Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1987 15 Alþingistíðinda 1961: „Þessi kafli er alger nýsmíði. í frv. frá 1948 voru engin ákvæði um endurbyggingu, en í frv. 1958 var í VII. kafla að fínna ákvæði um slíkt. Virðist nefndinni sem framkvæmd mundi mjög torveld samkvæmt þeim ákvæðum, sem byggð eru á dönskum lagaákvæð- um. Reynslan í Danmörku er líka sú, að þær lagaheimildir hafa mjög lítið verið notaðar. Þar sem borgir hafa skemmst mjög af styijaldarorsökum eða öðr- um sambærilegum ástæðum hefur reynst kleift að framfylgja slíkum ákvæðum, en annars staðar hefur yfírleitt sá háttur verið á hafður, að sveitarfélögin hafa keypt upp allar eignir, lóðir og hús á viðkom- andi byggingareit, látið síðan endurskipuleggja reitinn og þá ýmist ráðstafað lóðunum eða byggt á þeim og síðan selt eða leigt." Framangreind ákv. úr skipulags- lögum og greinargerð fyrir frum- varpinu staðfestir hvoru tveggja, víðtækan grenndarrétt gagnvart nágrannabyggð og jafnframt mjög öflugt tæki (eignamám), sem sveit- arfélögum er fengið í hendur til þess að koma við heildarlausnum. Galli við framkvæmd skipulags fyrir ráðhús í Tjamarhominu er sá, auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir, að hverfíð er ekki tekið sem heild og endurskipulagt, heldur er verið að „troða" niður stóm húsi í eldra hverfí, þar sem hefur verið vatn og hefur verið staðfest sem „vatn“ í skipulagi í áratugi. VI. kafla skipulagslaganna verður að skilja þannig, að slíkt sé ekki heim- ilt, nema með samkomulagi ná- granna og hugsanlega eignamáms- aðgerðum að því leyti, sem ekki næst samkomulag. Annar galli skipulagsgagna er sá, að ekki er í þeim vikið að lagalegum vandamál- um og ekki hirt um að gera mögulegum tjónþolum grein fyrir réttarstöðu þeirra. Virðist látið svo, sem ekkert þurfí að huga að þessu, en boðaðar hraðar framkvæmdir og verklok innan fárra ára, án nokkurra athugasemda um grennd- arrétt nágranna eins og hann komi málinu ekki við. Þetta veldur óvið- unandi réttaróvissu. Lokaorð Mikilsverður réttur húseigenda og forráðamanna húsa við Tjömina ásamt ýmsum flausturlegum „skipulagsaðgerðum" og því að borgaryfirvöld hafa á hendi tvenns konar hlutverk í málinu, hlutverk skipulagsyfírvalds og hlutverk framkvæmdaaðila, veldur því að brýnt er að eyða réttaróvissu með ítarlegri könnun hlutlausra kunn- áttumanna. Niðurstöður þeirra þarf síðan að kynna rækilega. Framtíð Ijamarinnar og bygging og staðsetning ráðhúss er með stærri og viðkvæmari borgarmálum eins og dæmi sanna. Góður aðgang- ur borgara að borgaryfirvöldum í Reykjavík og tíð viðleitni þeirra til að koma til móts við óskir Reyk- víkinga er jákvæð. í þeim anda er kjörið að gefa borgarbúum kost á að láta í ljós álit sitt í atkvæða- greiðslu að loknum góðum undir- búningi. Höfundur er lögmaður. ALTT ÁHREINU MEÐ &TDK Saga af Suðumesjum Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Jóhannes úr Kötlum. Saga af Suðurnesjum. Ragnheiður Gests- dóttir teiknaði myndirnar. Mál og menning 1987 ' Söguljóð Jóhannesar úr Kötlum em með því besta sem ritað hefur verið fyrir íslensk böm enda em þau enn á margra vömm. Það er eins með þau og önnur sígild verk, þau lýsa og auðga þótt tímamir séu breyttir. Bera með sér litrík ein- kenni hreinnar tungu okkar í raunsæi hversdagsleikans og frá- bærri innlifun í heim ævintýranna. Saga af Suðurnesjum kom fyrst út í Ómmusögum fyrir meira en hálfri öld sfðan (1933). Hún er fal- legt ævintýri þar sem raunhæf lífsbarátta, kærleikur og trúnaður em óijúfanlegir þræðir í atburða- rásinni. Litli drengurinn á Suðumesjum horfði til jóla með tóman disk á borði af því að aflaklóin faðir hans hafði ekki fengið drátt úr sjó um langan tíma. Dag nokkum þegar faðirinn var ekki heima og móðirin var önnum Jóhannes úr Kötlum kafín fór drengurinn niður að sjón- um, þar sem Lóa systir hans hafði týnst. í fanginu bar hann litla bik- aða bátinn sinn: Og báturinn skreið út á djúpið af sjálfu sér. - Ekki hvarf hann í öldumar Ragnheiður Gestsdóttir og ekki rak hann á sker. - Allt var víst fullt af fiski í