Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 05.11.1987, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 75 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Stórskemmtilegt í Laugardalshöll - þegarValsmenn lögðu meistara Víkings, 18:17 VALUR iagði Víking að velli, 18:17, í æsispennandi og stór- skemmtilegum leik í Höllinni í gærkvöldi. Þetta var leikur mik- illar spennu, hörkuvarna og frábærra markvarða, tvímæla- laust einhver besti ieikur þessa íslandsmóts. Um það bil 1200 áhorfendur sem mættu til leiks fóru ekki sviknir heim og i raun- inni synd að annað liðið skyldi þurfa að tapa þessum leik. etta var gríðarlega jafnt, bæði í fyrri hálfleik og seinni, jafnt á Qölmörgum tölum. Sérstaklega var hasar í seinni hálfleiknum er jafnt var á öllum tölum frá 10-10 upp I 15-15, en þá kom darraðardans sem skipti sköpum. Vals- menn skoruðu, 16-15, og áttu svo möguleika á að komast tveimur mörkum yfír, en Kristján varði víti Valdimars. Hinu megin brenndi Siggi Gunnars af víti og í þriðju sókninni kom þriðja vítið og þá skoraði Júlíus fyrir Val, 15:17. Síðan var staðan 17:18 fyrir Val og Júlíus brenndi af víti fyrir liðið er 55 sekúndur voru eftir. Víkingar brunuðu upp, misstu knöttinn, en ekki tók betra við fyrir Val, dæmd voru skref á liðið er 11 sekúndur voru eftir. Löng sending fram, beint ■ á Víking sem kominn var fremstur fram í dauðafæri, en allt í einu virt- ist togna enn frekar úr Júlíusi Valsmanni Jónassyni, og tókst hon- um að blaka knettinum í innkast. Og tíminn fjaraði út. Valssigur. í þessum stórleik iéku allir hlutverk sín með mikilli prýði. Kristján Sig- mundsson og Einar Þorvarðarson voru frábærir, vörðu raunar ekki sérlega mörg skot, enda vamimar sterkar, en það sem þeir tóku var nær allt úr dauðafærum. Af útileik- mönnum stóðu Sigurður Gunnars- son og Júlíus Jónasson hæst upp úr. Vík. - Valur 17 : 18 Laugardalshöll, íslandsmótið l.deild, 4. nóvember 1987. Gangur leiksins:l:l, 5:5, 5:8, 8:8,10:9, 10:10, 15:15, 15:18,17:18. Mörk Víkings:Sigurður Gunnarsson 7/2, Karl Þráinsson 3/1, Bjarki Sig- urðsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Hilmar Sigurgíslason 2, Ámi Frið- leifsson 1 mark. Varin skot: Kristján Sigmundsson 11 skot, þar af eitt víti. Mörk ValsJúlíus Jónasson 7/3, Jakob Sigurðsson 4, Jón Kristjánsson 2, Geir Sveinsson 2, Þóröur Sigurðsson 2 og Þorbjöm Guðmundsson 1 mark. Varin skot: Einar Þorvarðarson 10 skot DómaranStefán Amaldsson og ólafur Haraldsson, dæmdu mjög vel. Staðaní 1. deild FH - UBK 23: 21 Þór - KA 14 : 19 KR - Stjarnan 19 : 24 Víkingur - Valur 17 : 18 ÍR - Fram 24 : 23 FJ. leikja u j T Möik Stig FH 7 6 1 0 209: 151 13 Valur 7 6 1 0 150: 107 13 Stjaman 7 4 1 2 167: 170 9 Víkingur 7 4 0 3 173: 159 8 UBK 7 4 0 3 143: 146 8 ÍR 7 3 1 3 150: 162 7 KA 7 2 1 4 137: 151 5 KR 7 2 0 5 147: 164 4 Fram 7 1 1 5 158: 181 3 Þór 7 0 0 7 137: 180 0 Skúli Sveinsson skrífar Guðmundur Þórðar sér um stigin eftir leiktíma ANNAN leikinn í röð geta ÍR- ingar