Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 ULTRA Ekkert venjulegt bílabón heldur glerhörð lakkbrynja! VEIST PÚ MUNINN? ULTRA GLOSS er eini bón- gljáinn, fáanlegur á islenskum Útsölustaðin bensínsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar meö rætist draumur bónara, um aö glans og glæsilegt útlit geti enst mánuö- um saman. Sssoj stöðvarnar. Matthildur Bjömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Hvítir menn fagna 200 ára búsetu því frá íslandi að ábyrgir veður- fræðingar leiði okkur um kortið og sýni komandi tíð, var að hér eru það ekki veðurfræðingar sem leiða okkur í sannleikann um eðli hæða og lægða. f Ástralíu eru hlutfalls- lega fáir veðurfræðingar svo þeir hafa engan tíma til að stunda „show" í sjónvarpinu. í stað þess eru það afar bros- og hláturmildar stúlkur og sérlega vel til hafðar sem segja okkur hvað veðrið verði yndis- legt á morgun. Og ef það komi rigning muni að öllum líkindum óðar stytta upp. 200 ár í Ástralíu í fyrra hélt Suður-Ástralía upp á eitt hundrað og fímmtíu ára byggðasögu. Hún var ekki numin fyrr en fjörtíu og átta árum á eftir öðrum hlutum landsins og þá af Qálsum mönnum. Á næsta ári, árið 1988, eru tvö hundruð ár síðan fyrsti hvíti maður- inn steig fyrst á land í Ástralíu nánar tiltekið á Botany Bay í Sydn- ey. Það var kapteinn Cook sem þar var á ferð og fékk titilinn fyrsti landneminn, en áður hafði William Damper komið þangað árið 1688 án þess að gera neitt og hélt aftur á braut. Minningu Cooks er að sjálfsögðu haldið á loft og í fyrradag var frum- sýnd sjónvarpsmynd sem gerð var og byggð er á lífi hans og land- fundum. Þessi myndaflokkur var frum- sýndur í þeim tvö hundruð áttatíu og átta opinberu sjónvarpsstöðvum, sem starfræktar eru hér í Ástralíu, og eru þá ótaldar allar auglýsinga- stöðvarnar. Þar sem Coock skrifaði nákvæm- ar dagbækur og skráði allt hefur verið tiltölulega auðvelt að afla heimilda um hann fyrir þennan myndaflokk. Að sjá þessa mynd sýnir hve framsýnn hann var og langt á undan sínum tíma í mörgu tilliti. Fleira verður gert á afmælinu. Mikið verður um menningarviðburði og listir af öllu tagi og í Brisbane verður haldin mikil sýning, EXPO ’88. Klukkan hálfátta morguninn þann 1. janúar hefst stærsta beina útsendingin í sögu sjónvarps í heim- inum. í fjórar klukkustundir munu sextán milljónir Ástrala fylgjast af athygli með einum degi í lífi eigin þjóðar. Sjónvarpsmenn ferðast um og sýna lífið í öllu hinum mismun- andi bæjum og borgum, þorpum og óbyggðum. Fyrir framan sjónvarpið situr þjóðin á sama stað og samt að ferð- ast. Þing’hús í anda frumbyg-gja Nýtt þinghús verður vígt. Þann 9. maí næstkomandi verður nýtt þinghús tekið í notkun í höfuðborg Ástralíu, Canberra. Hugmynd að byggingarstíl þess er sótt til frum- byggjanna. Það er að miklu leyti byggt inn í hól og hefur þess verið gætt að það raski umhverfinu sem minnst. Hugmyndina að þessari bygg- ingu átti ítalinn Romaldo Giurgola sem vann að teikningu hússins ásamt ástralska arkitektinum Ric- hard Torp. Mynd af þessu merkilega húsi sýnir torg með nokkrum lágum blokkum. Tveir sveigar, sem eru í laginu eins og „boomerang" og eiga að tákna þau, liggja með bakhlið saman og skipta hólnum í fjóra meginhluta. Umhverfis „boomer- öngin“ verður tyrft svo þinghúsið verður eins og hóll að sjá úr lofti. En bogar „boomerangsins" mynda §óra innganga í húsið. „Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann." Já, það fljúga mörg hvít, stór fiðrildi fyrir utan gluggann milli blómanna og tijánna. Fuglamir syngja en krummi kvartar. Krumminn hér hefur einkennileg hljóð, það er eins og hann sé alltaf að kvarta eða klaga undan einhveiju. Kannski hann sé að kvarta yfír því að hettu- mávurinn steli öllum mat frá sér, ég veit það ekki, því ég kann ekki fuglamál. En það er gott að sitja í sólinni og hlusta á fuglana syngja. Veðrið er þó ekki alltaf gott fremur en á íslandi og hefur sveiflur rétt eins og þar. Milli daga getur hitamis- munur verið allt að fimmtán stigum. Eipn daginn finnur þú vel að þú ert í Ástralíu. Það er þegar heit golan kemur úr norðri, frá eyðimörkinni. En næsta dag heldur þú að þú sért kominn til íslands, þegar kaldur vindur kælir á þér hendur og hné. Á þessum tíma árs fyllast gróður- húsin hér eða „nurserys" eins og þeir hér kalla það af fólki með græna fingpir. Þeim sem ætla sér ekki að fara lengra en út í garð eftir tómötum, jpírkum, papriku, jarðarbeijum, vatnsmelónum, egg- plöntum, komi, engifer og hver veit hveiju. Sólin er svo sterk að maður verð- ur hreinlega undrandi á að Ástralir skuli ekki fæðast með sólgleraugu. Ég sem helst aldrei setti upp sól- gleraugu á íslandi, jafnvel ekki á björtustu sólardögum, get ég nú ekki án þeirra verið og það jafnvel inni. Eitt af því sem vakti athygli mína varðandi sjónvarpið hér, vön RAFMíGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Þaðerdýrt rafmagnið sem þú dregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað_ ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.