Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Landgæði álslandi fyrr og nú GRÓDURBREYTING í 1100 ÁR XULLáMMÁB. A okílar itmum CRB0UB1AUST IAND GRDOURt AUST LANO RJEATAD tAND 1500 KM' Myndin sýnír þær breytingar sem talið er að orðið hafi á stærð gróins lands frá upphafi landnáms fram tíl okkar daga. eftirlngva Þorsteinsson Slík gróður- og jarðvegseyðing, sem orðið hefur hér á landi, og sú eyðing, sem enn á sér stað, á sér óvíða hliðstæður í heiminum, þegar tillit er tekið til landsstærðar. Vitn- isburður um þessa gífurlegu eyð- ingu blasir hvarvetna við sem eyðimerkur hálendisins og gróður- vana melar, sandar og holt í byggð. Á síðastliðnu þurru sumri urðu menn þess áþreifanlega varir að eyðingin hefur ekki stöðvast, þótt hún væri i rauninni ekkert meiri þá, þegar á heildina er litið, en oft endranær. Gróðurrýrnun Uppblástur og hvers konar jarð- vegseyðing fer ekki leynt, en hér hefur einnig átt sér stað önnur teg- und eyðingar eða rýmunar, sem lætur minna yfír sér og menn hafa því ekki veitt eins mikla eftirtekt. Þessi rýmun á rætur sínar að rekja til breytinga, sem orðið hafa á því gróðurlendi, sem eftir er í landinu og hafa verið undanfari gróður- og j arðvegseyðingar. í landinu eru nú um 25 þúsund ferkílómetrar, eða 2,5 milljónir hektara, gróins lands og er þá allt meðtalið — frá rýrasta mosagróðri til gróskumestu skóglenda landsins. Það er næsta ótrúlegt, hversu margir halda að þessi gróður sé eðlileg afleiðing óhagstæðra veður- skilyrða og norðlægrar legu lands- ins. Umræður um þessi mál virðast enn ekki hafa megnað að breyta þeirri ímynd. Það er hins vegar staðreynd, sem auðvelt er að sýna fram á, að sá gróður, sem enn er í landinu, er aðeins svipur þess, sem áður var og aðeins að takmörkuðu leyti í samræmi við ríkjandi veðurfar. Ef þetta væri hið eðlilega gróðurfar landsins mætti með sanni segja, að það væri mjög harðbýlt. Menn meta oftast landkosti og möguleika til búsetu í löndum út frá gróðurfari þess, því að gróðurinn endurepeglar veðurfar betur en flest annað, þ.e. ef hann er óspilltur. Enn heyrist því fleygt, að Island sé á mörkum hins byggilega heims. Við erum ekki sammála þeirri staðhæfingu, og hún er ekki í samræmi við skýrel- ur veðurfræðinga okkar. En skyldi sá, sem fyrstur hélt þessu fram ekki einmitt hafa haft gróðurfar landsins í huga? Sú staðreynd, að skógur og kjarr þekur nú aðeins um 1.250 ferkíló- metra og að nær helmingur þeirra er í lélegu ástandi, segir sína sögu um þá gróðurfarebreytingu, sem hér hefur orðið. En hún hefur náð lengra. Gróskan og margar þær tegundir plantna, sem fylgdu skóg- inum, hurfu með honum. Við hefur tekið gróðurfar, sem oftast er rýr- ara til beitar og jafnframt óhæfara til að vernda landið gegn eyðingar- öflunum — vatni og vindi. Samtímis þessu hefur fijósemi jarðvegs minnkað vegna skorts á lauffalli og öðrum plöntuleifum, sem við- héldu hárri fijósemi hans. Ingvi Þorsteinsson deildarstjóri á Rannsóknastofnun Iandbúnað- arins. „Aðferðir til að bæta og auka gróður lands- ins eru margar og þær verður að velja eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma. En það, sem öðru fremur þarf að sitja í fyrirrými er að stöðva eyðingu og styrkja og bæta það gróðurlendi, sem enn er í landinu.“ Orsakir gróðureyðing- ar og -rýmunar Þessi týmun gróðurs og jarð- vegs, og þar með rýmun landgæða, er afleiðing af samspili margra þátta. Hins vegar er hafið yfir allan vafa, að upphafíð er að rekja til skógeyðingarinnar og búfjárbeitar. Það gat ekki hjá því farið, að við- kvæmt gróðurlendi landsins, sem hafði þróast við algera friðun, léti fljótlega á sjá, þegar búfé var flutt til landsins. Jafiivel við hóflega beit hverfa viðkvæmustu plöntutegund- imar úr slíkum gróðurlendum. Með vaxandi beitarálagi hurfu fleiri teg- undir, fyrst og fremst þær, sem eru eftireóttastar af búfé, en aðrar lé- legri náðu yfirhöndinni. Mikið beitarálag veikir plöntumar ofan- jarðar sem neðan og dregur úr vexti þeirra og þrótti. Þróttlitlar plöntur, eins og allar aðrar lífverur, þola verr áföll og álag, svo sem kulda, þurrka og sveiflur í veðurfari, sem eru svo tíðar í okkar landi. Og skað- leg áhrif öskugosa á gróður eru því meiri sem hann er veikari fyrir. í hnotskum er þetta samhengið milli mikils beitarálags, gróðurrýmunar og gróðureyðingar. Með hóflegri beit er unnt að forðast slíka rýmun. Astand landsins nú Að sjálfsögðu er ástand gróðurs breytilegt eftir landshlutum, og það getur verið breytilegt innan tiltölu- lega lítilla svæða eftir því hvemig beitarálagi hefur verið háttað. Gróðurrannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að aðeins á takmörkuðum svæðum í landinu getur gróðurlend- ið talist vera í góðu ástandi og verulega gott beitiland, og á enn færri svæðum er hann í samræmi við ríkjandi veðurekilyrði. Þessi svæði er að finna þar sem land hefur verið friðað af náttúmnnar eða manna völdum eða hóflega nýtt um langt skeið. Þá em svæði, sem geta talist vera í sæmilegu ástandi og þar sem gróðureyðing er tiltölulega lítil, en afkastageta landsins miklu minni en hún gæti verið. Loks em þau svasði, sem em í slæmu, mjög slæmu og jafnvel hrikalegu ástandi með tilliti til gróð- urrýmunar og gróður- og jarðvegs- eyðingar, og þau em alltof mikill hluti af gróðurlendi landsins. Sé tekið tillit til flatarmáls þeirr- ar gróður- og jarðvegsþeldu, sem tapast hefur á 1100 ámm Islands- byggðar og til rýmunar þess giððurlendis, sem eftir er í landinu, má áætla, að ekki minna en 80% hafi glatast af þeim landgæðum, sem fólust í jarðvegi og gróðri um landnám. „Eðlilegt“ gróðurfar landsins Enginn vafí er á því, að gróður- farslega gæti ísland nútímans verið jafngott og jafnvel betra land en það var fyrir landnám. Mestur hluti þeirra 40.000 ferkílómetra, sem blásið hafa upp, myndu veðurfare vegna geta verið grónir. „Eðlilegt"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.