Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 Tónleikatilurð og klarmettueinleikur Guðni Franzson með Sinfóníunni í fyrsta skipti í kvöld í kvöld eru fjórðu áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og eins og stundum þá jeru þetta ögn sérstakir tónleikar. Á þeim kemur nefnilega fram í fyrsta skiptið ung- ur íslenskur einleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, og spilar einstakt glansverk eftir Anton Web- er. En þó Guðni standi nú í fyrsta skipti á sviði með hljómsveit þá er hann þegar orðinn vel þekktur með- al þeirra sem fylgjast með tónlist- arlífinu hér. Síðast lék hann klarinettukvintett eftir Mozart með Kammersveit Reylqavíkur. En áður en Guðni verður spurður út úr um sig og sitt þá hugum að- eins að því hver er aðdragandi tónleika eins og í kvöld. Hvenær voru þeir ákveðnir, hvemig var dagskráin valin, stjómandi og ein- leikari, æfíngatími hljómsveitarinn- ar . . . Verkefnávalsnefndin kom saman í ágúst í fyrra til að leggja línur fyrir starfsárið í ár. Þá lá fljótlega fyrir að það var áhugi að kalla til unga íslenska einleikara og þá var Guðni strax nefndur til ásamt fleir- um, sem við eigum eftir að heyra og sjá í vetur. I nóvember lá efnis- skrá tónleikanna í kvöld nokkum veginn fyrir svo og einleikarinn en stjómandinn var enn á reiki. í jan- úar small svo allt endanlega saman. Það liggur í augum uppi að það þarf að huga að mörgu, þegar efnis- skrá ér sett saman, margt sem þarf að vera í jafnvægi, bæði tón- skáld og tímabil. Ensk verk hafa þótt nokkuð útundan hingað til svo í vetur á að gera nokkra bót á því. Þess vegna em Vespumar eftir Vaughan-Williams í kvöld. Klarin- ettukonsert Carl Maria von Weber þótti falla ágætlega að honum og líka enn eitt rómantískt verk, 5. sinfónía Tsjækofskís. Ef einhver spyr hvort hún hafí el:ki oft verið flutt, þá er því til að svara að ekki má heldur gleyma vinsælum verk- um. Hljómsveitin getur venjulega gengið að tónleikanótunum með þriggja til fjögurra vikna fyrirvara. Áskriftartónleikamir em alltaf á fímmtudegi og á mánudegi í sömu viku er byijað að æfa fyrir fímmtu- dagskvöldið. Ef um er að ræða verk eins og sinfóníu Tsjækofskís, sem em hljómsveitinni gamalkunn, þurfa meðlimir hljómsveitarinnar væntanlega ekki að æfa sig mikið sjálfir heima, en það gildir annað um sjaldspiluð eða mjög snúin verk eins og mörg nútímaverk em. Og svo má ekki gleyma að líkt og við em flest hver leikin í að lesa texta án þess að hafa séð hann áður, þá er þjálfað tónlistarfólk hraðlæst á nótur. Hljómsveitarstjórinn þarf svo nokkra daga til að fella allt í einn farveg. Þær vikur sem ekki em tónleikar sinnir hljómsveitin öðmm verkefn- um eins og útvarpsupptökum, fer í skóla eins og í síðustu viku eða í hljómleikaferðir út á land. Aldrei dauð stund á þeim bænum! En snúum okkur þá að Guðna. I janúar var haft samband við hann og hann beðinn að spila Weber- konsertinn þennan dag. í febrúar var gerður samningur við hann svo þetta er rétt rúmlega venjulegur meðgöngutími sem hann hefíir haft til að láta konsertinn vaxa með sér. En hvemig undirbjó hann sig? „Ég byijaði á að fá mér mismun- andi útgáfur af verkinu til að skoða hvemig aðrir hefðu flutt það. Ég myndaði mér mínar skoðanir, lærði og æfði verkið og saltaði það svo. Þetta endurtók ég nokkmm sinn- um. í haust fór ég svo með það til Boeykens, kennara míns í Rotter- dam, til að fá gagnrýni, sem ég auðvitað fékk, því hver klarinettu- leikari hefur skýra mynd í kollinum af því hvemig eigi að leika verkin. Við Boeykens fómm svo rækilega í gegnum verkið og reyndum að sannfæra hvom annan um ágæti okkar hugmynda. Ef honum tókst að sannfæra mig hnikaði ég atrið- unum til, annars ekki. Ekki svo að skilja að þama sé tekist á um áber- andi hluti, heldur er fyrst og fremst um að ræða hluti eins og áferð, fraseringar og hraða. í þessu verki er einmitt margt til að hafa mismunandi skoðanir á. Verkið var samið 1811 fyrir klar- inettusnilling, sem hét Carl Baermann. Weber samdi báða klar- inettukonserta sína sama ár fyrir þennan mann og þeir vom pantaðir af kónginum í Bæjaralandi. Það er sá síðari sem ég spila í kvöld. Web- er lá ekki lengi yfír honum, skrifaði hljómsveitarraddimar á nokkmm dögum og hefur tæplega verið leng- ur með klarinettuhlutann. Verkið er einfalt í formi, ekki djúphugsað með margslungnum innviðum. Weber stjómaði sjálfur flutn- ingnum og vinurinn Baermann spilaði. Styrkleikabreytingar og annað er lagt í hendur einleikarans og stjómandans, því það tók því ekki fyrir Weber að vera með mikl- ar útskýringar á verkinu. Þeir félagar ferðuðust víða saman og