hún fyrst um árabil hjá Hermanni bróður sínum. Seinna langaði hana að söðla um og fór að vinna í Mikla- garði. Þar leið henni líka mjög vel. Þegar hún var spurð hvort ekki væri erfítt að vinna í svona fjöl- menni, svaraði hún gáskafull: Það er svo skemmtilegt hér, maður hitt- ir svo margt fólk. Þannig var Stella alltaf jafn félagslynd og jákvæð. Oft hóaði hún saman sauma- klúbbnum og jafnvel öllum bekkn- um okkar, þegar mikið stóð til, t.d. þegar Hjördís kom frá Ameríku eða Þóra frá Noregi. Þegar við héldum upp á síðasta stórafmæli 25 ára Kvennaskólaafmæli, lét hún sig ekki muna um að hóa öllum sam- an. Var feikna fjör hjá henni og gaman að hittast og láta eins og við værum 17 ára aftur. Bekkurinn og klúbburinn verður aldrei samur hér eftir að Stella er fallin frá. Stella fór ekki áfallalaust { gegnum lífíð frekar en aðrir. Átakanlegt var þegar Hermann bróðir hennar missti konu sína í blóma lífsins frá ungum bömum. Harmur var og mikill þegar Guðni bróðir hennar dó eftir langvarandi veikindi, og síðasta áfallið var þeg- ar bróðursonur hennar andaðist snögglega nú fyrir stuttu. Þá var Stella sjálf helsjúk, hafði verið skorin upp í sumar, en hélt að nú væri sér að batna. Og Óli eigin- maður hennar, sem hefur verið sjúkur í nokkur ár, varð nú að styðja hana og styrkja. Létt var hún þó í lund, þegar ég síðast tal- aði við hana, og sagði að batinn væri nú að koma. En allt í einu var kallið komið og hún andaðist 23. október aðeins 52 ára að aldri. Sár er nú söknuður fjölskyldu hennar, eiginmanns og barna og ekki síst aldraðrar móður, sem sjá nú á eftir elskaðri eiginkonu, móð- ur, ömmu og dóttur. Kæri Óli, böm og Þórdís, ég og fjölskylda mín biðjum guð að blessa ykkur og styrkja. Blessuð sé minning Stellu Bridde, hafí hún þökk fyrir allt og allt. Sigurbjörg Axelsdóttir t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall, EMILS A. SIGURJÓNSSONAR nálarameistara, Lokastíg 5, Margrót Guðjónsdóttir, Guöjón Emilsson, Gunnar Emilsson, Emilia Emilsdóttir, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Sveinn Halldórsson, Ellen Emilsdóttir, Sveinn Jónasson og barnabörn. t Systir okkar og mágkona, SIGRÚN BERGMANN, Hátúni 12, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Sjálfsbjörg. Unnur Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Elín Sigurðardóttir, Magnús Sigurösson, Dórothea Einarsdóttir, Garðar Júlíusson, Sigríður Björnsdóttir. t Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF LYDÍA BRIDDE, Kjalarlandi 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. nóvember kl. 13.30. Ólafur ölafsson, Þórdis G. Srldde, Ólafur Alexander Ólafsson, Ellen María Frederiksen, Andrés Ellert Ólafsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Þórdfs Ólafsdóttir, Gyða Ólafsdóttir, Dfana Ósk Ólafsdóttir. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÁGÚSTAR OTTÓS JÓNSSONAR frá Gróf Tjarnarbraut 23, Hafnarfirði, fer fram föstudaginn 6. nóvember kl. 13.30 frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Þóra Bachmann, Stefán G. Ágústsson, Sjöfn Jónasdóttir, Jónína Ágústsdóttir, Ragnar Örn Ásgeirsson, barnabörn og systkinin frá Gróf. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, ÓSKARSÁRNASONAR hárskerameistara, Sogavegi 48, Reykjavfk, Steinunn Eirfksdóttir, Eiríkur Óskarsson, Oddbjörg Óskarsdóttir, Haukur Haraldsson og barnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför, JARÞRÚÐAR KARLSDÓTTUR, Tunguseli 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A-6, Borgarspítalanum. Karl Már Einarsson, Magnús R. Einarsson, Rannveig Einarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Hallfríður Einarsdóttir, Svanhvít Þorsteinsdóttir, Hanna G. Sigurðardóttir, Kristján Hjaltason, Erlendur Jónsson, Ásgeir Örn Gestsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Björg Einarsdóttir, Elfnborg Einarsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Ólafur Einarsson, Steinmóður Einarsson, barnabörn og Jóhann Einarsson, Hörður T ryggvason, Bergþór Bjarnason, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðrún Ársælsdóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR KRISTINSSONAR. Kristinn Hannesson, Sigrfður Hannesdóttir, Ólafur Magnússon, Þorvaldur Hannesson, Guðmunda Oddsdóttir, Sigurlaug Hannesdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakka innilega hlýhug og samúð við andlát og útför fööursystur minnar, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Reynimel 80. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd aettingja og vina, Auður Garðarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARNGRÍMS JÓNSSONAR, Árgilsstöðum. Jón Arngrfmsson, Sæmundur Óskarsson, Guðrún Arngrfmsdóttir, Benjamfn Jóhannesson, Marta Arngrímsdóttir, Svavar Friðleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR frá Hofi. Guðmunda Jóna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför VIGFÚSAR MAGNÚSSONAR, Skinnastöðum. Lucinda Árnadóttir, börn, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.