Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987
59
un og eiga ekki afturkvæmt. Því
þeir sem sýna andstöðu eru mis-
kunnarlaust skotnir án dóms og
laga. Það var ástæðan fyrir flótta
mínum. Það kom upp alda mót-
mæla og yfirvöld urðu hrædd og
hófu fjöldahandtökur. Ég ákvað því
að flýja því ég vildi ekki eiga það
á hættu að verða handtekinn og
hverfa sporlaust. Þetta er ekki að-
ferðin sem á að nota til að sýna
heiminum að við getum séð um
okkur sjálf. Ef við gerum það með
þessum hætti þá trúir því enginn."
Á flótta í fimm ár
Ludovick telur sig hafa verið of-
sóttan af tansanískum stjómvöld-
um. Hann var í hópi þeirra sem
voru andsnúnir þeim og talið var
að tekið hefði þátt í ráðagerð til
að koma Nyereres forseta frá völd-
um árið 1983. Þá hófust fjöldahand-
tökur og Ludovick tók þá ákvörðun
að flýja fremur en verða handtek-
inn. Hann fór fyrst til Kenya, en
var neyddur til að fara þaðan sökum
nafnlausra hótana sem hann taldi
runnar undan rifjum tansanískra
stjómvalda. Hann fór til Swazilands
og sótti þaðan um hæli sem pólitísk-
ur flóttamaður í Kanada. Þegar
gengið hafði verið frá öllum pappír-
um og brottför hans var á næsta
leyti var honum rænt af tansanísk-
um handbeinum stjómarinnar og
hann fluttur til Mósambík og þaðan
til Tansaníu. Þar var honum haldið
í stofufangelsi í tvö ár í höfuð-
borginni Dar es salaam. Þegar
yfirvöld heimiluðum honum að snúa
aftur til Bukoba notaði hann fyrsta
tækifærið sem gafst og flúði yfír
landamærin til Ruanda. Þar tók
Rauði krossinn á móti honum og
aðstoðaði hann við að útvega hæli
sem pólitískur flóttamaður. Það
voru síðan portúgölsk stjómvöld
sem ákváðu að taka við honum og
buðu honum pólitískt hæli.
Ludovick var heilt ár í Portúgal,
en með vegabréf frá Rauða krossiri-
um upp á vasann komst hann til
Þýskalands snemma á þessu ári þar
sem hann fékk vinnu hjá alþjóð-
legri stofnun við að kenna fólki sem
ætlaði að stunda hjálparstörf í
Tansaníu og víðar um Afríku. í
Portúgal fékk hann aftur á móti
ekkert að gera. Hann ber portúg-
ölskum stjómvöldum ekki vel
söguna hvað þennan hlut málsins
varðar, en neitar annars að ræða
það nánar. Segir aðeins að það
hafí verið heldur óskemmtileg
reynsla og fangavist í eigin landi
væri skárri kostur. Hann hefur aft-
ur á móti ekkert slæmt um þjóð-
veija að segja, enda fékk hann hjá
þeim vinnu, en þar er mikið af
flóttamönnum og atvinnuöryggi ■
ekkert. Þess vegna er hann nú kom-
inn til íslands. Hversu lengi hann
síðan dvelur hér er óráðið.
Eftir allar þessar hrakningar og
flótta frá heimalandinu er Ludovick '
Mwijage ótrúlega bjartsýnn á
framtíðina' þó hún sé ótrygg og
óvíst hvemig fer. „ Mér leiðist þeg-
ar fólk í svipaðri aðstöðu og ég, er
sífellt að barma sér,“ segir hann.
„Það em auðvitað mörg vandamálin
sem hlaðist hafa upp, en mótlætið
herðir mann og ég trúi því að þeg-
ar Guð loki einum dyrum opni hann
aðrar. Það er líka nauðsynlegt að
hafa trú á sjálfum sér og að sýna
þolinmæði. Núna lifí ég aðeins fyrir
daginn í dag og er ekkert að sýta
það sem er liðið. Ég trúi á Guð og
ætla mér ekki að gefast upp þótt
á móti blási".
„Ég sé auðvitað ekki fram á að
komast til Tansaníu á næstunni eða
Afríku. Ég sé ekkert sem bendir
til þess að ástandið faff batnandi.