spiluðu þessa konserta og önnur verk Webers fyrir klarinett. Con- sertino op. 26 og Grand duo concertante fyrir klarinett og píanó, sem Weber spilaði á. Böm og bamaböm Baermanns vom klarinettusnillingar langt fram á 19. öldina, spiluðu þessi verk Webers „eins og afi spilaði þau“ og settu mark sitt á þau. Það er því skemmtilegt að reyna að hreinsa burt allt sem þau settu inn. Og vegna þess hvemig verkið varð til og flutt fyrst þá er það lauslega skrifað og einleikarinn hefur mjög fijálsar hendur. Verkið er eiginlega tæknilegt skrautverk og ömgglega verið hátt skrifað tæknilega á sínum tíma. Lokaspretturinn er mjög hraður og áf því að takkamir vom færri á klarinettinu þegar verkið var samið, heldur en nú er þá hefur verið kúnst að ná honum vel. Hægi kaflinn er Agnes Löve píanóleikari. Agústa Ágústsdóttir sópransöng- kona. Söngskemmtun í íslensku óperunni ÁGÚSTA Ágústsdóttir sópran- söngkona og Agnes Löve píanó- leikari halda söngskemmtun i fslensku óperunni laugardaginn 14. nóvember kl. 14.00. Tónleikamir em hinir fyrstu f röð hljómleika á vegum Styrktarfélags íslensku ópemnnar. Á efíiisskránni em ópem-aríur; Draumur Elsu úr ópemnni Lo- hengrin og Ballaða Zentu úr ópemnni Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner. Þá flytja þær Aríu Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Aríur Líú úr óperanni Turandót eftir Puccini og Casta Diva úr ópemnni Normu eftir Bell- ini. Auk þess verða á efnisskránni íslensk sönglög eftir Sigfús Einars- son, Skúla Halldórsson, dr. Hallgrím Helgason, Eyþór Stefáns- son, Áma Bjömsson, Karl 0. Runólfsson, Þórarin Guðmundsson og Ragnar H. Ragnar. Miðaverð er 400 krónur og er 25% afsláttur veittur styrktarfélög- um íslensku ópemnnar, elliiífeyris- þegum og námsmönnum. Hver er úlfur Rauðhettu? Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Marta Tikkanen: Rödhette Norsk þýðing: Jo 0ijasæter Útg. Norsk Gyldendal 1987 MARTA Tikkanen er kunn hérlendis, sér í lagi fyrir „Ástarsögu aldarinn- ar“ sem er hennar þekktasta verk. Marta Tikkanen skrifar bækur sínar flestar byggðar á einn eða annan hátt á persónulegri reynslu sinni og henni er hugleikin staða konunnar og þótt hún prédiki ekki í þessari bók fer ekki framhjá neinum, hvar skuldin liggur að hennar viti né hver það er sem nýtur samúðarinnar. Tikkanen tekur söguna um Rauð- hettu og úlfinn, eins og titillirn gefur til kynna og reynir út frá henni að segja frá uppvexti sínum og systkina sinna. Stöðu móðurinnar í fjölskyld- unni. Sem fékk aldrei að eiga sitt eigið skrifborð...skrifborð=tákn sjálfstæðis hér. Það fer ekki milli mála, að Marta telur að móðirin hafí verið beitt ákveðinni kúgun af hendi föðurins. Til hans er tekið tillitið og heimilislífíð snýst á ýtra borði að minnsta kosti um hann. Samt unir móðirin við sinn hlut og kannski er hún meira að segja næstum sátt við hann. Virðing móðurinnar fyrir eig- inmanni sfnum, Föður Rauðhettu, er ótvfræð. Marta Tikkanen virðist líta svo á, að móðirin eigi ekki annarra kosta völ. Óneitanlega hallast ég að því að móðirin hafi einfaldlega verið bam sinnar kynslóðar og haldið lög- mál hennar. Án umtalsverðra þján- inga. En höfundur gerir nokkuð mikið úr þeim. Og það er afar nær- tækt að álykta að móðirin hafí verið hrifin af manninum. í fullri alvöra. Hrifningu af því tagi má svo auðvit- að kalla kynferðislega undirokun, þótt slíkt sé mér ekki að skapi hér. Þó að faðirinn sé hið mikla afl, verður það samt móðirin sem mótar Rauðhettu. Það em áhrif hennar, sem dýpst verða og sitja eftir, hvað sem líður lýsingum á návistarvaldi föðurins. Saga Rauðhettu eftir að hún kynn- ist úlfínum - þ.e. vitanlega eigin- maðurinn hennar, fer dálítið í handaskolum. Tikkanen hefur geng- ið mætavel að tengja Rauðhettusög- una uppvexti sfnum, en eiginmaður- inn sem úlfur, verður áldrei almennilega lifandi. Hann verður ekki heldur jafn mikið grimmdar og ólíkindatól og lagt er af stað með í upphafi ferðar. Samúðin með Rauð- hettu fer sömuleiðis fyrir lítið. Samt er þetta, að mínum dómi, vönduð bók og vel skrifuð að mörgu leyti. Hún er tær og hrífandi, nafla- skoðunin fer ekki yfír mörkin. Leikni Tikkanen að tjá sig er ótvíræð. Mað- ur er kannski ósammála höfundi um margt. En hrífst af bókinni samt. Það er kjami málsins. Öllum, sem glöddu mig á nírœöisafmœli mínu og geröu mér þessi tímamót ógleymanleg, biÖ ég blessunar GuÖs. Ingibjörg Árnadóttir, Miðhúsum. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig meÖ heimsóknum og gjöfum á 70 ára afmœli mínu 16. október sl. Þórður Þórðarson, múrarameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.