Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 gerði heilsársútgerð mögulega. Þetta kom sér vel, því með þessu fékk verkafólkið fullnægjandi vinnu í sjávarþorpunum og þorpin tóku að vaxa og dafna og urðu með því í stakk búin að veita annarri at- vinnustarfsemi viðunandi aðstöðu. Sem sagt; þessi þáttur í breyttu byggðamynstri var alveg bráðnauð- synlegur til að geta mætt aðstæðum og kröfum nýs tíma. Annar þáttur þessarar sömu þró- unar var þó ekki jákvæður, en hann var sá, að þessir nýju kjarnar fóru útí, eða útfyrir mörk byggðasvæð- anna, stundum útá annes, til að vera sem næst fiskinum, eins og fyrr var lýst. Þetta kalla ég miðflóttaaflið, eða hið sundrandi afl, í fslenskri byggðaþróun og hefur þetta gert okkar stijálbýla !and enn stijál- býlla. Þetta er veikleiki í byggða- mynstrinu, sem ný byggðastefna þarf að ;isetja sér að vinna gegn og leiðrétta. Kalla ég þetta mynstur MYND2: P* Nærvera jarðvarma Dekkst skyggðu svæðin eru svæði þar sem jarðvarmi er til í mestu magni. Á næst dekkstu svæðin er líka tiltölulega auðvelt að hitavæða. Inn á Ijósu svæðin er svo líka hægt að flytja jarðvarma sé notand- inn mjög stór. Sé reiknaö með mjög háu olíuverði í framtíðinni verða hvítu svæðin nær óbyggileg nema fyrir byggð sem þarf að vera nálægt miklum auðlindum til að geta nýtt þær á hagkvæman hátt. þetta á við fiskimið og útvegsbæi á Vestfjöröum og Austfjörðum. — þar sem bæir og héröð inn til landsins væru styrktir öðrum frem- ur — miðsóknarmynstur. Sjá mynd 1» Á þessari mynd er verið að setja upp fræðilegt dæmi, til að sýna fram á lögmál, því með miðflótta- mynstrinu dreifíst byggðin á 175.000 km2 reit, en með miðsókn- armynstrinu á aðeins 75.000 m2 reit, sem sagt; í síðara tilfellinu er um meira en helmingi styttri vega- lengdir og meira en helmingi meiri byggð á svæðum, þótt fólksfjöldi sé hinn sami í báðum tilfellunum. Þetta sýnir hve miklu miðsóknar- stefnan gæti fengið áorkað í því að þétta hina gisnu byggð landsins, ef henni væri beitt markvisst. Þriðja atriðið, sem ég vil gera að umtalsefni hér, er apurningin um það hvort núverandi byggða- mynstur fellur vel að hinum ýmsu tegundum landgæða. Könnun á þessu hef ég gert með Btyrk frá CCMS í Brussel. í þeirri vinnu kort- T ©0 1 — og ef svo telst vera, til hvaða grundvallar- stefnubreytinga og aðgerða er þá hægt að grípa Fyrri grein eftir Trausta Valsson Núna um helgina verður haldin ráðstefna á Selfossi , á vegum Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnu- boðendur spyija spumingarinnar „Hefur byggðastefnan brugðist?" og í sjálfu ráðstefnuheitinu — þess- ari spumingu — leynist sá ótti að núverandi starfsaðferðir ráði ekki við vandann og því verði nú ekki undan því skorast að leita eftir grundvallarlega nýjum tökum á málinu. Óttinn er vissulega ekki ástæðu- laus, því að á undanfömum árum hefur hlutfall landsbyggðarinnar utan SV-homsins, í fólks^öldanum, stöðugt farið lækkandi. Árið 1985 voru íbúar útá lands- byggðinni um 95 þúsund en 147 þúsund á SV-hominu. Ef þróun síðustu ára heldur áfram reiknar tölvuspá Byggðastofnunar með að orðin verði á landsbyggðinni um 3 þúsunda fækkun árið 2000 en á sama tíma hafi íbúum á SV-hominu fjölgað uppí 182 þúsund, sem er 35 þúsunda fjölgun á aðeins 15 árum. Þetta eru mjög alvarlegar horfur og þó mesta fækkunin fari fram í sveitahéruðum — en bæir standi sig skár — þá er mörgum bæjarfélögum hætta búin, sérstaklega þar sem starfsemin byggist á þjónustu við sveitimar. Þær stöðugu kröfur, sem fólk gerir til þjónustustigs og lífrænna tengsla við önnur byggðalög setja líka afskekktari útvegsstaðina í hættu. Er hægi að kenna nú- verandi byggðastefnu fim hvernig mál horfa? Útfrá hinni neikvæðu þróun sfðustu ára og horfum, sem nú hef- iir verið lýst, verður að svara þessari r.pumingu afdráttarlaust játandi; já, - :iúverandi byggðastefna hefur ekki iekist að stöðva óheillaþróunina — og því er hún augsýnilega stórgöll- uð. Áður en ég lýsi þvf hver ég tel að eigi að verða megináhersluatriði nýrrar og bœttrar byggðastefnu, vil ég lýsa, í nokkrum orðum, helstu göllunum og þeim skorti á fram- sýni, sem einkennir byggðastefn- una. Verstu mistökin voru þau að átta sig ekki á því, að hin dreifða byggð úti á landi, hlaut að mega búast við að eiga fyrir höndum mjög al- varlega vamarbaráttu í þjóðfélagi, sem færist stöðugt í átt til meiri þarfa í menntun, þjónustu og sam- skiptum. I ljósi þess að þessum kröfum hlýtur að vera erfitt að mæta í mjög strjálbýlu landi, var það glap- rseði að rejma ekki, f þessari vamarbaráttu, að safna kröftunum saman (á íþróttamáli: „pakka í vöm“), á þeim svæðum þav sem allar byggðaforsendur em hvað bestar. Þetta hefði þýtt stjómun og skipulag, sem hefði verið sársauka- fullt fyrir sumar byggðir landsins, en eins og gert er erlendis og nú er loks farið að gera í landbúnaðin- um hér á landi hefði þurft að hjálpa fólki til að draga saman seglin á þeim svæðum þar sem Iftál von er til að byggð standist. Til að taka svona vitrænt á mál- unum virðast stjómmálamennimir og embættismennimir hvorki hafa vit né kjark. Trausti Valsson „Sú hætta, sem jafnvel allstórum bæjum eru búin af hinum stöðugt lækkandi fólksfjölda á landsbyggðinni er ugg- vænleg og sárt til þess að vita að þeim miklu fjármunum og kröft- um, sem til reiðu hafa verið og sem hefðu dugað til að byggja upp þróunarsvæði af nægi- legri stærð og þétt- leika, til að standast nútíma kröfur, hefur verið svo mjög drepið á dreif, að nú dugir ekk- ert minna en nýtt gífurlegt átak til að verja landsbyggðina viðtæku hruni.“ Hipparómantfk gekk til liðs við dreifbýlisrómantíkina uppúr 1970 og á árunum 1978, ’76, ’77 og '78 Qölgaði Iftillega meira á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. En þetta var villu(jóa, sem leiddi til þess að menn lokuðu uugunum fyrir þeim vanda, sem stijálbýlli byggð hlýtur að vera búin í nútíma þjóðfélagi. Þetta voru örlagarfk mistök, því nú er búið að leggja í gífurlega fjárfestingu á bæjum og héruðum, sem mjög litlar líkur eru á að fái staðist. Sú hætta, sem jafnvel allstórum bæjum eru búin af hinum stöðugt lækkandi fólksfjölda á landsbyggð- inni er uggvænleg og sárt til þess að vita að þeim miklu fjármunum og kröftum, sem til reiðu hafa ver- ið og sem hefðu dugað til að byggja upp þróunarsvæði af nægilegri stærð og þéttleika, til að standast nútfma kröfur, hefur verið svo mjög drepið á dreif, að nú dugir ekkert minna en nýtt gífurlegt átak til að veija landsbyggðina víðtæku hruni. En hvað þá með hina blómlegn stöðu sjávarútvegfs? Þegar athyglinni er beint að þess- ari spumingu kemur fram annað megin rangmatið í núverandi byggðastefnu, sem er það að álíta, að sjónarmiðið að velja bestu stað- setningu bæja útfrá fiskimiðum sé fullnægjandi til að ákveða í byggða- pólitík, hver vænlegasta staðsetn- ing þéttbýlisstaða sé. Nú er farið að koma sífellt betur í ljós, að yfirdrifin atvinna og óhemju tekjur, eru ekki nóg einar saman til að halda í fólkið; það gerir meiri og stærri kröfur. Og jafnvel þótt afskekktu sjávar- þorpin héldu sfnum fólksfjölda, þá komum við að spumingunni; hvað gera bæir eins og t.d. Bakkafjörður og Raufarhöfn fyrir byggð í landinu? Næsta lítið tel ég, enda eru þeir úti á ystu annesjum. Allt öðru máli gegnir með bæi eins og Akureyri, Sauðárkrók og Blönduós, sem liggja innarlega í djúpum fjörð- um og ná því að vinna saman — á gagnstyrkjandi hátt — með stórum aðliggjandi sveitahéruðum. Þessi miðlægni í héruðum og svo nálægð við megin umferðarstrauma í landinu, gerir þá lífvænlegri en aðra hafnarbæi, þó svo að enn skorti upp á miðlægnina, t.d. á Sauðárkróki og væri Varmahlíð í mörgu tilliti, hentugri sem hérað- smiðstöð í Skagafirði. Breytingar á byggðamynstri Tónninn í núverandi byggða- stefnu er almennt sá, að breytingar á byggðamynstri séu af hinu illa. Á þetta hefur verið lögð áhersla með að nota orðið byggðaröskun yfir hvers konar breytingar á byggða- mynstri. Orðið byggðaröskun minnir helst á, að verið sé að vekja menn og byggðir af djúpum, aldar- löngum svefni — og það má helst ekki. En að gríni slepptu, þá er það svo, að sumar breytingar á byggða- mynstri eru neikvæðar og svo aftur aðrar jákvæðar — og í sumum til- fellum jafnvel bráðnauðsynlegt að setja stefnuna á breytt byggða- mynstur, til að mæta kröfum framtíðarinnar. Meðan ísland var enn að mestu landbúnaðarland, bjó fólkið í dölum og innsveitum landsins og umferð milli sveita fór að mestu um íjall- vegi. Eftir að tækni fór að aukast á 19. öld var ekki lengur þörf á eins miklu vinnuafli í sveitum. Um líkt leyti komu þilskipin til, sem MIÐFLÓTTA-MYNSTUR (SUNDRUNARAFL) MYND 1: Reitur sem snertir ystu annes landsins er um 350x500 km að stærð (175.000 km2). Ef stórir byggöakjarnar þróast við þessi ystu endamörk, leiðir það til mjög mikillar byggðadreifingar og skorts á því að byggðirnar styrki hver aðra. Sé hinsvegar mið- að, í byggðastefnu, við reit sem dreginn er við fjarðarbotna (250x300 km; 75.000 km2) næst fram meiri þétting og meiri tenging, sérstaklega ef hálendisvegakerfið kæmi til. T ZSO km MIÐSÓKNAR-MYNSTUR (SAMEININGARAFL) Hefur byggða- stefnan brugðist?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.