þakkað fyrirliða sínum fyrir stigin sem önglast hefur í. Á dögunum skoraði Guð- mundur Þórðarson úr au- kakasti eftir að leiktíma var lokið gegn Stjörnuni og tryggði liði sínu eitt stig. Nú gerði hann gott betur, skoraði úr vítakasti gegn Fram eftir að leiktíminn var úti og tryggði ÍR tvö dýrmæt stig. ÆT IR-ingar geta andað léttar. Þeir voru mikinn hluta leiksins með algert frumkvæði í leiknum, Fram- arar eins og höfuðlaus her, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Guðmundur Þannig leiddu þeir GuOjónsson leikinn nær allan skrífar tíman. Framarar geta nagað sig í handarbökin. Eftir að hafa spilað hroðalegan fyrri hálfleik tóku þeir að saxa á forskotið og ÍR-ingar gengu tvívegis í gegn um tilvistar- kreppur í seinni hálfleik. Þá keppt- ust menn hver um aðra þvera að reiða fram glappaskot og þá reynd- ist dýrmætt að hafa menn í liðinu eins og Guðmund Þórðarson fyrir- liða og Hrafn Margeirsson í markinu. Það er álit undirritaðs að þegar á heildina er litið voru það þeir sem sáu um sigurinn. Annars má segja um ÍR, að þeir virtust hafa lagt grunninn að stór- um og tryggum sigri með sannfær- andi stemmingsleik í fyrri hálfleik. Ógurlegur gnýr áhangenda liðsins hvatti þá til dáða, en í seinni hálf- leik bilaði kjarkurinn og Framarar höfðu nær nælt sér í stig. Lok- amínútumar voru bókstaflega trylltar og hápunktinum var náð er Framarar reyndu mislukkað skot þegar 5 sekúndur vom eftir, boltinn barst fram og Frosti Guðlaugsson sveif inn úr hominu. Færið þröngt og Jens búinn að veija vel. Dreif þá að Framara nokkum sem skellti Frosta í gólfíð. Þar með var málið útkljáð, Guðmundur Þórðar sá um það. Framan af var ÍR-liðið jafnt með fyrrgreinda tvo sem bestu menn. Þeir tveir héldu svo manna best \ haus þegar á reyndi. Hjá Fram vom Hermann og Egill einna skást- ir og Jens varði vel í seinni hálfleik. ÍR-Fram 24 : 23 íþróttahús Seljaskóla, íslandsmótið 1. deild, miðvikudaginn 4. nóvember 1987. Gangur leiksins:4:l, 10:5, 14:8, 16:9, 17:11, 17:16, 19:16, 21:18, 21:21, 22:22, 23:23, 24:23. Mörk ÍR: Bjami Bessason 6, Guð- mundur Þórðarson 6,4 víti, Ólafur Gylfason 4, Magnús ólafsson 3, Finnur Jóhannsson 2, Frosti Guðlaugsson 2 og Sigfús Bollason 1 mark. Varin skot: Guðmundur Jónsson 4 og Jens Einars- son 7 skot. Mörk FramrEgill Jóhannesson 8,2 víti, Hermann Bjömsson 5, Birgir Sigurðs- son 4, Pálmi Jónsson 3 , Atli Hilmars- son 2 og JÚ1ÍU8 Gunnareson 1 mark. Varin skot: Hrafn Margeirsson 17 þar af 2 víti. Framarar voru utan vallar í 10 mínút- ur, ÍR-ingar í 6 mínútur. Dómarar-.Guðjjón Sigurðsson og Há- kon Siguijónsson, dæmdu erfiðan leik í heild vel. Morgunblaöið Bjami Hédinn Gllsson sést hér stökkva upp og skora hjá Blikunum. FH-ingar á sigurbraut Hafnfirðingar fylltu íþróttahúsið við Strandgötu „ÞETTA var mikilvægur sigur - fjögurra stiga leikur. Það var mjög skemmtilegt að spila hér fyrirfullu húsi, stemmningin var frábær," sagði Þorgils Ótt- ar Mathiesen, fyrirliði FH, eftir sigurinn á