Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
49
Við þennan klett voru örlagarík spor stigin fyrir 200 árum ... — sandblásnir klett-
ar við Botany Bay.
„Fljúga hvitu fiðrildin . . .
Samskipti hvítra
ogfrumbyggja
Þar sem þinghúsið er byggt í
anda frumbyggjanna og því er ætl-
að að vera einskonar samnefndari
fyrir fortíð og framtíð landsins er
ekki úr vegi að nefna hlut þeirra í
öllu þessu gamni. Ýmsar sýningar
og kynningar verða á lífí þeirra,
menningu og listum. Sumir frum-
byggjanna hafa þó talað um að
taka ekki þátt í hátíðarhöldunum
því koma hvíta mannsins til lands-
ins hafi ekki verið þeim til góðs.
Samskipti frumbyggja og hvíta
mannsins er löng og flókin, en eftir-
farandi setning, höfð eftir einum
þeirra, segir nokkuð um hvað þeim
fínnst snúa að sér:
„Arfleifð okkar og menning er
lifandi, það er ekki nóg að segja
frá henni í bókum og sýna í gler-
kössum safna. Hún er ekki sögulegt
andrúmsloft, sem fraus fast fyrir
daga hvíta nnannsins í Ástralíu, eins
og sumir Ástralir virðast halda."
Samskipti tveggja ólíkra kyn-
stofna með ólíka menningu og
hugsunarhátt eru aldrei einföld.
Fyrstu árin fordæmdu hinir hvítu
allt sem aðrir kynflokkar gerðu og
fótum tróðu þá og þeirra menn-
ingu. En á seinni árum hafa hvítir
menn opnað hug sinn gagnvart því
sem framandi er og ætti það að
geta leitt til jafnvægis í náinni
framtíð.
Staða frumbyggja Ástralíu er
mismunandi eftir þvl hvar í álfunni
er, en margir búa við fátækt og
erfíð kjör. Mörgum þeirra gengur
illa að tileinka sér þá góðu hluti sem
fáanlegir eru í vestrænni menningu
sem margir hafa þó reynt að aðlag-
ast. Þeir borða ranga fæðu og þrífa
sig ekki. Þeir þurftu aldrei að hugsa
um peninga né hvað þeir létu ofan
í sig því fæðan kom frá náttúrunni
og peningar voru óþekkt hugtak.
Vatn var oft af skomum skammti
og þvottur litinn öðrum augum en
hjá okkur.
Afleiðingar þessara hluta og
margra annarra hafa komið til
kasta yfirvalda. Þau hafa gert ýmis-
legt til að hjálpa og hafa lofað enn
frekari framlögum í framtíðinni.
En til að slíkir hlutir komi að fullu
gagni þurfa þessir tveir aðilar að
vinna saman. Heilsufar frumbyggja
í vestrænni menningu batnar ekki
fyrr en þeir tileinka sér heilsusam-
legri lífshætti og meðalaldur þeirra
er um tuttugu árum lægri en hjá
öðrum landsmönnum. Léleg afkoma
stendur því oft fyrir þrifum, að
frumbyggjamir nái sömu stöðu og
hinn almenni Ástrali.
Það virðist langt ( land að jafn-
vægi náist í þessum efnum, þrátt
fyrir að áströlsk yfírvöld haldi í
heiðri árþúsunda tilvist frumbyggj-
anna og menningu. Og þeir eru
ekki alltaf sanngjamir í gagnrýni
sinni varðandi innflytjendur.
TEXTI OG MYNDIR:
MATTHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
LANDSFUNDUR
KVENNALISTANS
Fimmti landsfundur Kvennalistans verður haldinn dagana
13.-15. nóvember í Menningarmiðstöðini, Gerðubergi.
Föstudagurinn 13. nóvember:
Kl. 20.30 Landsfundursettur.
Konur og völd. Erindi Önnu GuÖrúnar Jónasdóttur.
Laugardagurinn 14. nóvember:
Kl. 09.00 Skýrslur anga, framkvæmdaráðs og þingflokks.
Uttekt á stjórnarmyndunarviðræðunum í vor.
Matarhléfrá kl. 12.00 til 13.00.
Kl. 13.00 Þema dagsins: Staða Kvennalistans.
Framsögur flytja: Kristín Kar/sdóttir, Anna Ól. Björnsson
ogMagdalena Schram. Hópaumræður- niðurstöður
hópa kynntar.
Kl. 20.00 Sameiginlegupkvöldverður í Naustinu.
Sunnudagurinn 15. nóvember:
Kl. 10.00 Þema dagsins: Atvinnu- og byggðamál. Framsögur flytja:
Sigrún Jóhannesdóttir, Arna Skúladóttir, GuÖrún Sveins-
dóttir ogÁsta Baldvinsdóttir.
Almennar umræður.
Matarhlé frá kl. 12.00 til 13.00.
Kl. 13.00 Þingflokkur Kvennalistans svarar fyrirspurnum fundar-
kvenna.
Önnur mál.
Allar konur
velkomnar
Hliðið að garði við lendingarstað Cooks kapteins.
VIÐ ERUM FLUTTIR I
(VIÐ HLIÐINA Á BIFREIÐAEFTIRLITI RÍKISINS)
<áju gemo Garphyttan
Haldex
T
I I
RIM
ÍSETNING OG VIÐGERÐIR ÖKUMÆLA
ÚTBÚUM ALLAR GERÐIR KÚPLINGS- OG BREMSUBARKA
HRAÐAMÆLASNÚRUR í FLESTAR GERÐIR BIRFEIÐA
ÚTVARPSÍSETNING í BIFREIÐAR
0N
MÆLAVERKSTÆÐI
BÍLDSHÖFÐA 6. SlMI: 691600