Þvert á mót. Ekki á meðan núver-
andi valdhafar era við stjóm. Afríka
er óútreiknanleg og það gerir hana
ekki traustvekjandi í augum annrra
þjóða. Á meðan hún treystir ekki á
sjálfa sig og getur ekki hjálpað sér
sjálf á hún ekki mikla von. Þegar
fátæktin og menntunarleysið heldur
áfram og einræðisstjómir era við
völd á Afríka ekki mikla mögu-
leika."
„Ég vil sjá lýðræði í svörtu
Afríku, þar sem fólkið skiptir máli,
þar sem þróun á sér stað og fólk
getur búið ið mannsæmandi kjör,
en þurfí ekki að líða fátækt og skort
sökum stjómar er hugsa ekki um
annað en völd og vopnaskak. Núna
deyr fólk í mörgum ríkjum úr
hungri í blóma lífsins. Okkur fækk-
ar stöðugt og ef svo heldur heldur
áfram sem horfír, sem það mun
gera ef sömu menn sitja áfram við
stjóm, heldur okkur áfram að
fækka og við eigum enga framtíð
fyrir höndum."
Nýtt Kjarvalskort
LITBRÁ hefur gefið út nýtt
kort með málverki eftir Jó-
hannes Kjarval.
Málverkið er 104x142 sm að
stærð og heitir Fomar slóðir. Það
var málað 1943. Myndin er í eigu
frú Eyrúnar Guðmundsdóttur,
ekkju Jóns Þorsteinssonar, en þau
hjónin áttu mikið safri mynda eft-
ir Kjarval.
Þetta er níunda kortið sem Lit-
brá gefur út eftir Kjarval. Einnig
hefur fyrirtækið gefíð út sem jóla-
kort þijár klippmyndir eftir
Sigrúnu Eldjám; Hestar á hjami,
Akureyrarkirkja og bátar í fjöru.
Kortin em öll prentuð með silf-
urfólíu.
Kortin eru til sölu í flestum
bóka- og gjafavöruverslunum.
Þorsteinn
Gauti leikur
á píanó
á Blönduósi
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson
leikur á pianó í félagsheimilinu
á Blönduósi laugardaginn 14.
nóvember og hefjast tónleikarnir
kl. 16.00.
Þorsteinn Gauti er fæddur árið
1960. Hann hóf ungur píanónám
og lauk einleikaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík árið 1979
undir handleiðslu Halldórs Haralds-
sonar. Framhaldsnám stundaði
hann í Juilliard School of Music í
New York og í Róm á Ítalíu. Meðal
kennara hans má nefna Sacha
Gorodnitsky, Guido Augusti, Eug-
ene List og fleiri.
Þorsteinn Gauti hefur komið
fram á tónleikum á Norðurlöndum,
Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Rússlandi. Einnig hefur hann komið
fram sem einleikari með útvarps-
hljómsveitinni í Helsinki, Kring-
kast-hljómsveitinni í Osló og
Sinfoníuhljómsveit íslands. Hann
lék á Listahátíð 1984.
6 MISMUNANDI GERÐIR
ZentiS
- örugg gæði -
MARMELAÐI
• Bláberja- • Aprikósu-
• Brómberja- • Ananas-
Í» Appelsínu- • Rifsberja-
Hcildsölubirgdir:
■ Þ.Marelsson
HjaUtvegi 27, 104 Reykjivik
g? Q 1-37.190 - 985-20676
ZCNTIS VORUR FVRIR VAMJLATA
MEGRUN
ÁN MÆÐU
Þúsundir íslendinga og milljónir um allan heim
hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningar-
duftsins í baráttunni við aukakílóin.
FIRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ
- eðlileg leið til megrunar -
Með FIRMALOSS getur þú haldið þér grannri/
grönnum án gremju. Spyrjir þú þá sem reynt hafa,
færðu staðfestingu. Og haldgóða sögu gefur FIRMA-
LOSS grenningarfæðið sjálft þegar þú reynir það.
FÆST í APÓTEKINU 0G BETRISTÓRMÖRKUÐUM
Nóatúni 17 - Sími 19900
Póstverslun - Sími 30001
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari.
tt f
málning
ASTEIN. THf MAL M O M
NATíPUSlMAtNING
Mött áferð
með
Dýrdtóni
\
Kópal Dýrótón innimálningin hefur
gljástig 4, sem gefur matta áferð. Þessi
mjúka áferð heldur endurkasti í lágmarki
og hentar því vel þar sem veggirnir eru
baksvið í leik og starfi. Viljir þú meiri
gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu
velja Kópal innimálningu með hærra
gljástigi, s.s. Kópal Glitru, Kópal Flos eða
Kópal Geisla.