hafinu hér, Drengurinn bar sig til eins og góður veiðimaður. En biðin og kuld- inn krepptu að honum: Loks kippti eitthvað i öngulinn þar suður í sjó. Þá kom nú fiim á fiskidrenginn, hann dró og dró og hló og hló, og lagðist út fyrir borðstokkinn, sú litla aflakló. Drengurinn steyptist í hafíð, en honum var bjargað af skrýtinni skepnu sem sagði honum sögu sína. Sagðist heita Kobbi og vera sonur Faraós Egyptalandskonungs sem varð að sel eins og allt hans fólk, þegar Móses ieiddi þjóð sína yfír hafið: Héma niðri á hafsbotni á ég fína, fallega höll. Þar eru þaraskógar og þar era kóralflöll, og þar á ég fallega stúlku, sem er hvít eins og mjöll. Drengurinn fór með selnum í höllina og dvaldi þar langt fram á jólakvöld. Þá fór hann heim aftur — en hann fór ekki einsamall. Ekki verður sagt meira frá ljóðinu hér. Það er gaman að hinn ungi lista- maður, Ragnheiður, skuli hafa myndskreytt ljóðið. Stflhreinar mjmdir hennar sameinast ljóðinu sérkennilega vel. Litir og form virð- ast túlka vel þær tilfinningar sem gera mannlíf ljóðsins fagurt og raunsætt. Þessi hlýja sem stafar jafnan frá myndum hennar nýtur sín vel hér. Öllum hlutaðeigendum er sómi að þessari bók. Ný sending af loðskinnshúfum og treflum 4 pelsinn Kirkjuhvolisími 20160 Heitar tilfinningar í trúverðugri skáldsögu Békmenntlr Jóhann Hjálmarsson Nína Björk Árnadóttir: MÓÐIR KONA MEYJA. Skáldsaga. Til- einkuð minningu Alfreðs Flóka. Forlagið 1987. Kunnar eru sögur um ungar stúlkur úr sveit sem komu til höf- uðstaðarins og lentu í vist hjá heldra fólki. Ein slík stúlka hét Ugla. Nú er komin Helga í Heið- arbæ. Henni kynnumst við í skáldsögu Nínu Bjarkar Ámadótt- ur: Móðir Kona Meyja. Þótt samfélagsmál séu Nínu Björk ofarlega í huga, misskipting auðs, munurinn á ríkum og fátæk- um, er skáldsaga hennar síst af öllu félagslegt ádeiluverk. Móðir Kona Meyja fjallar einkum um mannlegar tilfínningar, hið bams- lega og einlæga og jafnframt það sem undir niðri býr og er af ætt blindra ástríðna. Persónur skáld- sögunnar era smám saman af- hjúpaðar þangað til þær standa naktar og geta eftir það náð reisn sinni á ný. Bak við fegursta yfír- borðið leynist viðkvæmni og særindi og sá sem hefur beðið ósigur í lífsgæðakapphlaupinu hefur ekkert annað að sýna en sár og öll tilvera hans mótast af þvi. Helga rifjar upp ár sitt í hús inu, „sterkasta örlagastrauminn" í lífí sínu. Örlagavefur hússins er kynlegur. í honum miðjum er frú- in Heiður, síðan maður hennar, Hjálmar, og kerlingamar Sína og Setta, fyrram niðursetningar. Vil- hjálmur eða Villý kanasonur úr braggahverfi bæjarins tengist þessu húsi líka með dularfullum hætti. Nokkrar persónur aðrar, en veigaminni, leika sín hlutverk í sögunni. Minnisstæðust verður Helga sjálf, Heiður og Villý. Kerlingam- ar era að mínu mati of fyrirferðar- miklar og sumar persónur eins og til að mynda bræður Helgu skort- ir líf og lit, era of algengar. Best er Nína Björk þegar hún býr til andrúm heitra tilfínninga og nálg- ast hið ljóðræna eintal. Þá fær prósinn vængi. Vissir hlutar skáld- sögunnar era afburða vel skrifaðir, ekki síst þegar lýst er ástum þeirra Helgu og Villýs.ástarleik Helgu og Heiðar og skammvinnum blíðu- fundum Helgu og Hjálmars. Nína Björk kann vel list hinnar erótísku frásagnar. Umkomuleysi Helgu og Villýs dregur Nína Björk upp af innsæi og listrænum krafti. Móðir Kona Meyja er að mörgu leyti gott og trúverðugt framlag til lýsinga á lífí hinna bágstöddu í samfélaginu. Eins og fyrr segir er það gert með því að sýna tilfínningahliðina, en ekki dvalist við nöturleik fátæktar- innar einn saman. Með Móður Konu Meyju er kom- in ný athyglisverð Reykjavíkur- skáldsaga og opinská lýsing á heimi ungrar konu sem fær að reyna margt, er í senn náttúra- bam og vitur fyrir hönd tilfinninga sinna. Margir lesendur munu fínna til með þessari stúlku. En mestu skiptir að þegar best lætur tekst höfíindinum að gæða hana lífí Nína Björk Árnadótt ásamt þeim undarlegu mannver- um sem standa henni næst, era henni skyldastar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.