Breiðablik í Hafnar- firði í gærkvöldi. Uppselt var á leikinn og komust færri að en vildu. Það má því segja að Haf nfirðingar styðji vel við bak- ið á hinu unga liði sínu sem nú er efst í 1. deild. Mikil taugaveiklun var fyrstu mínútur leiksins og gerðu lið- in sig sek um mörg mistök enda mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. FH byijaði með miklu krafti í seinni hálfleik og komst í 15:11 og virtist vera að taka leikinn í sínar hendur. Blikamir voru ekki á sama máli. Þeir tóku Héðin Gilsson úr umferð og við það riðlaðist sókn- arleikur FH. Um miðjan seinni hálfleik var staðn orðin 16:15 og Breiðablik með boltann og gat jafn- að í fyrsta sinn í hálfleiknum en Aðalsteinn skaut í stöng. FH náði aftur fjögurra marka for- skoti, 21:17, og sigurinn virtist í höfn. Blikamir tóku það þá til bragðs að leika maður á mann með góðum árangri síðustu þijár mínú- tumar. Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark 22:21 þegar hálf mínúta var eftir en Héðinn innsiglaði sigurinn með því að skora 23. mark FH. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. Vamarleikurinn og markvarslan var góð en sóknarleik- urinn ekki eins markviss. FH-liðið er heilstejipt og leikgleðin er þar í fyrirrúmi. Þorgils Óttar stjómar liðinu inn á vellinum eins og sá sem valdið hefur. Héðinn Gilsson er að verða ein mesta skytta okkar og má varla líta af honum. Valur Jónatansson skrífar Hann var þó óheppinn í byijun leiks- ins að láta reka sig tvívegis útaf og gat því ekki leikið í vöminni. Homamennimir Gunnar og Pétur eru ömggir. Óskar Helgason skor- aði mikilvæg mörk og Bergsveinn var góður í markinu. Lið UBK hefur verið að sækja i sig veðrið að undanfömu eftir slaka byijun. Það vantaði herslumininn hjá þeim í gærkvöldi. Bræðumii Bjöm og Aðalsteinn vom góðir. Þórður og Jón Þórir Jónsson vom einnig sterkir. Hans Guðmundsson átti erfitt uppdráttar gegn sínum gömlu félögurm Hann var óheppinn með skot sín. Áhorfendur púuðu á hann og kann það að hafa farið í taugamar á honum. Guðmundur Hrafnkelsson stóð vel fyrir sínu í markinu. FH-ingar vom utanvallar í 8 mínút- ur en Breiðablik í 10 mínútur. FH - UBK 23 : 21 íþróttahúsið við Strandgötu, íslands- mótið - 1. deild, miðvikudaginn 4. nóvember 1987. Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 6:6, 8:6, 9:8, 12:8, 13:10, 14:11, 15:12, 16:15, 21:17, 21:19, 22:19, 22:21, 23:21. Áhorfendur: 900. Mörk FH: Héðinn Gilsson 5, óskar Helgason 4, Gunnar Beinteinsson 4, Þórgils óttar Mathiesen 3, Pétur Pet- ersen 3, Guðjón Ámason 2/1, Óskar Ármannsson 2/2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 16. Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 6/5, Bjöm Jónsson 3, Aðalsteinn Jónsson 3, Kristján Halldóreson 3, Þórður Daví- ðsson 3, Hans Guðmundsson 2 og Andrés Magnússon 1. Varin skot: Guðmundur Hrafiikelsson 13. Dómaran Guðmundur Sveinsson og Gunnar Viðarsson og stóðu þeir sig þokkalega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.